Fundargerð 9. maí 2012

102. / 9. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn miðvikudaginn 9. maí 2012 í Hallormsstað

Fundarmenn hittust á Hótel Hallormsstað klukkan 12:00 og snæddu hádegisverð að honum loknum kynntu fundarmenn sér fyrirtækið Holt og Heiðar sem meðal annars framleiðir afurðir úr birki úr Hallormsstaðaskógi. Áður en gengið var fundar kynnti Þráinn Lárusson veitingamaður á Hótel Hallormsstað starfsemi og húsakynni hótelsins

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Eiður Ragnarsson.

Starfsmenn viðstaddir:
Borgþór Freysteinsson, Júlía Siglaugsdóttir og Leifur Þorkelsson,

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 601
  2. Tóbakssöluleyfi 603
  3. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 603
    3.1      Vélaverkstæði Lolla ehf. 603
    3.2      Grænt bókhald fyrirtækja. 603
  4. Erindi og bréf 604
    4.1      Urðun fjár frá Merki á Jökuldal. Erindi frá MAST 15.3.2012. 604
  5. Fráveitumál matvælafyrirtækja. 604
  6. Staða rekstrar HAUST 24.4.2012. 605
  7. Af vettvangi SHÍ 605
  8. Önnur mál 605
1       Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

  1. Ásbræður ehf., kt. 630408-1130. Nýtt starfsleyfi vegna hrognavinnsluÁsplani. Starfsleyfi útgefið 29.3.2012.
  2. Björn Gunnar Hreinsson, kt. 270572-5539. Nýtt starfsleyfi fyrir bifreiða- og rafmagnsverkstæði að Vallholti 4, 690 Vopnafjörður. Leyfi útgefið 3.5.2012.
  3. Ollasjoppa ehf., kt.700412-1050. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á veitingum í Ollasjoppu, Kolbeinsgötu 35. Starfsleyfi útgefið 4.5.2012 
  4. 700-701 Fljótsdalshérað

  5. Fljótsbátar sf. kt. 540596-3289. Starfsleyfi/nýtt fyrir hestaleigu að Laufskógum í Hallormsstaðaskógi. Leyfið útgefið 2.4.2012
  6. Vélaverkstæði Lolla ehf., kt. 670709-1670. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í Eiðar Guesthouse, Miklagarði, Eiðum, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Lilja Sigurðardóttir, kt. 060184-3809. Leyfið gildir frá 10.6. til 31.8.2012 og er gefið út að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar, sbr. bókun undir lið 3 í fundargerðinni. Leyfi útgefið 13.4.2012.
  7. Lipurtá ehf., kt. 620605-0930. Starfsleyfi til að stunda húðflúr í húsnæði Snyrtistofunnar Öldu, Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstöðum. Leyfi útgefið 16.4.2012.
  8. Hugrún Sveinsdóttir, kt. 200762-2239, f.h. Húsfélags Arnhólsstaða. Tímabundið starfsleyfi fyrir skemmtun að Arnhólsstöðum 18.4.2012. Leyfið útgefið 17.4.2012.
  9. Hrefna Waage, kt. 301173-3859. Nýtt starfsleyfi fyrir sápuframleiðslu, Sápugaman, að Grenisöldu, Þrándarstöðum, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 26.4.2012.
  10. 710 Seyðisfjörður

  11. Pólstjarnan ehf., kt. 691294-4719. Nýtt starfsleyfi vegna kvíaeldis á allt að 200 tonnum af laxi árlega við Háubakka í Seyðisfirði. Starfsleyfi útgefið 4.4.2012.
  12. Magnús Scheving Thorsteinsson, kt. 301068-3369. Nýtt starfsleyfi vegna kvíaeldis á allt að 200 tonnum af laxi árlega í Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Starfsleyfi útgefið 4.4.2012.
  13. Náttúra Fiskirækt ehf., kt. 421111-1380. Nýtt starfsleyfi vegna kvíaeldis á allt að 200 tonnum af laxi árlega í Selstaðavík í Seyðisfirði. Starfsleyfi útgefið 4.4.2012.
  14. 720 Borgarfjörður eystri

  15. Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Tímabundið starfsleyfi vegna tónleikahalds í Bræðslunni 28. Júlí 2012. Leyfi útgefið 20.4.2012
  16. Fiskverkun Kalla Sveins, kt.510602-2340. Starfsleyfi/breyting fyrir Hársnyrtistofu í húsnæði Fiskverkunar Kalla Sveins. Leyfið útgefið 25.4.2012.
  17. 730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

  18. Plastiðjan Ylur ehf., kt. 660809-1390. Starfsleyfi fyrir steypustöð að Hjallaleiru 23, 730 Reyðarfjörður. Leyfi útgefið 24.4.2012.
  19. Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Tímabundið starfsleyfi fyrir salernisaðstöðu við rafstöð, byggingu nr. 314/POD5 á Hrauni 1, 730 Reyðarfjörður.Leyfið gildir frá 3. maí 2012 til 31. mars 2013. Leyfi útgefið 3.5.2012.
  20. Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Söluskála Olís að Búðareyri 33. Starfsleyfi útgefið 7.5.2012
  21. 780-785 Hornafjörður 

  22. Miðskersbúið ehf., kt. 671206-1420. Nýtt starfsleyfi fyrir kjötvinnslu og smásölu kjötafurða framleiddum í vinnslunni Miðskeri. Starfsleyfi útgefið 23.3.2012
  23. Náttúrulega ehf., kt. 540291-1449. Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í húsnæði Matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Starfsleyfi útgefið 2.4.2012.
  24. Húsasmiðjan ehf., kt. 551211-0290. Endurnýjun starfleyfis fyrir verslun að Sæbraut 2 á Höfn. Leyfi til verslunar með merkingarskyldar efnavörur, þ.m.t. snyrtivörur og einnig lítilsháttar af innpökkuðum matvælum. Leyfi útgefið 30.4.2012.
  25. Vélsmiðja Hornafjarðar ehf., kt. 700172-0319. Endurnýjað starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði, vélaverkstæði og smurstöð að Álaugarvegi 2, 780 Höfn. Leyfi útgefið 3.5.2012.
  26. Gistiheimilið Dyngja ehf., kt. 660706-1270. Nýtt leyfi til að selja gistingu fyrir allt að 10 gesti á einkaheimili að Hafnarbraut 1, 780 Höfn. Ábyrgðarmenn: Sindri Ragnarsson, kt. 150180-4309, og Fanney Björg Sveinsdóttir, kt. 130483-5509. Leyfi útgefið 3.5.2012.
  27. Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir vinnubúðir við Fagurhólsmýri, 780 Hornafjörður. Ábyrgðarmaður: Sveinn Þórðarson, verkstjóri brúarflokks. Leyfið gildir frá 14. maí 2012 til 31. júlí 2012. Leyfi útgefið 3.5.2012.
  28. Funi ehf., kt. 541289-1199. Endurnýjað starfleyfi fyrir söfnun og flutning úrgangs í sveitarfélögunum Hornafirði og Djúpavogi, einnig starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu fyrir eigin tæki að Ártúni í Nesjum, 781 Höfn. Leyfi útgefið 7.5.2012.
  29. Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Endurnýjað starfsleyfi fyrir gámavöll við Álaleiru 780 Höfn. Leyfi útgefið 7.5.2012.
2    Tóbakssöluleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

  1. Ollasjoppa ehf., kt. 700412-1050. Tóbakssöluleyfi í Ollasjoppu að Kolbeinsgötu 35. Ábyrgðarmaður: Árný Birna Vatnsdal kt.311067-5759. Leyfi útgefið 4.5.2012
  2. 710 Seyðisfjörður

  3. G.B. Bjartsýn ehf., kt. 690304-2950. Tóbakssöluleyfi í söluskála fyrirtækisins að Hafnargötu 2. Ábyrgðarmaður: Birna S. Pálsdóttir, kt. 121071-5339 Leyfi útgefið 10.4.2012.
3         Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

3.1       Vélaverkstæði Lolla ehf.

Með erindi dags. 27.3.2012 sækir Lilja Sigurðardóttir f.h. Vélaverkstæðis Lolla ehf. um leyfi til að selja gistingu fyrir allt að 40 manns í 20 tveggja manna herbergjum í Miklagarði á Eiðum og einnig heimild til að selja næturgestum morgunverð.

Um er að ræða eitt af þeim húsum sem tilheyra fyrrum Alþýðuskólanum á Eiðum. Alvarlegar aths. hafa verið gerðar við fráveitumál frá aðstöðunni. Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 2.2.sl. var eftirfarandi bókað:

Nefndin ítrekar að ekki verði gefin út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi í húsnæði fyrrv. Alþýðuskólans á Eiðum með miklu álagi á fráveitukerfið fyrr en fráveitumál verði komin í viðunandi horf.

Fyrri leyfi í húsnæðinu náðu til sölu gistingar fyrir allt að 100 manns ásamt með leyfi til sölu máltíða úr fullbúnu eldhúsi. Það er mat heilbrigðisfulltrúa að mengunarálag frá þeirri starfsemi hafi verið þrisvar sinnum meiri en sú starfsemi sem nú er sótt um leyfi fyrir. Eftirfarandi var samþykkt af formanni og varaformanni heilbrigðisnefndar og hefur starfsleyfið verið gefið út á grunni hennar.

Samþykkt er að umbeðið leyfð verði gefið út til að hámarki þriggja mánaða og með kröfum um sýnatökur og rannsókn á vatni úr Eiðalæk fyrir upphaf starfseminnar, um miðbik starfsleyfistímans og í lok hans.

Sýni verði tekin úr Eiðalæknum, eitt sýni u.þ.b. 10 m neðan við útrás frá rotþrónni og annað niðri við veg. Starfleyfishafi beri kostnað af rannsókninni og flutningi sýna.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda afgreiðslu.

3.2    Grænt bókhald fyrirtækja. 

Með erindi dags. 30.3.2012 minnti Umhverfisstofnun HES á að nokkrir fyrirtækjaflokkar sem HES vinnur starfsleyfi fyrir eigi að skila grænu bókhaldi. Af hálfu HAUST var þetta þörf áminning, enda hafði yfirsést að gera þessa kröfu. Um er að ræða stór fiskvinnslufyrirtæki, þ.e. fiskvinnslur með framleiðslugetu >75 tonn/dag. Þegar hefur verði fundað með UST um málið.

Samþykkt var að því verði beint viðkomandi fyrirtækja að þau skili grænu bókhaldi fyrir árið 2012 ef þau mögulega geta fyrir 1.5.2013, en að skýr krafa verði gerð um skil fyrir 1.5.2014 vegna ársins 2013.

4          Erindi og bréf

4.1       Urðun fjár frá Merki á Jökuldal. Erindi frá MAST 15.3.2012 

Á Merki í Jökuldal greindist fullorðin kind með riðu af tegundinni NOR98. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar, verkferli varðandi hlutverk og ábyrgð aðila, þegar farga þarf sóttmenguðum úrgangi vegna dýrasjúkdóma (júní 2010). Þar kemur eftirfarandi fram:

„Heilbrigðiseftirlit hlutaðeigandi svæðis leggur fram tillögu í samráði við Umhverfisstofnun um hvort úrgangurinn skuli nýttur eða honum fargað, og í kjölfar þess hvar og hvernig það skuli gert. Heilbrigðiseftirlitið leitar eftir samþykki Matvælastofnunar (héraðsdýralæknis), sóttvarnalæknis, rekstraraðila förgunarstaðar og ef um er að ræða förgunarstað á öðru landsvæði skal einnig leitað eftir samþykki hlutaðeigandi heilbrigðiseftirlits.“

Í samræmi við verklagsreglurnar voru af hálfu HAUST rituð bréf og samkomulag náðist um að slátra fénu hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga og urða í sorpurðunarstað Vopnafjarðarhrepps á Nýpsöxl. Umhverfisstofnun veitti leyfi með bréfi dags. 23.3.2012.

5   Fráveitumál matvælafyrirtækja

Afgreiðslu þessa máls var frestað á seinasta fundi

Inngangur: Um leið og sveitarfélög laga sínar fráveitur verða þau meira vör við mengun frá atvinnustarfsemi og upp vakna spurningar um hver skuli bera kostnað af hreinsun iðnaðarskólps.   Um er að ræða stíflur lagna vegna fitu og/eða grófs úrgangs frá fyrirtækum, fitusöfnun í lagnir, skemmdir á virkni skólphreinsistöðva vegna fitu og/eða olíu inn á hreinsivirkin.  Nokkur tilfelli eru um þessar mundir á borðum heilbrigðisfulltrúa og brýnt að heilbrigðiseftirlit og sveitarfélög taki saman höndum til að koma málinu í betri farveg.

Nokkur umræða skapaðist um málið og fram kom að mikilvægt er að koma þessum málaflokki í viðunandi horf.

HAUST hefur gert þá kröfu að fráveita frá eldhúsum veitingastaða skuli leidd í fitugildru. Eftir þessu hefur verið gengið þegar nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun, enn sem komið er hefur ekki verið gerð krafa um að fitugildur verði settar niður við eldri staði.

Umræða varð um tillögu starfsmanna HAUST varðandi það hvort rétt væri að gera kröfur um fituskilja yrði sett á fráveitu frá öllum matvælafyrirtækjum. Fram kom að svokölluð matvælafyrirtæki eru mörg og starfsemi þeirra mismunandi og því þurfi að skilgreina nákvæmar í hvaða tilfellum matvælafyrirtæki yrðu krafin um fituskilju. Þá var einnig rætt um að mikilvægt sé að gefa fyrirtækjunum nokkuð rúman aðlögunartíma, þar sem ljóst má vera að nokkuð mikla og kostnaðarsama aðgerð getur verið að ræða í einhverjum tilfellum.

Einnig var rætt um hvaða losunarmörk ættu að gilda en þau geta verið mismunandi, t.d. eftir gerð viðtaka. Fram kom að rétt þykir að þær kröfur sem gerðar yrðu á starfssvæði yrðu í samræmi við kröfur á öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum.

Starfsmönnum HAUST falið að vinna áfram að málinu, með aðkomu að gerð fráveitusamþykkta fyrir sveitarfélög á starfssvæðinu.

6   Staða rekstrar HAUST 24.4.2012

Lagt fram yfirlit yfir stöðu rekstrar eftir miðjan apríl. Ath. að laun fyrir apríl hafa ekki verið færð. Reksturinn er í eðlilegu horfi miðað við árstíma.

7   Af vettvangi SHÍ

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:

  • Fundargerð af fundi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitssvæðanna sem haldinn var 7. mars 2012 á Akureyri
  • Fundargerð stjórnar SHÍ frá 16. apríl 2012.
8   Önnur mál
  • Rætt var um Vakann, sem er gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og hugsanleg samlegðaráhrif úttektar í tengslum við kerfið og reglubundinna skoðana heilbrigðisfulltrúa.
  • Formaður heilbrigðisnefndar gerði stuttlega grein fyrir stofnun Austurbrúar sem varð til við sameiningu stoðstofnana á Austurlandi þann 8. maí 2012

Gert er ráð fyrir að næsti fundur, sem jafnframt verður sá síðasti fyrir sumarfrí verði haldinn símleiðis miðvikudaginn 13. júní nk. Til hans verður boðað með tölvupósti þegar nær dregur.

Fundi slitið kl. 15:15

Fundargerðin færð í tölvu af Leifi Þorkelssyni og send fundarmönnum í tölvupósti staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Borgþór Freysteinsson
Júlía Siglaugsdóttir

pdf Fundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search