Fundargerð 12. desember 2012

106. / 13. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 12.12.2012 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason og Benedikt Jóhannsson
Haukur Ingi Einarsson og Aðalsteinn Ásmundsson sem varamenn fyrir Sigurlaugu og Ólaf.

Forföll boðuðu:
Sigurlaug Gissurardóttir Ólafur Hr. Sigurðsson og Eiður Ragnarsson.

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 623
  2. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka 626
  3. Umsóknir um 15 starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna fiskeldisleyfi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði 626
  4. Erindi og bréf 627
    4.1      Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 21.11.2012 627
    4.2      Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 30.11.2012 627
    4.3      Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 6.12.2012 628
  5. Gæludýramál 628
  6. Stofnanasamningur milli FÍN og HAUST 628
  7. Bókhald og endurskoðun 628
  8. Önnur mál 629
    8.1      Framsalsamningur milli Matvælastofnunar og HAUST 629
    8.2      Næstu fundir  629

             

1 Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi/nýtt fyrir fræðslustarfsemi í Kaupvangi. Leyfið útgefið 13.9.2012.

b) Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sviðagám á SV hluta lóðar að Háholti 7, 690 Vopnafjörður. Leyfið gildir frá 26.9.2012 til 26.9.2014. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu til að svíða dilkahausa út frá mengunarvarnasjónarmiðum.

c) Hofsárdalur ehf., kt. 521203-2690. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs mannvirkja áföstum íbúðarhúsi að Ytri-Hlíð 2 á Vopnafirði. Leyfi útgefið 29.10. með gildistíma til 31.12.2012.

700-701 Fljótsdalshérað

d) Grái hundurinn, kt. 540605-1490. Starfsleyfi/breyting fyrir Hótel Hallormsstað. Leyfið útgefið 11.9.2012.

e) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi breyting á nafni Leikskólinn Tjarnarskógur- starfsstöð Tjarnarlöndum 10-12. Leyfi breytt 11.9.2012.

f) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi breyting á nafni Leikskólinn Tjarnarskógur- starfsstöð Skógarland 5. Leyfi breytt 11.9.2012.

g) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir fræðslustarfsemi að Tjarnarbraut 39e. Leyfið útgefið 13.9.2012.

h) Þórunn Guðgeirsdóttir, kt. 240265-4279. Starfsleyfi/flutningur vegna Fótataks, fótaaðgerðarstofu, Miðvangi 5-7. Leyfi breytt 14.9.2012.

i) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi/breyting fyrir Egilsstaðaskóla. Leyfi breytt 2.10.2012.

j) Bautinn ehf., tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í tengslum við Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum dagana 26.-28.10.2012. Leyfi útgefið 22.10.2012

k) Barri hf., kt. 461290-1249. Tímabundið starfsleyfi vegna jólamarkaðar/Jólakötturinn í Barra, Valgerðarstöðum 4, þann 15.12.2012 frá kl. 12:00 til kl. 16:00. Starfsleyfið nær til húsnæðis og snyrtiaðstöðu þar sem m.a. er ráðgert að selja matvæli.

l) Hlynur Bragason, kt. 220766-4709. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót Fellamanna í Fjölnotahúsinu Fellabæ 2.2.2013. Leyfið útgefið 5.12.2012.

710 Seyðisfjarðarkaupstaður

m) Olíudreifing ehf., kt. 660695-2069. Starfsleyfi vegna endurvinnslu á óvirkum úrgangi. Um er ræða leyfi til að endurnýta hreina steypu úr sökkli undan olíugeymi. Leyfi útgefið 1.10.2012.

n ) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi/breyting vegna flutnings Lyfja Egilsstöðum - útibú Seyðisfirði, Austurvegi 19. Starfsleyfi útgefið 12.11.2012.

720 Borgarfjörður eystri

o) Borgarfjarðarhreppur kt. 480169-6549. Starfsleyfi/breyting Grunn-og leikskóli Borgarfjarðar. Leyfið útgefið 2.10.2012.

p) Blábjörg, kt. 710506-0430. Starfsleyfi/breyting fyrir Blábjörg Gistiheimili og Spa. Leyfið útgefið 17.10.2012.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

q) Axel Geir Valgeirsson, kt. 221082-5089. Starfsleyfi fyrir Austurþrek-líkamsrækt, Austurvegi 20. Leyfið útgefið 12.9.2012.

r) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi/nýtt fyrir fræðslustarfsemi í Fróðleiksmolanum, Búðareyri 1. Leyfið útgefið 13.9.2012.

s) Helena Rán Stefánsdóttir, kt. 220479-3319. Starfsleyfi fyrir Hársnyrtistofu Exito-hár, Hafnargötu 2. Leyfið útgefið 30.11.2012.

t) N1 hf., kt. 5402062010. Ný sjálfsafgreiðslustöð að Búðargötu 5. Leyfið er gefið út til tveggja mánaða frá 10.12.2012, sjá nánar lið 2 í fundargerð þessari.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

u) Kaffihúsið Eskifirði ehf., kt. 450411-0350. Tímabundið starfsleyfi vegna skemmtanahalds í Valhöll 6.-7.10.2012. Leyfið útgefið 1.10.2012.

v) Kaffihúsið Eskifirði ehf., kt. 450411-0350. Tímabundið starfsleyfi vegna skemmtanahalds í Valhöll 24.11. og 1.12.2012. Leyfið útgefið 21.11.2012.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

w) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi/nýtt fyrir fræðslustarfsemi Kreml Egilsbraut 11. Leyfið útgefið 13.9.2012.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

x) Einar Sigmundsson, kt. 140363-7669. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Gestsstöðum. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Gestsstöðum og mjólkurframleiðslu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012.

y) Fjarðabyggð, kt.470698-2099. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Starfsleyfið er háð skilyrðum sem fram koma í starfsleyfinu. Starfsleyfið gildir vegna bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði síðustu helgi í júlí ár hvert ( fimmtudagur til sunnudags) í fjögur ár frá útgáfudegi, þ.e. 2012 til 2015. Leyfið gildir eingöngu, ef hátíðin verður áfram haldin með sama eða svipuðu sniði og sótt er um fyrir 2012. Leyfi gefið út 8.7.2012, gildir til 15.8.2015.

760 Breiðdalsvík

z) Kristján Beekman, kt. 160448-4079. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Brekkuborg. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Brekkuborg og mjólkurframleiðslu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012.

aa) Gunnlaugur Ingólfsson, kt. 031173-4859. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Innri-Kleif. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Innri-Kleif og mjólkurframleiðslu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012.

bb) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Tannlæknastofu með einum aðgerðarstól. Útgáfudagur leyfis: 6.12.

765 Djúpivogur

cc) Björgvin Rúnar Gunnarsson, kt. 181171-4139. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Núpi. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Núpi og mjólkurframleiðslu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012.

dd) Steinþór Björnsson, kt. 011074-5299. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Hvannabrekku. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Hvannabrekku og mjólkurframleiðslu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012.

ee) Ólafur Eggertsson, kt. 081143-2189. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Berunesi I. Um er að ræða vatnsveitu sem þjónar m.a. íbúðarhúsi á Berunesi og ferðaþjónustu á bænum. Útgáfudagur leyfis: 1.10.2012

ff) Langabúð / Kálkur, kt. 460504-3170. Starfsleyfi til að reka veitingastað, Löngubúð að Búð 1, 765Djúpavogi. Um er að ræða fullbúinn veitingastað með sæti fyrir allt að 50 gesti. Breyting á starfsleyfi, útgefið 15.6.2012.

gg) Þorskeldi ehf., kt. 451103-3420, Hömrum 12, 765 Djúpivogur. Breyting á starfsleyfi: Starfsleyfið gildir nú til að starfrækja þorskeldi og eldi á regnbogasilungi í kvíum í Berufirði. Um er að ræða áframeldi á 99 tonnum af þorski og 100 tonnum af regnbogasilungi samtals allt að 199 tonnum árlega. Staðsetning: 64°45´ N - 14°23´30". Útgáfudagur leyfis 12.9.2012.

780-785 Hornafjörður

hh) Austurbrú ses., kt. 640512-0160. Starfsleyfi/nýtt fyrir fræðslustarfsemi í Nýheimum, Litlubrú 2. Leyfið útgefið 13.9.2012.

ii) Baldvin Svafar Guðlaugsson, kt. 230376-5579. Starfsleyfi/eigendaskipti Rakarastofa Baldvins, Hafnarbraut 43a. Leyfið útgefið 15.10.2012.

jj) Artic ehf., kt. 660410-1040. Starfsleyfi fyrir reykingu á makríl og makrílflökum í húsnæði Matarsmiðjunnar, Álaleiru 1. Starfsleyfið gildir til 31.12.2012. Starfsleyfi útgefið 16.10.2012.

kk) Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169. Tímabundið starfsleyfi vegna jarðborana í landi Hoffells. Leyfi útgefið 1.11.2012 með gildistíma til áramóta.

ll) Menningarmiðstöð Hornafjarðar kt. 550992-2489. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á matvælum á jólamarkaði við Ráðhús Hornafjarðar dagana 1.,9.,15., og 22. desember 2012. Leyfi útgefið 30.11.2012

 

2  Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

N1 hf., kt. 5402062010 sótti um starfsleyfi fyrir nýja bensínstöð að Búðargötu 5, 730 Reyðarfjörður. Við skoðun kom í ljós að skilyrði fyrir starfsleyfi voru ekki að fullu uppfyllt.

Að fenginni jákvæðri umsögn frá Umhverfisstofnun og í samráði við formann heilbrigðisnefndar var gefið út starfsleyfi til tveggja mánaða með tímabundinni undanþágu á frá ákvæði í 1. mgr. 66. greinar í reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi m.s.br. þar sem segir: „Afgreiðslutæki skal staðsetja á upphækkun til að verja þau fyrir hnjaski.“

Undanþága þessi er veitt skv. gr. 103 í sömu reglugerð þar sem segir eftirfarandi:

“Heilbrigðisnefnd er heimilt að veita tímabundna undanþágu frá einstökum ákvæðum þessarar reglugerðar ef ríkar ástæður eru til slíks að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins.“

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreinda málsmeðferð.



3  Umsóknir um 15 starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna fiskeldisleyfi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði

Um er að ræða umsóknir frá eftirfarandi aðilum:

Fyrir kvíaeldi á laxi allt að 200 tonna framleiðslu hvert leyfi í Reyðarfirði: dags. ums.
1. Helgi Guðmundur Sigurðsson kt. 060860-3199 19/6
2. Margrét Stefánsdóttir kt. 040369-4659 19/6
3. Oddný Rósa Ásgeirsdóttir kt. 120487-2489 19/6
4. Sigurrós Sigurbergsdóttirkt. 090728-4239 19/6
Fyrir kvíaeldi á laxi allt að 200 tonna framleiðslu hvert leyfi í Fáskrúðsfirði
5. Einar Örn Gunnarsson kt. 051061-3739 19/6
6. Guðmundur Gunnarsson kt. 160751-2159 19/6
7. Oddný Sigurborg Gunnarsdóttir kt. 311055-2249 19/6
8. Fiskeldi Austfjörðum ehf. kt. 520412-0930 (nr. 1) 19/6
9. Fiskeldi Austfjörðum ehf. kt. 520412-0930 (nr. 2) 19/6
Fyrir kvíaeldi á laxi allt að 200 tonna framleiðslu hvert leyfi í Berufirði
10. Fiskeldi Austfjörðum ehf. kt. 520412-0930 (nr. 1) 25/6
11. Fiskeldi Austfjörðum ehf. kt. 520412-0930 (nr. 2) 25/6
12. Gunnar Páll Helgason kt. 071284-816929/6, lagfært 9/7
13. Jóhann Örn Helgason kt. 040188-223929/6, lagfært 9/7
14. Sighvatur M. Helgason kt. 050592-278929/6, lagfært 9/7
15. Benedikt T. Sigurðsson kt. 270152-299929/6, lagfært 9/7

Um er að ræða mál sem áður hefur verið til umfjöllunar hjá Heilbrigðisnefnd. Á fundi nefndarinnar þann 12.9. sl. var málið kynnt og ákveðið að hafna öllum leyfunum. Vegna galla í vinnslu málsins var sú ákvörðun afturkölluð á fundi nefndarinnar þann 14.11.sl. og umsækjendum gefinn kostur á að koma nýjum upplýsingum á framfæri og/eða neyta andmælaréttar skv. stjórnsýslulögum. Fiskeldi Austfjörðum ehf. hefur sent bréf í kjölfarið og reyndar einnig fyrirtækið Þorskeldi ehf. Bréfin eru dagsett 29.11. og eru samhljóða. Íslenska Lögfræðistofan sendi einnig bréf f.h. ellefu einstaklinga dags. 29.11. Bréfin voru lögð fram til kynningar fyrir heilbrigðisnefnd.

Fyrir fundinn var lögð greinargerð sem unnin var af framkvæmdastjóra og Jóni Jónssyni hrl. Í greinargerðinni kemur m.a. fram að heilbrigðisnefndum ber að vinna að markmiðum eftirfarandi laga:

Markmið hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br. 1. gr. laganna: Markmið þessara laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

Markmið laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, 1. mgr. 1. gr.: Markmið laga þessara er að vernda hafið og strendur landsins gegn mengun og athöfnum sem stofnað geta heilbrigði manna í hættu, skaðað lifandi auðlindir hafsins og raskað lífríki þess, spillt umhverfinu eða hindrað lögmæta nýtingu hafs og stranda.

í niðurlagi greinargerðarinnar er lagt til að öllum þeim fimmtán umsóknum sem borist hafa Heilbrigðisnefnd Austurlands um allt að 200 tonna leyfi til laxeldis í Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði skuli hafnað.

Greinargerðin var rædd ítarlega, bæði orðalag og efnistök.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að hafna fram komnum fimmtán umsóknum um allt að 200 tonna starfsleyfi fyrir fiskeldi skv. fram lagðri greinargerð.

Eftirfarandi tillaga að bókun var einnig samþykkt:

Heilbrigðisnefnd Austurlands hafa að undanförnu borist 15 umsóknir um starfsleyfi fyrir fiskeldi allt að 200 tonnum í þremur fjörðum Austfjarða. Umhverfisstofnun hefur þegar gefið út starfsleyfi fyrir fiskeldi í Berufirði (6000 tonn af laxi og 2000 tonn af regnbogasilungi), Fáskrúðsfirði (3000 tonn af þorski) og Reyðarfirði (6000 tonn af laxi). Auk þessa hefur Heilbrigðisnefnd Austurlands gefið út tvö 200 tonna leyfi, eitt í Fáskrúðsfiðri og annað í Berufirði.

Heilbrigðisnefnd Austurlands telur rétt, að burðarþol umfram þegar útgefin leyfi verði metið í umræddum fjörðum áður en ný starfsleyfi verða gefin út.  Nefndin mun því ekki gefa út ný starfsleyfi í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði að svo stöddu. Jafnframt hvetur heilbrigðisnefnd Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun til að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi lögum um fiskeldi í sjó.

 

4    Erindi og bréf

4.1       Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 21.11.2012

Ábending um að erindi HAUST frá 2010, 21011 og 2012 varðandi framsal eftirlits og verkaskiptingur HES og UST megi vísa til starfshóps ráðuneytisins se hefur það hlutverk að ræða mögulegar útfærslur á framkvæmd við leyfisveitingar og eftirlit skv. hollustuháttalögum. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá ráðuneytinu SHÍ, SÍS, AS og UST.

Frkvstj. falið að svara erindinu í samráði við formann og varaformann.

 

4.2       Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 30.11.2012

Kynnt ákvæði upplýsingalaga um skyldu stjórnvalda til að upplýsa almenning um mengandi efni í umhverfi sem gætu haft í för með sér hættu á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Nefndinni er boðið að senda inn tillögur um hvaða viðmið skuli styðjast við til að afmarka hvað teljist skaðleg eða hættuleg frávik.

Lagt fram til kynningar.

 

4.3       Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 6.12.2012

Vakin er athygli á breytingu á lögum nr. 23/2006. Breytingin tók gildi þann 27.3.sl. og í henni er kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um umhverfismál. Stjórnvöld sem falla undir lögin skulu vinna að því að gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar almenningi og er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.

Lagt fram til kynningar og vísað til frekari umfjöllunar á næsta snertifundi nefndarinnar.



5    Gæludýramál

Í samráði við dýraeftirlitsmann Fjarðabyggðar voru nýlega send bréf til sex gæludýraeigenda á Reyðarfirði sem voru með óskráð dýr og í flestum tilfellum án framvísunar á ormahreinsunum. Í bréfunum voru forsvarsmenn dýranna upplýstir um ákvæði samþykkta um dýrahald í sveitarfélaginu og þeim gert að láta ormahreinsa dýr sín og sækja síðan um skráningu dýranna auk þess sem þeim var boðinn andmælaréttur. Af þeim sem fengu bréf hafa tveir hvorki haft samband eða notað andmælarétt sinn, einn hefur sótt um skráningu dýrsins en ekki skilað fylgigögnum en þrír hafa komið sínum málum í rétt horf.

Frkvstj. falið að rita bréf til þeirra sem ekki hafa gert grein fyrir sér og tilkynna þeim að nefndin íhugi að láta fjarlægja dýrin af heimilum hafi þeir ekki komið sínum málum í réttan farveg innan eðlilegs tíma. Viðkomandi verði ennfremur boðinn andmælaréttur og/eða að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  

 

6   Stofnanasamningur milli FÍN og HAUST

Kjarasamningur og stofnanasamningur milli FÍN og Heilbrigðisnefndar var gerður árið 2005. Skv. kjarasamningnum taka laun starfsmanna HAUST mið af samningi FÍN og ríkisins. Stofnanasamningurinn tekur síðan mið af honum og þar er fjallað um röðun í launaflokka, starfsheiti o.þ.h. Vegna breytinga á kjarasamningi ríkisins hafa nöfn flokka og % milli flokka breyst m.a. eftir starfsheitum, þannig að erfitt er að raða (nýjum) starfsmönnum inn í launakerfin með núverandi stofnanasamningi. Þess vegna óskaði frkvstj. aðstoðar FÍN við að endurskoða stofnanasamninginn í því augnamiði eingöngu að auðveldara væri að vinna með launakerfið. Ekki er um að ræða ósk um hækkun launa. Óskað er eftir að Heilbrigðisnefnd undirriti nýjan stofnanasamning ásamt með forsvarsmönnum FÍN. Drög að samninginum lögð fram..

Frkvstj. falið að vinna málið áfram í samráði við varaformann nefndarinnar.

Í framhaldinu telur frkvstj. æskilegt að endurnýja ráðningarsamninga allra starfsmanna þar sem röðun inn í kerfið skv. nýjum stofnanasamningi komi fram í ráðningarsamningum, en að öðru leyti yrðu þeir óbreyttir.

 

7   Bókhald og endurskoðun

KPMG hefur sent HAUST ráðningarbréf til undirritunar. Það er n.k. rammi utan um þá þjónustu sem þeir veita. Frkvstj. hefur áritað bréfið að höfðu samráði við formann og varaformann nefndarinnar.

Einnig hefur verið formlega frá því gengið að MT Bókhald mun veita HAUST eftirfarandi þjónustu:

  1. MT – Bókhald mun eftirleiðis sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sérfræðikaupa. Mun það verða gert í árslok.
  2. MT – Bókhald mun skila skattframtali óskattskyldra aðila í árslok, fyrir frest á skilum launaframtals.

Fram kom ábending um að hugsanlega væri æskilegt að sækja um endurgreiðslu VSK tvisvar árlega.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint.

 

8   Önnur mál

8.1  Framsalsamningur milli Matvælastofnunar og HAUST

Samningi um að HAUST fari með eftirlit með nokkrum fyrirtækjum f.h. MAST var sagt upp gagnkvæmt af báðum aðilum fyrir nokkru og tekur sú uppsögn gildi um áramót.

Frá Matvælastofnun bárust í tölvupósti dags. 11.11. drög að nýjum framsalssamningi milli MAST og HAUST. Sami tölvupóstur var sendur til Heilbrigðiseftirlitssvæða Norðurlands eystra og Suðurlands. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum og jafnframt að gengið verði frá nýjum samningum fyrir áramót.

Heilbrigðisfulltrúum falið að ræða við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði sem málið varðar og vinna það áfram með það í huga að verklag við framkvæmd samnings verður að vera einfalt og skilvirkt auk þess sem kostnaður við eftirlitið verður að vera í samræmi við tekjur af því. Nefndinni sýnist tímarammi til endurnýjunar samnings vera mjög naumur.

 

8.2       Næstu fundir

Næsti fundur ákveðinn 14. Janúar 2012 og að hann verði haldinn á Djúpavogi.

Fundi slitið kl. 10:10. 

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Aðalsteinn Ásmundsson
Haukur Ingi Einarsson
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson
Leifur Þorkelsson                               

pdfFundargerð á pdf 

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search