Fundargerð 14. janúar 2013

107. / 14. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn á Djúpavogi 14.1.2013 á Hótel Framtíð

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:                                       

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, , Benedikt Jóhannsson og Eiður Ragnarsson.

Fjarverandi var Ólafur Hr. Sigurðsson

Starfsmenn viðstaddir: 

Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson, Júlía Siglaugsóttir, Borgþór Freysteinsson

Formaður setti fund að loknum hádegisverði kl 13:00

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 631
  2. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 632
    2.1         Sundlaugin í Selárdal 632
    2.2         Skeljungur hf. 632
    2.3         Tandraberg ehf. 632
    2.4         Dekkjaþjónusta Gunna Blikk, Ránargötu 2a, Seyðisfirði 632
    2.5         Hringrás, Hjallaleiru 12, Reyðarfirði 632
  3. Gæludýramál, framhald af fundi 106. 632
  4. Erindi og bréf 633
    4.1         Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 6.12.2012. 633
    4.2         Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 27.12.2012. 633
    Frestað sbr. bókun hér að ofan. 633
    4.3         Upplýsingalög nr. 140/2012. 633
  5. Skýrslur um fráveitumál 633
  6. Fjármál og stjórnsýsla. 634
    6.1         Fjárhagsleg staða í árslok 2012. 634
    6.2         Skuldarar og afskriftir 634
    6.3         Stofnanasamningur HAUST og FÍN. 634
  7. Yfirlit yfir starfið á árinu 2012 og starfsáætlun 2013. 635
    7.1         Starfsmannamál 635
    7.2         Starfsáætlun ársins 2013. 635
  8. Framsal eftirlitsverkefna frá Umhverfisstofnun (UST) 636
    8.1         Erindi frá UST. 636
    8.2         Samningur um eftirlit með sorpförgun. 636
  9. Framsal eftirlitsverkefna frá Matvælastofnun (MAST) 636
    9.1         Erindi frá Matvælastofnun, tölvupóstur dags. 11.11.2012. 636
  10. Eftirlit frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) 637
  11. Önnur mál 637
    11.1      Tillaga að næstu fundum . 637
    11.2      Hreinsun fráveitu frá atvinnustarfsemi 637
    11.3      Myglusveppir í húsum 637
    11.4      Meðferð fundargerða 637
    11.5      Eiðastaður 637
    11.6      Fjárhagsáætlun 2013 637
    11.7      Kamínur 637

             

1   Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Jónína Gísladóttir, 130269-4279. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í Miklagarði þann 26.1.2013. Leyfið útgefið 3.1.2013

700-701 Fljótsdalshérað

b) Halla Eiríksdóttir, 180859-2849. Tímabundið starfsleyfi fyrir framleiðslu á sápum til sölu á jólamarkaði Barra 15.12.2012.

c) Gunnþóra Snæþórsdóttir, 310352-4389. Starfsleyfi til að stunda nálarstungur  í húsnæði Snyrtistofunnar Öldu, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum. Leyfið útgefið 19.12.2012 en gildir frá 1.1.2013-1.1.2017.

d) Fljótsdalshérað, kt. 481004-Endurnýjað starfsleyfi fyrir áhaldahús að Tjarnarási 9, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 20.12.2012.

e) Biggi Vill ehf., kt. 710707-0140. Endurskoðað starfsleyfi fyrir skemmtistað án matsölu í gömlu símstöðinni, Kaupvangi 2 á Egilsstöðum. Leyfi endurskoðað 22.12.2012.

f) Bílanaust ehf., kt. 411112-Starfleyfi fyrir verslun með efnavöru o.fl. að Lyngási 13, 700 Egilsstaðir.  Breyting á rekstaraðila, var áður N1. hf.  Leyfi útg. 27.12.2012

g) Hjördís Hilmarsdóttir, kt. 190451-4029 f.h. Þorrablótsnefndar Valla-og Skóga kt. 610105-Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót á Iðavöllum 2.2.2013. Leyfið útgefið 3.1.2013.

h) Þorrablótsnefnd Egilsstaða, kt. 461212-Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót Egilsstaða í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum Tjarnarbraut 24 á bóndadag, 25. janúar 2013, kl. 18:00-04:00.  Ábyrgðarmaður: Pálmi Kristmannsson, kt. 280352-3819.  Leyfi útgefið 5.1.2013.

710 Seyðisfjarðarkaupstaður

i) Björgunarsveitin Ísólfur, 580484-0349. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Áramótabrennu að Strandarbakka.  Leyfið útgefið 19.12.2012.

j) El Grilló ehf., kt 690903-Endurnýjað starfsleyfi fyrir skemmtistað að Norðurgötu 3. Leyfi útgefið 2.01.2013.

k) Katla Grill ehf., kt. 461011-1520. Nýtt starfsleyfi fyrir matsöluvagn á Seyðisfirði. Leyfi útgefið 4.1.2013.

l) Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar, kt.Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í íþróttahúsinu á Seyðisfirði  þann 26.1.2013. Ábyrgðarmaður Kolbrún E. Pétursdóttir, kt. 010373-4689.  Leyfi útgefið 8.1.2013.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

m) Lísa Björk Bragadóttir, kt. 260265-3349. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót Reyðarfjarðar kt. 480102-3550 haldið í Íþróttahúsið Reyðarfjarðar 25.1.2013. Leyfið útgefið 3.1.2013.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

n) N1 hf., kt. 540206-Endurnýjun tímabundins starfsleyfis fyrir sjálfsagreiðslu-bensínstöð með ofanjarðartanki fyrir eldsneyti. Strandgötu 16, 735 Fjarðabyggð. Leyfið gildir til 31.6.2013 og var útgefið 20.12.2012.

780-785 Hornafjörður

o) Farfuglaheimilið Nýibær ehf., 471298-2209. Starfsleyfi endurnýjun fyrir Farfuglaheimilið Nýjabæ, Hafnarbraut 8. Leyfið útgefið 19.12.2012

p) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í Múlakoti við Kollumúla í Lónsöræfum.  Leyfi útgefið 3.1.2013.

 

 

2    Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

2.1     Sundlaugin í Selárdal
Erindi frá sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps.  Gerð er grein fyrir áformum um úrbætur á sundlauginni í Selárdal og óskað eftir áframhaldandi starfsleyfi.

Heilbrigðisnefnd samþykir að óska eftir tímasettri aðgerðaráætlun um úrbætur á sundlauginni fyrir næsta nefndarfund og á honum verði tekin ákvörðun um útgáfu starfsleyfis.

 

2.2   Skeljungur hf.
Aths. hafa verið gerðar við aðbúnað á nokkrum af bensínstöðvum Skeljungs, ýmist út af aldri tanka eða út af ófullnægjandi plönum.  Frestur var veittur til að leggja fram tímasettar áætlanir til úrbóta. 

Skeljungur sendi tölvupóst þann 27.12. og óskaði eftir fresti til að svara, þ.e. svara í 2. viku janúarmánaðar. 

Helga gerir grein fyrir málinu. Nefndin samþykir að ræða málefni bensínstöðva Skeljungs á næsta fundi nefndarinnar

 

2.3   Tandraberg ehf.
Starfsleyfi rann út 31.12.2012.  Kröfum um að tengja olíuskilju hafði ekki verið sinnt og því ekki forsendur til að endurnýja starfsleyfið.

Bréf barst í tölvupósti þann 3.1.2013 þar sem óskað er eftir starfsleyfi til 1.5.2013 og úrbótum í fráveitumálum fyrir þann tíma heitið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að gefið verði út starfsleyfi með gildistíma til 1.5.2013.  Á starfsleyfistímanum verið lokið við að setja niður olíuskilju.  Starfsleyfið verði ekki endurnýjað nema verkinu verði lokið.  

 

2.4   Dekkjaþjónusta Gunna Blikk, Ránargötu 2a, Seyðisfirði
Gamall olíutankur er í jaðri lóðar.  Tankurinn er orðinn eldri en 25 ára og því hefur verið gerð krafa um að hann verði tekinn upp. Þann 28.12. 2012 var sent ítrekunarbréf með kröfu um tímasettar áætlanir um hvernig og hvenær úr verði bætt.  Frestur til svara er miður febrúar 2012. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsmenn gangi hart eftir því að gamlir tankar verði fjarlægðir .

 

2.5  Hringrás, Hjallaleiru 12, Reyðarfirði
Malbikað plan á starfsstöðinni hefur verið götótt frá árinu 2011.  Áform um að steypa í götin hafa enn ekki gengið eftir.

Með bréfi dags. 5.1.2013 var fyrirtækinu tilkynnt að málið yrði kynnt á fundinum.  Einnig að HHr myndi leggja til að lokafrestur yrði veittur til 1.6.2013.

Í tölvupósti barst bréf dags. 11.1.2013 frá fyrirtækinu þar sem lýst er yfir að á starfsstöðinni verði innleitt gæðakerfið ISO 14001 á árinu 2013 og starfseminni lýst.  Fram kemur að leitað hafi verið til verktaka um að laga planið í janúar, en farsælla þykir að bíða til vors.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu lokafrest til 1.6.2013 til að lagfæra planið, en frekari tafir hafi hugsanlega í för með sér beitingu þvingunarúrræða.  

 

3  Gæludýramál, framhald af fundi 106

Nokkrir aðilar fengu send bréf dags. 16.11.2012 þar sem þeim var gefinn kostur á að láta ormahreinsa gæludýr sín og skrá þau skv. samþykktum Fjarðabyggðar.  Í bréfinu var kynnt að ef menn gerðu ekki grein fyrir sér og lykju skráningu dýranna myndi heilbrigðisnefnd íhuga að láta taka dýrin af heimilum.  Einungis þrír af þeim sem fengu bréf höfðu ekki gengið frá skráningu dýranna þegar heilbrigðisnefnd fundað þann 12.12. sl.  Á þeim fundi var frkvstj. falið að rita þeim bréf og tilkynna um áform um að óska fulltingis lögreglu til að fjarlægja dýrin af heimilum skv. reglum þar um.  Bréf þessa efnis voru póstlögð 19.12. sl. með hvatningu um að fullnægja kröfum og fá dýrin skráð og senda tilkynningu þar um til HAUST fyrir 14.1.2012 auk þess sem andmálréttur var enn veittur. 

Þrír aðilar fengu slík ábyrgðarbréf.  Síðan hafa tveir komið málum sínum í lag, en einn er eftir: Alexander F. Sigurðsson Joensen, Mánagötu 5, 730 Reyðarfjörður. 

Heilbrigðisnefnd samþykir að veita Alexander lokafrest til 1. febrúar 2013, hafi ekki verið sótt um leyfi fyrir þann tíma verði óskráð dýr fjarlægð af heimili hans. Óskað verður eftir aðstoð lögreglu ef þörf krefur.

 

4   Erindi og bréf

4.1  Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 6.12.2012.
Sbr. bókun af 106. Fundi nefndarinnar.

Bréfið lagt fram til kynninga.  Í því er vakin er athygli á breytingu á lögum nr. 23/2006um upplýsingarétt um umhverfismál.  Breytingin tók gildi þann 27.3.sl. og í henni er kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um umhverfismál.  Stjórnvöld sem falla undir lögin skulu vinna að því að gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar almenningi og er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.

Tillaga um að fresta enn umfjöllun um þennan lið, enda eru en óbirtar breytingar á reglugerðum um starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi og fyrir mengunarvarnaeftirlit sem gerðar eru m.a. á grunni þessara laga.

 

4.2 Frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti dags. 27.12.2012. 
Kynntar væntanlegar breytingar á reglugerðum um starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi og fyrir mengunarvarnaeftirlit. 

Frestað sbr. bókun hér að ofan.

        

4.3   Upplýsingalög nr. 140/2012.
Kynnt ný upplýsingalög.  Með þeim eykst upplýsingaskylda stjórnvalda.  „Þau skulu vinna að því að með markvissum hætti að gera málaskrár, lista yfir gögn mála og gögnin sjálf opinber með rafrænum hætti.“  (úr fréttabréfi MAST 10.1.2013)

Lagt fram til kynningar.

 

5   Skýrslur um fráveitumál

Á sl. tveim árum hafa starfsmenn HAUST tekið strand- og vatnssýni við alla þéttbýliskjarna á starfssvæðinu í samráði við sveitarstjórnir.  Sveitarfélögin hafa greitt fyrir beinan útlagðan kostnað HAUST.  Vatnssýnin hafa verið tekin úr fjörum og rannsökuð m.t.t. saurkólígerla og enterókokka eingöngu.  Með þessu hafa fengist hugmyndir um hreinleika stranda í þéttbýliskjörnunum sem alla jafnan eru viðtakar skólps frá þeim.

Kynntar voru skýrslur með niðurstöðum örverurannsókna á strandsjó og þær ræddar, einnig var fjallað um fráveitumál frá sveitarfélögunum almennt.  Rætt var um tilkynningarskyldu stjórnvalda í umhverfismálum varðandi niðurstöður og birtingu þeirra  Sbr. bókun af fundi nr. 106, 12.12.12 og lið 4.1. hér að ofan.

Samþykkt að sveitarfélögum á starfssvæði HAUST verði send bréf  þar sem fram kemur að málið hafi verið rætt í nefndinni.  Jafnframt komi fram að gert sé ráð fyrir að frá og með næstu áramótum verði gefin út starfsleyfi á fráveitur allra sveitarfélaga í samræmi gildandi lög og reglugerðir.

 

6    Fjármál og stjórnsýsla

6.1 Fjárhagsleg staða í árslok 2012
Bráðabirgðauppgjör fékkst frá bókhaldara í fyrstu viku janúar.  Helstu niðurstöðutökur eru þessar – fjárhagsáætlun 2013 er sett í töfluna til samanburðar.

 

áætlun 2012

bráðabirgða-uppgjör 2012

 

áætlun 2013

Rekstartekjur

47.001.754

51.702.441

 

48.990.263

Rektrargöld

46.701.062

46.410.711

 

48.894.500

niðurst án fjármagnsliða

300.692

5.291.730

 

95.763

Ath. ekki hefur verið tekið tillit til afskrifta í niðurst 2012

Sértekjur urðu meiri en gert var ráð fyrir í áætlun eða 9,7 millj. í stað 5 á áætlun, aðallega er um að ræða umframtekjur vegna vinnu fyrir UST 2,7 í stað 1,9 á áætlun og endurgreiddur útlagður kostnaður vegna rannsókna 3,8 í stað 1 millj. á áætlun.

Rekstargjöld voru innan marka þrátt fyrir að laun og starfsmannakostnaður sem og akstur og ferðakostnaður færu lítillega fram úr áætlun (akstur 4,6 í stað 3,7 millj. á áætlun) auk þess sem kostnaður vegna rannsóknastofu fór 1,4 millj. fram úr áætlun, en þar eru tekjur á móti. 

Nefndin fagnar jákvæðri niðurstöðu

 

6.2  Skuldarar og afskriftir
Umræðu frestað.

 

6.3   Stofnanasamningur HAUST og FÍN
Í samræmi við bókun af 106. fundi heilbrigðisnefndar hefur frkvstj. í samráði við varaformann gengið frá stofnanasamningi milli HAUST og FÍN.  Um er að ræða aðlögun að nýrri launatöflu en ekki breytingar á launum starfsmanna.

Í framhaldinu telur frkvstj. æskilegt að endurnýja ráðningarsamninga allra starfsmanna þar sem röðun inn í kerfið skv. nýjum stofnanasamningi komi fram í ráðningarsamningum, en að öðru leyti yrðu þeir óbreyttir.

Frkvstj. falið að leggja drög að nýjum ráðningarsamningum fyrir formann og varaformann.   

 

7   Yfirlit yfir starfið á árinu 2012 og starfsáætlun 2013

Eftirlitsáætlun gekk að mestu leyti eftir, þó urðu reglubundnar eftirlitsferðir aðeins færri en áætlun gerði ráð fyrir.  Eftirfarandi er yfirlit yfir  fjölda eftirlits-  og sýnatökuferða í fyrirtækjum á eftirlitsskrá:

Eftirlitsferðir í skráðum fyrirtækjum:

Sýnatökur í skráðum fyrirtækjum

Fjöldi á áætlun

668

Fjöldi á áætlun

163

Eftirlitsferðir farnar skv. áætlun

645

Sýnatökuferðir farnar skv. áætlun

156

Eftirlitsferðir alls

715

Sýnatökuferðir alls

203

Erfitt var að ná yfirferð enda hafa mörg mál komið uppá á árinu sem hafa krafist aukavinnu.  Má þar sem dæmi nefna umsóknir um starfsleyfi vegna fiskeldis, allmikið af skoðunum skipa vegna sóttvarnarvottorða, aukaverk skv. ósk Umhverfisstofnunar, vinna vegna vatnasvæðanefnda, námskeið og skýrsluvinna til MAST vegna ESA og EFTA heimsókna. 

 

7.1  Starfsmannamál
Í ljósi mikils vinnuálags, góðrar afkomu sl. árs og viðbótartekna vegna óska UST um aukin eftirlitsverkefni (liður 9.1) er lagt til að heilbrigðisnefnd samþykki heimild til að auglýsa eftir sumarstarfsmanni. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að heimila ráðningu sumarstarfsmanns í allt að 3 mánuði. Kjör fari skv. gildandi kjarasamningum.  Formanni og staðgengli falið að vinna málið áfram.

 

7.2   Starfsáætlun ársins 2013
Eftirlitsáætlun er unnin inn í fyrirtækjalista HAUST og þá einnig sýnatökuáætlun, þ.e. sýnatökur sem greitt er fyrir með eftirlitsgjöldum.  Áætlanir þessar eru unnar skv. leiðbeiningum í reglugerðum þar að lútandi. 

Sýnataka af neysluvatni:

Sem dæmi má nefna neysluvatnsreglugerð þar sem kveðið er á um fjölda reglu-bundinna sýna eftir íbúafjölda:

ÍBÚAFJÖLDI Á VEITUSVÆÐI
(1)

REGLUBUNDIÐ EFTIRLIT
FJÖLDI SÝNA Á ÁRI
(2), (3) OG (4)

HEILDARÚTTEKT
FJÖLDI SÝNA Á ÁRI
(2), (4) OG (5)

Færri en 150

Annað hvert ár

Ákvörðun heilbrigðisnefndar í samráði við Hollustuvernd ríkisins

151 – 500

1

Ákvörðun heilbrigðisnefndar í samráði við Hollustuvernd ríkisins

501 – 1 000

4

1

1 001 – 5 000

4

1


Heildarsýni hafa verið tekin árlega í stóru vatnsveitunum og sveitarfélögin hafa greitt útlagðan kostnað (ekki innifalið í reglubundnu eftirlits- og sýnatökugjaldi.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint verklag, einnig að úr vatnsveitum sem hafa færri en 500 íbúa skuli ekki tekin heildarsýni.  Heilbrigðisnefnd samþykkir ennfremur að í neysluvatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði verði tekin tvöfalt fleiri reglubundin sýni en gert er ráð fyrir í reglugerðinni vegna viðkvæms vatnstökusvæðis.  Þessi ákvörðun verði endurskoðuð um leið og aðstæður við vatnstökuna batna eða geislun vatnsins tekin upp.

Sýnatökur af matvælum öðrum en neysluvatni

Af hálfu matvælahóps hafa jafnan verið sýnatökuverkefni á landsvísu, sem HAUST hefur lagt áherslu á að taka þátt í.  Verði ekki af slíku samstarfsverkefni hafa starfsmenn áhuga á að setja upp eigið verkefni. 

 

8    Framsal eftirlitsverkefna frá Umhverfisstofnun (UST)

8.1   Erindi frá UST
Erindi barst í tölvupósti dags. 19.12.2012, þar sem óskað var eftir að HAUST sinnti eftirliti á árinu 2013 með sömu fyrirtækjum og árið 2012 á Norðurlandi eystra, sbr. e-lið fyrstu greinar í samkomulagi UST og HAUST, þ.e.

  • Ísfélag Vestmanneyja Þórshöfn,
  • Urðunarstaði við Bakkafjörð, Kópasker og Þórshöfn.

Af hálfu starfsmanna er vilji til að taka þessi verkefnin og var UST tilkynnt að svo yrði.  Þetta hefur í för með sér viðbótartekjur að upphæð rúml 400 þús að frádregnum beinum útlögðum kostnaði.). 

Heilbrigðisnefnd fellst á að sinna ofangreindum verkefnum skv. ósk UST.   

 

8.2   Samningur um eftirlit með sorpförgun.
Uppsögn samnings um að HAUST fari með eftirlit með sorpförgun og spilliefnamóttöku tekur gildi í árslok 2013

Heilbrigðisnefnd samþykir að óska eftir endurnýjun samnings við UST um eftirlit með sorpflokkun og spilliefnamóttöku.  

 

9    Framsal eftirlitsverkefna frá Matvælastofnun (MAST)

9.1       Erindi frá Matvælastofnun, tölvupóstur dags. 11.11.2012
MAST og UST sögðu gagnkvæmt upp samningi um framsal verkefna seint á árinu 2012.  HAUST, heilbrigðiseftirlitssvæðin á Suðurlandi og Norðurlandi eystra voru öll sammála um að hafna samningi sem MAST gerði þessum svæðum fyrir áramót. 

Um var að ræða 8 fyrirtæki, en vegna breyttrar reglugerðar munu líklega aðeins 4 þeirra endanlega flytjast yfir til MAST og þau munu eftir sem áður þurfa eftirlit HAUST v. mengunarvarna.  Uppsögn samningsins mun hafa í för með sér lítilsháttar lækkun tekna. 

 

10   Eftirlit frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)

Dagana 21.-25. janúar verða aðilar frá eftirlitsstofnun ESA á landinu vegna úttektar á fyrirkomulagi eftirlits með vatnsveitum.  Tilkynnt hefur verið að þeir heimsæki HAUST þann 22.1. 

 

11   Önnur mál

11.1    Tillaga að næstu fundum .

27.2. miðvikudagur        símfundur
10.4. miðvikudagur        símfundur

Lok maí eða byrjun júní snertifundur

Ofangreind tillaga samþykkt.

11.2    Hreinsun fráveitu frá atvinnustarfsemi
Rætt um stefnu varðandi hreinsivirki á fráveitu frá atvinnustarfsemi.

Samþykkt að gefa öllum þeim fyrirtækjum sem eiga að hafa hreinsivirki á fráveitum sínum frest til 5 ára til að setja upp hreinsivirki (olíu eða fituskiljur) á fráveitur sínar.

11.3    Myglusveppir í húsum
Rætt var um myglusveppi í húsnæði og aðkomu HAUST að málaflokknum. Talsvert er um það að haft sé samband við HAUST vegna myglu í húsnæði. HAUST hefur ekki yfir að ráða búnaði til að staðfesta myglu í húsnæði en hefur annast skoðun á íbúðarhúsnæði að ósk leigutaka auk ráðlegginga varðandi umgengni innanhúss.

11.4    Meðferð fundargerða
Rætt um verklag við ritun og staðfestingu fundargerða heilbrigðisnefnafunda.

11.5    Eiðastaður
Fram kom fyrirspurn um málefni Eiðastaðar.  Engin formleg erindi hafa borist HAUST varðandi úrbætur á fráveitumálum frá staðnum.

11.6    Fjárhagsáætlun 2013
Rætt um hvort nauðsynlegt sé að leggja fram endurskoðaða fjárhagsáætlun með hliðsjón af auknum verkefnum og viðbótar launakostnaði vegna sumarafleysinga, sbr. fyrri bókanir hér að ofan..

Nefndin er sammála um það að ekki þurfi að endurskoða áætlunina enda ekki gert ráð fyrir því að veruleg frávik verði frá samþykktri áætlun.

11.7    Kamínur
Fjallað var um notkun á kamínum til upphitunar á íbúðarhúsnæði.

Fundi slitið kl. 15:40

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Andrés Skúlason
Eiður Ragnarsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Júlía Siglaugsdóttir
Borgþór Freysteinsson          

pdfFundargerð í pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search