Fundargerð 13. nóvember 2013

113. / 20. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 9:30

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson og Ólafur Hr. Sigurðsson.  Haukur Ingi sem varamaður fyrir Sigurlaugu Gissurardóttur og Aðalsteinn Ásmundsson sem varamaður fyrir Árna Kristinsson.

Starfsmenn viðstaddir: 
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi          670
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi   672
  3. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 672
  4. Gæludýramál     673
  5. Fréttir af fundum       673
    5.1  Aðalfundur SHÍ   673
    5.2  Haustfundur SHÍ 673
  6. Samþykktir um verklag   674
  7. Önnur mál    674
  8. Næsti fundur   67
     

1. Bókuð útgefin starfsleyfi 

690 Vopnafjarðarhreppur
a)   Guðný Sveinsdóttir, kt. 010155-5689. Breyting á starfsleyfi fyrir Efnalaug Vopnafjarðar, þ.e. aðstaðan flutt frá Miðbraut 4 að Hafnarbyggð 1. 

b)  Kauptún rekstrarfélag ehf., kt. 690113-1200. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun að Hafnarbyggð 4. Starfsleyfi útgefið 6.11.2013

720 Borgarfjörður
c)   Borgarfjarðarhreppur, kt.  480169-6549. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu. Leyfi útgefið 21.10.2013.

700-701 Fljótsdalshérað
d)   Eiðavinir, kt.  560698-3569.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald, sölu gistingar og veitinga í húsakynnum fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum vegna afmælishátíðar Eiðavina dagana 20.-22. september 2013. Ábyrgðarmaður:  Bryndís Skúladóttir, kt. 150661-3749. Leyfið útgefið 6.9.2013.

e)   Nesfrakt ehf., kt. 490500-2780. Nýtt starfsleyfi fyrir flutningamiðstöð að Lagarbraut 7.  Starfsleyfi útgefið 2.10.2013.

f)    Minjasafn Austurlands, kt. 630181-0119. Starfsleyfi/nýtt fyrir Minjasafn Austurlands í húsnæði Safnahússins á Egilsstöðum, Laufskógum 1. Leyfið útgefið 7.10.2013.

g)   Bautinn ehf., kt. 540471-0379. Tímabundið starfsleyfi vegna árshátíðar í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 2.-3. nóvember 2013. Leyfið útgefið 22.10.2013.

h)   Ylur ehf. 430497-2199.  Breyting á starfsleyfi fyrir plastiðjuna, Miðási 43-45.  Var áður á kennitölu Plastiðjunnar Yls ehf., kt. 660809-1390.

i)    SS Fasteignir ehf., kt.520209-2390. Starfsleyfi fyrir Viðgerðaverkstæði að Miðási 37, 700 Egilsstaðir þar sem nokkur fyrirtæki hafa aðstöðu til að gera við eigin vélar og tæki.  Ábyrgðarmaður:  Stefán Sigurðsson. Leyfi útgefið 31.10.2013.

j)    Þ.S. Verktakar ehf., kt. 410200-3250. Starfleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin véla að Miðási 19-21, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 25.10.2013 með gildistíma til 1.6.2014.

701 Fljótsdalshreppur
k)    Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Endurskoðað starfsleyfi fyrir almenningssalerni við Hengifossá.  Starfsleyfi útgefið 3.9.2013.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
l)    Hárstofa Sigríðar ehf., kt. 630112-1920.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald og veitingasölu í húsakynnum fyrrum frystihúss á Reyðarfirði að Hafnargötu 5 að kvöldi 4. október 2013.  Ábyrgðarmaður:  Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, kt. 220466- 4699.  Leyfi útgefið 1.10.2013.

m)   Tærgesen ehf., kt. 411209-0830. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Hótel Austur, Búðareyri 6. Leyfi útgefið 22.10.2013.

n)    Landsnet hf., kt. 580804-2410.  Nýtt starfsleyfi fyrir tengivirki (spennistöð) að Stuðlum í Reyðarfirði.  Leyfi útgefið 25.10.2013.

o)    Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520. Starfsleyfi fyrir flutningafyrirtæki og vöruafgreiðslu að Nesbraut 5. Leyfi útgefið 5.11.2012.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
p)    Sjóminjasafn Austurlands, kt. 630781-0519. Starfsleyfi fyrir Sjóminjasafn Austurlands  Gömlu búð, Strandgötu 39b. Leyfið útgefið 14.10.2013.

q)     Fannar Hafsteinsson, kt. 240484-3079. Starfsleyfi fyrir Húðflúrun, Eskimó-Ink að Dalbarði 11. Leyfið útgefið 30.10.2013.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
r)     G.V. Hljóðkerfi ehf., kt.450799-2469. Tímabundið starfleyfivegna sölu veitinga í tengslum við árshátíð í íþróttahúsinu í Neskaupstað 21.9.2013. Ábyrgðarmaður Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190185-2739. Leyfi útgefið 19.9.2013.

s)     Suðurverk hf., kt. 520885-0219.  Nýtt starfsleyfi vegna efnisvinnslu við gerð Norðfjarðargangna, náma A; Norðfjarðará.  Leyfið gildir frá 1.11.2013 til 31.12.2017.

750  Fjarðabyggð-Fáskrúðsfjörður
t)     Uppsalir, kt. 440987-2739,Hlíðargötu 62, 750 Fáskrúðsfirði. Endurnýjað starfsleyfi  fyrir dvalarheimili fyrir 12 einstaklinga og hjúkrunarheimili fyrir 14 einstaklinga, mötuneyti fyrir vistmenn og starfsfólk og hárgreiðslu- og snyrtistofu í sérstöku rými.  Leyfi gefið út  10.10.2013.

u)   Ingigerður Jónsdóttir, kt. 050145-2399. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi á jólamarkaði Gallerí Kolfreyju, Tanga, 750 Fáskrúðsfirði. Matreiðsla fer fram í eldhúsi með starfsleyfi. Leyfið gildir fyrir sölu á laugardögum í desember 2013.

755 Fjarðabyggð – Stövarfjörður
v)    Ferðaþjónustan Óseyri ehf., kt. 430912-0540, Norðurtúni 24, 700 Egilsstaðir. Breyting á starfsleyfi.  Um er að ræða sölu á gistingu í gistiskála að Óseyri í Stöðvarfirði fyrir allt að 10 manns og gistingu í svefnpokaplássi fyrir allt að 10 gesti.  Leyfi gefið út 19.10.2013.

760 Breiðdalshreppur
w)    Goðaborg ehf.,  kt. 630913-1280, Ásvegi 32, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða nýtt starfsleyfi fyrir rekstri fiskvinnslu þ.e. flökun og önnur verkun á bolfiski að Selnesi 3 til 5, 760 Breiðdalsvík. Leyfi gefið út 27.9.2013.

x)    Veiðiþjónustan Strengir ehf., kt. 581088-1169,Smárarima 30, 112 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu í Eyjum í Breiðdal sem þjónar m.a. gistihúsi og eldhúsi í Veiðihúsinu Eyjum í Breiðdal. Leyfi gefið út  27.9.2013.  

780-785 Hornafjörður
aa)     Jón Sölvi Ólafsson, kt. 090672-4529 Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 10.9. 2013.

bb)     Haukur Helgi Þorvaldsson, kt. 300943-3579. Tímabundið starfsleyfi fyrir dansleik  í Sindrabæ þann 28.09.2013. Leyfi útgefið út þann 9.9.2013.

cc)     Kaffi Hornið ehf., kt 550299-2679. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Nýheimum.  Leyfið  útgefið 1.10.2013. 

dd)     Háfjall ehf., kt. 530513-0410. Starfsleyfi fyrir heimagistingu að Dynjanda, 781 Hornafirði.  Ábyrgðarmaður: Inga Stumpf, kt. 030678-3899.  Leyfi útgefið 11.10.2013.

ee)     Rut Guðmundsdóttir, kt. 280873-4709.  Nýtt starfsleyfi vegna íbúðargistingar að Höfðavegi 13 kj., 780 Hornafjörður.  Leyfi útgefið 22.10.2013.

ff)     Hof 1 hótel ehf., kt.421091-1109.  Nýtt starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir að Hofi 1 Austurhúsum, 785 Öræfi. Ábyrgðarmaður: Anna S. Jóhannsdóttir, kt. 120949-4629.  Leyfi útgefið 22.10.2013.

gg)    Samkaup hf. kt. 571298-3769. Starfsleyfi vegna reksturs brauðgerðar og sölu á veitingum að Litlubrú 1 Höfn. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi sem gildir til 1.2.2014. Leyfi útgefið 65.11.2013.

hh)    Fallastakkur ehf. kt. 520509-0970 Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í Matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 6.11.2013

 

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

690 Vopnafjörður
a)     Kauptún rekstrarfélag ehf., kt. 690113-1200 Tóbakssöluleyfi í Verslun sinni að Hafnarbyggð 4.  Ábyrgðarmaður Árni Róbertsson, kt. 061158-5109. Leyfi útgefið 6.11.2013

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
b)     Olíuverzlun Íslands hf. kt. 500269-3249 tóbakssöluleyfi í Söluskála Olís, Búðareyri 33. Ábyrgðamaður  Sigurjón Bjarnason, kt.  130867-4809. Leyfi útgefið 5.11.2013

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
c)     Trausti Reykdal Guðvarðsson kt., 251244-2789, tóbakssöluleyfi í Videóleigu Eskifjarðar, Strandgötu 29a.   Ábyrgðarmaður: Trausti Reykdal Guðvarðsson, kt. 251244-2789.Leyfi útgefið 10.10.2013.

760 Breiðdalsvík
d)     Kristín Ársælsdóttir, kt. 030553-4709 í Söluskála N1, Ásvegi 18, 760 Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Kristín Ársælsdóttir  Leyfi gefið út 16.9.2013

 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

N1, starfsstöðvar á Hestgerði og Nesjum. 

Í kjölfar bókana á seinasta fundi heilbrigðisnefndar hefur fyrirtækið upplýst að lekamælingar á tönkum verði framkvæmdar.

 

4. Gæludýramál

Framhald máls frá síðasta fundi, en þá var eftirfarandi bókað:

Fjallað var um málefni hunds sem hefur glefsað/bitið.  Að ósk eiganda var hundurinn geltur til að kanna hvort skapgerð og varnareðli breyttust. Að liðnum nokkrum vikum frá geldingu framkvæmdi hundaþjálfari atferlismat á hundinum auk þess sem gæludýraeftirlitsmaður sveitarfélagsins og lögreglumaður heimsóttu viðkomandi ásamt heilbrigðisfulltrúa til að meta ástand hundsins og ræða við forsvarsmann hans.

Fyrir heilbrigðisnefnd voru lögð gögn málsins m.a. atferlismat hundaþjálfara og drög að bréfi til eiganda hundsins og þau rædd ítarlega.

Samþykkt að senda forsvarsmanni hundsins bréf með tilkynningu um að Heilbrigðisnefnd áformi að gera kröfu um aflífun hundsins, þar sem fram lögð gögn gefi ekki til kynna að ástand hundsins og aðstæður hafi breyst. Andmælaréttur verður veittur í samræmi við stjórnsýslulög.

Þann 31.10. óskað gæludýraeigandinn eftir að fá gögn málsins send.  Það var gert samdægurs. Varðandi þá fullyrðingu gæludýraeigandans að ósk eftir gögnum framlengdi sjálfkrafa andmælafrest var ráðgast við lögfræðing, sem taldi svo ekki vera, til að afgreiðslu máls yrði frestað yrðu að koma fram ný gögn í málinu.

Andmælabréf dags. 11.11.2013 barst snemma þann dag frá fyrirtækinu Landslögum f.h. eiganda hundsins. Andmælabréfið var samdægurs sent heilbrigðis-nefndarmönnum og var til umræðu ásamt öðrum gögnum málsins á fundinum. Flestir fundarmanna tóku til máls og var málið skoðað frá mörgum hliðum og rætt ítarlega. 

Heilbrigðisnefnd telur ekkert það hafa komið fram sem breytir afstöðu nefndarinnar til málsins.  Framkvæmdastjóra falið að framfylgja fyrri ákvörðun og gera kröfu um aflífun hundsins.

5. Fréttir af fundum

5.1   Aðalfundur SHÍ 

Fundurinn var haldinn 28.10.2013 í Reykjavík.  Á fundinum var fjallað um stefnu stjórnvalda um einfaldara regluverk.  Framsögur höfðu Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti og Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Á fundinum var bókað að fundarmenn væru almennt sammála um þörfina til að einfalda lög/reglur og útfærslu á þeim og jákvæðir til að vinna með að breytingum í þá áttina.

Hjá stjórn SHÍ liggur erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með boði um að heilbrigðiseftirlitssvæðin komi á framfæði hugmyndum um lagasetningu, reglugerðarbreytingar eða verkferla til einföldunar.

Formanni, varaformanni og frkvstj. falið að vinna málið áfram á grundvelli ályktunar á seinasta að alfundi SSA um tilfærslu verkefna milli ríkisstofnana og heilbrigðiseftirlits. 

5.2   Haustfundur SHÍ

Á fundinum hittast heilbrigðisfulltrúar, fulltrúar frá báðum ráðuneytum, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Fundurinn var haldinn á Hótel Natura í Reykjavík og var aðalumfjöllunarefnið ferðaþjónustan og heilbrigðiseftirlit.  Mörg góð erindi voru haldin, en mesta athygli vakti erindi sem Gunnar Valur Sveinsson verkefnisstjóri SAF hélt, en hann kynnti m.a. niðurstöður könnunar meðal félagsmanna SAF á heilbrigðiseftirliti.  Athygli vakti hátt svarhlutfall ferðaþjónustuaðila á Austurlandi og að um 80% svarenda á landsvísu telja heilbrigðiseftirlitið á sínu svæði starfa mjög vel eða vel og jafnmargir telja heilbrigðiseftilrit ekki vera íþyngjandi fyrir sína starfsemi. Skýrt er frá niðurstöðum þessarar könnunar í 10. fréttabréfi SAF, útg. 7.11.2013, sem er aðgengilegt á eftirfarandi vefslóð:  

http://us7.campaign-archive1.com/?u=d25f01058600968c8ace59827&id=4efb4a6cf5

Stór hluti af fundinum fór í hópavinnu heilbrigðisfulltrúa, þar sem varpað var fram spurningum um vafaatriði sem koma upp í eftirliti.  Markmið með slíkri vinnu er að samræma eftirlit og aðferðir við starfsleyfisvinnslu.

Samþykkt að hvetja stjórn SHÍ til að óska eftir fundi með forsvarsmönnum í ferðaþjónustu til að upplýsa og ræða  um leiðir til einföldunar.

6.   Samþykktir um verklag

Á haustfundi SHÍ var rætt um verklag milli heilbrigðisnefnda og starfsmanna nefndarinnar.  Hjá HAUST hefur verið bókað um verklagið í nokkur skipti.  Til að fara yfir þessa umræðu og fara hugsanlega lengra með hana var lagt fram skjal með lítilli samantekt slíkra bókana. 

Samþykkt að frkvstj. leiti álits hjá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og vinni málið lengra áður en það komi aftur til umræðu í nefndinni.

7. Önnur mál

a)     Gámaþjónusta Austurlands – Sjónarás.  Spurt var um stöðu málsins.  Upplýst var að umsagnarfrestur vegna auglýsingar fyrir breytt starfsleyfi er ekki liðinn.

b)    Umræða varð um upplýsingalög og hvað flokkist sem opinber gögn sem beri að afhenda.  Frkvstj. mun afla upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar.

8. Næsti fundur

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 13. janúar 2014, símfundur kl. 9:10.  Ef þörf er á verði kallað til símfundar aukalega.

Stefnt er að fundi um miðjan mars, þ.e. 10. eða 11. mars 2014

Fundi slitið kl. 10:20.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Aðalsteinn Ásmundsson
Haukur Ingi Einarsson
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Ólafur Hr. Sigurðsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð á pdf            

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search