Fundargerð 25. mars 2014

115. / 22. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 25.3.2014 kl. 9:10

115. / 22. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 25.3.2014 kl. 9:10

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson og Ólafur Hr. Sigurðsson. Sigurlaug Gissurardóttir var erlendis og báðir varamenn af suðursvæðinu forfallaðir.

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi  684
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi  686
  3. Erindi og bréf  686
    3.1      Frávísum starfsleyfis.  686
  4. Ársskýrsla 2013 686
  5. Fjármál HAUST   686
    5.1      Ársreikningar 2012 – bráðabirgðauppgjör 2013   686
    5.2      Skuldaralisti  687

     7.  Önnur mál  687
          7.1      Næstu fundir  687
          7.2      Breyting á reglugerð um smáræðismörk   687
          7.3      Stjórnsýslukærur  687

    6.   Starfsmannamál  687

 

Í upphafi fundar óskaði frkvstj. eftir að liður 7 verði afgreiddur á undan lið 7 í boðaðri dagskrá og var það samþykkt.

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur

a) J&S ehf., kt. 670114-2010. Starfsleyfi fyrir kaffihús í Kaupvangi, Hafnarbyggð 4. Starfsleyfi útgefið 21.2.2014

700-701 Fljótsdalshérað

b)    B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680.  Breyting á starfsleyfi fyrir steypustöð að Miðási 13. Um er að ræða breytingu á kennitölu rekstaraðila.  Leyfi breytt 20.1.2014.
c)    Magnús Jóhannsson, kt.  040952-7219 f.h. Þorrablótsnefndar Eiða- og Hjaltastaðaþinghár, kt.  520413-1460. Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót haldið í hátíðarsal á Eiðum þann 15.2.2014. Leyfið útgefið 27.1.2014.
d)    Fiskeldisfélag Austurlands, kt. 550391-2369. Starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu að Hléskógum 12. Starfsleyfi útgefið 4.2.2014.
e)    Hugrún Sveinsdóttir, kt. 200762-2239, f.h. Þorrablótsnefndar Suðurdals. Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót í félagsheimilinu Arnhólsstöðum 1. mars 2014.  Leyfi útgefið 10.2.2014.
f)    Kvenfélag Skriðdæla, kt.  471113-0180. Starfsleyfi/breyting fyrir samkomuhús og sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti á Arnhólsstöðum. Leyfið útgefið 6.3.2014.
g)    G.V. hljóðkerfi ehf. kt. 450799-2469. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu veitinga á árshátíð Fjarðaáls í íþróttahúsinu á Egilsstöðum dagana 8. og 15. mars. Leyfi útgefið 7.2.2014.

701 Fljótsdalshreppur

h)    Jóhann F. Þórhallsson, kt.  150462-5769 f.h. Þorrablótsnefndar útbæja í Fljótsdal tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í Végarði þann 14.2.2014.Leyfið útgefið 27.1.2014.

720 Borgarfjörður

i)    Jakob Sigurðsson kt., 020859-4749. Endurnýjað starfsleyfi vegna vatnsveitu og sölu á gistingu í Borg í Njarðvík. Leyfi útgefið 5.2.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

j)    B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680.  Breyting á starfsleyfi fyrir steypustöð að Hjallaleiru 23. Um er að ræða breytingu á kennitölu rekstaraðila.  Leyfi breytt 20.1.2014.
k)    Lostæti-Austurlyst ehf.,  kt. 681209-1580.  Tímabundið starfsleyfi vegna mötuneytis með móttökueldhúsi fyrir allt að 200 manns að Sjávargötu 1, 730 Reyðarfjörður.  Leyfið gildir frá 24.1.-15.7.2014
l)    B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680. Nýtt starfsleyfi fyrir verkstæði til viðgerða og viðhalds á vélum og farartækjum fyrirtækisins að Hjallaleiru 15, 730 Reyðarfirði.  Leyfi útgefið 18.2.2014.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

m)   Suðurverk hf., kt. 520885-0216. Starfsleyfi fyrir tvö verkstæði og tvær geymsluskemmur ásamt fráveitumannvirkjum við athafnasvæði fyrirtækisins við Norðfjarðargöng, Eskifjarðarmegin. Leyfið gildir frá 21.1.2014 til 31.12.2018.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður

n)    Suðurverk hf., kt.520885-0219. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir með móttökueldhúsi við Kirkjuból. Leyfi útgefið  4.2.2014.
o)    B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680.  Nýtt starfsleyfi fyrir steypustöð við Kirkjuból í Norðfirði, hjá starfsmannabúðum Suðurverks.  Leyfið gildir frá 6.3.2014 til 31.7.2018

750 Fjarðabyggð-Fáskrúðsfjörður

p)    Strákarnir okkar ehf., kt. 630114-1790. Starfsleyfi fyrir bifreiða og vélaverkstæði að Grímseyri 11 b, 750 Fáskrúðsfirði. Leyfi gefið út 5. 2. 2014

780-785 Hornafjörður

q)    Þorrablótsnefnd Nesja og Lónmanna, kt, 670199-3399. Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts þann 1.2.2014 í Félagsheimili Mánagarði Hornafirði.  Ábyrgðarmaður: Guðbjörg Anna Bergsdóttir, kt. 241184-2699. Leyfið útgefið þann 1.2.2014.
r)    Grunnskóli Hornafjarðar/Heppuskóli, kt. 560169-4639. Starfsleyfi vegna grunnskóla Heppuskóla Víkurbraut 9. Rekstraraðilli er Sveitarfélagið Hornafjörður. Leyfið útgefið 30.1.2014.
s)    Sigurður Einar Magnússon, kt. 040948-3099. Breyting á starfsleyfi vegna mengunarvarna við fiskvinnsluað Hofi í Öræfum. Starfsleyfi gefið út til handa Kjarnableikju ehf., hefur verið flutt yfir á nafn og kennitölu Sigurðar. Starfsleyfi breytt 4.2.2014.
t)    Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749.  Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á Hala í Suðursveit.  Leyfi gildir fyrir allt að 77 gesti í þrem húsum, Steinstúni, Breiðabólstað 1 og Gula húsið Breiðabólstað.  Leyfi útgefið 6.2.2014.
u)    Lyfja hf., kt. 531095-2279.  Breytt starfsleyfi, þ.e. ný staðsetning lyfjabúðar Lyfju hf. að Litlubrú 1, 780 Höfn á Hornafirði.  Leyfi útgefið 6.3.2014.
v)    Lionsklúbbur Hornafjarðar, kt.670193-2689. Tímabundið leyfi vegna sölu veitinga á kúttmagakvöldi í Sindrabæ 15. mars 2014. Leyfi útgefið 10.3.2014.

 

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

Ekki hefur verið sótt um nein tóbakssöluleyfi frá seinasta fundi heilbrigðisnefndar.

3. Erindi og bréf

3.1 Frávísum starfsleyfis.

Þann 19.12.2013 sótti sveitarfélagið Fljótsdalshérað um starfsleyfi til að geyma moltu í múgum í gamla hluta urðunarstaðarins í Tjarnarlandi. Í kjölfarið voru unnin drög að starfsleyfi og sendi Umhverfisstofnun til umsagnar með bréfi dags. 6.1.2014. Umhverfisstofnun vísaði í lög nr. 55/2003 um meðferð úrgangs og þess að áform eru um að meðhöndla moltuna í nánum landfræðilegum tengslum við urðunarstaðinn á Tjarnarlandi.

„Það er mat stofnunarinnar að ef Fljótsdalshérað bæti meðhöndlun moltu við fyrirliggjandi starfsleyfisumsókn til stofnunarinnar þá geti sú starfsemi orðið hluti nýs starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.“

Vegna þessa hefur Fljótsdalshéraði verið sent bréf með tilkynningu um að umsókn sveitarfélagsins hafi verið vísað frá og hvatningu um að sækja um starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Ársskýrsla 2013

Drög að ársskýrslu fyrir árið 2013 voru send í tölvupósti 6.3.2014.

Umræða varð um drögin og ekki komu fram athugasemdir.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð skýrsludrög og felur starfsmönnum að ganga frá skýrslunni og senda hana til aðildarsveitarfélaga og annarra sem hún á erindi við.

 

5.  Fjármál HAUST

5.1 Ársreikningar 2012 – bráðabirgðauppgjör 2013

Lykiltölur úr bráðabirgðauppgjöri eru þessar – ath. að afskriftir eru ekki inni í bráðab.uppgjöri 2013 þannig að rekstarafgangur mun lækka sem því nemur.

Lykiltölur - ársreikn 2012 og bráðabirgðauppgjör 2013

 

ársreikn 2012

Fjárhags-áætlun

Endursk. Áætlun 2013

bráðab uppgjör 2013

Rekstrartekjur

51.702.441

48.990.263

49.482.663

55.777.183

Innheimt af sveitarfélögum

41.979.294

43.752.183

43.752.183

43.752.183

Tekjur innheimtar af HAUST

9.723.147

5.238.080

5.730.480

12.025.000

Rekstrargjöld

48.378.209

48.894.500

50.194.500

52.376.619

Laun og starfsmannakostnaður

32.169.996

33.529.500

34.529.500

35.509.023

Húsnæðiskostnaður

1.765.941

1.965.000

1.965.000

1.744.145

Rekstur bifreiða / ferðakostnaður

4.367.458

3.700.000

4.000.000

4.075.084

Afskriftir

739.600

     

Hagnaður/ tap ársins

3.453.298

   

3.734.214

Umræða varð um tilurð tekjuafgangs en almenn ánægja var með niðurstöður rekstrar á árinu 2013.


5.2 Skuldaralisti

Farið yfir skuldaralista og rætt um innheimtu skulda og tillögur að niðurfellingu. Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu frkvstj. um niðurfellingu eldri skulda.

 

7.  Önnur mál

7.1  Næstu fundir:

Ákveðið að stefna að fundi í viku 20 og þá helst þann 15.5. á Vopnafjarðarsvæðinu

7.2  Breyting á reglugerð um smáræðismörk

LÞ segir frá tillögu að breytingu á reglugerð um smáræðismörk sem felur í sér að veiðimenn megi selja hreindýr án þess að það sé stimplað skv. ákveðnum reglum þar um.

7.3. Stjórnsýslukærur

Spurt var frétta af kærumálum. Tvær stjórnsýslukærur eru fyrir úrskurðarnefndinni, en ekki er búið að úrskurða.  

Helga víkur af fundi kl. 9:35


6. Starfsmannamál

Umsóknarfrestur um sumarstarf hjá HAUST rann út 20. mars sl.

Fimm hafa sótt um sumarstörf. Leifur kynnti málið og vísaði til góðrar fjárhagsstöðu sem og aukinna verkefna framundan m.a. í tengslum við breytingar á tölvukerfi vegna matvælaeftirlits.

Samþykkt að LÞ og VOH vinni málið áfram og stefni að ráðningu tveggja sumarafleysingamanna í 3-4 mánuði.

Fundi slitið kl. 9:50

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og Leifi Þorkelssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdf115fundargerd140325.pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search