Fundargerð 15. maí 2014

116. / 23. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlandshaldinn í veiðihúsinu Fossgerði við Selá í Vopnafirði þann 15. maí 2014.   Fundurinn hefst kl. 12:00 með léttum hádegisverði í Kauptúni, kaffihúsi.

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:

Valdimar O. Hermannsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson og Ólafur Hr. Sigurðsson. Árni Kristinsson og Andrés Skúlason boðuðu forföll. Ekki náðist í neinn varamenn.

Starfsmenn viðstaddir:

Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir, Dröfn Svanbjörnsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi        689
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi       690
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva    690
    3.1      Skeljungur hf.       690
    3.2      Samskip á Reyðarfirði      690
    3.3      Bensínstöð Olís á Höfn        691
    3.4      Sundlaugin í Selárdal, Vopnafirði       691
    3.5      Frágangur gamalla olíutanka  691
  4. Erindi og bréf       691
    4.1      Bryndís Skúladóttir f.h. Eiðavina 5.4.2014  691
    4.2      Stjórn vatnamála dags. 11.4.2014  692
  5. Úrskurðir kærunefndar       692
    5.1      Mál hunds í Neskaupstað    692
    5.2      Úrskurður í máli Heilbrigðiseftirlits Vesturlands  692
  6. Samræmd starfsleyfisskilyrði     692
  7. Sumarstarfsmenn  692
  8. Tölvumál     693
  9. Næstu fundir      693
  10. Önnur mál      693
    10.1    Matvælaeftirlit – efst á baugi      693
    10.2    Vorfundur         693
    10.3    Húsnæðismál HAUST      693
    10.4    Auglýsingar og nafngiftir í ferðaþjónustu    693
    10.5    Breyting á stofnsamþykkt HAUST   694

 

1   Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna sundkennslu grunnskólabarna vorið 2014 í sundlauginni Selárdal og vegna lítillar neysluvatnsveitu. Leyfi útgefið 25.4.2014 með gildistíma til 31.5.2014.

b) Halldór Georgsson, kt.030448-7669. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu, rekstri heits potts og vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Síreksstöðum. Leyfi útgefið 2.5.2014.

700-701 Fljótsdalshérað

c) Sámur bóndi ehf., kt. 641296-2369. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúð í fjölbýlishúsi fyrir allt að fjóra gesti að Miðgarði 2, íbúð 303, Egilsstöðum. Leyfið útgefið 26.3.2014.

d) Suncana Slamnig, kt. 080959-5919. Endurnýjun starfsleyfis vegna tónlistarsumarbúða fyrir samtals 20 einstaklinga á aldrinum 10-15 ára í Gamla Barnaskólanum á Eiðum. Leyfið útgefið 27.3.2014

e) Sæmundur Guðberg Guðmundsson, kt. 271260-5989. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar í stakstæðu húsi, Gíslastaðir Cottage, Gíslastöðum, 701 Egilsstöðum. Starfsleyfi útgefið 30.4.2014.

f) Stormur gisting ehf., kt. 570114-15800. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Hvammi 2, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson, kt. 280876-2919. Starfsleyfi útgefið 6.5.2014.

g) Austurför ehf., kt.650899-2539. Starfsleyfi til að reka tjald- og hjólhýsasvæði ásamt opnu leiksvæði að Kaupvangi 17, Egilsstöðum. Ábyrgðarmaður: Heiður Vigfúsdóttir, kt. 270680-5269. Leyfi útgefið 6.5.2014.

710 Seyðisfjörður

h) Impulse ehf., kt. 490710-0940. Nýtt starfsleyfi fyrir Einsdæmi-íbúðargisting að Austurvegi 36 fyrir allt að 10 gesti. Leyfið útgefið 15.4.2014

i)  Botnahlíð, Jóhanna Thorsteinson, kt. 151152-5469.Starfsleyfi fyrir heimagistingu (allt að 8 manns) að Botnahlíð 33, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfi útgefið 6.5.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

j)  Hárstofa Sigríðar ehf.  Kt. 630112-1920. Starfsleyfi/breyting vegna kennitölu fyrir Hárstofu Sigríðar Austurvegi 20a. Leyfið útgefið 16.4.2014.

740 Fjarðarbyggð - Norðfjörður

k) Suðurverk hf., kt. 520885-0216. Nýtt starfsleyfi fyrir verkstæði og tvær geymsluskemmur ásamt fráveitumannvirkjum við athafnasvæði fyrirtækisins við Norðfjarðargöng í Fannardal. Leyfi útgefið 22.4.2014.

750 Fjarðarbyggð - Fáskrúðsfjörður

l) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919.  Nýtt starfsleyfi fyrir Fosshótel Austfirðir, Hafnargötu 11, 12, og 14, 750 Fáskrúðsfirði. Um er að að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 56 gesti í 26 hótelherbergjum og veitingastað með fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 60 gesti. Leyfið gefið út l 25.3.2014.

755 Fjarðarbyggð - Stöðvarfjörður

m) Garðar Harðarsson, kt. 210556-5329. Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Skólabraut 10, 755 Stöðvarfirði fyrir allt að 9 manns í þremur herbergjum. Leyfið gefið út 26.2.2014.

n)  Fasteignafélagið Kirkjuból ehf., kt. 660308-0160.  Nýtt starfsleyfi fyrir Saxa Guesthouse að Fjarðarbraut 41, Stöðvarfirði. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 35 gesti í 16 fullbúnum 1-3 manna herbergjum og veitingastað með sæti fyrir allt að 50 gesti auk rýmis fyrir 100 manns í samkomusal. Útgáfudagur leyfis: 12.5.2014.

765 Djúpivogur

o)  Baggi ehf., kt. 630801-2490. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Bragðavöllum, Djúpavogshreppi í fjórum stakstæðum húsum. Í tveimur húsanna er heimilt að hýsa að hámarki fjóra gesti, en í einu allt að sex gesti og í einu allt að átta gesti. Ábyrgðarmaður: Ingi Ragnarsson, kt. 110578-4079. Leyfi gefið út 10.5.2014.

p)  Baggi ehf., kt. 630801-2490. Nýtt starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu á Bragðavöllum í Hamarsfirði, sem þjónar m.a. gistihúsum og íbúðarhúsinu á Bragðavöllum, auk annarrar starfsemi á bænum. Leyfi gefið út 10.5.2015.

780- 785 Hornafjörður

q) Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum ásamt með starfsmannaaðstöðu í Skaftafelli 2, Freysnesi, 785 Öræfum. Ábyrgðarmaður: Anna María Ragnarsdóttir, kt. 090761-4129. Leyfi útgefið 2.4.2014.

r) Selbakki ehf., kt. 560908-0590, Krossey, 780 Höfn í Hornafirði. Nýtt starfsleyfi vegna endurnýtingar fiskúrgangs frá Skinney-Þinganesi í landbúnaði. Starfsstöð er á Flatey á Mýrum. Leyfi útgefið 14.4.2014.

s)  Vatnajökulsþjóðgarður, 441007-0940. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun og sölu á veitingum í Skaftafellsstofu. Leyfi útgefið 14.4.2014.

t)  Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu og starfsmannabústað í Bölta, Skaftafelli, 785 Öræfum.  Ábyrgðarmaður:  Regína Hreinsdóttir.   Leyfi útgefið 17.4.2014.

u)  Ásta Ágústa Halldórsdóttir, kt. 020348-3999. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Hlíðartúni 1, 780 Höfn. Starfsleyfi útgefið 29.4.2014.

v)  Surtsey ehf, Breiðavík 89. 112 Reykjavík, kt 620565-0169.Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Hraunhól 4, 781 Höfn, Nesjum. Starfsleyfi útgefið 12.5.2014.

w)  Helgi Ragnarsson, 210681-1509. Starfsleyfi vegna pökkunar og geymslu á sauðaosti í Akurnesi. Leyfi útgefið 13.5.2014 og gildir til 30.09.2014

 

2  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

  1. Olíuverzlun Íslands hf., kt. 500269-3249. Endurnýjað tóbakssöluleyfi fyrir þjónustumiðstöð Olís, Lagarfelli 2, Fellabæ. Leyfi endurnýjað 8.4.2014.

 

3  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1  Skeljungur hf.
Skeljungur hefur lagt fram gögn varðandi endurnýjun tanka á bensínstöðvunum við Fagradalsbraut á Egilsstöðum og á Seyðisfirði. Af hálfu HAUST var gerð kafa um að aflagðir tankar verði fjarlægðir í lok verksins. Skeljungur hefur bréflega lýst því yfir að tankarnir verði fjarlægðir fyrir árslok 2015 og að þá verði jafnframt komið fyrir fituskiljum á fráveitulagnir frá eldhúsum.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar áætlanir fyrirtækisins.

3.2  Samskip á Reyðarfirði

8.4.2014 sótti Samskip hf. um starfsleyfi fyrir flutningamiðstöð að Hafnargötu 5 á Reyðarfirði. Um er að ræða sama skipulagssvæði og fyrir starfsstöð Gámaþjónustu Austurlands, en starfsleyfisútgáfa fyrir þá starfsstöð er í kæruferli þar sem aðalskipulag og deiliskipulag fara ekki saman. Af hálfu HAUST hafa verið útbúin drög að starfsleyfi og þau send til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og til Samskipa til umsagnar. Viðbrögð hafa ekki borist.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að bíða athugasemda frá aðilum.

3.3  Bensínstöð Olís á Höfn
Athugasemdir hafa verið gerðar við aðstöðuna þar sem áfylliplön eru ekki með bundnu slitlagi og árekstravörnum við ofanjarðartank hefur verið ábótavant. Fyrirtækinu var veittur frestur til 31.5.2014 til að leggja fram tímasettar áætlanir um úrbætur.

Málið rifjað upp og kynnt.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að fyrirtækinu verði kynnt áform um beitingu þvingunarúræða ef ekki berast svör innan gefins tímaramma.

3.4.  Sundlaugin í Selárdal, Vopnafirði
Með erindi dags. 2.5.2014 óskar Umhverfis- og auðlindaráðuneyti umsagnar heilbrigðisnefndar um bréf Vopnafjarðarhrepps dags. 28.4.2014. Í bréfi hreppsins er gerð grein fyrir framkvæmdum við sundlaugina m.t.t. heilnæmis baðvatns, en óskað er eftir leyfi til reksturs miðað við að starfsmaður (öryggisgæsla) sé til staðar yfir sumarmánuði kl. 10-20, en að sundgestum verði heimilað að nýta sér sundlaugina á eigin ábyrgð á öðrum tímum, enda sjái forsvarmenn áhaldahússins um að viðhalda hreinlæti laugar og gæðum vatnsins.

Fagnað er þeim framkvæmdum sem orðið hafa við Sundlaugina í Selárdal. Með rafmagni á svæðinu og fullkomnum búnaði til að skammta klór og sýrustilla baðvatnið er nú unnt að flokka laugina sem A-laug.

Heilbrigðisnefnd treystir sér ekki til að mæla með að ráðuneytið veiti undanþágu frá ákvæði reglugerðar nr 814/2010 m.s.br. hvað varðar kröfur um öryggisgæslu við sundlaugar, m.a. vegna jafnræðisreglu.

3.5. Frágangur gamalla olíutanka
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð sprenging í tanki við aflagða bensínstöð Olís í Neskaupstað. Aðstaðan var síðar notuð sem félagsmiðstöð og nú eru áform um að selja gistingu í endurbættri aðstöðu.

Bensínstöðin var aflögð um það leyti sem unnið var að því að taka bensínstöðvar og aðra mengandi starfsemi á eftirlitsskrá og vinna starfsleyfi fyrir þær. Leyfi var gefið út fyrir bensínstöð Olís á Hafnarbraut 19, þar sem stöðin er nú, en HAUST hafði ekki afskipti af eldri stöðinni.

Í kjölfar óhappsins hefur verið samvinna við fyrirtækið og lóðarhafa um frágang á svæðinu. Verkáætlun hefur borist frá Olís, og skv. henni verða allir tankar fjarlægðir og lagnir hreinsaðar og blindaðar.

Í kjölfar óhappsins hefur öllum olíufélögum verið sent erindi með tilmælum um að yfirfara aflagða tanka á þeirra vegum á starfssvæði HAUST og gera grein fyrir frágangi þeirra. Tvö fyrirtækjanna hafa þegar svarað.

Lagt fram til kynningar.

 

4  Erindi og bréf

4.1.  Bryndís Skúladóttir f.h. Eiðavina 5.4.2014
Í fyrra fékkst leyfi til að halda nemendamót í húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum. Heilbrigðisnefnd veitti leyfið með skilyrðum um tæmingu rotþróar, enda hafa engar úrbætur verið gerðar á fráveitumálum staðarins.

Eiðavinir óska nú eftir svipuðu leyfi á ný 12.-14.9.2014. Búist er við 150 gestum +/-30, eða allmiklu færra en var í fyrra.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðið leyfi með sömu skilyrðum og var í fyrra.

Ath. að berist fleiri slíkar óskir, jafnvel frá óskyldum aðilum er starfsmönnum HAUST heimilt að afgreiða þær jákvætt, en þó aldrei nema eina samkomu í mánuð.

 

4.2.  Stjórn vatnamála dags. 11.4.2014
Með bréfinu er gerð grein fyrir miklum niðurskurði til stjórnar vatnamála (85 millj. urðu að 10) og tilkynnt að vinna í málaflokknum verði í lágmarki. Ekki stendur til að kalla saman vatnasvæðanefndir á árinu, en áform eru um gerð vöktunaráætlunar fyrir lok okt. 2014. Verið er að kanna möguleika á gjaldtöku fyrir stjórn vatnamála, sem gæti skilað tekjum til ríkissjóðs.

Lagt fram til kynningar.

 

5   Úrskurðir kærunefndar

5.1  Mál hunds í Neskaupstað
Þann 27.3. var felldur úrskurður í kæru vegna ákvörðunar HAUST um aflífun hundsins Skjöldólfs. Úrskurðarorð er á þá vegu að ákvörðunin felld er úr gildi.

Í úrskurðinum er orðalag samþykktar um hundahald nr. 704/2010 túlkað á þann veg að þótt dýraeftirlitsmenn starfi á ábyrgð heilbrigðisnefndar þá hafi þeir heimild til að krefjast aflífunar dýrs, en ekki heilbrigðisnefnd. Nefndin hafi hins vegar heimildir til að beita þvingunarúrræðum svo sem dagsektum o.þ.h. skv. hollustuháttalögum. Sveitarstjórn hafi ennfremur heimild til að afturkalla leyfi til að halda hunda.

Frkvstj. falið að semja drög að nýjum gæludýrasamþykktum, sem taka mið af fyrrnefndum úrskurði og einnig af nýjum lögum um dýravelferð. Að fenginni aðstoð lögfræðings verði drögin send sveitarstjórnum á starfssvæðinu með boði um að þær geri samþykktirnar að sínum.  

5.2  Úrskurður í máli Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Kærð var útgáfa starfsleyfis til að endurnota fiskúrgang til jarðræktar. Í úrskurði ráðuneytis er talið að ekki sé um endurvinnslu úrgangs að ræða heldur tiltekna nýtingu á aukaafurðum dýra og því skuli Umhverfisstofnun gefa út starfsleyfi en ekki heilbrigðisnefnd.

Mál þetta er ekki talið fordæmisgefandi varðandi nokkur leyfi sem HAUST hefur gefið út vegna endurnýtingar fiskúrgagns.

Málið kynnt.

 

6  Samræmd starfsleyfisskilyrði

Lögð voru fram drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir málmsmiðjur og vélaverkstæði sem unnin voru á vegum Umhverfisgæðahóps Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlitssvæða.

Tillaga að afgreiðslu: Heilbrigðisnefnd samþykkir að fram lögð drög að starfsleyfis-skilyrðum fyrir vélsmiðjur og málmsmiðjur verði lögð til grunna starfsleyfisvinnslu fyrir þess háttar starfsemi á starfssvæði HAUST.

 

7  Sumarstarfsmenn

Í samræmi við auglýsingu og úrvinnslu í kjölfar umsókna hafa tveir starfsmenn verið ráðnir í sumarstörf:

  • Erla Dóra Vogler, MA í jarðfræði. Erla hefur áður unnið í 4 mánuði hjá HAUST yfir sumartímann 2012 og 2013 og hefur aflað sér réttinda sem heilbrigðisfulltrúi og er ráðin sem slík.
  • Dröfn Svanbjörnsdóttir, M.Sc. í verkfræði. Dröfn er ráðin sem starfsmaður HAUST, en hefur hug á að afla réttinda.

Ráðningarkjör beggja eru í samræmi við samninga FIN og HAUST.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningu þessara sumarstarfsmanna.

 

8   Tölvumál

Vandamál hafa verið með tölvukerfi HAUST undanfarið og að mati starfsmanna hefur ekki fengist ásættanleg þjónusta hjá núverandi hýsingar- og þjónustuaðilum. Málið kynnt og rætt.

Heilbrigðisnefnd samþykkir heimild til handa starfsmanna að þeir leiti annarra lausna í tölvumálum stofnunarinnar.

 

9    Næstu fundir

Sveitarstjórnarkosningar verða 31.5.2014. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga skal skipa nýja heilbrigðisnefnd á aðalfundi SSA sem haldinn veður 19.-20.9.2014. Núverandi nefnd situr þar til ný hefur verið skipuð.

Tillaga um símfundi          

miðvikudag 25.6.         kl. 9:10
miðvikudag  3.9.          kl. 9:10                                               

Heilbrigðisnefnd samþykkir að stefna að fundum á þessum dögum.

 

10  Önnur mál

10.1. Matvælaeftirlit – efst á baugi
Leifur greinir frá athugasemdum sem gerðar voru vegna þess að í matvælafyrirtæki á svæðinu stóð til að matreiða kjöt sem komið var rúmlega ár fram yfir „best fyrir“ dagsetningu. Kjötið var upprunnið í Ástralíu en flutt til landsins á vegnum íslensks fyrirtækis í gegn um Bandaríkin og Holland.   Kjötið var upprunalega framleitt sem kælivara, en fryst tveim dögum fyrir “best fyrir“ dagsetningu og flutt inn sem frystivara. Í reglugerð um merkingar matvæla segir „Óheimilt er að gera breytingu á merkingu geymsluskilyrða og geymsluþols á umbúðum matvæla. Óheimilt er að dreifa matvælum eftir dagsetningu „síðasta neysludags“ eða tímabil „best fyrir“ merkingar.”

Málsmeðferð og aðkoma annarra yfirvalda að málinu kynnt.

Heilbrigðisnefnd er samþykk aðgerðum starfsmanna.

10.2  Vorfundur
Tveggja daga vorfundur heilbrigðiseftirlitssvæðanna með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og ráðuneytunum sem fara með málaflokka heilbrigðiseftirlits var haldinn fyrr í vikunni. Helga greinir frá því helsta sem bar á góma á fundinum.

10.3  Húsnæðismál HAUST
Austurbrú ses hefur yfirtekið húsnæðið sem Vísindagarðurinn ehf. á þar sem HAUST hefur haft aðstöðu á Egilsstöðum. Í kjölfarið hefur samningi um húsnæðið verið sagt upp en gert er ráð fyrir að samningar allra leigjenda í húsinu verði endurnýjaðir eða þeim breytt.

Umræða varð um húsnæðismál HAUST en ekki er gert ráð fyrir breytingum að svo stöddu.

10.4. Auglýsingar og nafngiftir í ferðaþjónustu
Rætt var um að auglýsingar og nafngiftir ferðaþjónustufyrirtækja. T.d. kemur fyrir að auglýst er gisting á hóteli, en viðkomandi gististaður uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar um hótel og veitingastaði til að flokkast sem hótel.

Heilbrigðiseftirlit vinnur leyfi fyrir gististaði skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og fyrir veitingastaði á grunni matvælalaga nr. 93/1995. Í þessum gögnum er ekki tekið á nafngiftum staðanna, en það er gert í lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald  og reglugerð sem á þeim byggir. Heilbrigðisnefnd vinnur umsagnir til sýslumanna á grunni laganna, en hefur ekki með höndum eftirfylgni með lögunum.

10.5  Breyting á stofnsamþykkt HAUST
Rætt var um stofnsamþykkt HAUST og hvort æskilegt sé að festa í samþykktinni ákvæði um verklag sem skapast hefur milli heilbrigðisnefndar og starfsmanna og bókað hefur verið í fundargerð. Einnig varðandi meðferð fundargerða og form funda.

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að gera tillögur að breytingu á stofnsamþykkt HAUST og leggja fyrir næsta fund heilbrigðisnefndar.

Fundi slitið kl. 16:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Júlía Siglaugsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir

pdfFundargerðin á pdf.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search