Fundargerð 25. júní 2014

117. / 24. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 25. júní 2014 og hófst kl. 9:10.

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Andrés Skúlason, Sigurlaug Gissurardóttir, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson, Aðalsteinn Ásmundsson sem varamaður fyrir Árna Kristinsson. Ólafur Hr. Sigurðsson mætti ekki.

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi            695
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi          698
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 698
    3.1      Landflutningar Samskip. 698
  4. Erindi og bréf    698
    4.1      Frá Fjarðabyggð varðandi hund dags. 12.6.2014. 6  98
    4.2      Frá Fjarðabyggð varðandi vatnsvernd dags 13.6.2014. 699
  5. Endurskoðaður ársreikningur HAUST 2013      699
  6. Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald        700
  7. Stofnsamþykkt HAUST tillaga að breytingum     700
  8. Næstu fundir      700
  9. Ástralíukjöt        700

 

1.    Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur
a) Ollasjoppa ehf., kt. 700412-1050. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Hótel Tanga að Hafnarbyggð 17. Leyfi útgefið 17.5.2014.
b) Rarik ohf., kt. 520269-2669. Breytt starfsleyfi fyrir aðveitustöð og varaaflsstöð á Búðaröxl, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
c) Rarik ohf., kt 520269-2669. Nýtt starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstaða að Búðaröxl 2 ætlað til viðgerða, viðhalds og geymslu á vélum og farartækjum fyrirtækisins. Leyfi útgefið 27.5.2014.

700-701 Fljótsdalshérað
d) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í Selhöfða, á lóð Þórfells ehf., Fellum, 700 Egilsstaðir. Leyfið gildir frá 23.6. til 25.7. 2014.
e) Rarik ohf., kt 520269-2669. Starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstaða að Þverklettum ætlað til viðgerða, viðhalds og geymslu á vélum og farartækjum fyrirtækisins. Leyfi útgefið 27.5.2014.
f) Ferðaþjónustan Óseyri ehf., kt. 430912-0540. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, Birta gistihús, Tjarnarbraut 7, Egilsstöðum. Leyfið útgefið 4.6.2014.
g) Röskvi ehf., kt. 630704-2350. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í tveim íbúðum að Miðgarði 6. Leyfið útgefið 6.6.2014.
h) Skógrækt ríkisins, kt. 590269-4339. Starfsleyfi vegna einkavatnsveitu í Atlavík. Leyfi útgefið 19.6.2014.
i) Eiðavinir, kt. 560698-3569. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald, gistingu og veitingasölu fyrir allt að 180 manns í húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum 12.-14.9.2014. Leyfi útgefið 21.6.2014.
j) Vatnsveitufélagið Fagrakinn, Úlfsstaðir – Einarsstaðir, kt. 450613-2150. Nýtt starfsleyfi vegna einkavatnsveitu sem þjónar sumarhúsasvæði og lögbýlinu Úlfsstöðum. Leyfi útgefið 24.6.2014.

710 Seyðisfjörður
k) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð, varaaflsstöð og fjarvarmaveitu við Garðarsveg 15, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
l) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð við Strandarveg 2, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.

720 Borgarfjarðarhreppur
m) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-65490. Nýtt starfsleyfi fyrir almenningssalerni sem staðsett er við áhaldahús sveitarfélagsins yfir sumartímann en við sparkhöllina aftan við Fjarðarborg yfir veturinn. Leyfi útgefið 21.5.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
n) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð að Stuðlum, 730 Reyðarfirði. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
o) Pegasus ehf., kt. 430292-2939. Tímabundið starfsleyfi til að brenna lítilsháttar af lampaolíu og própangasi vegna sjónvarpsupptöku á einu atriði í sjónvarpsseríunni Fortitude á Reyðarfirði þann 3.6.2014. Leyfi útgefið 30.5.2104.

735 Fjarðabyggð - Eskijförður
p) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð við Dalbraut, 735 Eskifjörður. Leyfi útgefið 27.5.2014.
q) Pegasus ehf., kt. 430292-2939. Tímabundið starfsleyfi til að brenna lítilsháttar af lampaolíu, própangasi og timbri vegna sjónvarpsupptöku á tveim atriðum í sjónvarpsseríunni Fortitude á Eskifirði á tímabilinu frá 24.5. til 2.6.2014. Leyfi útgefið 23.5.2104
r) Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 140185-2739. Tímabundið starfsleyfi fyrir tvo dansleiki í Valhöll á Eskifirði dagana 30. og 31.5. í tilefni sjómannadagshátíðar. Leyfi útgefið 26.5.2014.
s) Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Starfsleyfi/breyting, fjölgun húsa, setlaug og sauna. Ferðaþjónustan Mjóeyri. Leyfið útgefið 1.6.2014

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
t) Hildibrand slf., kt.431012-0490. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu að Hafnarbraut 2. Leyfi útgefið 15.5.2014.
u) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir varaaflsstöð við Stekkjargötu 6, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
v) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð í Borgarnausti 7, 740 Neskaupstaður. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður
w) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir varaaflsstöð við Grímseyri 2-4, 750 Fáskrúðsfjörður. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
x) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjun starfsleyfis fyrir aðveitustöð við Suðurfjarðaveg, 750 Fáskrúðsfjörður. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
y) Fjarðabyggð, kt. 520303-4210. Tímabundið starfsleyfi til að rífa gamalt íbúðarhús við Hlíðargötu 33 Fáskrúðsfirði og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður: Guðmundur Elíasson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar, Starfsleyfi gefið út 31. maí 2014

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
z) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð við Stöð, 755 Stöðvarfirði. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.

760 Breiðdalsvík
aa) Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Nýtt starfsleyfi fyrir Café Margrét, Þverhamri, til sölu á gistingu og veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi. Útgáfudagur leyfis 15. 5. 2014.
bb) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð á Ormsstöðum, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.

765 Djúpivogur
cc) Rarik ohf., kt 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð við Teigarhorn í Berufirði, 765 Djúpavogi. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
dd) Hótel Framtíð ehf., kt. 471188-1829. Breyting á starfsleyfi. Um er að ræða eftirfarandi: Gisting í 27 fullbúnum herbergjum fyrir allt að 54 gesti, gisting í tveimur íbúðum hvorri fyrir 7 gesti og 4 sumarhúsum fyrir 4. Veitingahús með fullbúnu veitingaeldhúsi og tveimur veitingasölum fyrir allt að 250 og 45 manns og bar í kjallara fyrir 45 manns. „Heimavist" með 8 herbergi með 16 rúmum. Í Guesthouse Framtid Helgafell eru 9 herbergi, alls fyrir 30 gesti og veitinga salur með sæti fyrir allt að 70 gesti með fullbúnu veitingaeldhúsi. Breytt starfsleyfi gefið út 1. júní 2014.

780-785 Hornafjörður
ee) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í landi Hoffells, 781 Hornafirði. Leyfið gildir frá 27.5. til 15.6.2014.
ff) Elín S. Harðardóttir, kt. 050470-5049. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á einkaheimili fyrir allt að 9 gesti í fimm herbergjum að Hagatúni 14. Leyfi útgefið 20.5.2014.
gg) Hótel Vatnajökull, kt. 470897-24449. Tímabundið til að rífa gömul fjárhús á Lindarbakka á Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Óli Sæm, kt. 140862-5689. Leyfi útgefið 22.5.2014 með gildistíma til 30.5.2014.
hh) Selbakki ehf., kt. 560908-0590. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Flatey, Mýrum, 781 Hornafirði. Ábyrgðaraðilli: Birgir Fannar Reynisson. Leyfi útgefið 21.5.2014
ii) Rarik ohf., kt. 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð á Hólum í Nesjum, 780 Höfn. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
jj) Rarik ohf., kt. 520269-2669. Endurnýjað starfsleyfi fyrir aðveitustöð og orkuveitu við Krosseyjarvegi 19, 780 Hornafirði. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014.
kk) Rarik ohf., kt. 520269-2669. Endurnýjun starfleyfis fyrir verkstæðistaðstöðu að Álaugarvegi 22, 780 Höfn í Hornafirði. Starfsleyfi útgefið 27.5.2014
ll) Kristín Gunnarsdóttir, kt. 310568-5469. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Hæðagarði 15, 781 Höfn. Leyfi útgefið 22.5.2014.
mm) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Nýtt starfsleyfi fyrir þurrsalerni fyrir almenning við Heinaberg, 781 Hornafjörður. Leyfi útgefið 4.6.2014.
nn) Ólafur Jónsson, kt. 080673-5669. Breytt starfsleyfi vegna heimagistingar að Hraunhóli 4, 781 Höfn. Leyfi útgefið 20.6.2014.
oo) Karlakórinn Jökull, kt.610280-0139, Tímabundið starfsleyfi fyrir dansleik í Sindrabæ þann 27.6.2014 í tengslum við Humarhátíð. Leyfið gefið út 27.6.2014.
pp) Kvennakór Hornafjarðar, kt. 630997-3139. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu, Þjóðahátíð, í Mánagarði þann 26.6.2014. Ábyrgðarmaður er Lucia Óskarsdóttir, kt. 071050-5999. Leyfi útgefið 20.6.2014.
qq) Róbert Marwin Gunnarsson, kt. 191094-3369. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á einkaheimili að Silfurbraut 42, 780 Höfn. Leyfi útgefið 21.6.2014.
rr) Kaffi Hornið ehf., kt. 550299-2679. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi við Skreiðarskemmu á Humarbryggju á Humarhátíð á Höfn 2014 dagana 26.6.-29.6.2014. Ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Leyfi útgefið 21.6.2014.
ss) Ungmennafélagið Sindri, kt. 430380-0609. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu/dansleik í íþróttahúsi Heppuskóla 28. júní 2014 í tengslum við Humarhátíð 2014. Ábyrgðarmaður er Valdemar Einarsson, kt. 010762-5299. Leyfi útgefið 21.6.2014.
tt) Selbakki ehf., kt. 560908-0590. Breytt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á Flatey, Mýrum, 781 Hornafirði. Ábyrgðaraðilli: Gunnar Ásgeirsson, kt. 030643-4029. Leyfi útgefið 21.6.2014.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Kollur ehf., kt.651188-1219. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í Söluskála Shell að Fagradalsbraut 13. Leyfi útgefið 22.5.2014
750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
b) Stefán Jónsson, kt.131148-7719. Endurnýjað tóbakssöluleyfi fyrir Söluskála Stefáns Jónssonar, Búðavegi 60. Leyfi gefið út 30.5.2014.
765 Djúpivogur
c) Við voginn, kt. 710189-2349. Endurnýjað tóbakssöluleyfi fyrir Við voginn, Vogalandi 2. Leyfi gefið út 2. 6. 2014.

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1 Landflutningar Samskip
Fyrirtækið hefur sótt um starfsleyfi við Hafnargötu 5 á Reyðarfirði. Um er að ræða svæði sem er skv. aðalskipulagi miðbæjarsvæði en skv. deiliskipulagi hafnar- og atvinnusvæði, sbr. einnig starfsleyfi sem gefið var út vegna Hafnargötu 6 og er í kærumeðferð.
Drög að starfsleyfi hafa verið send til fyrirtækisins og til Fjarðabyggðar. Umsagnir hafa borist frá báðum aðilum.

  • ESU ályktar 10.6. að „af fyrri reynslu, að umrædd starfsemi rúmist ekki á umræddri lóð"
  • Samskip getur fallist á að starfsleyfi verði takmarkað við 5 ár, en ekki á fyrirvara vegna úrskurðar í kærumáli vegna Hafnargötu 6.

VOH gerir grein fyrir umræðum milli bæjarstjórnar, húseiganda og umsækjanda m.a. um tilhögun umferðar vegna starfseminnar. Vegna málsins hefur einnig verið rætt við bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að gefið verði út starfsleyfi skv. umsókn þar um til 5 ára en með fyrirvara um að farið verði að skilyrðum sveitarfélagsins hvað varðar umferðarleiðir, skjólveggi o.þ.h.

 

4. Erindi og bréf

4.1 Frá Fjarðabyggð varðandi hund dags. 12.6.2014
Erindi þar sem dýraeftirlitsmaður Fjarðabyggðar gerir kröfu um að hundur verði aflífaður þegar í stað skv. 1.mgr. 11. gr. samþykktar 704/2010. Áréttað er að krafan markar upphaf málsmeðferðar skv. 11. gr. samþykktarinnar, en ákvörðun í málinu verði tekin af heilbrigðisnefnd Austurlands.

11. gr.

Bit og hætta.

Hafi hundur bitið mann, skepnu, gæludýr og/eða er hættulegur getur dýraeftirlitsmaður, í samráði við heilbrigðiseftirlit, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður þegar í stað.

Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem heilbrigðiseftirlit viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.

Meðan mál hunds er í skoðun er eiganda skylt að hafa hundinn í samþykktri dýrageymslu eða mýla hundinn þegar hann er utandyra.

Heilbrigðisnefnd hefur fjallað um málefni viðkomandi hunds á nokkrum fundum, t.d. þann 2.9., 24.10. og 13.11.2013. Ítarleg gögn hafa verið lögð fram og fjallað um málið í kæru forsvarsmanns hundsins til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og greinargerð Heilbrigðisnefndar. Í úrskurði er ekki fjallað efnislega um ástæður þess að dýraeftirlitsmaður og heilbrigðisnefnd telja rétt að aflífa dýrið. Heilbrigðisnefnd telur öll fyrri rök fyrir kröfum um aflífun hundsins standa og að fengnu fram lögðu erindi dýraeftirlitsmanns felur nefndin frkvstj. að taka málið upp á ný og senda forsvarsmanni hundsins bréf með tilkynningu um að Heilbrigðisnefnd áformi að gera kröfu um aflífun hundsins. Andmælaréttur verði veittur í samræmi við stjórnsýslulög og forsvarsmanni bent á að hann getur á ný leitað álits sérfróð aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara eða lagt fram ný gögn í málinu telji hann ástæðu til þess. Tveggja vikna frestur verði veittur til svara og ítrekað að hundurinn skal vera mýldur utandyra á meðan málið er í vinnslu.

 

4.2 Frá Fjarðabyggð varðandi vatnsvernd dags 13.6.2014

Óskað er eftir undanþágu frá reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns m.s.br. til að mega reisa hesthús með allt 61,4 m2 taðkjallara á jörðinni Eskifjarðarseli, sem er innan grannsvæðis vatnsveitu Eskifjarðar. 

Með erindinu fylgir skýrsla frá jarðfræðistofunni Stapa þar sem annars vegar kemur fram það álit að þar sem hestar séu fyrir á svæðinu geti nýtt hesthús með ströngum kröfum um fráveituvarnir bætt það ástand sem fyrir er, en einnig segir að með nýju hesthúsi muni umferð hugsanlega aukast um innri hluta grannsvæðisins og að Eskifjarðará sé dragá og eyrar hennar og aðliggjandi malarhjallar frekar þunnir og lindir litlar. Yfirboðsvatn, snjór og regn sem falli á svæðið eigi því frekar greiða leið að ánni og í grunnvatnsstrauma henni gengdum.

Í reglugerðinni segir eftirfarandi um grannsvæði vatnsveitu:
II. flokkur. Grannsvæði.
Utan við brunnsvæðið skal ákvarða grannsvæði vatnsbólsins og við ákvörðun stærðar þess og lögunar skal taka tillit til jarðvegsþekju svæðisins og grunnvatnsstrauma sem stefna að vatnsbólinu. Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn. Ekki skal leyfa nýjar byggingar, sumarbústaði eða þess háttar á svæðinu. Vegalagnir, áburðarnotkun og önnur starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eftirliti.

Í reglugerðinni eru ekki ákvæði um undanþáguheimildir.

Heilbrigðisnefnd hafnar erindinu að svo komnu máli enda nýtur vernd neysluvatns algers forgangs. Ef sveitarfélagið og rekstaraðilar neysluvatnsveitunnar hafa ástæðu til að ætla að grannsvæði vatnsveitunnar hafi verið of vítt skilgreint geta þeir með rökum lagt fram tillögu að nýju vatnsverndarskipulagi til samþykktar hjá Heilbrigðisnefnd.

 

5. Endurskoðaður ársreikningur HAUST 2013

Ársreikningur HAUST fyrir árið 2013 hafa verið endurskoðaðir af fyrirtækinu KPMG. Reikningarnir lagðir fram og ræddir. Helstu niðurstöðutölur eru þessar:

Lykiltölur eru skv. eftirfarandi:

 

Ársreikningur 2013

Ársreikningur 2012

Áætlun 2013

Rekstartekjur þús. kr.

55.777

51.702

48.990

Rekstargjöld þús. kr.

52.865

48.378

49.895

Rekstarafgangur kr.

3.156.300

3.453.298

95.763

 

  • Velta umfram áætlun skýrist að hluta til af sýnatökum umfram áætlun, en þær skila tekjum umfram áætlun en einnig lítillega umfram kostnað. Hugsanlega er ástæða til að ætla hærri upphæðir í sýnatöku- og rannsóknakostnað í fjárhagsáætlun næsta árs.
  • Tekjur umfram áætlun eru meiri en gjöld umfram áætlun. Meiri tekjur skýrast aðallega af sérverkefnum umfram áætlun, t.d. vinnu fyrir UST á Norðausturlandi, starfsleyfisvinnslu, auknar sýnatökur fyrir einkaaðila o.fl.
  • Rekstrarliðir aðrir en rannsóknakostnaður voru að mestu skv. áætlun, þó er funda- og ferðakostnaður, dagpeningar o.þ.h. samfara auknum fjölda námskeiða og funda hjá samræmingarstofnunum hækkandi á ný eftir að hafa verið mjög skorinn við nögl frá árinu 2008. Má segja að ástandið sé að nálgast það að verða eðlilegt.
  • Ath. að bifreiðin Toyota Hilux er að fullu afskráð enda frá árinu 2005, en í góðu standi.

Heilbrigðisnefnd samþykkir endurskoðaða ársreikninga 2013 eins og þeir eru lagðir fram til endanlegrar afgreiðslu á aðalfundi HAUST bs.

 

6. Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

Lögð fram drög að samþykkt um hundahald og fyrir kattahald og gæludýra annarra en hunda. Í drögunum hafa verið sniðnir af annmarkar og þau uppfærð m.t.t. nýrra laga um dýravelferð nr. 55/2013.
Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að fullvinna drögin og senda þau til sveitarfélaga á starfssvæðinu með tilmælum um að þau gerist aðilar að samþykktunum.

 

7. Stofnsamþykkt HAUST tillaga að breytingum

Í samræmi við bókun á seinasta fundi Heilbrigðisnefndar leggur framkvæmdastjóri fram tillögur að breytingum á stofnsamþykkt HAUST bs. Efnislega er um að ræða breytingar varðandi form funda, meðferð fundargerða og staðfestingu á verklagi varðandi afgreiðslu mála milli nefndarfunda.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar breytingar til fullnaðarafgreiðslu á næsta aðalfundi HAUST bs.

 

8. Næstu fundir:

  • Tillaga er um símfund miðvikudaginn 3.9. kl 9:10.
  • Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga skal skipa nýja heilbrigðisnefnd á aðalfundi SSA sem haldinn verður 19.-20.9.2014.
  • Lagt er til að aðalfundur verði haldinn miðvikudaginn 1.10. Ath. að í stofnsamþykkt segir: Ný heilbrigðisnefnd taki til starfa á aðalfundi HAUST, eftir að fyrri nefnd hefur skilað skýrslu, ársreikningum og fjárhagsáætlun.
  • Fyrsti fundur nýrrar heilbrigðisnefndar verði haldinn 15.10. eða 29.10. (hvort tveggja miðvikudaga)

Fram lagðar tillögur um tímasetningar funda samþykktar með fyrirvara um breytingar þegar dregur nær hausti.

Valdimar víkur af fundi.


9. Ástralíukjöt

Leifur gerði grein fyrir málinu, fréttaflutningi af því og samskiptum við MAST.
Heilbrigðisnefndar þakkar LÞ fyrir að fylgja málinu vel eftir.

Fundi slitið kl.10:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Valdimar O. Hermannsson
Aðalsteinn Ásmundsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search