Fundargerð 10. desember 2014

haldinn símleiðis 10.12. 2014

Heilbrigðisnefndarmenn:
Eiður Ragnarsson, Árni Kristinsson, Lilja Kristjánsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Kristín Ágústsdóttir og Gunnhildur Imsland sem varamaður fyrir Lovísu Rósu Bjarnadóttur sem boðaði forföll, Andrés Skúlason var fjarverandi
Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda
    1.1     Umsagnir
    1.2     Annað
    1.3     Kynningarfundir með sveitarstj.
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva
    4.1     Sláturhús Norðlenska Matborðsins ehf. á Höfn.
  5. Erindi og bréf
    5.1     HSA vegna fráveitu frá eldhúsi sjúkrahússins á Egilsstöðum
  6. Næstu fundir
  7. Önnur mál
    7.1     Endurnýjun á Skóda-bifreið HAUST
    7.2     Staða eftirlits árið 2014

1.   Mál unnin og/eða afgreidd milli funda

1. 1. Umsagnir

  1. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi vegna Eyvindará II, Fljótsdalshéraði
  2. Umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og áformum um gerð deiliskipulags í landi Hvamms 2, Fljótsdalshéraði
  3. Umsögn vegna áformaðs deiliskipulags í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði
  4. Umsögn vegna áformaðs deiliskipulags á Stóra Sandfelli, Fljótsdalshéraði
  5. Umsögn um minnisblað Matvælastofnunnar varðandi tilkynningarskyldu með fæðubótarefni
  6. Umsögn til Skipulagsstofnunar v. áforma um stækkun Mjóeyrarhafnar og efnistöku úr sjó vegna hennar.
  7. Umsögn til Umhverfisstofnunnar um drög að starfsleyfistillögu fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
  8. Umsögn vegna skipulagsáforma við Hátungur í Vatnajökulsþjóðgarði, Fljótsdalshéraði.

HHr kynnti efni umsagna stuttlega og svaraði fyrirspurnum.
Ekki komu fram athugasemdir.

1. 2.  Annað 

  1. Húsaskoðun Kelduskógar 1, 701. 700 Egilsst.
  2. Skýrsluvinna til MAST vegna neysluvatns og sýnatöku áranna 2011, 2012 og 2013 (3ja daga vinna)
  3. Vinna vegna eldgoss; þjónusta við loftgæðamæli, sýnatökur af neysluvatni Seyðfirðinga, fundir með almannavarnanefnd
  4. Vinna með ÍsLeyf, tölvukerfi MAST sem stefnt er að að nota við skráningu matvælaeftirlits.

Fyrirspurnir og umræður urðu um flesta liði en ekki komu fram athugasemdir. Fram kom að vinna við ÍsLeyf mun tefjast vegna orlofs Leifs, sem hefur séð um þá vinnu f.h. HAUST.

1. 3.  Kynningarfundir með sveitarstj.

Af hálfu HAUST hefur verið óskað eftir fundum með sveitarstjórnarmönnum eða nefndarmönnum í umhverfis-, skipulags- og byggingarnefndum eftir því sem yfirmenn sveitarfélaga hafa talið æskilegt.  Þetta er gert í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í því augnamiði að kynna starfsemi HAUST og snertifleti milli heilbrigðiseftirlits og sveitarstjórna. –

  1. Fundur með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs – kynning á störfum HAUST
  2. Fundur með Hitaveitu Egilsstaða og Fella
  3. Fundur með Umhverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar - fært til 10.12.
  4. Fundur með Umhverfis- eigna- skipulagsnefnd Fjarðabyggðar

2. Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjarðarhreppur

  1. Veiðifélag Hofsár, kt.690874-0169.  Breyting á starfsleyfi.  Starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu í landi Teigs í Vopnafirði, sem þjónar aðeins íbúðarhúsinu á Teigi og veiðihúsinu Árhvammi.  Leyfi útgefið 3.12.2014.

700-701 Fljótsdalshérað

  1. Gróðrarstöðin Barri ehf., kt. 580190-1469.  Starfleyfi fyrir jólamarkað Barra árin 2014-2018.  Leyfið gildir fyrir einn auglýstan markaðsdag á aðventu áranna 2014 til 2018 að báðum árum meðtöldum vegna aðstöðu fyrir sölu matvæla o.fl. í skemmu fyrirtækisins að Valgerðarstöðum 4. Ábyrgðarmaður: Skúli Björnsson, kt. 070456-0019.  Leyfi útgefið 17.11.2014.
  2. Myllan ehf., kt. 460494-2309. Nýtt starfsleyfi vegna vinnslu jarðefna þ.m.t. malar-, og grjótnám í Selhöfða í Fellum, Ekkjufellssel/efsta lóðin. Ábyrgðarmaður Unnar Elísson. Leyfi útgefið 20.11.2014.
  3. Stóri-Bakki ehf. kt. 530709-0350. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu og hestaleigu á Stóra Bakka í Hróarstungu. Starfsleyfi útgefið 25.11.2014 og gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
  4. Rafey ehf., kt. 440789-5529.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir bílaverkstæði, rafmagnsverkstæði og rafvélaverkstæði að Miðási 11, 700 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður: Máni Sigfússon.  Leyfi útgefið 26.11.2014.
  5. Þorrablótsnefnd Egilsstaða, kt. 461212-0420. Tímabundið starfleyfi fyrir Þorrablót í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum Tjarnarbraut 24 þann 23. janúar 2015. Ábyrgðarmaður: Hafliði H. Hafliðason, kt. 250178-5149.  Leyfi útgefið 4.12.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

  1. Eimskip Island ehf., kt. 421104-3520.  Nýtt starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin véla og lagerrými að Hrauni 4 við Mjóeyrarhöfn. Leyfi útgefið 1.12.2014
  2. Þorrablótsnefnd Reyðarfjarðar, kt. 480102-3550.  Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 23.1.2015. Ábyrgðarmaður Gunnlaugur Sverrisson, kt. 060969-5079.  Leyfi útgefið 5.12.2014.

780 Hornafjörður

  1. Þorrablótsnefnd Hornafjarðar, kt. 690101-2460.  Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í íþróttahúsi Hornafjarðar v/Víkurbraut þann 24.1.2015. Ábyrgðarmaður er Halldóra B. Jónsdóttir, kt. 301052-2279. Umsýsla veitinga er í höndum veitingastaðarins Víkin ehf., kt.  410404-2810.  Leyfi útgefið 3.12.2014.
  2. Karlakórinn Jökull, kt. 610280-0139.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu/dansleiks og veitingasölu i Sindrabæ þann 6.12.2014.  Leyfi útgefið 4.12.2014

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

  1. Kría Veitingasala ehf. Tóbakssöluleyfi í söluskála fyrirtækisins að Strandgötu 13. Leyfi útgefið 21.11.2014

4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

4. 1. Sláturhús Norðlenska Matborðsins ehf. á Höfn

27.11. sl. barst kvörtun til HAUST, starfsmaður fór á vettvang og staðfesti að mikið af menguðu vatni rann úr brunni framan við fituskilju fyrirtækisins og um bryggjur í nágrenni.  Fituskiljan var aukinheldur full. Fyrirtækinu var ritað bréf með tilmælum um að fyrir lok janúar nk. verði HAUST sent bréf með greinargerð um hvernig fyrirtækið hyggst hindra sambærilegar uppákomur og ná markmiðjum fráveitureglugerðar um hreinsun fráveitu áður en starfsleyfi starfsstöðvarinnar rennur úr á árinu 2016. Fyrirtækinu var einnig sendur reikningur vegna viðbótareftirlits þar sem um rökstudda kvörtun var að ræða.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint verklag starfsmanna.

5. Erindi og bréf

5.1 HSA vegna fráveitu frá eldhúsi sjúkrahússins á Egilsstöðum

Óskað er eftir undanþágu frá kröfum um fitugildru á allt frárennsli frá eldhúsi sem eiga að taka gildi 2018 skv. ákvörðun Heilbrigðisnefndar.  Húsið er gamalt, með einföldu lagnakerfi og byggt á klöpp, þannig að nánast ógerlegt er að koma fituskilju fyrir utan dyra.  Þess í stað er óskað eftir leyfi til að setja upp fituskiljubúnað við uppþvottalínu sem taki skolvatn af leirtaui sem og frá uppþvottavél. Árangur verði svo metin með tilliti til hvort að nauðsynlegt sé að setja einnig þannig búnað við þann vask sem mest er notaður við matargerð.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita umbeðna undanþágu til reynslu. Eftir 2 ár og síðan eftir 5 ár verði metið hvort fituskilja undir uppþvottalinu er fullnægjandi til að uppfyllt séu ákvæði fráveitureglugerðar viðauka I, lið C þar sem m.a. segir að markmið með hreinsun iðnaðarskólps sé að:

  • tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
  • tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum

6. Næstu fundir

Skv. ákvörðunum á fundi nefndarinnar í nóvember hafa næstu fundir verið dagsettir sem hér segir:

  • Símfundur um miðjan febrúar verði þann 12.2.2015 kl. 9:10
  • Snertifundur í byrjun apríl verði þann 15.4. (páskar eru 5. og 6.4.)
    • Ath. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir að fá að koma inn á þennan fund og ræða hlutverk UST vs. heilbrigðiseftirlit, yfirumsjónarhlutverk, mengunareftirlit o.fl.
  • Símfundur í byrjun júní verði 4.6.2014 kl. 9:10

Samþykkt.

7. Önnur mál

7.1. Endurnýjun á Skóda-bifreið HAUST

Skódi Octavia í eigu HAUST er 2010 módel.  Frá bílasölu hefur borist tilboð um að skipta honum út fyrir nýjan þannig að gamli skódinn verði tekinn upp í og milligjöf verði í 2.498.000 kr.  Andvirði nýrrar bifreiðar er 4.948.000 kr.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að taka tilboði um að endurnýja bifreiðina og að greiðslu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar sem verði þá tekin fyrir á fundi nefndarinnar 15.4 2015. 
Við endurskoðun fjárhagáætlunar verði einnig fjallað um breytingar á fjárhag þar sem eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum flyst frá HAUST, breyttar forsendur vegna húsaleigu o.fl.

7.2. Staða eftirlits árið 2014

Frkvstj. sagði frá því að eftirliti ársins 2014 er nánast lokið ekki ástæða til annars en ætla að eftirlitsáætlun standist vel.

Fundi slitið kl. 9:45

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Eiður Ragnarsson                                     
Árni Kristinsson
Lilja Kristjánsdóttir                                     
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir                                     
Gunnhildur Imsland
Helga Hreinsdóttir    

pdfFundargerð á pdf                      

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search