Fundargerð 10. febrúar 2016

127. / 9. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis Öskudaginn 10. febrúar 2016 kl. 8:30

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Gunnhildur Imsland sem varamaður fyrir Lovísu Rósu Bjarnadóttur
Kristín Ágústsdóttir var fjarverandi

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Júlía Siglaugsdóttir sat fundinn undir liðum 2.9 og 3.1

Dagskrá:

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi 760
2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 761

     2.1 Olís, olíutankur í Hestgerði 761
     2.2 Ferðafélag Fljótsdalshéraðs v Sigurðarskáli í Kverkfjöllum  762
     2.3 Litlahorn ehf. v/ efnistöku  762
     2.4 RARIK, verkstæði Þverklettum Egilsstöðum 763
     2.5 N1 hf Vesturbraut, Höfn í Hornafirði 763
     2.6 Vélhjólaíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar 763
     2.7 Olís vegna bensínsstöðvar í Fellabæ  763
     2.8 Olís vegna bensínsstöðvar á Höfn 764
     2.9 Heilsuefling Heilsurækt ehf. 764
3.  Erindi og bréf 764
    3.1 Umhverfisstofnun v. skýrslu um myglusvepp í húsnæði 764
    3.2 Umhverfisstofnun v. skýrslu um fráveitumál árið 2014 764
4. Drög að frumvarpi til breyting á lögum nr. 7/1998. 765
5. Mál unnin eða afgreidd milli funda  765
  5.1 Umsagnir um  765
6. Svæðisáætlun um meðferð úrgangs  765
7. Sameiginleg eftirlitsverkefni UST og HES 2016   766
8. Önnur mál 766
    8.1 Næstu fundir: 766
    8.2 Verklag við útgáfu starfsleyfa  766
    8.3 Vatnaráð  766
    8.4 Auglýst staða heilbrigðisfulltrúa 766

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna áramótabrennu á Vopnafirði árin 2015-2018. Staðsetning við Búðaröxl. Leyfið útgefið 17.12.2015

701 Fljótsdalshreppur

b) Gunnar Jónsson, kt. 181148-3739. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts Dalamanna Fljótsdal, í Félagsheimilinu Végarði þann 6.2.2016. Leyfið útgefið 26.1.2016

700-701 Fljótsdalshérað

c) Diana Divileková, kt. 260285-3949. Starfsleyfi/breyting á starfsleyfishafa, Dýralæknastofan Egilsstöðum, Dynskógum 4 n.h. Leyfinu breytt 3.12.2015, tekur gildi 1.1.2016
d) Björgunarsveitin Hérað, kt. 481199-2989. Starfsleyfi vegna áramótabrennu á Egilsstaðanesi, fyrir utan Fóðurblönduna. Leyfið útgefið 8.12.2015 og gildir til og með áramóta 2018
e) Þorrablótsnefnd Egilsstaða, kt. 461212-0420. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Íþróttamiðstöð Egilsstaða þann 22.1.2016. Leyfið útgefið 6.1.2016
f) Hugi Guttormsson, kt. 571072-5389. F.h. Þorrablótsnefndar Fellamanna, starfsleyfi/tímabundið fyrir þorrablót í Íþróttahúsinu Smiðjuseli 2, þann 29.1.2016. Leyfið útgefið 13.1.2016.
g) Þorrablótsnefnd Jökuldælinga-og Hlíðarmanna, kt. 560215-0880. Starfsleyfi/ tímabundið vegna Þorrablóts í Íþróttahúsi Brúarási þann 13.2.2016. Leyfið útgefið 26.1.2016
h) Guðrún Benediktsdóttir, kt. 060951-4629. Starfsleyfi/tímabundið f.h., Þorrablótsnefndar Eiða-og Hjaltastaðaþingháa fyrir þorrablót í Félagsheimilinu Hjaltalundi þann 27.2.2016. Leyfið útgefið 1.2.2016
i) Jón Júlíusson, kt. 210447-4669 fh. Þorrablótsnefndar Skriðdæla, Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum, Skriðdal þann 20.2.2016. Leyfið útgefið 3.2.2016

710 Seyðisfjörður

j) Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar, kt. 680394-2109. Starfsleyfi/tímabundið vegna þorrablóts í íþróttahúsinu Seyðisfirði þann 23.1.2016. Leyfið útgefið 12.1.2016

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

k) Þorrablótsnefnd Reyðarfjarðar, kt. 480102-3550. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 22.1.2016. Leyfið útgefið 16.12.2015
l) Dröfn Svanbjörnsdóttir, kt. 110483-4659. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu-heimagisting í íbúð fyrir allt að 6 gesti á neðri hæða íbúðarhúss að Vallargerði 15. Leyfið útgefið 12.1.2016
m) Lostæti-Austurlyst ehf., kt. 681209-1580. Starfsleyfi vegna mötuneytis með móttökueldhúsi fyrir allt að 200 manns að Sjávargötu 1. Leyfi útgefið 23.1.2016 og gildir 1.7.2016
n) Bakkagerði ehf., kt. 520905-0300. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu og útleigu á sal í Hólmahúsi, Austurvegi 29. Ábyrgðarmaður: Marleen Anna Meirlaen, kt. 110553-2189. Leyfi útgefið 4.2.2016.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

o) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi vegna áramótabrennu á Eskifirði árin 2015-2018. Staðsetning sunnan fjarðar. Leyfið útgefið 16.12.2015
p) Þorrablótsnefnd Eskifjarðar, kt. 530195-2959. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Valhöll þann 23.1.2016. Leyfið útgefið 6.1.2016

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

q) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/tímabundið vegna áramótabrennu á Norðfirði árin 2015-2018. Staðsetning austan snjóflóðagarða, ofan byggðar. Leyfið útgefið 16.12.2015
r) Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190185-2739. Starfsleyfi/tímabundið vegna þorrablóts sveitamanna í Félagsheimilinu Egilsbúð, þann 23.1.2016

780-785 Hornafjörður

s) Suðursveit ehf., kt. 5003150-1210. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í 4 sumarhúsum að Reynivöllum 2, Hornafirði.  Ábyrgðarmaður: Björn Borgþór Þorbergsson. Leyfið gildir frá 10.12.2015 til 30.5.2016
t) Stefanía L. Þórðardóttir, kt. 240269-4819.Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á veitingum í tengslum við Góugleði í Félagsheimilinu Hofgarði 5.3.2016. Leyfið gildir einungis fyrir ofangreindan tíma og staðsetningu
u) Local Guide ehf., kt. 600815-0160. Nýtt starfsleyfi fyrir litla einkavatnsveitu og sölu á einföldum veitingum í fyrrum verslunarhúsnæði á Fagurhólsmýri. Ábyrgðarmaður: Aron Franklín Jónsson, kt. 250191-3089. Leyfi útgefið 16.12.2015
v) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Morsá í Öræfum. Ábyrgðarmaður: Ingunn Loftsdóttir, kt. 290383-4559. Leyfi útgefið 16.12.2015
w) Selbakki ehf., kt. 560908-0590. Breyting á starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu á Flatey á Mýrum. Veitan þjónar mjólkurframleiðslu, íbúðarhúsum og ferðaþjónustu. Leyfi útgefið 17.12.2015
x) Þorrablótsnefnd Hornafjarðar, kt. 690101-2460. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Íþróttahúsi Hornafjarðar Víkurbraut 9 23.1.2016. Leyfið útgefið 6.1.2016
y) Þorrablótsnefnd Nesja-og Lónmanna, kt. 670199-3399. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Mánagarði þann 30.1.2016. Leyfið útgefið 12.1.2016
z) Þorrablótsnefnd Suðursv/Mýra, kt. 620103-2330. Starfsleyfi/tímabundið vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Hrolllaugsstöðum þann 6.2.2016. Leyfið útgefið 13.1.2016
aa) Lögreglustjórinn á Suðurlandi, kt. 6309142210. Breyting á starfsleyfi vegna fangageymslu á lögreglustöðinni, Hafnarbraut 36. Rekstaraðili verður Lögreglustjórinn á Suðurlandi í stað áður Lögreglustjórinn á Eskifirði, en það embætti hefur verið lagt niður. Leyfinu breytt þann4.2.2016.

2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1 Olís, olíutankur í Hestgerði

Til upprifjunar:

Olís setti niður 10 þús lítra ofanjarðartank fyrir dísel í Hestgerði eftir að N1 fjarlægði sína neðanjarðartanka og hætti rekstri bensínstöðvar.

Á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9.sl. var eftirfarandi bókað:  Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til 15.11.2015 til að leggja fram tímasetta áætlun um endanlegar úrbætur á aðstöðunni í samræmi við kröfur um bensínstöð og/eða að loka stöðinni og fjarlægja tankinn. Einnig er krafa um að við tankinn verði sett árekstravörn og að við hann verði daglegt eftirlit og uppþrif eftir þörfum þar til málinu er lokið.

Engin viðbrögð höfðu borist frá fyrirtækinu fyrir fund heilbrigðisnefndar þann 2.12. sl., en skv. upplýsingum frá Hornafirði var tankurinn enn á staðnum þann 1.12. sl.

Á fundinum 2.12. var eftirfarandi bókað:  

Heilbrigðisnefnd íhugar að beita fyrirtækið dagsektum í samræmi við ákvæði í 6. kafla 27. gr. laga nr. 7/1998 enda hefur fyrirtækið ekki sinnt fyrirmælum heilbrigðisnefndar frá 10.9. sl. um að leggja fram áætlun um endanlegar úrbætur á aðstöðunni né heldur lokað stöðinni og fjarlægt tankinn.

Fyrirtækinu er veittur lokafrestur til 15.1.2016 til að bregðast við kröfum skv. bókun nefndarinnar frá 2.9. eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum verði beitt mun tekin á grunni fram lagðra gagna á næsta fundi Heilbrigðisnefndar eftir að frestur rennur út.

Þann 4.12. barst skrifstofu HAUST bréf frá Olís sem varðar málefnið. Bréfið er dagsett 1.12. og umslagið póststimplað þann 3.12. þannig að ljóst er að fyrirtækið hefur ekki virt frest þann sem heilbrigðisnefnd veitti með bókun þann 2.9. sl.

Í umræddu bréfi Olís kemur fram að fyrirtæki muni leitast við að koma upp nýjum búnaði fyrir 1.6. 2016. Með nýjum búnaði er átt við

 • Ofanjarðargeymi með tvöföldu birgði
 • Forsteyptu afgreiðslu- og áfyllingarplani
 • Olíuskilju sem tekur við frárennsli frá forsteyptu plani.

Heilbrigðisnefnd samþykkir áform Olís sem sett voru fram í bréfi dags. 1.12.2015 um að koma upp við Hestgerði nýjum búnaði til sölu eldsneytis fyrir 1.6.2016. Með nýjum búnaði er skv. bréfi fyrirtækisins átt við

 • Ofanjarðargeymi með tvöföldu birgði
 • Forsteypt afgreiðslu- og áfyllingarplan
 • Olíuskilju sem tekur við frárennsli frá forsteyptu plani.

Samþykki þetta er þó háð því að sótt verði um starfsleyfi fyrir bensínstöðinni með þeim gögnum sem fylgja skulu starfsleyfisumsókn skv. reglugerð 785/1999 fyrir nýja starfsemi, þ.m.t. málsettar teikningar og reikniforsendur vegna vals á olíuskilju auk gagna um tilhögun innra eftirlit starfsstöðvarinnar. Umsókn og gögn skulu berast fyrir 15.3. nk.

Af hálfu Heilbrigðisnefndar er ekki samþykkt að um neyslugeymi sé að ræða, enda hefur ekki verið gefið í skyn að um sé að ræða geymi sem ætlaður er til notkunar á tilteknum stað í skamman tíma, sbr orðalag í reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.

Starfsmönnum er falið að benda fyrirtækinu á kæruleið í svarbréfi.

Helga Hreinsdóttir kom inn á fundinn

2.2 Ferðafélag Fljótsdalshéraðs v Sigurðarskáli í Kverkfjöllum

Erindi dags. 18.12.2015 þar sem óskað er eftir afbrigðum frá leiðbeiningum um frágang rotþróa vegna sérstakra aðstæðna í Kverkfjöllum.

Óskað er eftir að í stað þess að fá holræsabíl til að aka upp í Kverkfjöll verði heimilað að rotþróin verði tæmd í malarþró. Úr þrónni verði síðan hreinsað á 2-3 ára fresti og hulið með sandi.

Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið um frágang fráveitumála við Sigurðarskála til 6 ára. Ábending er um að merkja malarþróna þannig að ferðamenn fari ekki í hana, komi til þess að fé gangi á svæðinu er krafa um fjárhelda girðingu um þróna. Ábending er einnig um að dreifa leskjuðu kalki yfir seyruna eftir að hún er sett í malarþróna til að draga úr sjúkdómahættu.

2.3 Litlahorn ehf. v/ efnistöku

Til HAUST hefur borist umsókn um starfsleyfi vegna efnistöku á Horni. Engin gögn fylgdu umsókninni og hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir þar um, seinast með bréfi dags. 28.12.2015. Að mati starfsmanna er ekki hægt að gefa út starfsleyfi án þess að lágmarksgögn svo sem upplýsingar um áformað magn efnistöku, samþykki skipulagsnefndar sveitarfélagsins o.þ.h. liggi fyrir.

Heilbrigðisnefnd hafnar útgáfu leyfis, en mun að sjálfsögðu endurmeta afstöðu sína berist tilskilin gögn.

2.4 RARIK, verkstæði Þverklettum Egilsstöðum

Frestur til að tengja fráveitu frá verkstæðinu við olíuskilju rann út í lok árs 2015. Með bréfi dags. 30.12.2015 var ítrekuð krafa um úrbætur og fyrirtækinu boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri fyrir lok janúar. Engin gögn eða staðfesting á að verkinu hafi verið lokið hafa borist HAUST og ekki heldur andmæli við kröfum um olíuskilju.

Heilbrigðisnefnd skorar á Rarik að bregðast við hið fyrsta og tryggja mengunarvarnir við starfsstöð fyrirtækisins við Þverkletta. Fyrirtækinu er hér með enn veittur frestur til að leggja fram gögn um lok verksins fyrir 15.3.2016. Verði verkinu ekki lokið mun heilbrigðisnefnd væntanlega nýta heimild til að leggja á dagsektir skv. VI. kafla í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br.

2.5 N1 hf Vesturbraut, Höfn í Hornafirði

Í reglubundnu eftirliti í bensínstöð fyrirtækisins á Vesturbraut á Höfn þann 7.9. sl. voru staðfest brot á starfsleyfi. Í bréfi var fyrirtækinu veittur frestur til 20.3.2016 til að bæta úr brotum á starfsleyfi og senda HAUST greinargerð þar um. Með tölvupósti og myndum dags. 20.1. sl. gerði fyrirtækið grein fyrir úrbótum. Fyrirtækið kynnti í sama bréfi áform um að efla fræðslu í umhverfisvernd og innra eftirliti hjá umboðs- og starfsmönnum annarra bensínstöðva.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessum málalokum.

2.6 Vélhjólaíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar

Umsókn um starfsleyfi fyrir akstursíþróttaaðstöðu barst í október 2015. Sótt er um leyfi fyrir aðstöðu 1,6 km austan við þéttbýlið í Reyðarfirði en vestan við Sómastaði, uppi á Björgum.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag hefur verið óskað umsagnar frá Fjarðabyggð. Með bókun á fundi þann 11.1.2016 hefur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar lýst yfir að ekki verði gerðar aths. við starfsleyfi á umræddum stað enda geri aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007/2027 ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins ráð fyrir akstursíþróttasvæði á þessum stað.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að ljúka gerð starfsleyfisdraga og auglýsa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Starfsleyfi verði þó ekki gefið út fyrr en að loknum íbúafundi sem er áformaður um miðjan mars og mati á niðurstöðum hans.

2.7 Olís vegna bensínsstöðvar í Fellabæ

Tvö erindi hafa borist frá Olís vegna starfsstöðvarinnar í Fellabæ, bæði dags. 24.1.2016

A) Endurnýjun neðanjarðargeyma

Olís óskar eftir undanþágu til að nota tvo eldsneytisgeyma sem ná leyfilegum hámarksaldri árið 2017 fram á árið 2018.

Geymarnir hafa verið lekaprófaðir í október 2015 og áform er að lekaprófa á ný .á haustdögum 2016.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að umræddir olíugeymar verði notaðir til ársins 2018 með skilyrði um að árlegar lekaprófanir sýni að tankarnir séu vel heldir. Niðurstöður lekaprófa hvers árs verði sendar HAUST fyrir lok ársins.

B) Áfyllingarplan og ofanjarðargeymir

Olís óskar eftir samþykki HAUST á eftirfarandi áætlun um úrbætur á plani og eldsneytis-geymum á

 1. Gerð áfyllingarplans við núverandi neðanjarðargeyma maí 2016
 2. Færsla ofanjarðargeymis frá dælueyju maí 2016
 3. Endurbygging afgreiðsluplans 2018
 4. Endurnýjun neðanjarðargeyma 2018

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða framkvæmdaáætlun fyrirtækisins.

2.8 Olís vegna bensínsstöðvar á Höfn

Bréf frá Olís dags. 24/1 2016 varðandi áfyllingarplan við bensínstöð Olís á Höfn -

Olís upplýsir að í október 2015 var gengið frá frárennslislögnum og olíuskilju í samræmi við framlagðar teikningar og ofanjarðargeymir hefur verið færður til og árekstrarvarnir hafa verið bættar að kröfu HAUST. Þar sem framkvæmdir drógust fram á haust náðist ekki í malbik til að ganga frá yfirborði.

Olís óskar eftir fresti á lokun yfirborðs til 15. maí nk.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest.

Andrés Skúlason kom inn á fundinn

2.9 Heilsuefling Heilsurækt ehf.

Fyrirtækið hefur verið með starfsemi á Egilsstöðum en flutti starfsemina nýverið á neðri hæð Lyngáss 12. Starfsleyfi var gefið út 26.11. sl. með kröfu um frágang á baðaðstöðu fyrir lok janúar 2016.

Þann 25.1. barst í tölvupósti ósk um framlengingu á fresti um einn mánuð til að koma fyrir baðaðstöðu. Í millitíðinni höfðu borist kvartanir um hávaða frá starfseminni auk þess sem byggingarfulltrúi gerði aths. við að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar hússins. Starfsmenn höfnuðu ósk um frest og veittu stuttan andmælafrest. Andmælabréf barst þann 1.12.

Gögn málsins voru send heilbrigðisnefndarmönnum fyrir fundinn auk þess sem rætt hefur verið við málsaðila og aðstaðan skoðuð að ósk rekstaraðila. Í þeirri eftirlitsferð kom fram að mottur eru nú notaðar til að draga úr hávaða.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til 29.2.2016 til að ljúka frágangi á húsnæðinu þannig uppfyllt séu ákvæði hollustuháttareglugerðar hvað varðar baðaðstöðu, snyrtingar, ræstiaðstöðu o.fl. sem á vantar. Frkvstj. falið að fullvinna drög að svarbréfi vegna andmæla.

3. Erindi og bréf

3.1 Umhverfisstofnun v. skýrslu um myglusvepp í húsnæði

Með tölvubréfi dags. 21.1.2016 hefur Umhverfisstofnun sent bréf og skýrslu frá starfshópi um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði. Óskað er eftir að gögn þessi verði kynt fyrir heilbrigðisnefnd.

Gögnin lögð fram til kynningar.

3.2 Umhverfisstofnun v. skýrslu um fráveitumál árið 2014

Með bréfi dags. 29.1.2016 vekur UST athygli Heilbrigðisnefnda á að skv. gr. 28 í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp á Umhverfisstofnun að taka saman stöðuskýrslu um förgun skólps og seyru fyrir landið í heild og byggja hana á stöðuskýrslum heilbrigðisnefnda fyrir hvert heilbrigðiseftirlitssvæði.

Óskað er eftir að heilbrigðisnefndir skili Umhverfisstofnun upplýsingum um stöðu fráveitumála á árinu 2014 vegna gerðar stöðuskýrslunnar 2016 í formi útfylltra taflna fyrir 15. mars nk.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að vinna umrædd gögn í samvinnu við sveitarfélög og rekstaraðila á svæðinu.

4. Drög að frumvarpi til breyting á lögum nr. 7/1998

Fram eru komin drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskað umsagna um drögin fyrir 3.2. en hefur veitt HAUST frest til 12.2.

Í frumvarpinu er fjallað um innleiðingu á tilskipun um losun frá iðnaði, en auk þess að fella tilskipunina inní hollustuháttalögin eru gerðar tillögur um allmiklar breytingar á verkaskiptingu Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda, þ.e. ríkis og sveitarfélaga. Í drögum þeim sem eru til umsagnar er gert ráð fyrir að öll fyrirtæki sem þurfa starfsleyfi sæki um til UST, en heimilt verði að breyta starfsleyfisskyldu í tilkynningaskyldu fyrir fyrirtækjaflokka, sem enn hafa ekki verið skilgreindir. Heilbrigðiseftirlit hefði eftir sem áður eftirlit og þvingunarúrræði.

Fyrir fundinn voru lögð eftirfarandi gögn: Drög að lagafrumvarpinu, umsögn sem Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða (SHÍ) hafa unnið og umsögn Samtök sveitarfélaga (SÍS). Einnig voru lögð fram drög að umsögn HAUST.

Í umræðum sem urðu um málið kom fram mikill vilji til að styðja við heilbrigðiseftirlit í landinu með því að flytja fleiri verkefni til heilbrigðisnefnda.

Heilbrigðisnefnd samþykkir drög að umsögn til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sem lögð voru fram á fundinum.

5. Mál unnin eða afgreidd milli funda

5.1 Umsagnir um

a) Deiliskipulag Holt á Mýrum, Hornafirði

b) Skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunar á reit O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.

c) Breytingu á aðalskipulagi vegna flugvallarsvæðis Egilsstaðaflugvallar. .

d) Umsögn til UAR um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs o.fl

e) Umsögn um drög að frumvarpi um Umhverfisstofnun.

6.  Svæðisáætlun um meðferð úrgangs

Á aðalfundi HAUST 28.10. 2015 fjallaði Lúðvík Gústafsson hjá Sambandi sveitarfélaga um Svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs. Í máli hans kom m.a. fram að í kjölfar lagbreytinga árið 2014 setur ríkisvaldið ekki lengur landsáætlun um meðferð úrgangs heldur almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn og ráðherra gefur einnig út almenna stefnu um úrgangsforvarnir. Sveitarfélögunum ber eftir sem áður að setja sér svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs.

Í lok máls síns ítrekaði LG að Samband sveitarfélaga er reiðubúið til að aðstoða sveitarfélögin við að setja ramma um svæðisáætlanir, sem sveitarfélögin geta síðan fyllt inn í

Til að fylgja eftir erindinu er því hér velt upp hvort vitað sé til að sveitarfélög á svæðinu séu að vinna svæðisáætlanir eða hafi áform þar um hvert fyrir sig eða saman.

Frkvstj. falið að rita bréf til SSA og allra sveitarfélaga á starfssvæðinu til að afla upplýsinga um hvort unnið er að svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs. Ef svo er ekki að hvetja þá til samstarfs sveitarfélaga sem áður hafa haft samstarf um slíkar áætlanir og bjóða aðkomu HAUST að málaflokknum.

7. Sameiginleg eftirlitsverkefni UST og HES 2016

Á símfundi framkvæmdastjóra og yfirmanna UST sem haldinn var 3.12. sl var samþykkt að vinna eftirfarandi sameiginleg eftirlitsverkefni á árinu 2016:

 • Umhverfisgæðahópur: Áhættugreining eftirlitsskyldra aðila - tæki til að stýra eftirliti
 • Hollustuháttahópur: Eftirlitsverkefni um hávaða í umhverfi barna – spurningalisti sem yrði lagður fyrir í reglubundnu eftirliti.

Fram kom að á vegum Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits eru einnig nokkur samstarfsverkefni áformuð

Lagt fram til kynningar

8. Önnur mál

8.1 Næstu fundir:

Minnt er á þegar samþykkt fundadagatal nefndarinnar:

 • 6.4. símfundur
 • 18.5. snertifundur – afgreiða ársskýrslu
 • 29.6. símfundur ef þurfa þykir fyrir sumarleyfi –
 • Sumarleyfi í júlí og ágúst
 • 7.9. snertifundur - leggja fram drög að fjárhagsáætlun, gjaldskrá o.þ.h.
 • 19.10. símfundur
 • 2.11. aðalfundur HAUST bs.
 • 7.12. símfundur

8.2 Verklag við útgáfu starfsleyfa

Rætt var um verklag við útgáfu starfsleyfa þar sem aðstaða er ekki að fullu tilbúin þegar húsnæði er tekið út. Samþykkt að gefa starfsleyfi út til skamms tíma í slíkum tilfellum.

Sandra Konráðsdóttir vék af fundi

8.3 Vatnaráð

Til upplýsingar fyrir heilbrigðisnefnd: Vatnaráð hefur verið kallað til fundar 19.2. nk. Helga Hreinsdóttir, frkvstj. hefur verið skipuð í ráðið. Ráðið hefur ekki verið kallað saman í langan tíma og vinna vatnasvæðisnefnda hefur legið niðri. Fjármagn til vinnunnar hefur verið skorið mikið niður. Nefndin verður upplýst um stöðu vinnunnar og framvindu.

8.4 Auglýst staða heilbrigðisfulltrúa

Staða heilbrigðisfulltrúa með áherslu á Miðausturland hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út um miðjan febrúar. Nokkrar umsóknir hafa þegar borist og allmargar fyrirspurnir.

Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra og hans staðgengli að vinna úr umsóknum ásamt með formanni og varaformanni nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 9:45

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhansson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search