Fundargerð 6. apríl 2016

128. / 10. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 6. apríl 2016 kl. 9:00 

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi
 2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva
  2.1     N1 hf. bensínstöðvar 
  2.2     Skeljungur 
  2.3     Sláturhús – brennsluofnar 
  2.4     Olís Hestgerði 
  2.5     Smyrlabjörg 
  2.6     Heilsuefling – CF Austur ehf. 
  2.7     Rarik - verkstæði 
  2.8     Vélhjólaklúbbur Fjarðabyggðar 
  2.9     Skálateigur í Norðfirði 
 3. Ársskýrsla 2015
 4. Starfsmannamál
 5. Af starfsmannafundi 9.3.2016
  5.1     Útgáfa starfsleyfa
  5.2     Sýnataka á ís úr vél
 6. Mál unnin eða afgreidd milli funda
  a)       Til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis,
  b)       Til Umhverfis og auðlindaráðuneytis,
  c)       Umsögn um breytingu á deiliskipulagi Skaftafells í Hornafirði
  d)       Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir flugvallarsvæði v. Freysnes
  e)       Umsagnir um frummatsskýrslur vegna ofanflóðavarna
  f)        Stöðuskýrsla um förgun skólps og seyru.
 7. Önnur mál
  7.1     Næstu fundir
  7.2     Bílamál
  7.3     Erindi frá Fjarðabyggð
  7.4     Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31.3.2016.

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjörður

a)  Lögreglustjórinn á Austurlandi kt.  680814-0740. Breyting á starfsleyfi, þ.e. breyting á starfsleyfishafa og kt. vegna breytinga á fyrirkomulagi embætta lögreglustjóra og sýslumanna.  Fangageymsla á lögreglustöðinni á Vopnafirði. Leyfi breytt 8.2.2016

b)  Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurskoðað starfsleyfi fyrir Vopnafjarðarskóla, Lónabraut 10. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla þ.m.t. tónlistarskóla, opið leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Leyfi útgefið 4.4.2016.

700-701 Fljótsdalshérað

c)  Lögreglustjórinn á Austurlandi kt.  680814-0740. Breyting á starfsleyfi, þ.e. breyting á starfsleyfishafa og kt. vegna breytinga á fyrirkomulagi embætta lögreglustjóra og sýslumanna. Fangageymsla á lögreglustöðinni á Egilsstöðum. Leyfi breytt 8.2.2016

d)  Fasteignafélagið Jaxlar, kt.  540514-1190. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í íbúð 704 að Hamragerði 5. Leyfið útgefið 10.2.2016

e)  Rúbin gisting ehf.  kt.  460206-0730. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í sumarhúsi, Hreiður lóð nr. 31, Eyjólfsstaðaskógi. Leyfið útgefið 22.3.2016

f)   Rúbin gisting ehf.  kt.  460206-0730. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í sumarhúsi Blöndalsbúð, Eyjólfsstaðaskógi. Leyfið útgefið 22.3.2016

g)   Jóna Björt Friðriksdóttir,   kt.  120781-4059. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í íbúðarhúsi að Bláskógum 10. Leyfið útgefið 23.3.2016

h)   Eyrún Arnardóttir, kt.  041281-5299. Starfsleyfi vegna Dýralæknastofu Randabergi. Leyfið útgefið 29.3.2016

i)    Stefanía Katrín Karlsdóttir,  kt.  280164-4109. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í íbúð að Hléskógum 1-5. Leyfið útgefið 29.3.2016

j)   Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir Egilsstaðaskóla, Tjarnarlöndum 1. Um er að ræða starfsleyfi grunnskóla, tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

k)   Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir Fellaskóla, Einhleypingi. Um er að ræða starfsleyfi grunnskóla með tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

l)   Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir Brúarásskóla, Brúarási. Um er að ræða starfsleyfi grunnskóla með tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

710 Seyðisfjörður

m)   Gunnar S. Waage ehf., kt.  520803-3270. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, Studio Guesthouse, Austurvegi 18-20. Leyfið útgefið 17.2.2016

n)    Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Endurskoðað starfsleyfi fyrir Seyðisfjarðarskóla.   Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla og leiksvæði.  Leyfi útgefið 4.4.2016

o)    Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir skólamötuneyti í Herðubreið.   Um er að ræða mötuneyti fyrir grunn- og leikskóla Seyðisfjarðar.  Leyfi útgefið 4.4.2016

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

p)    Wieslaw Dariusz Stawiski,  kt.  100369-2659. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heimagisting að Heiðarvegi 2. Leyfið útgefið 30.3.2016.

q)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Reyðarfjarðar, Heiðarvegi 14. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

r)   Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680814-0740. Breyting á starfsleyfi þ.e. starfsleyfishafa og kt. vegna breytinga á embættum lögreglustjóra og sýslumanna.  Fangageymsla á lögreglustöðinni á Eskifirði. Leyfi breytt 8.2.2016

s)   Austurríki ehf., kt.570102-2570. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í skíðaskálanum í Oddsskarði. Leyfi útgefið 7.3.2016. Starfsleyfið er skilyrt og gildir til 7. júní 2016

t)   Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 6. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

u)  Lögreglustjórinn á Austurlandi kt.  680814-0740. Breyting á starfsleyfi þ.e. starfsleyfishafa og kt. vegna breytinga á embættum lögreglustjóra og sýslumanna.  Fangageymsla á lögreglustöðinni á Norðfirði. Leyfi breytt 8.2.2016

v)  G.V. hljóðkerfi ehf., kt. 450799-2469. Starfsleyfi vegna samkomuhúss og takmarkaðrar veitingasölu í Egilsbúð, Egilsbraut 1. Leyfi útgefið 29.2.2016

w)  Atli Freyr Björnsson,  kt. 111075-4339. Breyting á starfsleyfi vegna flutnings KíróAust (kírópraktor) að Egilsbraut 8. Leyfið breytt 17.3.2016

x)  Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir Nesskóla, Skólavegi 9. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður

y)   Guðrún Jónína Heimisdóttir, kt. 110669-5699. Nýtt starfsleyfi  fyrir snyritstofu, NaglastofunaHlíðargötu 25. Leyfi útgefið 10.1.2016

z)   Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Hlíðargötu 56. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leikskóla, leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

755 Fjarðabyggð - Stöðvarfjörður

aa)  Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir Stöðvarfjarðarskóla, Skólabraut 20. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leikskóla, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

760 Breiðdalshreppur

bb)  Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Breiðdalshrepps, Selnesi 25. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leiksvæði og mötuneyti með  fullbúnu eldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016

cc)  Ásgarður ehf,  kt. 500311-1340, Ásunnarstöðum  760 Breiðdalsvík. Nýtt starfsleyfi fyrir gistiskála fyrir allt að 10 gesti, uppbúin rúm,  með eldunaraðstöðu og einni fullbúinni snyrtingu. Ábyrgðarmaður: Rúnar Ásgeirsson kt. 181166-4529.  Leyfi gefið út 30. apríl 2016

765 Djúpivogur

dd)  Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Djúpavogs, Vörðu 6. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla og leiksvæði.  Leyfi útgefið 4.4.2016

ee)  Baggi ehf., kt. 630801-2490. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu gistingar í sex stakstæðum húsum á jörðinni Bragðavöllum í Hamarsfirði.   Leyfinu breytt 10. 2.2016

780-785 Hornafjörður

ff)   Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, kt. 410693-2169. Breyting á starfsleyfi vegna borunar í landi Hoffells, leyfi fyrir HF-3 bætt við leyfi frá 3.10.2014 sem hefur gildistíma til tveggja ára að hámarki.

gg)  Hulda Laxdal Hauksdóttir, kt. 170659-5549.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu heimagistingar að Hafnarbraut 41.  Leyfi útgefið 18.2.2016

hh)  Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir, grunnskóla Hornafjarðar – Hafnarskóla, Svalbarði 6. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla með verkmenntahúsi, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

ii)   Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskóla Hornafjarðar – Heppuskóla, Víkurbraut 9. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

jj)   Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurskoðað starfsleyfi fyrir grunnskólann í Hofgarði. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, leikskóla, leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

kk)  Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Starfsleyfi fyrir Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu í Sindrabæ. Um er að ræða starfsleyfi fyrir tónlistarskóla.  Leyfi útgefið 4.4.2016.

 

2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1  N1 hf. bensínstöðvar

Í eftirliti sl. árs voru gerðar aths. við skort á innra eftirliti í allmörgum eldsneytisafgreiðslum N1 hf., m.a. á Álaugarvegi á Höfn, í Nesjum og á Borgarfirði eystra.  Frestur til að bregðast við og sýna fram á úrbætur var veittur til 20.3.2016. Borist hafa gögn frá fyrirtækinu þar sem kynnt er vinna við söfnun upplýsinga um bensínstöðvarnar og áform um þjálfunaráætlun fyrir þjónustustöðvar og umboðsmenn N1 á öllu landinu. Áform eru um að fara um Austurlandssvæði í apríl 2016.

Heilbrigðisnefnd samþykkir frest til handa fyrirtækinu N1 hf. til að hafa gögn um innra eftirlit fyrir starfsstöðvar fyrirtækisins á svæði nefndarinnar tilbúin og virk fyrir lok apríl. Vísað er til viðauka 2 í reglugerð nr. 95/1994 og til auglýsingar Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000.

2.2  Skeljungur

Athugasemdir hafa verið gerðar við skort á rekstarhandbókum og gögnum sem lúta að innra eftirliti á bensínstöðvum Skeljungs.  Í eftirliti ársins 2015 voru slíkar aths. ítrekaðar.
Borist hefur bréf frá Skeljungi dags. 30.11.2015 þar sem kynnt eru áform um að rafræn rekstrarhandbók verði aðgengileg til skoðunar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.
Heilbrigðisfulltrúum falið að ganga stíft eftir að rekstarahandbækur verði í raun virkar þegar eftirlit fer fram eftir 1.7. nk. Vísað er til viðauka 2 í reglugerð nr. 95/1994 og til auglýsingar Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000.

2. 3  Sláturhús – brennsluofnar

Sláturhús Norðlenska á Höfn og sláturfélag Vonfirðinga á Vopnafirði hafa sent inn umsóknir um starfsleyfi fyrir brennsluofna til að brenna áhættuúrgangi frá slátrun. 
Skv. áliti Umhverfisstofnunar (annars vegar dags. í apríl 2015 og hins vegar í mars 2016) falla slíkir ofnar og brennslur undir starfsleyfis- og eftirlitsskyldu heilbrigðiseftirlits ef eingöngu er brenndur úrgangur í áhættuflokkum 1 og 2 frá sláturhúsunum sjálfum. Ef áform eru um að brenna fyrir aðra eða úrgang úr flokki 3 flokkast starfsemin sem brennsla úrgangs. 
Í kjölfar bréfaskrifa, álitsgerðar til Skipulagsstofnunar o.fl. hafa bæði fyrirtækin með tölvubréfum dags. 30.3.2016 dregið umsóknir um leyfi fyrir brennsluofnum til baka.
Lagt fram til kynningar.

2.4  Olís Hestgerði

Á fundi 10.2. sl. var eftirfarandi bókað:
Heilbrigðisnefnd samþykkir áform Olís sem sett voru fram í bréfi dags. 1.12.2015 um að  koma upp við Hestgerði nýjum búnaði til sölu eldsneytis fyrir 1.6.2016.  Með nýjum búnaði er skv. bréfi fyrirtækisins átt við

 • Ofanjarðargeymi með tvöföldu birgði
 • Forsteypt afgreiðslu- og áfyllingarplan
 • Olíuskilju sem tekur við frárennsli frá forsteyptu plani. 

Samþykki þetta er þó háð því að sótt verði um starfsleyfi fyrir bensínstöðinni með þeim gögnum sem fylgja skulu starfsleyfisumsókn skv. reglugerð 785/1999 fyrir nýja starfsemi, þ.m.t. málsettar teikningar og reikniforsendur vegna vals á olíuskilju auk gagna um tilhögun  innra eftirlit starfsstöðvarinnar.  Umsókn og gögn skulu berast fyrir 15.3. nk.
Af hálfu Heilbrigðisnefndar er ekki samþykkt að um neyslugeymi sé að ræða, enda hefur ekki verið gefið í skyn að um sé að ræða geymi sem ætlaður er til notkunar á tilteknum stað í skamman tíma, sbr orðalag í reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. 
Starfsmönnum er falið að benda fyrirtækinu á kæruleið í svarbréfi.
Bókunin var send Olís þann 12.2.2016, andmælaréttur gefinn og bent á að ágreining má kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  Engin viðbrögð hafa borist frá fyrirtækinu þrátt fyrir tölvupóst dags. 21.3. sl. þar sem minnt var á ofangreinda bókun og áform um fund í Heilbrigðisnefnd þann 6.4.
Myndir teknar 29.3.sl. voru lagðar fram á fundum.  Þær sýna að tankurinn er á svæðinu og olíumengun í kringum hann.  Miði sem áður upplýsti um að „no gas is sold here“ er orðinn alhvítur.
Olíuverzlun Íslands hf. hefur  ekki sótt um starfsleyfi fyrir starfsemi í Hestgerði skv. kröfum og frestum sem HAUST hefur veitt.  Fyrirtækinu er því gert að loka eldsneytisstöðinni við Hestgerði ekki seinna en 30. apríl. Fyrirtækinu er ennfremur gert að fjarlægja tankinn, olíumengaðan jarðveg og þrífa eða fjarlægja olíublautt malbik. Fyrirtækið skal leggja fram kvittanir sem sýna fram á að olíumenguðum úrgangi hafi verið skilað til löglegrar förgunar.

2.5  Smyrlabjörg

Af hálfu HAUST hafa verið gerðar athugasemdir við fráveitumál við ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.  Sumarið 2015 var byggt við hótelið og stór roþró steypt, en ekki gengið frá siturlögnum.  Bréf var sent í desember með kröfu um að fyrir 1.5.2016 verði búið að ljúka lagfæringum.  Þann 30.3.sl. barst frá fyrirtækinu póstur þar sem tilkynnt eru áform um að ljúka frágangi siturlagna fyrir 29.4.2016.  
Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að fylgja eftir framvindu mála.  Líta ber á fráveituvirki sem hluta af húsnæði og rekstri og ekki er verjandi annað en ljúka framkvæmdum við þær áður en húsnæði er tekið í notkun.

2.6  Heilsuefling – CF Austur ehf

Andrés Skúlason tilkynnir sig vanhæfan og tekur ekki þátt í umfjöllun um þennan dagskrárlið.

Málið rifjað upp og framvinda þess kynnt.
Í kjölfar ítarlegra umræðna var eftirfarandi ákveðið: Að starfleyfinu verði breytt hvað varðar nafn rekstaraðila og að í leyfisskilyrði verði settar tímasettar kröfur um úrbætur á húsnæði.

2.7  Rarik - verkstæði

Á árinu 2014 voru gefin út endurskoðuð eða ný starfsleyfi fyrir allar starfsstöðvar Rarik á svæði HAUST, þ.e. þeirra sem að mati HAUST voru starfsleyfisskyldar. Þetta var gert í góðri sátt við yfirmenn Rarik á Austurlandi, frá þeim fengust umsóknir og gögn um starfsstöðvarnar og þeir fengu drög að starfsleyfum og starfsleyfisskilyrðum til yfirlestrar í janúar 2014.  Tekið var tillit til athugasemda sem þeir gerðu og starfsleyfin síðan öll gefin út 27.5.2014, þ.m.t. fyrir þrjú verkstæði. Á fundi með fyrirtækinu kom fram að í kjölfar skipulagsbreytinga innan dyra sé nú nýr tengiliður innan fyrirtækisins hvað varðar samskipti við HAUST.

a)  Verkstæðisaðstaða Rarik við Þverkletta 2 á Egilsstöðum.

Með erindi dags. 4.4.sl. leggur Rarik fram tímasetta áætlun um úrbætur á mengunarvörnum frá verkstæðinu á Þverklettum og óskar eftir fresti til ljúka framkvæmdum til 1.10.2016.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita Rarik umbeðinn frest en gerir kröfur um að hönnunargögn verð lögð fram þegar þau liggja fyrir og skv. fram lögðum tímaramma vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

b)  Verkstæðisaðstaða Rarik á Búðaröxl 2 á Vopnafirði og við Álaugarveg á Höfn.

Bréfin dagsett 4.4. eru samhljóða og í þeim segir að fyrir liggi úrskurður frá lögfræðingi umhverfisráðuneytis frá árinu 2002 um að sú starfsemi sem fram fari í starfsstöðvunum falli ekki undir starfsleyfisskylda verkstæðisstarfsemi.  Rarik fullyrðir að einungis smávægilegar viðgerðir fari fram í húsnæðinu en ekki viðgerðir á ökutækjum, komi upp bilanir á ökutækjum sé þeim sinnt á viðurkenndum verstæðum.
Rarik óskar eftir að umsóknir um starfsleyfi fyrir verkstæðin verði dregnar til baka. 
Í umræðu kom fram að starfsemi í þessum tveim starfsstöðvum sé ekki umfangsmikil né heldur geymt umtalsvert magn mengandi efna.  
Ekki er unnt að draga til baka umsóknir um starfsleyfi fyrir starfsemi sem þegar hefur gild starfsleyfi.  Hins vegar er það mat nefndarinnar að unnt sé að fella niður starfsleyfi fyrir starfsstöðvarnar á grunni rökstuddra greinargerða fyrirtækisins og skoðunum á vettvangi. Leyfi sem gefin voru út 27.5.2014 fyrir umræddar tvær starfsstöðvar verða því felld út gildi. 

2.8  Vélhjólaklúbbur Fjarðabyggðar

Sótt var um starfsleyfi fyrir æfingasvæði austan við þéttbýlið í Reyðarfirði.  Starfsleyfisdrög voru útbúin og auglýst skv. ákvæðum reglugerðar nr. 785/1999.  Frestur til að gera aths. var fjórar vikur og rann út þann 18.3.  Engar athugasemdir bárust.  Skv. bókun á fundi nefndarinnar þann 10.2. var ákveðið að gefa ekki út starfsleyfi fyrr en að loknum íbúafundi sem var áformaður um miðjan mars á Reyðarfirði. 
Í gögnum fyrir fund Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar dags. 4.4.sl. kemur fram að ekki er lokið gerð deiliskipulags og hugsanlega eru áform um að breyta deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Heilbrigðisnefnd telur rétt að bíða með að afgreiða starfsleyfi fyrir Vélhjólaklúbbinn þar til deiliskipulagsvinnu er lokið.

2.9  Skálateigur í Norðfirði

Þann 7.8.2014 var gefi út tímabundið starfsleyfi til móttöku á málmum og dekkjum í gryfjum við Skálateig í Norðfirði og brottflutnings á þeim til endurvinnslu.  Framlengt starfsleyfi er útrunnið sem og frestur sem starfsleyfishafa var veittur til að hreinsa svæðið.
Rekstraraðila er enn veittur frestur til að hreinsa svæðið og ganga frá því um leið og sjóa leysir og í seinasta lagi fyrir 15.6.2016.  Starfsmönnum farið að fylgja þessu máli fast eftir.

 

3.  Ársskýrsla 2015

Drög að ársskýrslu 2015 send nefndarmönnum fyrir fundinn.  Lítilsháttar ábendingar um efni skýrslunnar komu fram. 
Framkvæmdastjóra ásamt formanni falið að ganga frá breytingum skv. umræðum á fundinum.  Skýrslan verði aftur tekin fyrir á næsta fundi.

4.  Starfsmannamál

Dröfn Svanbjörnsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem heilbrigðisfulltrúi frá 7.3. í 75% vinnu en 100% frá 1.8.2016.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamning.

5. Af starfsmannafundi 9.3.2016

5.1  Útgáfa starfsleyfa

Alla jafnan er miðað við að búnaður,innra eftirlit og annað sé að fullu tilbúið þegar starfsleyfi er gefið út og ekki er heimilt að hefja starfsleyfisskylda starfsemi fyrr en starfsleyfi liggur fyrir. Skv. matvælalöggjöf er þó heimilt að gefa út skilyrt starfsleyfi til 3ja mánaða ef aðstaða er nánast tilbúin – en öryggis og heilnæmis sé ætið gætt. Starfsmenn leggja til að viðhaft verði samskonar verklag fyrir aðra starfsemi, þ.e. skv. hollháttalögum, veita 3ja mánaða leyfi – til að ljúka frágangi ef lítilsháttar vantar á.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu enda eðlilegt að  samræmis sé gætt.

5.2  Sýnataka á ís úr vél

Lögð fram og rædd gögn um niðurstöður rannsókna á sýnatöku á ís úr vél sl. 6 ára.
Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu starfsmanna um að breyta verklagi, þannig að ef rannsóknaniðurstöður eru ófullnægjandi skv. þeim viðmiðunarmörkum sem fram koma í reglugerð (EB) nr. 2375/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli. Verði sala á ís úr viðkomandi vél bönnuð þar til rekstaraðili hefur gripið til viðeigandi aðgerða og sýnt fram á, með niðurstöðum úr sýnatöku að ísinn standist kröfur um örverufræðileg viðmið.

6.  Mál unnin eða afgreidd milli funda

Umsagnir

a)  Til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis,  umsögn um drög að reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli. 

b)  Til Umhverfis og auðlindaráðuneytis, umsögn um drög að reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. 

c)   Umsögn um breytingu á deiliskipulagi Skaftafells í Hornafirði

d)   Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir flugvallarsvæði v. Freysnes

e)   Umsagnir um frummatsskýrslur vegna ofanflóðavarna á Norðfirði, Nesgil og Bakkagil annars vegar og Urðarbotn og Sniðgil hins vegar.

Skýrslur og gögn

f)   Stöðuskýrsla um förgun skólps og seyru. 

Eftirfarandi erindi barst frá UST þann 28.1.2015
Skv. gr. 28 í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp á Umhverfisstofnun að taka saman stöðuskýrslu um förgun skólps og seyru fyrir landið í heild og byggja hana á stöðuskýrslum heilbrigðisnefnda fyrir hvert heilbrigðiseftirlitssvæði. Í meðfylgjandi skjali, „Bréf til heilbrigðisnefnda 2016_3“ er erindi Umhverfisstofnunar varðandi þetta. Í því óskar stofnunin eftir nánar skilgreindum upplýsingum um stöðu fráveitumála á árinu 2014 vegna gerðar stöðuskýrslunnar 2016.
Óskað er eftir að heilbrigðisnefndir skili Umhverfisstofnun stöðuskýrslu sinni í formi útfylltra taflna (sjá fylgiskjöl) fyrir 15. mars nk.
Frestur fékkst til að svara enda mikil vinna að safna upplýsingum frá sveitarfélögunum.  Í kjölfarið var ítrekað við starfsmenn sveitarfélaga og aðra sem kom að málaflokknum að safna mun ítarlegri upplýsingum fyrir árið 2016, enda mun næst þurfa að skila álíka skýrslu. Nauðsynlegt er að sveitarfélögin safni upplýsingum um rotþrær og þjónusti þær þannig að skráð sé magn seyru og hvernig hún er notuð eða fargað.
Umræða var um rotþrær og siturlagnir, virkni þeirra og mikilvægi reglubundinna tæminga.

7.  Önnur mál

7.1  Næstu fundir:

Minnt er á þegar samþykkt fundadagatal nefndarinnar:
18. maí             snertifundur – afgreiða ársskýrslu
29.júní              símfundur ef þurfa þykir fyrir sumarleyfi –
Sumarleyfi í júlí og ágúst
7.sept.              snertifundur - leggja fram drög að fjárhagsáætlun,
                           gjaldskrá o.þ.h.
19.okt.               símfundur
2.nóv.                aðalfundur HAUST bs.
7.des.               símfundur

7.2   Bílamál

Með fjölgun starfsmanna á norðursvæði hafa vaknað spurningar um hvort æskilegt sé að bæta í bílaflotann. 
Umræðu frestað til næsta fundar.

7.3   Erindi frá Fjarðabyggð

Ábending um að gæta þess að í samþykktum HAUST bs. sé farið eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sér í lagi gr. 94 þar sem fjallað er um byggðasamlög.
Lagt fram til kynningar.

7.4   Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31.3.2016.

Erindið fjallar um hugsanlega fækkun heilbrigðisnefnda og tilfærslu á verkefnum.
Heilbrigðisnefnd Austurlandssvæðis leggur áherslu á að starfsstöðvum á landsbyggðinni megi ekki fækka enda er nálægð við íbúa og atvinnulífið forsenda fyrir góðri og lipurri nærþjónustu.  Tekið er undir með afstöðu Sambandsins í niðurlagi erindisins um að styrking heilbrigðiseftirlits með tilfærslu verkefna frá ríki til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga sé forsenda hvers konar breytinga á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Samþykkt að taka erindið aftur fyrir á næsta fundi Heilbrigðisnefndar þann 18.5.2106 og að óska eftir fresti til að svara erindinu fram yfir þann fund.

Fundi slitið kl. _______________________

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 128 á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search