Fundargerð 21. september 2016

131. / 13. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
21. september 2016 kl. 10:30

Fundað var í Tanga, Gallerí Kolfreyju, á Fáskrúðsfirði

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir                   
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Borgþór Freysteinsson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

 1. Breyting á skipan í Heilbrigðisnefnd Austurlands. 790
 2. Bókuð útgefin starfsleyfi   791
 3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 794
  3.1         MS á Egilsstöðum 794
  3.2         CF Austur  794
  3.3         Olíuverzlun Íslands. 794
 4. Dekkjakurl    795
 5. Varðar samþykkt um umgengi og þrifnað. 795
 6. Vinna milli funda. 795
  6.1         Mengunarslys við fiskimjölsverksmiðju. 795
  6.2         Neysluvatn. 795
 7. Starfsmannamál  796
 8. Ársreikningur HAUST 2015. 796
 9. Drög að fjárhagsáætlun 2017 og tillaga að breytingu á gjaldskrá. 796
 10. Aðalfundur HAUST 2016. 797
 11. Önnur mál  797
  11.1      AS ræddi áform um uppbyggingu á fiskeldi og þörf fyrir eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum.  797
  11.2      Næstu fundir:  797 


1. Breyting á skipan í Heilbrigðisnefnd Austurlands

Eftirfarandi tilkynning hefur borist um breytingu á skipan í Heilbrigðisnefnd Austurlands

Á bæjarstjórnarfundi á Hornafirði þann 11.8. sl. var eftirfarandi ákveðið
Heilbrigðisnefnd Austurlands HAUST:

Aðalmaður Gunnhildur Imsland í stað Lovísu Rósu Bjarnadóttur.

1. Varamaður Hjördís Skírnisdóttir
2. Varamaður Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Heilbrigðisnefnd býður Gunnhildi og Hjördísi velkomnar til starfa fyrirnefndina og fagnar því að Lovísa Rósa er ekki alveg hætt samstarfi við nefndina. 


2. Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjörður

a) Meira og minna ehf., kt 670114-2010. Breyting á starfsleyfi v. reksturs á kaffihúsi fyrir allt að 25 gesti og vatnsveitu að Burstarfelli. Leyfi útgefið 29.7.2016 og gildir til 29.júlí 2028.

700-701 Fljótsdalshérað

b)  Skógar ehf., kt. 520779-0879. Nýtt starfsleyfi v. reksturs vatnsveitu og sölu á gistingu í sumarhúsi Ásholti fyrir allt að 6 gesti. Leyfi gefið út 30.6.2016 og gildir til 31.5.2017.
c) Weerawan Warwn, kt. 270976-2209. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum á Ormsteiti dagana 10.-14. ágúst 2016. Salan fer fram í tjaldi sem sett verður upp við verslunina Nettó. Leyfi útgefið 25.6.2015.

c) Ásgeirsstaðir ehf., kt. 620915-2890.  Breyting á starfsleyfi.  Leyfi gefið út vegna reksturs einkavatnsveitu og sölu á gistingu í fjórum sumarhúsum fyrir allt að 17 gesti á Ásgeirsstöðum.  Leyfi útgefið 29.6.2016.
d)  Árni Sigurður Jónsson, kt. 141258-5329.  Nýtt starfsleyfi vegna reksturs vatnsveitu og sölu gistingar fyrir allt að 5 gesti á einkaheimili að Tókastöðum. Leyfi gefið út 3.7.2016 og gildir til 31.5.2017.
e) Krílakot ehf., kt. 610610-0640. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu og reksturs vatnsveitu að Sauðhaga 1, lóð 2, sumarhús nr. 3. Ábyrgðarmaður: Sigurþór Örn Arnarson, kt. 180373-2929. Leyfi gefið út 8.7.2016 og gildir til 8.7.2018.
f) Ásgeirsstaðir ehf., kt. 620915-2890. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu fyrir allt að 10 manns í þrem íbúðum í Vallnaholti 8, Eiðum. Leyfi útgefið 16.7.2016.
g) Forskot, ferðaþjónustufélag, kt. 600794-3109. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Ormsteiti á Fljótsdalshéraði 10.-14. ágúst 2016. Ábyrgðarmaður: Vala Gestsdóttir, kt. 280976-3189. Leyfi útgefið 28.6.2016.
h) Veiðiþjónustan Strengir, Hálsakot veiðihús, kt 581088-1169. Breyting á starfsleyfi, starfsmannabústaði fyrir allt að 8 manns bætt inní núverandi starfsleyfi. Leyfi breytt þann 12.8.2016 en gefið út 17.5 2008.
i) Ylur ehf., kt. 430497-2199. Tímabundið starfsleyfi vegna starfsmannaaðstöðu með snyrtingu í landi Hofs í Fellum. Leyfi gefið út 17.8. með gildistíma til 30.9.2016.
j) Stóri-Bakki ehf, kt 530709-0350. Starfsleyfi fyrir sölu gistingar fyrir allt að fjóra í einu sumarhúsi, fyrir reksturs vatnsveitu og hestaleigu. Starfsleyfi gefið út þann 22.8.2016.
k) N1 hf. kt., 540206-2010. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á eldsneyti og veitingum í þjónustumiðstöð N1 að Kaupvangi 4. Starfsleyfi útgefið 29.8.2016.
l) Búi í Gerði ehf., kt 710308-1600. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir 2-4 gesti í íbúð á neðri hæð íbúðarhúsnæðis starfsleyfishafa að Tjarnarbraut 17. Starfsleyfi gefið út þann 7.9.2016.
m) Sænautasel ehf., kt. 530803-2870. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Leyfi útgefið 9.9.2016.

701 Fljótsdalshreppur

n) Highland Hostel ehf., kt 591212-0440. Breyting á starfsleyfi, starfsmannabústað fyrir allt að 9 manns bætt inní núverandi starfsleyfi Laugarfellsskála. Leyfi breytt þann 16.8.2016 en starfsleyfi gefið út 26.3.2013.

710 Seyðisfjörður

o) Tækniminjasafn Austurlands, kt. 440203-2560. Starfsleyfi vegna Smiðjuhátíðar á Seyðisfirði eina helgi í júlí næstu fjögur ár, þ.e. 2016-2019.  Staðsetning er í Angró og veitingatjaldi við Angró sem og Tækniminjasafnið og Herðubreið. Ábyrgðarmaður:Pétur Kristjánsson, kt. 310752-6819.
p)  Við Lónið ehf., kt. 590515-1080.  Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á Norðurgötu 8, 710 Seyðisfirði.  Ábyrgðarmaður: Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5779.  Leyfi útgefið 11.7.2016.
q)  Skálanessetur ehf., kt. 560606-2490. Breytt starfsleyfi vegna einkavatnsveitu og ferðaþjónustu auk starfsmannabústaða í Skálanes í Seyðisfirði. Leyfi útgefi 1.8.2016 með gildistíma til 31.10.2017.
r)  Bókakaffi Hlöðum ehf., kt. 530111-0240.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar í Botnahlíð 33.  Leyfi útgefið 8.9.2016.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

s)  Alcoa Fjarðaál sf.,  kt. 520303-4210. Endurnýjað starfleyfi fyrir geymsluskemmu fyrir raflausn á Hrauni 10. Leyfi útgefið 7.7.2016.
t)  Þuríður R. Sigurjónsdóttir, kt. 160383-3999. Nýtt starfsleyfi v. sölu á heimagistingu að Heiðarvegi 20. Leyfi útgefið 4.8.2016.
u) Svavar Valtýsson, kt. 120452-2749. Nýtt starfsleyfi v. sölu á gistingu í tveimur íbúðum að Hæðargerði 14. Leyfi útgefið 8.8.2016.
v) East Cost Rental, kt. 650612-2050. Breyting á starfsleyfi (tímabundið starfsleyfi) v. flutnings í nýtt húsnæði að Nesbraut 10. Leyfi útgefið 22.8.2016 og gildir til 22.8.2017.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

w)  Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannamötuneyti, þ.e. móttökueldhúsi og veitingasal í gámasamstæðu við skrifstofubyggingu fiskimjölsverksmiðju Eskju hf. Leyfi útgefið 22.7.2016.
x) Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 19 íbúa í Hulduhlíð, Bleiksárhlíð 56. Leyfi útgefið 22.7.2016.
y) Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 22 íbúa staðsettar við Friðþjóf, Strandgötu 4. Leyfi útgefið 22.7.2016.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

z) Björgunarsveitin Gerpir,  kt. 550579-0499, Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á Neistaflugi í Neskaupstað og á skíðasvæðinu í Oddskarði um páska árin 2016-2019. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Skúli G. Hjaltason, kt. 261053-5279. Leyfi útgefið 18.7.2016.
aa) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099:  Nýtt starfsleyfi fyrir leikskólann Eyrarvelli, Nesgötu 14. Um er að ræða leikskóla fyrir allt að 160 börn og með fullbúnu mötuneyti. Leyfi útgefið 13.9.2016.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

bb)  Weerawan Warwn,   kt. 270976-2209.  Tímabundið starfsleyfi  vegna veitingastarfsemi á Frönskum dögum á Búðum í sölutjaldi á hátíðarsvæði skv. nánari skilyrðum í starfsleyfi.  Leyfið gildir meðan á Frönskum dögum stendur árin 2016 til og með 2019.
cc)  Blakdeild Leiknis., kt. 480589-2549. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi á Frönskum dögum á Búðum úr veitingaskúr/sölubás á hátíðarsvæði skv. nánari skilyrðum í starfsleyfi.  Leyfið gildir meðan á Frönskum dögum stendur árin 2016 til og með 2019
dd)  Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, kt.610715-2220. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði 2016-2019 Starfsleyfið felur í sér heildarumsjón hátíðarinnar með þeim skilyrðum og takmörkunum sem nefnd eru í starfsleyfinu.
ee)  Söluskáli S.J., kt. 131148-7719. Tímabundið starfsleyfi  vegna veitingastarfsemi á Frönskum dögum árið 2016. Leyfið gildir til að selja veitingar úr veitingaskúr/sölubás sem staðsettur er á hátíðarsvæði Franskra daga

765 Djúpivogur

ff)  Havarí ehf.,  kt. 531207-0330. Nýtt starfsleyfi vegna reksturs á veitingastofu og greiðasölu í endurbyggðri hlöðu á Karlsstöðum. Leyfið gefið út 8.6.2016.
gg) Kambaklettur ehf., kt. 530614-1150, 765 Djúpivogur Breytt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili fyrir allt að 14 gesti í sjö herbergjum í tveimur íbúðarhúsum á Þvottá. Leyfið gefið út  1.7.2016.
hh)  Hótel Framtíð ehf. kt. 471188-1829 Vogalandi 4. Endurnýjun á starfsleyfi vegna allrar starfsemi hótelsins: Um er að ræða gistingu og veitingastarfsemi á vegum hótelsins skv. ákvæðum starfsleyfisins, sem gefið er út 20.7.2016.
ii)  Félagsbúið Lindarbrekka ehf., kt. 500614-1960. Breyting á starfsleyfi vegna heimagistingar Lindarbrekku 2.  Fyrir allt að 6 gesti í tveimur herbergjum í sérstöku húsi og fyrir allt að 8 gesti í tveimur sumarhúsum. Leyfi gefið út 5.9.2016.

780-785 Hornafjörður.

jj) Hlíf Gylfadóttir, kt. 100266-4239. Nýtt starfsleyfi vegna sölu heimagistingar að Dalbraut 4 á Höfn. Leyfi útgefið 29.6.2016.
kk) Vala ferðaþjónusta ehf., 450614-0170. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar að Kálfafellsstað. Fjölgun gesta upp í allt 20 að. Ábyrgðarmaður: Þóra Guðrún Ingimarsdóttir, kt. 220953-3789. Leyfi útgefið 1.7.2016.
ll) Rósaberg ehf., kt. 620601-2330. Starfsleyfi fyrir steypustöð og viðgerðaaðstöðu eigin véla í Hjarðarnesi. Leyfi útgefið 7.7.2016.
mm) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir fráveitu og skólphreinsivirki í Nesjahverfi. Leyfi útgefið 10.7.2016.
nn) Norðlenska matborðið ehf., kt. 500599-2789. Starfleyfi fyrir sláturhús, Heppuvegi 6. Leyfi útgefið 10.7.2016.
oo) Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439, Starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á Jökulsárlóni árin 2016-2019. Leyfið er gildir fyrir eina flugeldasýningu ár hvert. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Jens Olsen, kt. 240895-2429. Leyfi útgefið 18.7.2016.
pp) Sævar Örn Kristjánsson, kt. 160595-2139. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu heimagistingar í Sauðanesi fyrir allt að 11 gesti. Leyfi útgefið 18.7.2016.
qq) Rakel Ösp Elvarsdóttir, kt. 160992-3019. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu heimagistingar í Rauðabergi fyrir allt að 8 gesti. Leyfi útgefið 18.7.2016.
rr) Norræna ferðaskrifstofan, kt. 531088-1159. Nýtt starfleyfi fyrir sölu gistingar í tveimur sumarhúsum Myllulæk 11 og 12, fyrir allt að 8 gesti. Leyfi útgefið 18.7.2016.
ss) Gunnlaugur B. Ólafsson, kt. 281062-3879. Starfleyfi fyrir rekstur tjaldsvæðis í Smiðjunesi í Lóni. Leyfi útgefið 19.7.2016.
tt)  Gunnlaugur B. Ólafsson, kt. 281062-3879. Starfleyfi fyrir rekstur tjaldsvæðis í Stafafelli í Lóni. Leyfi útgefið 19.7.2016.
uu) Sigríður Guðbjörg Garðarsdóttir, kt. 030272-4129. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu heimagistingar að Dalbraut 8, n.h. fyrir allt að 6 gesti. Leyfi útgefið 21.7.2016.
vv) Sigurður Ólafsson, kt. 191158-5399. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu gistingar Stafafelli, annars vegar í gamla bænum og hins vegar í tveim sumarhúsum. Einnig starfsleyfi vegna einkavatnsveitu. Leyfi útgefið 22.7.2016.
ww) Hótel Jökull ehf., kt. 500402-3340. Breytinga á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 125 gesti og veitingastarfsemi auk reksturs starfsmannabústaðar í Nesjum. Ábyrgðarmaður: Guðjón Pétur Jónsson, kt. 040653-3419. Leyfi útgefið 25.7.2016.
xx)  Árnanes ehf., kt. 670510-0420. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar, rekstur veitingahúss og hestaleigu í Árnanesi 5. Leyfi útgefið 26.7.2016.
yy) Anna S. Sævarsdóttir, kt. 100369-5329. Nýtt starfsleyfi vegna sölu veitinga í Verslun N1 í Nesjum. Leyfi útgefið 26.7.2016.
zz) Litlahorn ehf. kt. 510872-0299. Skilyrt starfsleyfi vegna veitingasölu á Horni. Ábyrgðarmaður: Ómar Antonsson, kt. 150853-2739. Leyfi útgefið 28.7.2016 með gildistíma til 28.10.2016.
aaa) Humarhöfnin ehf., kt. 650407-0400. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Hafnarbraut 4 fyrir allt að 6 gesti. Leyfi útgefið 28.7.2016.
bbb) Humarhöfnin ehf, kt. 650407-0400. Breyting á starfsleyfi vegna veitingasölu í Nýhöfn fyrir allt að 50 gesti. Leyfi útgefið 28.7.2016.
ccc) Húsheild ehf., kt. 640107-0300. Tímabundið starfsleyfi fyrir steypustöð á Hofi. Leyfi útgefið 29.7.2016 með gildistíma til 31.10.2016.
ddd) Funaborg ehf., kt. 620915-1650. Nýtt starfsleyfi fyrir rekstur veitingastaðar að Víkurbraut 2. Ábyrgðarmaður: Þorbjörg Gunnarsdóttir, kt. 220369-5449. Leyfi útgefið 8.8.2016 með gildistíma til 8.8.2018.
eee) Pakkhús-veitingar ehf., kt. 691111-1640. Breyting á starfsleyfi fyrir veitingahúsið Pakkhús, Krosseyjarvegi 3. Leyfi útgefið 11.8.2016.
fff)  Þórunn J. Sigurðardóttir, kt. 110192-2239. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Dýhóli, 781 Höfn í Hornafirði. Leyfi útgefið 7.9.2016.
ggg) Guðmundur Hafliði Guðmundsson, kt. 230754-2689. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Hlíðartúni 15, 780 Höfn. Leyfi útgefið 7.9.2016.
hhh) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919. Tímabundið starfsleyfi fyrir Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöllum 10. Leyfi gefið út 1.6. til þriggja mánaða og aftur 1.9. með gildistíma til 30.11.2016.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa. 


3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1 MS á Egilsstöðum

HHr gerði grein fyrir málinu. Fyrirtækið sendi til HAUST áætlun um tímasettar úrbætur í fráveitumálum eftir að frestur sem Heilbrigðisnefnd veitti vegna málsins var liðinn.  Skv. fram lögðum gögnum er gert ráð fyrir að úrbótum verði lokið fyrir miðjan október.  

Heilbrigðisnefnd fagnar því að loks hyllir undir úrbætur í fráveitumálum fyrirtækisins.  Krafa er um að fyrirtækið leggi fram niðurstöður mælinga á fitu, svifögnum og COD í fráveituvatninu fyrir lok nóvember 2016.

3.2  CF Austur

Frá fyrirtækinu hefur borist erindi þar sem óskað er eftirf fresti til framkvæmda skv. Ákvæðum starfsleyfis þar sem óvist er um áframhaldandi starfsemi í því húsnæði sem fyrirtækið er í. 

Heilbrigðisnefnd frestar afgreiðslu málsins.  Starfsmönnum falið að leggja fram upplýsingar um stöðu mála á fundi nefndarinnar í desember.

3.3 Olíuverzlun Íslands

Þann 13.9. funduðu HHr og DS með Erni Franzsyni starfsmanni Olís.  Farið var yfir útistandandi kröfur og stöðuna við einstakar starfsstöðvar fyrirtækisins.  Einnig var farið yfir gögn um rekstarhandbók sem fyrirtækið hyggst  nota á starfsstöðvum. Frá fyrirtækinu bárust gögn í tölvupósti þar sem fram kemur að áform séu um framkvæmdaáætlun í janúar 2017.

HHr og DS gerðu grein fyrir stöðunni varðandi eftirfarandi starfsstöðvar Olís: í Fellabæ, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Höfn.  Gerð var grein fyrir farsælum málalokum hvað varðar olíutank sem staðsettur hafði verið í Hestgerði.  Einnig var fjallað um treg samskipti við stór fyrirtæki með starfsemi víða um landið og reynslu sveitarfélaga og stofnana þeirra þar af.

Heilbrigðisnefnd fagnar málalokum varðandi tank fyrirtækisins sem var í Hestgerði, en telur óviðunandi  að mál þurfi að fara í formleg og kostnaðarsöm þvingunarúrræði og eftirfylgni til að fyrirtæki fari að settum reglum.

Málefni starfsstöðva Olís í Fellabæ og Höfn verði tekin fyrir á fyrsta fundi nefndarinnar 2107. 

Heilbrigðisnefnd hvetur olíufélögin til að koma samskiptamálum sínum við sveitarfélögin og stofnanir þeirra í eðlilegt horf sem og ábyrgðaskiptinu innan fyrirtækjanna, þannig að tryggt sé að gögn berist til aðila sem hafa umboð til að vinna mál og svara erindum.  

 

4.   Dekkjakurl

Vegna fyrirspurna frá sveitarstjórnarmönnum þykir rétt að upplýsa að frá Umhverfisstofnun hafa ekki borist leiðbeiningar um málið umfram það sem fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar:  

https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/07/12/Tilmaeli-Umhverfisstofnunar-um-dekkjakurl-sem-fylliefni-a-gervigrasvollum-/

Ólíklegt þykir að nefnd á vegum Umhverfisstofnunar og Sambands sveitarfélaga muni mæla með einu efni umfram önnur sem hættulausum og ekki verður gerð krafa um að núverandi kurl verði fjarlægt.  Sveitarfélögin þurfa að bera ábyrgð á hvort og þá í hvaða aðgerðir verður ráðist.

Ítarleg umræða varð um málið og deildu heilbrigðisnefndarmenn upplýsingum um málsmeðferð og reynslu innan sveitarfélaganna.  


5.  Varðar samþykkt um umgengi og þrifnað

Minnisblað frá lögmannsstofunni Sókn, Jóni Jónssyni, frá 22.6.2016 lagt fram . Minnisblaðið var unnið að frumkvæði Fjarðabyggðar og með fulltingi HAUST.

Umræður urðu um verklag og mismunandi verðmætamat manna. Verkferill hefur verið unninn í Fjarðabyggð og mun HAUST óska eftir að fá að deila honum með öðrum sveitarfélögum auk þess að vinna verkferil um vinnu HAUST eftir að málum er vísað til heilbrigðiseftirlits.  

 

6. Vinna milli funda

 • Umsögn um deiliskipulagslýsingu fyrir Snæfell skv. ósk skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs
 • Umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 – Opið svæði í landi Kirkjubóls.
 • Umsögn um tillögu að deiliskipulagi hesthúsa- og búfjársvæðis á Kirkjubólseyrum í Norðfirði
 • Umsögn um deiliskipulag flugvallar í Skaftafelli.
 • Umsagnir um hljóðvistarlíkön fyrir áformuð svæði fyrir motokrossbraut og fyrir skotæfingasvæði í Hornafirði.
 • Umsögn um lýsingu skipulagsáforma vegna breytinga á Aðalskipulagsi Seyðisfjarðar, breytt landnotkun á Langatanga
 • Umsögn um lýsingu Vegagerðarinnar á vegagerð við Morsá í Hornafirði
 • Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar við Suðurhús

6.1  Mengunarslys við fiskimjölsverksmiðju

HIH gerði grein fyrir vinnu við endurtekin mengunarslys frá fiskimjölsverksmiðju og sýndi myndir.

6.2  Neysluvatn

HIH gerði grein fyrir ferli máls er upp kom gerlamengun í vatnsveitu.  Gott samstarf var við sveitarstjórn og upplýsingamiðlun til íbúa og ferðaþjónustaðila fumlaus.  Úrbætur á því sem aflaga fór hafa skilað gerlalausu vatni. Dæmi þetta sýnir hve mikilvægt er að hafa innra eftirlit í vatnveitum eins og öðrum matvælafyrirtækjum virkt og sýnilegt starfsmönnum og eftirlitsaðilum. 


7. Starfsmannamál

Lára Guðmundsóttir hefur verið ráðin til starfa hjá HAUST frá 18.7.2016 til 31.12.2016.  Á tímabilinu mun hún skila fjögurra mánaða vinnu.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamning við Láru og býður hana velkomna til starfa. 


8.  Ársreikningur HAUST 2015

Lagður fram endurskoðaður ársreikningur HAUST fyrir árið 2015.  KPMG sér um endurskoðun.

HHr fór yfir lykiltölur og gerði grein fyrir frávikum frá fjárhagsáætlun ársins 2015. Niðurstaða var neikvæð um 273 þúsund en í áætlun var samþykkt að ganga á sjóði HAUST.

Heilbrigðisnefnd, sem einnig er stjórn byggðasamlags um rekstur HAUST, samþykkir fram lögð drög með áritun reikninganna og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar HAUST 2016. 

 

9.  Drög að fjárhagsáætlun 2017 og tillaga að breytingu á gjaldskrá

LÞ fór yfir tillögur að breytingu á gjaldskrá HAUST frá 2015 og tillögur að fjárhagsáætlun 2017.  Hann kynnti einnig samanburð á gjaldskrám heilbrigðis-eftirlitssvæðanna og þróun sem orðið hefur í stærstu liðum fjárhags HAUST frá 2012. 

Hækkanir á helstu tekjustofnum

Helstu niðurstöður ítarlegra umræðna voru eftirfarandi:

 • Heilbrigðisnefnd er sammála um að stefnt skuli að hallalausum rekstri árið 2017
 • Gjaldskrá skuli hækkuð skv. tillögu B og að stefnt skuli að hækkun aftur fyrir árið 2018
 • Miða skuli við 4,4 stöðugildi á árinu 2017.
 • Hinkra skuli með bílakaup til ársins 2018, en taka bílaleigubíl staka daga ef þörf krefur.

Starfsmönnum falið að fullvinna tillögu breytingu á gjaldskrá og fjárhagsáætlun skv. ofangreindu og að teknu tilliti til raunkostnaðar við sýnatökur og tekjuáætlun miðað við nýrri fyrirtækjaskrá.   

 

10.   Aðalfundur HAUST 2016

Aðalfundur HAUST 2016 hefur verið tímasettur 2.11.2016, farið var yfir lista um staðsetningu aðalfunda undanfarin ár.  

Heilbrigðisnefnd samþykkir að halda aðalfund 2016 í Snæfellsstofu og Klausturkaffi.  

 

11   Önnur mál

11.1  Fiskeldismál

AS ræddi áform um uppbyggingu á fiskeldi og þörf fyrir eftirlit og aðhald með fiskeldisfyrirtækjum. 

11.2    Næstu fundir:

Minnt er á þegar samþykkt fundadagatal nefndarinnar:

19. okt.               Símfundur -  ef þörf er á.
2. nóv.                aðalfundur HAUST bs.
7. des.                símfundur

Fundi slitið kl. 14:00
Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Borgþór Freysteinsson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

 

pdfFundargerð 131 pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search