Fundargerð 7. desember 2016

132. / 14. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn á símleiðis 7. desember 2016 

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir hafði boðað forföll en ekki náðist í varamann.

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 798
 2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 799
  2.1.   CF Austur 799
  2.2.   Bensínstöð Fjalladýrðar ehf. í Möðrudal 799
  2.3.   RARIK, verkstæði Þverklettum Egst. 800
  2.4.   RARIK, olíutankar við Stekkjargötu 6 í Nesk, varaaflsstöð. 800
  2.5.   MS á Egilsstöðum.. 800
  2.6.   Fosshótel Jökulsárlón á Hnappavöllum801
 3. Sýnatökur af neysluvatni 801
 4. Vinna milli funda. 802
 5. Starfsmannamál o.fl. 802
 6. Önnur mál 802
  6.1.   Fundadagatal 2017. 802
  6.2.   Brotalamir í eftirliti og eftirfylgni - umræða í fjölmiðlum.. 803
  6.3.   Erindi varðandi tónlistarsumarbúðir.

Jón Björn Hákonarson setti fundinn kl. 9:00 og strax var gengið til dagskrár.

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fjótsdalshérað

a) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Nýtt starfsleyfi fyrir almenningssalerni í Vatnsskarði. Starfsleyfi útgefið 28.10.2016.

b) Sunna María Jóhannsdóttir, kt. 300585-2809. Nýtt starfsleyfi fyrir íbúðagistingu að Hamragerði 5, íbúð 501. Starfsleyfi útgefið 22.11.2016.

710 Seyðisfjörður

c) Grýlusteinn ehf., kt. 690307-1460. Starfsleyfi vegna lítillar vatnsveitu að Hánefsstöðum. Leyfi útgefið 9.11.2016.

d) Björgunarsveitin Ísólfur, kt. 5804840349. Endurnýjun á starfsleyfi vegna áramótabrennu að Strandbakka. Leyfi útgefið 2.12.2016.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

e) Eskja hf., kt 630169-4299. Nýtt starfsleyfi fyrir frystihús að Leirubakka 4. Tímabundið starfsleyfi til þriggja mánaða. Leyfi útgefið 22.11.2016.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

f) Hestamannafélagið Blær, kt. 550579-0579. Tímabundið starfsleyfi fyrir jólamarkað í Dalahöllinni þann 26.11.2016. Leyfi útgefið 25.1.2016.

780-785 Hornafjörður.

g) Heiðveig M. Jónsdóttir, kt. 110165-5369. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á einkaheimili að Hæðagarði 17, Leyfi útgefið 21.10.2016.

h) Rakel Þóra Einarsdóttir, kt. 270870-4499. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á einkaheimili að Bogaslóð 4, 780 Höfn. Leyfið útgefið 22.11.2016.

i) Pálmi Freyr Gunnarsson, kt. 251093-2739. Lítilsháttar breyting gerð á starfsleyfi vegna gistingar á einkaheimili að Bugðuleiru 6 á Höfn. Leyfið var útgefið 25.8.2014 og breytt 25.11.2016.

j) Þorrablótsnefnd Suðursv/Mýra, kt. 620103-2330. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót á Hrolllaugsstöðum, þann 4. febrúar 2017. Ábyrgðarmaður er Ásgrímur Ingólfsson, kt. 100966-3369. Leyfi útgefið 3.12.2016.

k) Gistiheimilið Hvammur ehf., kt. 690916-0880. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á Ránarslóð 2, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður er Guðmundur Borgar, kt. 210470-4849. Leyfi útgefið 3.12.2016.

l) N1 hf., kt. 540206-2010. Tímabundið starfsleyfi til að rífa hús bak við söluskála N1 í Nesjum. Leyfi útgefið 4.12.2016.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1. CF Austur

Málefni fyrirtækisins hafa áður verið á dagskrá Heilbrigðisnefndar. Ferill máls var rifjaður upp og farið yfir fram settar úrbótakröfur og veitta fresti.

Þann 28.7. barst ósk um fresti til janúarloka þar sem ekki væri ljóst um endurnýjun á leigusamningi fyrir aðstöðuna.

Fyrirtækinu er gefinn kostur á að ljúka framkvæmdum skv. fram settum kröfum og leggja fram gögn þar um fyrir 31. janúar 2017. Verði það ekki búið mun heilbrigðisnefnd íhuga að fella niður starfleyfið eða stöðva starfsemina.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að óska eftir umsögn byggingafulltrúa um húsnæði fyrirtækisins.

 

2.2  Bensínstöð Fjalladýrðar ehf. í Möðrudal

Á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9.2015 var eftirfarandi bókað:

Heilbrigðisnefnd átelur rekstaraðila fyrir seinagang varðandi atriði sem lúta að rekstarþáttum, ekki síst hvað varðar öryggismerkingar og rekstarhandbók. Hafi ekki borist frá rekstaraðila fullnægjandi gögn um lagfæringu á búnaði, rekstarhandbók og öryggisbúnað á bensínstöðinni fyrir 1.5.2016 mun nefndin íhuga að fella niður starfsleyfi bensínstöðvarinnar.

Í eftirlitsferð þann 25.7. hafði enn ekki verið bætt úr.  Með bréfi dags. 23.9. sl. var fyrirtækinu kynnt að málið yrði lagt fyrir 132. fund nefndarinnar með tillögu um að nefndin íhugi að beita fyrirtækið þvingunarúrræðum eða fella niður starfsleyfi bensínstöðvarinnar.   Fyrirtækinu var gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum  á framfæri skriflega fyrir 15.10.  Engin gögn hafa borist.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að senda rekstraraðila bréf þar sem kynnt eru áform um að fella niður starfsleyfi fyrirtækisins skv. ákvæðum laga 7/1998.  Andmælafrestur verði veittur til 31. janúar 2017. 

2.3  RARIK, verkstæði Þverklettum Egst.

Með tölvupósti dags. 18.10.2016 gerði RARIK grein fyrir að hönnun á olíuskilju og endurbótum á frárennslislögnum í plani við verkstæðið sé lokið.  Óskað er eftir fresti til júlí 2017 varðandi verklok. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest til 31.7.2017.

 

2.4  RARIK, olíutankar við Stekkjargötu 6 í Nesk, varaaflsstöð

Í kafla 4 í starfsleyfi fyrir varaaflsstöð RARIK í Nesk, útgefnu 2014, þar sem fjallað erum fyrirvara og kröfur segir:

 • Fyrir árslok 2016 skal leggja af notkun olíutanka við stöðina, einnig úrgangsolíutankinn.  Fyrir mitt ár 2016 skal leggja fram áætlun sem sýnir hvernig að því verði staðið og gerð grein fyrir endurnýjun tanka og brottnámi þeirra gömlu.
 • Verklag við notkun úrgangsolíutanks skal áfram vera þannig að tankurinn sé tæmdur fyrirbyggjandi og þess gætt að hann sé ávalt nánast tómur.

Fyrirvari þessi í starfsleyfinu er settur á grunni undanþágu sem Heilbrigðisnefnd veitti fyrirtækinu árið 2012, en þá strax voru olíutankarnir komnir fram yfir leyfilegan aldur tanka í jörð.

Gögn bárust ekki frá fyrirtækinu fyrir mitt ár 2016.  Bréf var sent til RARIK þann 26.11. sl. og fyrirtækinu gefinn kostur á að gera grein fyrir málinu fyrir fund Heilbrigðisnefndarinnar 7.12.  Gögn hafa ekki borist.

Heilbrigðisnefnd íhugar að veita fyrirtækinu formlega áminningu skv. ákvæðum í VI. kafla laga nr 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Andmælafrestur verði veittur til 31. janúar 2017.

 

2.5 MS á Egilsstöðum

Bókun á fundi 21.9.2016:

HHr gerði grein fyrir málinu. Fyrirtækið sendi til HAUST áætlun um tímasettar úrbætur í fráveitumálum eftir að frestur sem Heilbrigðisnefnd veitti vegna málsins var liðinn.  Skv. fram lögðum gögnum er gert ráð fyrir að úrbótum verði lokið fyrir miðjan október.  

Heilbrigðisnefnd fagnar því að loks hyllir undir úrbætur í fráveitumálum fyrirtækisins.  Krafa er um að fyrirtækið leggi fram niðurstöður mælinga á fitu, svifögnum og COD í fráveituvatninu fyrir lok nóvember 2016.

Í tölvupósti dags. 5.12. gerði fyrirtækið grein fyrir að unnið sé í málinu og að vonast sé til að unnt verði að taka fráveitusýni í næstu viku.

Heilbrigðisnefnd íhugar að veita fyrirtækinu formlega áminningu verði umbeðin gögn ekki lögð fram fyrir 31.1.2017 og þau sýni ásættanlega hreinsun fráveitunnar.  

 

2.6  Fosshótel Jökulsárlón á Hnappavöllum

Tvisvar hafa verið gefin út 3ja mánaða starfsleyfi fyrir starfsemi hótelsins, enda aðstaðan ekki að fullu tilbúin til reksturs. Þetta var gert skv. eftirfarandi bókun á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 18.5.2016:

Íslandshótel hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir rekstur hótels fyrir 248 gesti. Starfsemin skiptist í einkavatnsveitu, 124 herbergi fyrir gesti, fullbúinn veitingastað, gufubað, þvottahús, starfsmannabústað og þriggja þrepa skólphreinsivirki.

Starfsleyfisdrög hafa verið send til umsækjanda til yfirlestrar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisdrögin og að gefa út starfsleyfi í kjölfar úttektar á vettvangi. Vanti lítilræði á að búnaður verði að fullu tilbúinn skal leyfið gefið út  til 3ja mánaða sbr. áður samþykkt verklag.

Við skoðun 28.11. var flestallt búið, en skólphreinsivirki ekki að fullu komið í notkun.  Fyrirtækinu var gefinn kostur á að gera grein fyrir stöðu mála fyrir þennan fund heilbrigðisnefndar.  Með tölvupósti hafa borist gögn þar sem fram kemur að fullnaðarfrágangur á fráveitukerfi hótelsins er á lokastigi.

Starfsmönnum falið að gefa út starfleyfi svo framalega að gögn verði lögð fram um um að fráveituframkvæmdum sé að fullu lokið innan 5 daga. 

 

3.  Sýnatökur af neysluvatni

Lögð er fram tillaga um að þar sem neysluvatn er geislað verði reglubundnum sýnum fjölgað lítillega frá því sem krafa er um í neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001, sbr. eftirfarandi tafla:

ÍBÚAFJÖLDI Á VEITUSVÆÐI
(1)
REGLUBUNDIÐ EFTIRLIT
FJÖLDI SÝNA Á ÁRI
(2), (3) OG (4)
HEILDARÚTTEKT
FJÖLDI SÝNA Á ÁRI
(2), (4) OG (5)
Færri en 150 1/2 (6) Ákvörðun heilbrigðisnefndar í samráði við Hollustuvernd ríkisins
151 – 500

1   –Hefur verið 2 skv. ákvörðun heilbrigðisnefndar

Tillaga um 3 sýni árlega þar sem vatn er geislað

Ákvörðun heilbrigðisnefndar í samráði við Hollustuvernd ríkisins
501 – 1 000

4

Tillaga um 6 sýni árlega þar sem vatn er geislað

1
1 001 – 5 000

4

Tillaga um 6 sýni árlega þar sem vatn er geislað

1

Umræður urðu um málið og fram kom að þessi áform hafa m.a. verið samþykkt fyrir vatnsveitur í Fjarðabyggð, enda sýnir reynslan að vöktun neysluvatn þurfi að vera meiri þar sem vatn er geislað. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða tillögu og felur starfsmönnum að rita rekstaraðilum veitna sem um ræðir bréf og kynna þeim áformin. – Andmælaréttur verði veittur. 

 

4.  Vinna milli funda

 • Umsögn um þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna stækkunar á flugvallarsvæði í landi Skaftafells 2 / Freysness
 • Umsagnir um eftirfarandi skipulagstillögur í Hornafirði:
 • Aðalskipulag Hornafjarðar 2012-2030
 • Aðalskipulagsbreyting fyrir Skaftafell III og IV
 • Aðalskipulag fyrir skotsvæði og Mótocross á Hornafirði
 • Deiliskipulag fyrir Hólabrekku
 • Deiliskipulag fyrir Vagnsstaði
 • Deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið á Höfn
  • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Snæfellsskála
  • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðarenda á Eskifirði
  • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Geldingafell
  • Umsögn vegna matsskyldu fyrir línulögn um Brekkugjá milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar
  • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Möðrudal
  • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjubólseyrar í Norðfirði
  • Umsögn til Skipulagsstofnunar varðandi efnistöku úr sjó við Ljósá Í Reyðarfirði

Af gefnu tilefni felur heilbrigðisnefnd starfsmönnum að senda aðildarsveitarfélögunum bréf til að minna á ákvæði í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir um að umsagnir heilbrigðiseftirlits skuli liggja fyrir vegna samþykkta og gjaldskráa sem sveitarfélögin setja sér á grunni greinarinnar.

 

5.  Starfsmannamál o.fl.

a)  Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisnefndar um að miða við 4,4 stöðugildi á árinu 2017 hafa formaður, varaformaður og frkvstj. samþykkt að Lára Guðmundsdóttir verði ráðin í 80% vinnu til ársloka 2016 og í 100% vinnu tímabundið út árið 2017.  Lára er nú komin með réttindi sem heilbrigðisfulltrúi.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreinda ráðningu.

b)  Framkvæmdastjóri óskar eftir heimild til að taka eins mánaðar launalaust leyfi snemma á á árinu 2017. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðið leyfi.

c)  Uppgjör til nefndarmanna

Farið var yfir launamál heilbrigðisnefndar og uppgjör fyrir seinni hluta ársins.  Lítilsháttar athugasemidr komu fram og leiðréttingar gerðar skv. því. 

 

6.  Önnur mál

6. 1  Fundadagatal 2017

Tillaga um að funda á miðvikudögum skv. eftirfarandi var samþykkt með fyrirvara um breytingar:

 • 8.2.      símfundur
 • 5.4.      snertifundur ef vel viðrar, annars símfundur
 • 17.5.    símfundur
 • 28.6.    símfundur
 • 6.9       snertifundur
 • 18.10   símfundur
 • 1.11     aðalfundur
 • 29.11.  símfundur

 

6. 2 Brotalamir í eftirliti og eftirfylgni - umræða í fjölmiðlum

Málið tekið á dagskrá að frumkvæði Andrésar Skúlasonar, sem gerði grein fyrir málinu og sinni afstöðu.  Umræða varð um málið og tóku flestir fundarmanna til máls. 

Heilbrigðisnefnd Austurlands telur umfjöllun fjölmiðla nýverið um skilvirkni eftirlits og almennar kröfur um gegnsærri upplýsingastefnu stofnanna réttmæta og sú gagnrýni sem komið hefur fram hljóti að vekja alla eftirlitsaðila til umhugsunar um bætt vinnubrögð í þágu neytenda. Heilbrigðisnefnd telur því ástæðu til að fara yfir þau tæki og tól sem kunna að vera til þess fallin að skerpa á verklagi innan Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Skoðað verði þar á meðal að virkja heimasíðu HAUST til frekari upplýsingagjafar. Málið verði tekið til frekari umræðu og kynningar á næsta fundi nefndarinnar.

Í ljósi mikils þunga í umræðunni og ákalli neytenda um bætt vinnubrögð vill Heilbrigðisnefnd Austurlands árétta mat sitt á nauðsyn þess að brjóta upp miðstýrðar eftirlitsstofnanir og dreifa eftirliti beturum landið. Skorað er því á stjórnvöld að beita sér fyrir því að setja niður nýjar starfstöðvar og störf í nærumhverfi eftirlitsskyldrar starfsemi, enda liggja fyrir því bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur sem munu tryggja betur aðhald, skilvirkt eftirlit og eftirfylgni úr nærumhverfinu.

 

6.3 Erindi varðandi tónlistarsumarbúðir.

Erindi frá Suncana Slamning vegna tónlistarsumarbúða kynnt fyrir nefndinni og starfsmönnum falið að vinna málið. 

Fundarmenn óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla og þökkuðu samstarf á liðnu ári.

Fundi slitið kl. 10:10

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerð 132 á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search