Fundargerð 5. apríl 2017

134. / 17. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn á Eskifirði 5. apríl 2017 

Fundurinn hefst með hádegisverði í Randulffs sjóhúsi kl. 12:00.  Síðan verður fundað í Dahls sjóhúsi, Strandgötu 30a. Stefnt að fundarslitum kl. 16:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Lára Guðmundsdóttir
Borgþór Freysteinsson

Dagskrá 

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 813
 2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 814
 3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 815
  3.1.   Olís bensínstöðvar í Fellum og á Höfn. 815
  3.2.   RARIK, olíutankar við Stekkjargötu 6 í Nesk, varaaflsstöð. 815
  3.3.   Hringrás á Reyðarfirði 815
  3.4.   MS á Egilsstöðum.. 815
 4. Nýleg mengunarslys. 815
 5. Vinna milli funda. 815
 6. Heimasíða HAUST. 816
 7. Drög að ársskýrslu. 816
 8. Bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2016. 816
 9. Innra starf HAUST. 816
 10. Stjórnsýsla í umhverfi HAUST. 816
 11. Önnur mál 817
  11.1.   Vatnatilskipun. 817
  11.2.   Fundadagatal 2017. 817 

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a) Jökulheimar ehf., kt. 480207-1060. Starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu og smásölu á eigin framleiðslu að Hafnarbyggð 56. Starfsleyfi útgefið 17.2.2017.

b) Selnibba ehf., kt. 670502-3250. Starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu og smásölu á eigin framleiðslu að Hafnarbyggð 56. Starfsleyfi útgefið 17.2.2017.

c) Gamli & strákarnir ehf., kt. 461015-0850. Starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu og smásölu á eigin framleiðslu að Sjóbúð 1. Starfsleyfi útgefið 16.3.2017.

700-701 Fljótsdalshérað

d) Jóhannes Örn Jóhannesson, kt. 031265-5849. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Uppsölum, lóð 2. Starfsleyfi útgefið 15.2.2017.

e) Gistiheimilið Ormurinn ehf., kt. 580412-1060. Nýtt starfsleyfi fyrir gistiskála fyrir allt að 11 manns að Ullartanga 6. Starfsleyfi útgefið 15.2.2017.

f) Hekla Hrönn Þorvaldsdóttir, kt. 010891-2219. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Norðurtúni 19. Stafsleyfi útgefið 20.2.2017.

g) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Endurskoðun á starfsleyfi fyrir leikskólann Tjarnarskóg, Tjarnarlöndum 10-12. Starfsleyfi útgefið 20. 2.2017.

h) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Endurskoðun á starfsleyfi fyrir leikskólann Tjarnarskóg, Skógarlöndum 5. Starfsleyfi útgefið 20. 2.2017.

i) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Endurskoðun á starfsleyfi fyrir leikskólann Hádegishöfða, Lagarfelli 15. Starfsleyfi útgefið 20. 2.2017.

j) Sigurður Jónsson, kt. 210663-6659. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Ranavaði 7. Starfsleyfi útgefið 28.2.2017.

k) Davíð Þór Kristjánsson, kt. 070276-3219. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Háafelli 1. Starfsleyfi útgefið 6.3.2017.

l) Stóra þingá ehf., kt. 611201-2730. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, veitingum og rekstri fráveitu í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum. Starfsleyfi útgefið 6.3.2017.

m) Sigurður Þór Jónsson, kt. 230286-3109. Skilyrt starfsleyfi til eins árs fyrir Bón og Pústþjónustuna, þ.e. bifreiða- og vélaverkstæði og bón- og bílaþvottastöð, að Lagarbraut 7. Starfsleyfi útgefið 27.3.2017.

n) Mikael Þór Viðarsson, kt 280779-4239. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Sólvöllum 10. Starfsleyfi útgefið 28.3.2017.

o) Jolanta Czech, kt. 240297-2929. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Stekkjatröð 11b. Starfsleyfi útgefið 31.3.2017.

720 Borgarfjarðarhreppur

p) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald, Bræðslan á Borgarfirði eystri. Starfsleyfi gildir frá 30.7.2017 frá kl 18:00 til kl. 00:00.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

q) Anna Guðný Gunnarsdóttir, kt. 061269-4019. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Stekkjarholti 2. Starfsleyfi útgefið 14.2.2017.

r) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir leikskólann Lyngholt, Heiðarvegi 5. Starfsleyfi útgefið 9.3.2017.

s) Débe bretti og stíll ehf., kt. 411015-1140. Nýtt starfsleyfi fyrir aðstöðu til jógaiðkunar og kennslu lítilla hópa að Búðareyri 15. Starfsleyfi útgefið 23.3.2017.

t) Atli Freyr Björnsson, kt. 111075-4339. Skilyrt starfsleyfi til þriggja mánaða fyrir aðstöðu Kírópraktros að Búðareyri 15. Starfsleyfi útgefið 24.3.2017.

u) Marta Swiderska, kt. 170894-3759. Skilyrt starfsleyfi til þriggja mánaða fyrir hár- og snyrtistofu að Óseyri 1. Starfsleyfi útgefið 24.3.2017.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

v) Guðrún Óskarsdóttir, kt. 080789-2039. Skilyrt starfsleyfi til þriggja mánaða fyrir heimagistingu að Hátúni 9. Starfsleyfi útgefið 28.2.2017.

w) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir leikskólann Dalborg, Dalbraut 6. Starfsleyfi útgefið 9.3.2017.

x) Eskja hf., kt 630169-4299. Starfsleyfi fyrir frystihús að Leirubakka 4. Starfsleyfi áður útgefið 22. nóvember 2016 er framlengt um þrjá mánuði. Leyfi útgefið 9.3.2017.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

y) Gísli Gylfason, kt. 211263-2299. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Hlíðargötu 12. Starfsleyfi útgefið 27.2.2017.

z) Lúðvík Emil Arnarson Kjerúlf, kt. 020375-3619. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Víðimýri 12. Starfsleyfi útgefið 27.2.2017.

780-785 Hornafjörður.

aa) Náttskuggi ehf., kt. 610217-0280. Starfsleyfi fyrir framleiðslu og pökkun á kartöfluflögum að Seljavöllum. Leyfi útgefið 23.2.2017.

bb) Efnalaug Dóru ehf., kt. 490997-2459 Starfsleyfi fyrir efnalaug og þvottahús að Bugðuleiru 4. Leyfi útgefið 1.3.2017

cc) Gistiheimilið Dyngja ehf., kt. 660706-1270. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Hafnarbraut 1. Leyfi útgefið 8.3.2017

dd) Íshúsið Bistro ehf., kt. 450791-1489. Starfsleyfi fyrir veitingastað að Heppuvegi 2a. Leyfi útgefið 17.3.2017.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbakssöluleyfi fyrir Nettó á Egilsstöðum, Kaupvangi 6. Leyfi útgefið 2.3.2017.

b) N1 hf., kt. 540206-2010. Endurnýjun á tóbakssöluleyfi fyrir Verslun N1 á Egilsstöðum, Kaupvangi 4. Leyfi útgefið 14.3.2017

710 Seyðisfjörður

c) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbakssöluleyfi fyrir Kjörbúðina á Seyðisfirði, Vesturvegi 1. Leyfi útgefið 2.3.2017.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

d) Krónan ehf., kt. 711298-2239. Endurnýjun á tóbakssöluleyfi fyrir Krónuna að Hafnargötu 2, Reyðarfirði. Leyfi útgefið 14.3.2017

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

e) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbaksöluleyfi fyrir Kjörbúðina á Eskifirði, Strandgötu 50. Leyfi útgefið 2.3.2017.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður

f) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbaksöluleyfi fyrir Kjörbúðina í Neskaupstað, Hafnarbraut 13. Leyfi útgefið 2.3.2017.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

g) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbaksöluleyfi fyrir Kjörbúðina á Fáskrúðsfirði, Skólavegi 59. Leyfi útgefið 2.3.2017.

765 Djúpivogur

h) Samkaup hf., kt. 571298-3769. Endurnýjun á tóbaksöluleyfi fyrir Kjörbúðina á Djúpavogi, Búlandi 1. Leyfi útgefið 2.3.2017.

780 Hornafjörður

i) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Endurnýjun á tóbaksöluleyfi fyrir Söluskála Olís, Hafnarbraut 45. Leyfi útgefið 14.3.2017.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu ofangreindra tóbakssöluleyfa.

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1  Olís bensínstöðvar í Fellum og á Höfn

Í lok mars var haft samband við fyrirtækið og minnt á að senda nákvæma verkáætlun fyrir verk þau sem fyrirtæki hefur heitið að ljúka fyrir 1.10.2017. Gögn hafa ekki borist.

Samþykkt hefur verið að tengiliður Olís og starfsmenn HAUST fari í sameiginlegt eftirlit á starfsstöðvarnar í lok apríl.

Heilbrigðisnefnd ætlast til að tengiliður fyrirtækisins leggi fram nákvæmar verkáætlanir á hverri starfsstöð í eftirliti í lok apríl.   

3.2    RARIK, olíutankar við Stekkjargötu 6 í Nesk, varaaflsstöð

Með tölvupósti dags. 10.3.2017 tilkynnir fyrirtækið að olíutankar verði komnir til landsins um miðjan mars og að u.þ.b. mánuð taki að koma þeim niður.   Eftir sem áður er óskað eftir fresti til 1.7.2017 til að ganga frá verkinu.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ósk um framlengingu frests til 1.7.2017, þá verði búið að gera gömlu tankana hættulausa og tengja ofanjarðartanka við starfsstöðina.  Einnig verði þá búið að fjarlægja eða gera úrgangsolíutankinn hættulausan.

3.3    Hringrás á Reyðarfirði

Með tölvupósti dags. 29.3. var óskað upplýsinga um stöðu mála varðandi starfsstöð Hringrásar. Greinargerð þar um barst samdægurs frá fyrirtækinu ásamt með hugmyndum um tilhögun rekstrar þegar hann hefst á ný..

Með skoðun var staðfest að málmi var skipað út frá Reyðarfjarðarhöfn í upphafi vikunnar. Fyrirtækið óskar eftir 2ja mánaða fresti til að fjarlægja dekkin.  

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest.  Starfsmönnum falið að fylgjast með framgangi mála og taka út aðstöðuna áður en starfsemi hefst á ný. Ítrekað er að efnishaugum skal haldið innan marka starfsleyfis.

3.4.   MS á Egilsstöðum

Fyrirtækið lagði fram niðurstöður rannsókna á lífrænum efnum í fráveituvatni með og án hreinsunar innan tilsetts frests.  Í eftirliti 28.3. kom í ljós að hreinsitæki fráveituvatns voru ekki virk.

Heilbrigðisnefnd felur framkvstj.að óska eftir fundi með yfirstjórn MS um stöðu mála og varanlegar úrbætur í fráveitumálum. Niðurstöður þess fundar verði lagaðar fyrir næsta fund nefndarinnar 17.5.nk

 

4. Nýleg mengunarslys

Um miðjan mars komu tilkynningar um grútarmengun og fugladauða bæði í Eskifirði og í Norðfirði. Við skoðun heilbrigðisfulltrúa var staðfest talsverð grútarmengun á báðum stöðum. Við eftirgrennslan kom í ljós að mengunina mátti í báðum tilfellum rekja til vinnu við hrognatöku og frystingar á loðnuhrognum.

Starfsmenn gera grein fyrir viðbrögðum HAUST

Heilbrigðisnefnd beinir þeim tilmælum til fyrirtækja að þau missi ekki sjónar af mengunarvörnum þótt mikið sé að gera. Vinnsluhraði ætti að taka mið af afkastagetu hreinsivirkja.

 

5.  Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

 • Umsögn um skipulags og matslýsingu vegna stækkunar hafnarsvæðis á Eskifirði
 • Umsögn um drög að samþykkt um fiðurfé í Djúpavogshreppi utan skipulagðra landbúnaðarsvæða
 • Umsögn um skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar og þjónustusvæði í landi Ketilstaða á Völlum
 • Umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur 1.
 • Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir fólkvanginn í Neskaupstað
 • Umsögn um deiliskipulagtillögu í Hvammi í Lóni

Umsagnir um samþykktir og gjaldskrár

 • Umsögn um breytingu á fráveitusamþykkt Fjarðabyggðar

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar umsagnir

 

6.  Heimasíða HAUST

Áframhald umræðu um aukna virkni og upplýsingagjöf í gegnum heimasíðu HAUST. 

Heilbrigðinefnd samþykkir að á heimasíðunni skuli birtar niðurstöður reglubundinna sýna frá opinberum vatnsveitum sem og endurtökusýni ef taka þarf slík. Einnig niðurstöður heildarsýna sem tekin eru af opinberum neysluvatnsveitum. Frekari umræðum vísað til fundar í september.

 

7. Drög að ársskýrslu

Drög að ársskýrslu 2016 lögð fram til kynningar og umræðu.

Starfsmönnum falið að fullvinna skýrsluna (prófarkalestur þ.m.t.) og senda hana til sveitarfélaganna og annarra hlutaðeigandi.

 

8.  Bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2016

Bráðabirgðauppgjör ársins 2016 lagt fram til skoðunar og umræðu.

Skv. bráðabirgðauppgjöri voru tekjur um milljón yfir áætlun og rekstur álíka mikið undir áætlun, þannig að rekstartap er minna en gert var ráð fyrir í áætlun ársins.

 

9.  Innra starf HAUST

Auglýst var eftir starfsmanni til afleysinga í eitt ár í Dagskránni og Mbl. Einnig var tekið fram að ef ekki yrði ráðið í árs stöðu þá yrði skoðað að ráða sumarmenn.  Umsóknarfrestur gefin til 15.4.

 

10.  Stjórnsýsla í umhverfi HAUST

Þann 27.3.sl. var birt skýrsla atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um Matvælastofnun, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun er í umsagnaferli og frumvarp til breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir verður lagt fram í haust. Í öllum þessum gögnum eru lagðar fram tillögur um verkefnatilfærslu og breytingar á starfsemi og verksvið heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.  

Sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn eru hvött til að vera vel vakandi og kynna sér efni þessara gagna og standa vörð um verkefni sem sveitarfélögin hafa á sinni forsjá. 

 

11.  Önnur mál

11.1  Vatnatilskipun

Frkvst. Segir frá að vinna skv. vatnatilskipun hefur nánast legið niðri frá árinu 2013 þegar stöðuskýrsla var gefin út. Ekki hefur verið unnt að standa við fresti um gerð Vatnaáætlunar o.fl. skv. lögum og skuldbindingum Íslands í EES-samningi vegan skorts á fjárveitingum til verkefnisins. Vonir standa til að nú sé úr að rætast og mikið verk framundan við rifja upp og uppfæra gögn auk þess að halda áfram með verkefnið.

11. 2. Fundadagatal 2017

Tillaga um að funda á miðvikudögum skv. eftirfarandi:

17.5.    símafundur
28.6.    símfundur
6.9       snertifundur verði miðsvæðis
18.10   símfundur
1.11     aðalfundur verði á Vopnafirði
29.11.  símfundur

Fundi slitið kl. 15:10

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Hákon Hansson
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð á pdf

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search