Fundargerð 24. maí 2017

135. / 18. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 24. maí 2017 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir boðaði forföll sem og hennar varamaður
Andrés Skúlason og Benedikt Jóhannsson voru forfallaðir

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 818
 2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 820
 3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 820
  3.1.  MS á Egilsstöðum... 820
  3.2.  Jöklaveröld. 820
  3.3.  Blábjörg. 821
  3.4.  Olís. 821
  3.5.  Fosshótel Jökulsárlón. 821
 4. Vinna milli funda. 821
 5. Innra starf HAUST. 822
 6. Önnur mál 822
  6.1.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 m.s.br. 822
  6.2.  Erindi frá Vegagerðinni 822
  6.3.  Fundadagatal 2017. 822

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a) Sylvía Sigurgeirsdóttir, kt. 130891-2929. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu að Helgafelli 2. Leyfi útgefið 6.4.2017.

b) Freyr Andrésson, kt. 260376-3659. Nýtt starfleyfi fyrir slökkvitækjaþjónustu á Egilsstaðaflugvelli. Leyfi útgefið 18.4.2017.

c) Stefanía Malen Stefánsdóttir, kt. 130873-5109. Starfsleyfi fyrir heimili fyrir allt að 6 börn að Skriðufelli í Jökulsárhlíð. Leyfi útgefið 18.4.2017.

d) Skarðsás ehf., kt. 610316-2390. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 18 manns á Unalæk lóð A6 og B2. Leyfi útgefið 2.5.2017.

e) Ásdís Jóhannsdóttir, kt. 081252-5809. Nýtt leyfi fyrir heimagistingu að Koltröð 17. Leyfi útgefið 10.5.2017.

f) 701 Hotels ehf., kt. 540605-1490. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu að auki heilsulind með heitum pottum og gufubaði, starfsmannabústað og samkomuhús á Hallormsstað. Leyfi útgefið 10.5.2017.

g) Móðir Jörð ehf., kt. 510510-1000. Starfsleyfi fyrir endurvinnslu á fiskúrgangi til áburðar í akuryrkju í Vallanesi, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 12.5.2017.

h) Iceeignir ehf., kt. 630306-0350. Nýtt starfleyfi fyrir starfsmannabústað að Faxatröð 2. Leyfi útgefið 9.5.2017.

i) MVA ehf., kt. 541212-0860. Starfsleyfi fyrir trésmiðju og geymslu með aðstöðu fyrir verktakavinnu. Miðási 37. Leyfi útgefið 18.5.2017.

710 Seyðisfjörður

j) Farfuglaheimilið Hafaldan ehf., kt. 610508-0810. Ránargata 9. Breyting á starfsleyfi, þ.e. fækkun gistirýma að ósk rekstaraðila. Leyfi útgefið 21.4.2017.

k) Lucinda Svava Friðbjörnsdóttir, kt. 021070-5489. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á heimagisting að Vesturvegi 8. Leyfi útgefið 3.5.2017.

l) Gunnar Sigmar Kristjánsson, kt. 020667-3389. Nýtt starfleyfi fyrir heimagistingu að Dalbakka 11. Leyfi útgefið 18.5.2017.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

m) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð á Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Leyfi útgefið 11.4. með gildistíma til 31.5.2017.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

n) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Nýtt starfsleyfi fyrir almenningssalerni við Helgustaðanámu. Leyfi útgefið 2.5.2017.

o) Guðrún Óskarsdóttir, kt. 080789-2039. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu að Hátúni 9. Leyfi útgefið 12.5.2017.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

p) Birna Baldursdóttir, kt. 300464-5999. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Hafnargötu 5. Leyfi gefið út 21.4.2017.

760 Breiðdalsvík

q) Helga Svanhvít Þrastardóttir, kt. 260566-4089. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu í Fellsási. Leyfi gefið út 21.2.2017.

r) Þorgeir Helgason, kt. 200952-2869. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Sólvöllum 2. Leyfi gefið út 21.4.2017.

s) Hið Austfirzka Bruggfjelag ehf., kt. 5480116-1350. Nýtt starfsleyfi til að starfrækja Beljanda, brugghús, framleiðslu á bjór, að Sólvöllum 23a. Leyfi gefið út 15.5.2017.

t) Hið Austfirzka Bruggfjelag ehf., kt. 5480116-1350. Nýtt starfsleyfi til að starfrækja bjórkrá fyrir allt að 55 gesti að Sólvöllum 23a. Leyfi gefið út 15.5.2017.

765 Djúpivogur

u) Ferðaþjónustan Fossárdal, kt. 680217-0170. Starfsleyfi til að starfrækja gistiskála fyrir allt að 20 gesti og tjaldstæði að Eyjólfsstöðum. Ábyrgðarmaður Jón Magnús Eyþórsson kt. 270779-5149. Leyfi gefið út 15.5.2017.

780-785 Hornafjörður.

v) Fjallsárlón ehf., kt. 270487-6379. Nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu og veitingastað við Fjallsárlón, 785 Öræfum. Leyfi útgefið 10.4.2017

w) Neyðarþjónusta Sveins ehf., kt. 420516-0880. Nýtt starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði með smurstöð og vélaverkstæði að Álaugarvegi 2, 780 Höfn. Leyfi útgefið 19.4.2017.

x) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Jökulsá í Lóni. Leyfi gildir frá 27.4. til 15.8.2017.

y) Gistihúsið Seljavellir ehf., kt. 710114-1450. Breyting á starfsleyfi. Leyfi fyrir rekstri þvottahúss bætt við leyfi fyrir sölu gistingar og veitingar sem fyrir var. Leyfi breytt 5.5.2017.

z) Hammer 300 ehf., kt. 610311-0240. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Hvannabraut 3-5 á Höfn. Leyfi útgefið 5.5.2017.

aa) Steinunn Benediktsdóttir, kt. 040349-2519. Nýtt leyfi vegna sölu gistingu á einkaheimili að Kirkjubraut 48, 780 Höfn. Leyfi útgefið 5.5.2017.

bb) Maren ehf., kt. 600716-0420. Nýtt starfsleyfi fyrir hótel að Hólabrekku á Mýrum. Leyfi útgefið 12.5.2017.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

Hornafjörður

cc) N1 hf., kt. 540206-2010. Endurnýjun tóbakssöluleyfis í N1 þægindavöruverslun, Vesturbraut 1, Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Helgi Kristjánsson kt. 190751-2529. Leyfi útgefið 8.5.2017.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu ofangreinds tóbakssöluleyfis.

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1. MS á Egilsstöðum

Fundað var með yfirmönnum MS fimmtudaginn 18.5. Í kjölfarið hefur borist bréf þar sem ítarlega er gerð grein fyrir áformum fyrirtækisins um að fullnýta hráefni innanhúss, þ.e. hreinsa fitu, prótein og mjólkursykur úr hráefninu. Þannig mun minna af efnum berast í fráveitu sveitarfélagsins.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða framkvæmdaáætlun MS, þ.e. að:

 • fyrir lok júní 2017 verði komin full virkni á fínkornahreinsun og fituhreinsun mysu
 • fyrir lok febrúar 2018 verði próteinhreinsun komið á
 • fyrir lok desember 2018 verði laktósahreinsun mysu komið á.

Fyrir lok mars 2019 skal fyrirtækið leggja fram niðurstöður mælinga á fráveituvatni frá vinnslunni (fitu, svifagnir og COD eða BOD5) til að unnt verði að meta árangur ofangreindra aðgerða á hreinsun fráveitu frá fyrirtækinu.

Starfsmönnum HAUST er falið að ganga úr skugga um að staðið verði við ofangreindar áætlanir og tímasetningar og að halda nefndinni upplýstri um gang mála.

3.2. Jöklaveröld

Fyrirtækið hefur um nokkurt skeið rekið fimm setlaugar án fullkomins hreinsibúnaðar. Unnið hefur verið að lagfæringum á innrennsli o.fl. auk þess sem bundnar eru vonir við að borun eftir heitu vatni breyti rekstrarskilyrðum til batnaðar. Óskað er eftir svigrúmi til að vinna málið frekar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir rekstur pottanna til ársloka 2017 með eftirfarandi skilyrðum:

 1. 1. Rennsli verði að fullu breytt þannig að innrennsli sé við botn pottanna og útrennsli frá yfirborði vatnsins
 2. 2. Vatnið verði klórað handvirkt, mælt og skráð skv. reglugerð 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðvum
 3. 3. Þrjú sýni verði tekin úr hverjum potti, þ.e. í byrjun sumars, í júlí og í lok ágúst. Mæliþættir verði eins og um endurtökusýni sé að ræða.

Framhald rekstrar verði metið að fengnum niðurstöðum rannsókna á sýnunum.

3.3. Blábjörg ehf.

Erindi dags. 11.5.2017 barst frá fyrirtækinu þar sem óskað er leyfis til að nota bróm til sótthreinsunar á viðarpotti í stað hefðbundins klórs. Að sögn framleiðanda, mun klór tæra pottinn og “hvítta” viðinn.”
Heilbrigðisnefnd samþykkir notkun bróms í umræddri setlaug ef jákvæð umsögn fæst frá Umhverfisstofnun skv. 17. gr. reglugerðar nr. 814/2010, og þá til ársloka 2017 með eftirfarandi skilyrði:
Þrjú sýni verði tekin úr pottinum, þ.e. í byrjun sumars, í júlí og í lok ágúst. Mæliþættir verði eins og um endurtökusýni sé að ræða.
Framhald rekstrar verði metið að fengnum niðurstöðum rannsókna á sýnum.

3.4. Olís

Erindi dags. 8.5.2017 barst frá fyrirtækinu:

a. Fyrirtækið óskar eftir frestun á upptöku geyma sem eru að komast á aldur, þ.e. undanþágu og leyfi til að nota olíutanka í starfsstöðvum fyrirtækisins í Fellabæ, á Reyðarfirði og á Höfn til hausts árið 2021 þrátt fyrir að aldur þeirra fari umfram leyfileg mörk.
Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðna undanþágu og notkun tankanna til loka október 2021 með skilyrðum um árlega þrýsti og lekaprófanir og að niðurstöður þeirra prófa verði lagðar fram ár hvert ekki seinna en 1. nóvember. Skilyrði er einnig að jákvæð umsögn fáist frá Umhverfisstofnun um málið sbr. gr. 103 í reglugerð 35/1994.

b. Fyrirtækið óskar eftir fresti til okt/nóv 2017 vegna framkvæmda við áfylliplan við starfsstöð fyrirtækisins í Fellabæ.
Heilbrigðisnefnd samþykkir lokafrest til 31.11.2017 í samræmi við fram lögð gögn frá fyrirtækinu, en bendir á að fyrirtækið afli samþykkis hjá sveitarfélaginu vegna málsins.

c. Fyrirtækið óskar eftir fresti til okt/nóv 2017 vegna framkvæmda við áfylliplan við starfsstöð fyrirtækisins á Höfn.
Heilbrigðisnefnd samþykkir lokafrest til 31.11.2017 í samræmi við fram lögð gögn frá fyrirtækinu, en bendir á að fyrirtækið afli samþykkis hjá sveitarfélaginu vegna málsins.

3.5. Fosshótel Jökulsárlón

Illa hefur gengið að koma rekstri fráveituvirkis hótelsins í fulla virkni. Gerð var grein fyrir málinu.
Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að fylgjast vel með framvindu máls og grípa inn í ef þörf krefur. Nefndinni skal haldið upplýstri um málið.

4. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

a. Umsögn til Skipulagsstofnunar um frummatsskýrslu vegna Kröflulínu 3, mat á umhverfisáhrifum
b. Umsögn til Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna verkefnislýsingar varðandi breytingar á aðalskipulagi 2010-2030
c. Umsögn um Skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030
d. Umsögn HAUST um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Hornafjarðar vegna skotæfingasvæðis, moto-cross svæðis og efnistöku við Fjárhúsavík
e. Umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði eystri

Umsagnir um lög og reglugerðir

f. Umsögn til nefndasviðs Alþingis vegna frumvarps um breytingar á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar umsagnir

 

5. Innra starf HAUST

Hrund Erla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til þriggja mánaða til að byrja með. Hrund er matvælafræðingur og að loknu þriggja mánaða reynslutímabili vonumst við til að hún verði ráðin áfram þannig að hún dekki tímann sem Dröfn verður í fæðingarorlofi, þ.e. eitt ár frá júní til júní. Samningur við Hrund er skv. kjarasamningi FÍN og HAUST sem byggir á samningi FÍN og ríkisins.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamninginn.

 

6. Önnur mál

6.1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 m.s.br.

Farið var yfir helstu breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu og þær aths. sem gerðar hafa verið.

6.2. Erindi frá Vegagerðinni

Með tölvupósti dags. 18.5.2017 óskar Vegagerðin eftir leyfi til að setja upp tímabundna salernisaðstöðu við 15 staði á áningarstöðum Vegagerðarinnar. Um er að ræða þurrsalerni og daglegur rekstur í höndum verktaka.

Staðsetningar salernanna á starfssvæði HAUST eru:

 • Við Norðausturveg (Háreksstaðaleið, afleggjari til Vopn)
 • Við Jökulsá á Dal
 • Fossá
 • Þvottá
 • Hestgerði

Umræða varð um salernismál í dreifbýli með auknum ferðamannastraumi.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessu framtaki Vegagerðarinnar og felur starfsmönnum HAUST að gefa út tímabundin starfleyfi fyrir salernisaðstöðuna skv. reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun m.s.b. þegar umsóknir berast, enda séu skilyrði fyrir rekstrinum uppfyllt.

6.3. Fundadagatal 2017

Næstu fundir hafa verið ákveðnir skv. eftirfarandi:

 • 28.6. símfundur
 • 6.9 snertifundur
 • 18.10 símfundur
 • 1.11 aðalfundur verði á Vopnafirði
 • 29.11. símfundur

Annað ekki

Fundi slitið kl. 9:40

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Sandra Konráðsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search