Fundargerð 6. september 2017

136. / 19. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn 6. september 2017
Fundurinn er haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst með hádegisverði kr. 12:00

 Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir

Fjarverandi var Benedikt Jóhannsson           

Starfsmenn: 
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Hrund Erla Guðmundsdóttir
Hákon Hansson
Borgþór Freysteinsson

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 825
 2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 828
 3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 828
  3.1.   Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka. 828
  3.2.   Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöll 828
  3.3.   Smárahvammur 3. 828
  3.4.   Vaðall ehf, Skjöldólfsstöðum.. 829
  3.5.   Óskir um undanþágu vegna setlauga. 829
  3.6.   Tjaldsvæði í Stafaelli, Lóni 829
 4. Endurskoðaður ársreikningur 2016. 829
 5. Fjárhagsáætlun og breyting á gjaldskrá HAUST. 829
 6. Breyting á stofnsamningi HAUST bs. 830
 7. Innri mál HAUST. 830 
  7.1.   Lífeyrissjóðsmál 830
  7.2.   Húsnæði HAUST. 830
  7.3.   Starfsmannamál 2018. 830
 8. Vinna milli funda. 831
 9. Önnur mál 831
  9.1.   Samningur um eftirlitsverkefni f.h. UST. 831
  9.2.   Sýnatökur 831
  9.3.   Olíumengun frá El Grillo í Seyðisfirði 832
  9.4.   Rottueitur 832
  9.5.   Fundadagatal 2017. 832

Varaformaður, Árni Kristinsson bauð fundarmenn velkomna og setti fund þar sem formanni seinkaði.  Gengið var til fundarstarfa skv. fram lagðri dagskrá.

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a)  Berglind Ósk Wiium, kt. 121087-2869. Nýtt starfleyfi fyrir snyrtistofu að Hafnarbyggð 1. Leyfi útgefið 6.6.2017.
b) Skiphólmi ehf., kt. 581001-3040. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og lítilli vatnsveitu að Þorbrandsstöðum. Leyfi útgefið 6.6.2017.
c) Minjasafnið Bustarfelli, kt. 621004-3010. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og vatnsveitu að Bustarfelli.

700-701 Fljótsdalshérað

d)  Árni Jóhann Óðinsson, kt. 030461-2829. Nýtt starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og sölu gistingar að Hreimsstöðum. Leyfi útgefið 25.5.2017.
e)  Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir 2 þurrsalerni á áningastað við Jökulsá á Dal. Gildistími leyfis frá 1.6.-30.9.2017.
f)   Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir 2 þurrsalerni á áningastað við Norðausturveg, við gatnamót Vopnafjarðarvegar. Gildistími leyfis frá 1.6.-30.9.2017.
g)  Gunnþóra Snæþórsdóttir, kt. 310352-4389. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Gilsárteigi 1. Leyfi útgefið 29.5.2017.
h)  Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, kt. 0903453629. Nýtt starfsleyfi vegna heimagistingar að Lagarfelli 22. Leyfi útgefið 31.5.2017.
i)   Múr-Smiðurinn ehf., kt. 600669-2469. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í fjórum íbúðum og vatnsveitu, á Brekkugerðishúsum. Leyfi útgefið 2.6.2017.
j)   Móðir Jörð ehf., kt.510510-1000. Starfsleyfi fyrir framleiðslu og pökkun á matvælum, framleiðslu á nuddolíum, sölu á gistingu, kaffihúsi og vatnsveitu að Vallanesi. Leyfi útgefið 7.6.2017.
k)  Kaldá ehf., kt. 660814-0430. Starfsleyfi/breyting fyrir sölu á gistingu, vatnsveitu, heitum potti og gufubaði að Kaldá 1. Leyfi útgefið 7.6.2017.
l)   Ásgeirsstaðir ehf., kt. 620915-2890. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar og lítilsháttar veitinga á Eiðavöllum 6. Leyfið útgefið 4.6.2017 með gildistíma til 16.7.2018.
m)  HS Ferðaþjónusta ehf.  kt. 460117-0110. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar að Finnsstöðum 1a og 1b, auk hestaleigu. Leyfi útgefið 28.6.2017.
n)   Elsa Björg Reynisdóttir, kt. 210365-4009. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og rekstur vatnsveitu á Mjóanesi. Leyfi útgefið 30.6.2017.
o)   Árni Sigurður Jónsson, kt.141258-5329. Framlenging á starfsleyfi fyrir heimagistingu og rekstur vatnsveitu á Tókastöðum. Leyfi framlengt 3.7.2017.
p)   Kells ehf, kt.650604-2690. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu leiðrétt. Leyfi útgefið 13.7.2017.
q)   Skógar ehf., Ásholt sumarhús kt.520776-0879. Framlenging á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og reksturs vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni. Leyfi útgefið 30.6.2016 og framlengt til 30.6.2028.
r)    Björgunarsveitin Hérað, kt. 481199-2989. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu á lokahátíð Unglingalandsmóts UMFÍ 2017. Skotstaður : Tjarnargarður og tímasetning 6.8.2017 kl. 23:30. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Óskar Þór Loftsson, kt. 260998-2859.
s)    Guðný Eiríksdóttir, kt. 280554-3249. Leyfi fyrir bakstri á sveitabakkelsi í Tungubúð og sölu á Ormsteiti og Jólamarkaði Barra til ársins 2023. Leyfi útgefið 4.8.2017.
t)    UÍA, kt. 660269-4369. Tímabundið starfsleyfi vegna UMFÍ móts á Egilsstöðum 3.-6.8.2017. Leyfi útgefið 2.8.2017.
u)   Isavia ohf., kt. 550210-0370. Tímabundið starfsleyfi fyrir útlagningu olíumalar og rekstur færanlegra starfsmannabúða á Egilsstaðaflugvelli. Leyfi útgefið 31.7.2017 með gildistíma til 31.8.2017

710 Seyðisfjörður

v)   Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Breyting á starfsleyfi fyrir leikskólann Sólvelli, leiksvæði og mötuneyti með móttökueldhúsi. Leyfi útgefið 8.6.2017.
w)  LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, kt. 600201-2120. Tímabundið starfsleyfi fyrir útisamkomu 22.7.2017 í porti við gömlu Norðursíld núverandi gistihúsið Nord Marína við Strandarveg, 710 Seyðisfirði. Leyfi útgefið 10.6.2017.
x)   Húsahótel ehf., kt. 210703-2510. Tímabundið veitingaleyfi vegna sölu drykkja í porti við gömlu Norðursíld núverandi gistihúsið Nord Marína við Strandarveg, þann 22.7.2017. Leyfi útgefið 13.6.2017.
y)  Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað að Botnahlíð 6. Starfsleyfi útgefið 13.6.2017.
z)  Sesselja Hlín Jónasardóttir, kt.160586-2819. Starfsleyfi fyrir samkomuhús fyrir allt að 300 gesti í félagsheimilinu Herðubreið Austurvegi 4. Starfsleyfi útgefið 14.6.2017.
aa)  Húsahótel ehf., kt. 210703-2510. Tímabundið veitingaleyfi vegna framleiðslu og sölu takmarkaðra veitinga í tjaldi staðsettu í porti við gömlu Norðursíld, gistihúsið Nord Marína við Strandarveg, 710 Seyðisfirði þann 22.7.2017. Leyfi útgefið 10.7.2017

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

bb)   Launafl ehf., kt. 496060-1730. Breyting gerð á gildandi starfsleyfi fyrir Austurveg 20a. Efnavörugeymslu bætt við. Leyfi breytt 3.6.2017.
cc)   Hobart ehf., kt. 590614-0330. Tímabundið starfsleyfi til niðurrifs hússins að Mánagötu 5. Ábyrgðarmaður: Kolbeinn Guðnason, kt. 25055-3339. Leyfið gildir frá 6.6. til 31.6.2017.
dd)  Atli Freyr Björnsson, kt. 111075-4339. Skilyrt starfleyfi fyrir aðstöðu kírópraktors að Búðareyri 15. Leyfi gildir frá 7.7.2017 til 7.10.2017.
ee)  Norðurbik ehf., kt. 460482-0979. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð á Mjóeyrarhöfn. Gildistími leyfis: 1.-31.7.2017.
ff)  Munck Ísland ehf. kt. 701013-0340. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega starfsemi, þ.e. útlagningu olíumalar og starfsmannabúðir. Gildistími leyfis frá 10.7.-30.9.2017.
gg)  Björgunarsveitin Ársól, kt. 591289-2769. Tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýningar á Bryggjuhátíð á Reyðarfirði 26.8.2017. Ábyrgðarmaður: Hjalti Þórarinn Ásmundsson. Leyfi útgefið 16.8.2017
hh)  Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190185-2739. Tímabundið starfsleyfi fyrir útisamkomu,afmælistónleika Alcoa Fjarðaáls á opnu svæði við Ægisgötu 6 á Reyðarfirði. Leyfið gildir þann 26.8.2017. Leyfi útgefið 22.8.207.
ii)   Marta Swiderska kt. 170894-3759. Starfsleyfi fyrir hár- og snyrtistofuna Eleganza, Óseyri 1. Leyfi útgefið 22.8.2017.

735 Fjarðabyggð - Eskifjörður

jj)   Hótel Eskifjörður ehf., kt. 480714-1210. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og lítilsháttar veitingasölu að Strandgötu 47. Um er að ræða lítilsháttar breytingu á leyfi útgefnu 14. 6.2016 vegna fjölgunar hótelherbergja. Leyfi útgefið 14.5.2017.
kk)  Pizzafjörður ehf., kt.710311-0560. Starfsleyfi fyrir framleiðslu og sölu á pizzum að Strandgötu 25. Leyfi útgefið 20.06.2017.
ll)     Eskja hf., kt. 630169-4299. Starfsleyfi fyrir frystihús og frystigeymslu að Leirubakka 4. Leyfi útgefið 23.6.2017.
mm) Hólsvegur ehf., kt. 470716-0530. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu að Strandgötu 86b. Leyfi útgefið 29.6.2017.
nn)   Mjóeyri ehf,. kt. 680502-2390. Framlengt starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Strandgötu 4. Starfsleyfið framlengt til 1.5.2018. Leyfi útgefið 21.8.2017.
oo)   Íbúasamtök Eskifjarðar, kt. 580610-1100. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjarhátíðina Útsæðið sem haldin er á Eskjutúni þann 9.8.2017. Leyfi útgefið 12.8.2017.
pp)  Weerawan Warin, kt. 270976-2209. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í tjaldaðstöðu á bæjarhátíðinni Útsæðið á Eskifirði 19.8.2017. Leyfi útgefið 12.8.2017.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður

qq)  Matthías Haraldsson, kt. 301080-4769. Starfsleyfi fyrir sölu á heimagistingu að Þiljuvöllum 6. Leyfi útgefið 29.5.2017.
rr)   Austur Paradís ehf., kt. 531216-0750. Nýtt starfleyfi fyrir sölu á gistingu og einföldum veitingum að Egilsbraut 21. Leyfi útgefið 14.6.2017.
ss)  Hildibrand slf., kt. 431012-0490. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Egilsbraut 26. Leyfi útgefið 28.6.2017
tt)   Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir tjaldsvæði að Bökkum í Neskaupstað í tengslum við tónlistarhátíðina Eistnaflug. Starfsleyfi gildir frá 5.7.2017 til 9.7.2017.
uu)  Neistaflug, fjölskylduhátíð, kt. 670515-1250. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjarhátíð og veitingasölu úr hátíðatjaldi dagana 2.-7.8.2017. Ábyrgðarmaður: Guðrún Smáradóttir, kt. 270766-5609. Leyfi útgefið 30.7.2017.        

765 Djúpavogshreppur

vv)  Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir 2 þurrsalerni á áningastað við Þvottá. Gildistími leyfis frá 1.6.-30.9.2017.
ww)  Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir 2 þurrsalerni á áningastað við Fossá. Gildistími leyfis frá 1.6.-30.9.2017.

780-785 Hornafjörður

xx)   Öræfaferðir ehf., kt. 521203-3310. Breyting á starfsleyfi, nýr rekstaraðili. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu og sölu á veitingum á Fagurhólsmýri. Leyfi útgefið 25.5.2017
yy)   Adventure Hotels ehf., kt. 490317-0310. Starfsleyfi vegna sölu gistingar og veitinga auk baðhúss með heitum potti í Austurhúsum, 785 Öræfum. Leyfi útgefið 27.5.2017.
zz)  Adventure Hotels ehf., kt. 490317-0310.  Starfsleyfi fyrir rekstur vatnsveitu sem þjónar íbúðarhúsum og ferðaþjónustu á Hofi, 785 Öræfum. Leyfi útgefið 27.5.2017.
aaa)  Adventure Hotels ehf., kt. 490317-0310. Starfsleyfi fyrir rekstur starfsmannabústaða á Hofi, 785 Öræfum. Leyfi útgefið 27.5.2017.
bbb)  Björn Borgþór Þorbergsson, kt. 180462-5629. Endurnýjun stafsleyfis fyrir sölu gistingar og veitinga í Gerði, ferðaþjónustu, Breiðabólsstað II. Leyfi útgefið 28.5.2017.
ccc)  Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir 2 þurrsalerni á áningastað við Hestgerði. Gildistími leyfis frá 1.6.-30.9.2017.
ddd)  Finndís Harðardóttir, kt. 160961-3849. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í smáhýsi í Dilksnesi.  Leyfi útgefið 1.6.2017.
eee)  Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlegar kennslustofur við leikskólann Lönguhóla, Kirkjubraut 47. Leyfi útgefið 10.6.2017 með gildistíma til 2.5.2018.
fff)  Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Breyting á starfsleyfi fyrir veitingasölu í Skaftafellsstofu, Öræfum, vegna stækkunar matsals. Leyfi breytt 10.6.2017.
ggg)  Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, kr. 090555-5459. Breyting á starfsleyfi fyrir Farfuglaheimilið Vagnsstöðum, Vagnsstöðum, 781 Hornafirði. Leyfi útgefið 18.6.2017.
hhh)  Hls ehf., kt. 500210-2490. Tímabundið veitingaleyfi í tjaldi á hátíðarsvæði Humarhátíðar, þ.e. á grænu svæði við íþróttahús Hafnar. Leyfið gildir frá 23.6.2017 kl. 15:00 og til 25.6.2017 kl. 17:00.
iii)  Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi fyrir almennt utanumhald og ábyrgð á bæjarhátíð á Sindravelli og í og við íþróttahús Hafnar dagana 23. til 25.6.2017. Ábyrgðarmaður: Gunnar Ingi Valgeirsson,    kt. 110168-4979. Leyfi útgefið 21.6.2017.
jjj)  Nýpugarðar ehf.,  kt. 510805-0380. Breyting á starfsleyfi án breytinga á gildistíma leyfis. Rýmkun á sölu veitinga í aðstöðunni. Leyfi breytt 9.7.2017.
kkk)  Rut Guðmundsdóttir, kt. 280873-4709. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar í Haga II. Rýmkun á fjölda gesta. Leyfi breytt 11.7.2017.
lll)   Hafnarbúðin ehf., kt. 480617-0960. Breyting á rekstaraðila og kennitölu lítils veitingastaðar, Hafnarbúðarinnar, Ránarslóð 2a. Leyfi úrgefið 13.7.2017.
mmm)  Félag sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum, 700708-1360.Tímabundið starfsleyfi vegna lítillar brennu á Víðum í landi Stafafells í Lóni þann 5.8.2017. Leyfi útgefið 2.8.2017.
nnn)  Birkifell ehf., kt. 640412-0700. Starfsleyfi vegna sölu gistingar í sumarhúsi að Birkifelli. Leyfi útgefið 1.8.2017.
ooo)   Kartöfluhúsið ehf., kt. 610317-1890. Nýtt skilyrt starfsleyfi fyrir veitingastað að Heppuvegi 5. Leyfi útgefið 9.8.2017.
ppp)  G.Karlsson ehf. Starfsleyfi vegna flutnings á úrgangi öðrum en spilliefnum. Leyfi útgefið 20.8.2017.
qqq)  Kartöfluhúsið ehf., kt. 610317-1890. Starfsleyfi fyrir samkomuhús og veitingastað að Heppuvegi 5.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

710 Seyðisfjörður

a)  El Grillo ehf., ., kt.690903-2020. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í Kaffi Láru. Ábyrgðarmaður: Ívar Örn Jónsson, kt. 091283-2399. Leyfi útgefið 31.8.2017

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu ofangreinds tóbakssöluleyfis.

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1.  Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka

Skólpmengun hefur verið á yfirborði lands við fráveituvirki hótelsins. Vegna þessa var gerð krafa um að hreinsivirki yrðu tæmd og skoðuð.  Fundað var með fyrirtækinu 6.7. og staðfest að fráveituvirki voru ekki í samræmi við gögn/upplýsingar sem starfsleyfi byggði á. Í kjölfar fundarins lagði fyrirtækið fram tillögur til úrbóta. 

Borgþór og Helga kynna málið og áform fyrirtækisins um úrbætur sem lögð var fram í minnisblaði dags. 24.7. sl. Þ.e. að hönnun ljúki fyrir 20.8.2017 og úrbótum verði lokið fyrir 20.11.2017.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða úrbótaáætlun og tímasetningar. Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir að hafa ekki framkvæmt í samræmi við fram lögð hönnunargögn sem útgefið starfsleyfi byggir á.

Jón Björn mætti til fundar og tók við stjórn fundarins af Árna.

3.2.  Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöll

Illa hefur gengið að fá skólphreinsistöð til að virka eins og skyldi og sýnatökur hafa ekki verið skv. kröfum starfsleyfis. 

Með tölvupósti dags. 5.9. er óskað eftir fresti til að leggja fram fyrstu niðurstöðu sýnatöku fyrir loka þessa mánaðar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest, þ.e. að niðurstöður rannsókna á fráveituvatni hótelsins skv. ákvæðum í starfsleyfi verði sent HAUST fyrir lok september 2017.

3.3.  Smárahvammur 3

Starfsleyfi fyrir starfsemina er í gildi fyrir heimgistingu skv. þágildandi lögum og fyrir allt að 10 manns í 4 herbergjum. Í aðstöðunni hafa verið auglýst 5 gistiherbergi fyrir allt að 15 manns auk þess sem starfsleyfishafi býr ekki í húsinu þótt hann sé skráður þar með lögheimili.

Það er mat Heilbrigðiseftirlits að starfsemin uppfylli ekki ákvæði starfsleyfis. Tilmælum HAUST um að færa starfsemina til þess horfs að starfsleyfi sé uppfyllt hefur ekki verið svarað.  Því er það mat starfsmanna að fella beri niður starfsleyfi fyrir starfsemina sem gefið var út 17.1.2017. 

Heilbrigðisnefnd er samþykk mati starfsmanna og felur þeim að tilkynna rekstaraðila áform um afturköllun starfsleyfis og veita hefðbundinn andmælarétt. Þetta er gert í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

3.4.  Vaðall ehf, Skjöldólfsstöðum

Erindi barst í tölvupósti frá fyrirtækinu Vaðall ehf. á Skjöldólfsstöðum þann 23. ágúst 2017. Sótt er um að skilgreina sundlaug staðarins sem einkalaug.

Heilbrigðisnefnd hafnar fram kominni beiðni á meðan enn eru á alnetinu auglýsingar um sundlaug sem hluta af starfsemi fyrirtækisins. Verði aftur lögð fram samskonar umsókn þarf að gera grein fyrir hvernig lokun laugarinnar er áformuð þannig að augljóst sé að um einkalaug sé að ræða meðan ekki er unnt að tæma laugina.

3.5.  Óskir um undanþágu vegna setlauga

Nokkrir rekstaraðilar heitra setlauga hafa óskað eftir undanþágum frá reglugerð 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Heilbrigðisnefnd samþykkti á fundi í maí að taka skyldi sýnaröð til að afla upplýsinga um gæði baðvatnsins. Niðurstöður rannsókna liggja ekki að fullu fyrir auk þess sem málefni setlauga og sundlauga verða rædd á næsta fundi Hollustuháttahóps.  Starfsmenn leggja því til að umfjöllun um málið verði frestað til næsta fundar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að taka málið upp á næsta fundi.

3.6.  Tjaldsvæði í Stafaelli, Lóni

Nokkur brot á stafsleyfi fyrir tjaldsvæðið voru staðfest í eftirlitferðum 7.7. og 1.8. 2017.  HHr kynnti málið.

Bréf hefur verið sent rekstaraðila þar sem fram kemur það mat heilbrigðisfulltrúa að tjaldsvæðið sé ekki rekstarhæft og að málið verði kynnt heilbrigðisnefnd.

Heilbrigðisnefnd er sammála ofangreindu mati og felur starfsmönnum að tilkynna rekstaraðila áform um afturköllun starfsleyfis og veita hefðbundinn andmælarétt. Þetta er gert í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

4.  Endurskoðaður ársreikningur 2016

Nefndarmenn höfðu fengið drög að endurskoðum ársreikningi HAUST fyrir árið 2016 til skoðunar fyrir fundinn.  Skoðunarmenn reikninga hafa áritað þá án athugasemda.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðan ársreikning 2016 til afgreiðslu aðalfundar HAUST 2017.  Því til staðfestingar áritar nefndin áritunarblað reikninganna.

5.  Fjárhagsáætlun og breyting á gjaldskrá HAUST

Starfsmenn kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. 

Forsenda áætlunar er fyrirtækjalisti HAUST eins og hann var 28.8.2017 og bókunum heilbrigðisnefndar frá 21.9.2016 um að árið 2018 skuli stefnt að hallalausum rekstri, að á því ári skuli keypt ný bifreið fyrir embættið o.fl.

Fyrir liggur að gjaldskrá rannsóknastofu mun hækka allmikið og einnig að kjarasamningar eru lausir. Starfsmenn mæla því með að lágmarki 15% hækkun gjaldskrár til að ná markmiðum nefndarinnar um hallalausan rekstur.. 

Nefndarmenn ræddu fram lagða áætlun.  Nokkur umræða varð um gjaldskrá rannsóknastofu, bílakaup o.fl. einnig var lögð fram tafla sem sýnir tímagjöld allra heilbrigðiseftirlitssvæðanna. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir 15% hækkun gjaldskrár skv. tillögu C að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018, með fyrirvara um breytingar á rannsóknalið ef hækkanir verða meiri á þeim lið.

Ef fram koma upplýsingar sem breyta umtalsvert forsendum fjárhagsáætlunar fram að aðalfundi skal boðað til símafundar í heilbrigðisnefndinni,

Tillögu að gjaldskrárbreytingu og drögum að fjárhagsáætlun er vísað til aðalfundar HAUST.

6.  Breyting á stofnsamningi HAUST bs.

Þar sem Sveitarfélagið Hornfjörður er ekki lengur aðili að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þykir rétt að færa kjör stjórnar frá aðalfundi SSA og inn á aðalfund HAUST.  Því er lagt til að fyrir aðalfund verði lögð fram eftirfarandi breytingatillaga á 1. mgr. 5. gr. í stofnsamningum og að hún verði þannig:

Til að vinna að verkefnum þeim, sem lög og reglugerðir kveða á um eða aðildarsveitarfélögin kjósa að unnið skuli að á vettvangi HAUST, skulu á fyrsta aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar, kosnir fimm fulltrúar í heilbrigðisnefnd og jafnmargir til vara.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að málið verði kynnt fyrir stjórn SSA en síðan lagt  fram til afgreiðslu aðalfundar HAUST 2017.

7. Innri mál HAUST

7.1. Lífeyrissjóðsmál

Vegna lagabreytinga í tengslum við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verða breytingar á öðum lífeyrissjóðum einnig. Flestir starfsmenn HAUST eru í LSR, en einhverjir í öðrum sjóðum.  Vegna þess að HAUST er rekið sem byggðasamlag færast lífeyrisskuldbindingar fyrir þessa starfsmenn til HAUST. 

Málið kynnt og rætt, en án athugasemda.

7.2. Húsnæði HAUST

Að höfðu samráði við formann og varaformann var ákveðið að sækjast eftir stærri skrifstofu í sama húsnæði og verið hefur á Tjarnarbraut 39b.  Leiga hækkar í samræmi við fermetrafjölda. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir þessa breytingu á húsnæði

7.3. Starfsmannamál 2018

Óskað er eftir staðfestingu á ráðningarsamningi við Hrund Erlu Guðmundsdóttur. Samið hefur verið við hana um fullt starf sem almennur starfsmaður og seinna sem heilbrigðisfulltrúi ef hún aflar sér réttinda. Samningurinn gildir til 30.6.2018 en heimilt verði að framlengja hann sem ígildi sumarafleysinga á árinu 2018.

Lára Guðmundsdóttir er ráðin sem heilbrigðisfulltrúi til ársloka 2017. Gert er ráð fyrir að semja við hana ótímabundið, enda er þá liðinn reynslutími. 

Erindi frá framkvæmdastjóra lagt fram. Óskar hann eftir árs leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri HAUST frá 1.2.2018 en sækir jafnframt um ráðningu sem heilbrigðisfulltrúi í 80% stöðugildi á sama tíma.  

Tillaga er um að Leifur, sem hefur verið staðgengill framkvæmdastjóra taki við þeirri stöðu í fríi Helgu frá framkvæmdastjórastöðunni.

Einnig tillaga um að Lára verði ráðin sem staðgengill frá 1.10. þegar Leifur fer í barneignaleyfi og til 1.2.2019.

Heilbrigðisnefnd samþykkir allar ofangreindar tillögur um fyrirkomulag mönnunar hjá HAUST. 

8. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

 1. Umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028, Ketilsstaðir – gistiþjónusta, kynning á vinnslustigi
 2. Umsögn um umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni úr af Eyri í Reyðarfirði sbr. erindi OS dags. 18.5.2017.        
 3. Umsögn til Skipulagsstofnunar um efnistöku við Eyri í Reyðarfirði, erindi frá Skipulagsstofnun dags. 7.7.2017
 4. Umsögn til skipulagsfulltrúa vegna áforma um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs v/ Davíðsstaða.
 5. Umsögn til Strympu skipulagsráðgjafar um áform vegna breytingar á landnotkun í Mýnesi á Héraði. 
 6. Umsögn til Fljótsdalshéraðs vegna deiliskipulagstillögu, Eyvindará 13. 

Umsagnir til umhverfis- og auðlindaráðuneytis

 1. Umsögn um undanþágubeiðni Fiskeldis Austfjarða hf. frá starfsleyfi vegna 3000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi. 
 2. Umsögn til UST vegna óskar um leyfi til að rífa skipið Minden sem liggur á hafsbotni suðaustur af landinu og hefur verið það í 80 ár.
 3. Umsögn um undanþágubeiðni Borgarfjarðarhrepps frá starfleyfi vegna urðunarstaðar á Brandsbölum.
 4. Umsögn um drög að nýrri fráveitureglugerð.

Til umhverfisstofnunar

 1. Umsögn um drög að loftgæðaáætlun til 12 ára

Undir þessum lið varð umræða um nýlegar fréttir af loftmengun frá skipum.  Einnig var kynnt að til HAUST hafa borist kvartanir frá íbúum á Seyðisfirði um loft- og hávaðamengun þegar skemmtiferðaskip og ferjan liggja í höfn auk þess sem fiskimölsverksmiða staðarins brenni af og til svartolíu. 

Heilbrigðisnefnd telur málið alvarlegt og beinir því til ráðamanna að öllum skipum og fiskimjölsverksmiðjum verði gert að nota umhverfisvæna orkugjafa.  Einnig er starfsmönnum falið að kanna hvort hægt væri að útvega mæla til að kanna loftgæði, staðsetja þá í Seyðisfirði t.d. um vikutíma næsta sumar til að kanna mengunarálagið.

9.  Önnur mál

9.1.  Samningur um eftirlitsverkefni f.h. UST

Samningur um að HAUST fari með ákveðin eftirlitsverkefni f.h. UST var seinast gerður 22.10.2015 og rennur hann út þann 31.12.2017.

9.7.2017 var sent bréf til UST með ósk um endurnýjun og framlengingu samnings um að HAUST fari áfram með eftirlit f.h. UST með sorpförgun, spilliefnamóttöku og fiskimjölsverksmiðjum. Svar hefur ekki borist.

Heilbrigðisnefnd er áfram um að samningur þessi verði endurnýjaður og felur frkvstj. að ítreka ósk þar um.

9.2. Sýnatökur

Varnarefni í grænmeti

Leifur kynnti samstarfsverkefni MAST og HESv um leit að varnarefnum í grænmeti.

Samkvæmt sýnatökuáætlun MAST sem kynnt var í vor er gert ráð fyrir að HAUST taki á árinu tvö sýni af grænmeti hjá garðyrkjubændum til rannsókna á varnarefnaleifum.

Kostaður við rannsókn á hverju sýni er mikill og skv. túlkun MAST á matvælalögum er gert ráð fyrir að hann sé greiddur af viðkomandi matvælafyrirtæki. Ekki var gert ráð fyrir sýnatökukostnaði hjá grænmetisbændum þegar eftirlitsgjöld ársins voru lögð á enda var áætlun MAST um sýnatökur ekki birt fyrr en sl. vor

Heilbrigðisnefnd samþykkir að HAUST taki sýni í samræmi við sýnatökuáætlun MAST að þessu sinni og að embættið greiði fyrir. Jafnframt beinir nefndin þeim tilmælum til MAST að stofnunin kynni sýnatökuáætlanir með góðum fyrirvara, ásamt kostnaðaráætlun þannig að unnt verði gera ráð fyrir sýntökukostnaði við álagningu eftirlitsgjalda. Því einnig beint til matvælahóps að samtök grænmetisbænda verði upplýst um málið.

Neysluvatn

Hákon upplýsti að MAST gerir kröfur um að fiskvinnslur í þéttbýliskjörnum sem hafa færri en 500 íbúa leggi fram niðurstöður heildarrannsókna á neysluvatni.  Heilbrigðisnefnd hefur enn ekki tekið ákvörðun um slíkar sýnatökur af litlum neysluvatnsveitum.

Málið verði kynnt fyrir sveitarstjórnum viðkomandi þéttbýliskjarna en einnig þarf að afla upplýsinga um afstöðu MAST, m.a. um tíðni slíkrar sýnatöku.

9.3. Olíumengun frá El Grillo í Seyðisfirði

Kristín spurðist fyrir um olíumengun í Seyðisfirði og hvernig upphreinsun á olíu úr  El Grillo hefði verið háttað.

Helga upplýsti að árið 2002 voru olíutankar skipsins tæmdir með það að markmiði að fyrirbyggja stórslys af völdum olíu ef tankarnir gæfu sig. Hins vegar var skipið ekki gerhreinsað af olíu enda kostnaður við það óyfirstíganlegu.  Nánast árlega, síðsumars þegar sjór hlýnar, sést olía stíga upp af flakinu.  Í sl. viku höfðu þrír aðilar samband við HAUST vegna þessa. Ekki er um meiriháttar mengun að ræða en þó sýnilega og svo virðist sem auknar komur stórra skipa í Seyðisfjarðarhöfn ýti olíuflekkum að landi umfram það sem verði hefur. 

9.4. Rottueitur

Meindýraeyðir á starfssvæðinu hafði samband því hann hafði verið beðinn um að taka við gömlu nagdýraeitri sem hafði dagað uppi á sveitabæ.  Í ljós kom að eitrið er líklega 40 ára gamalt og geymt í sælgætisdós.  Í samráði meindýraeyðis, HAUST og UST var eitrinu komið til förgunar á vegum löglegrar spilliefnamóttöku.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að málinu verði komið á framfæri við Bændablaðið í því augnamiði að hvetja alla sem hugsanlega hafa hættuleg efni í fórum sínum til að geyma þau í upprunalegum umbúðum á tryggum stöðum og flytja úrelt eða óþekkt efni til löglegrar förgunar.

9.5. Fundadagatal 2017

Tillaga um að funda á miðvikudögum skv. eftirfarandi hefur áður verð samþykkt.

 • 18.10   símfundur
 • 1.11     aðalfundur verði á Vopnafirði
 • 29.11.  símfundur

Vegna væntanlegrar fjarveru framkvæmdastj. þann 18.10. var lagt til að færa næsta fund fram um viku. 

Fundadagatal út árið var samþykkt þannig:

 • 11.10   símfundur
 • 1.11     aðalfundur verði á Vopnafirði
 • 29.11.  símfundur

Fundi slitið kl. 15:00 

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland  
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson
Lára Guðmundsdóttir
Hrund Erla Guðmundsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 136 á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search