Fundargerð 11. október 2017

137. / 20. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 11. október 2017

Heilbrigðisnefndarmenn: 
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 824
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 825.
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 825
    3.1. Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöllum 825
    3.2. Heitir pottar þar sem sótt hefur verið um undanþágur. 825
    3.2.1. Blábjörg á Borgarfirði eystri 825
    3.2.2. Mjóeyri á Eskifirði 825
    3.2.3. Jöklaveröld á Hoffelli, Hornafirði 825
    3.3. Tjaldsvæði í Stafafelli, Lóni 826
    3.4. East Coast Rental ehf. kt. 650612-2050 826
    3.5. Smárahvammur 3, heimagisting 826
  4. Frá úrskurðarnefnd umhverfismála 826
  5. Vinna milli funda 827
  6. Aðalfundur HAUST 827
  7. Önnur mál 827
    7.1. Ráðningarsamningar 827
    7.2. Fundadagatal 2017 827

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Katrín Högnadóttir, kt. 020482-4439. Starfsleyfi fyrir daggæslu að Steinholti 1. Leyfi útgefið 18. september 2017.
b) Skipalækur ehf., kr. 680606-1610. Lítilsháttar breyting á starfleyfi fyrir sölu á gistingu, einföldum veitingum og tjaldsvæði á Skipalæk. Leyfi útgefið 22.9.2017.
c) Bleiksás ehf., kt. 550817-1280. Nýtt starfleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 15 manns að Hjartarstöðum. Leyfi útgefið 27.9.2017.
d) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Breyting á starfleyfi fyrir opin leiksvæði á Fljótsdalshéraði. Leyfi útgefið 5.10.2017.

720 Borgarfjarðarhreppur
e) Blábjörg ehf., kt. 710506-0430. Breyting á starfsleyfi, bætt við sölu á veitingum. Starfsleyfi útgefið 20.9.2017.
730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
f) Norðurbik ehf., kt. 460482-0979. Tímabundið starfleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð á Mjóeyrarhöfn frá 1.10. til 15.11.2017. Leyfi útgefið 10.9.2017.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
g) Nestak ehf., kt.710888-1599. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs mannvirkja að Hafnarbraut 17. Leyfið gildir frá 15.9-20.9. 2017

780-785 Hornafjörður.
h) Nemendafélag FAS kt, 491192-2169 Litlubrú 1, 780 Höfn. Tímabundið starfsleyfi fyrir litla brennu við Laxá í Nesjum þann 4. september. Leyfð gefið út þann 7.9.2017.
i) Norðurbik ehf., kt. 460482-0979. Tímabundið starfleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð á Ófeigstanga 1 frá 10.9. til 5.10.2017. Leyfi útgefið 10.9.2017.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

735 Eskifjörður
a) Trausti Reykdal Guðvarðsson, kt. 251244-2789. Leyfi til að selja tóbak í versluninni að Strandgötu 29a. Leyfi útgefið 10.10.2017.

780 Hornafjörður
b) Hafnarbúðin ehf., kt. 480617-0960. Leyfi til að selja tóbak í Hafnarbúðinni, Ránarslóð 2a, Ábyrgðarmaður: Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, kt. 110777-4699

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1. Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöllum

Fyrirtækinu hafði verið veittur frestur til að taka sýni af fráveituvatni frá skólphreinsivirki. Skv. upplýsingum frá rekstaraðila hafa sýnin verið tekin, en rannsóknaniðurstöður hafa ekki borist fyrirtækinu
Málinu enn frestað til næsta fundar og starfsmönnum falið að ganga eftir að niðurstöður berist.

3.2. Heitir pottar þar sem sótt hefur verið um undanþágur.

3.2.1. Blábjörg á Borgarfirði eystri

Sótt hefur verið um undanþágu frá notkun klórs til sótthreinsunar baðvatns og að nota bróm í staðinn. Sýnataka sumarsins kom vel út í bróm pottinum. Málið hefur verið borið undir Umhverfisstofnun skv. kröfu í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Heilbrigðisnefnda samþykkir að Blábjörgum verði áfram veitt heimild til að nota bróm til sótthreinsunar á baðvatninu í einum heitum potti en gestir verði upplýstir um aðferð við sótthreinsun með skilti við setlaugina.

3.2.2. Mjóeyri á Eskifirði

Sótt hefur verið um undanþágu frá notkun klórs til sótthreinsunar.
Niðurstöður sýnatöku hafa ekki gefið tilefni til að veita umbeðna undanþágu, ljóst er að gegnumstreymi vatns dugir ekki til að tryggja heilnæmi baðvatnsins.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ekki undanþágubeiðni frá notkun sótthreinsiefnis sbr. 4.gr. í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

3.2.3. Jöklaveröld á Hoffelli, Hornafirði

Sótt hefur verið um undanþágu frá notkun klórs til sótthreinsunar.
Niðurstöður sýnatöku hafa ekki gefið tilefni til að veita umbeðna undanþágu, ljóst er að gegnumstreymi vatns dugir ekki til að tryggja heilnæmi baðvatnsins.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ekki undanþágubeiðni frá notkun sótthreinsiefnis sbr. 4.gr. í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

3.3. Tjaldsvæði í Stafafelli, Lóni

Ekki hafa borist andmæli frá rekstaraðila né heldur hefur hann gert grein fyrir áformum um úrbætur eða annað í kjölfar bókunar á seinasta fundi nefndarinnar um að nefndin íhugi að afturkalla starfsleyfi fyrir tjaldsvæðið í Stafafelli.
Heilbrigðisnefnd afturkallar hér með starfsleyfi vegna rekstursins.

3.4. East Coast Rental ehf. kt. 650612-2050

Í ágúst 2016 var gefi út starfsleyfi til eins árs fyrir starfsemina með kröfu um að á starfsleyfistímanum verði settur niður mengunarvarnarbúnaður (olíuskilja) á fráveitu. Með tölvupósti dags 21.9.2017 var óskað eftir fresti til að setja niður olíuskilju.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að framlengja gildistíma starfsleyfi og veitir frest til að setja niður olíuskilju á fráveitu til 31.1.2018.

3.5. Smárahvammur 3, heimagisting

Starfsmenn gera grein fyrir málinu.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að rekstraraðili.fái 10 daga frest til að sýna fram á að rekstur sé innan marka starfsleyfis.

4. Frá úrskurðarnefnd umhverfismála

Þann 3.10. felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurð í máli nr. 65/2016, þar sem kærð var ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá 19. maí 2016 um að fjarlægja bifreið af einkalóð í Grindavík.
Úrskurðarorð eru þannig að hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá 19. maí 2016 um að fjarlægja bifreið af einkalóð hans í Grindavík.

Í úrskurðinum segir m.a.:

Heimildir til að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök er að finna í ákvæðum 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og 17. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs. Í nefndri 21. gr. er að finna heimild heilbrigðisnefndar til að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum. Í áðurnefndri 17. gr. reglugerðar nr. 737/2003 segir m.a. að heilbrigðisnefnd sé heimilt að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun.

og

Verður ekki annað séð en að hin kærða ákvörðun hafi stefnt að markmiðum 1. gr. laga nr. 7/1998 og 1. gr. reglugerðar nr. 737/2003 og þannig byggst á lögmætum og málefnalegum forsendum.
Að þessum úrskurði fengnum telur HAUST forsendur til að aðstoða sveitarfélög í upphreinsunum á einkalóðum gerbreyttar frá því vinnulagi sem tíðkast hefur á grunni orðalags reglugerða og fyrri dæma.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessum úrskurði og auknu lagalegu öryggi í málaflokknum. Starfsmönnum falið að kynna forsvarsmönnum aðildarsveitarfélaga úrskurðinn og meta með aðstoð lögfræðings hvort rétt sé að endurskoða 6. gr. í samþykkt um 668/2010 um umgengni og þrifnað utan húss.

Í verklagreglum verði gert ráð fyrir bréfum til lóðarhafa/eigenda ef hægt er að komast að hver sá er.

5. Vinna milli funda

a) Umsögn um deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu vegna nýs tengivirkis í Öræfum, landi Hnappavalla.
b) Umsögn til Skipulagsstofnunar um hvort þurfi umhverfismat vegna áformaðrar jarðgerðar ÍGF á Reyðarfirði

6. Aðalfundur HAUST

Aðalfundur HAUST bs. 2017 verður haldinn í Kaupvangskaffi á Vopnafirði og hefst kl. 14:00.
Fundurinn ræddur og undirbúinn efnislega.

7. Önnur mál

7.1. Ráðningarsamningar

Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamninga við Hrund og Láru í framhaldi af bókun á seinasta fundi.

7.2. Fundadagatal 2017

Seinasti fundur ársins er áformaður sem símfundur þann 29. nóvember

Fundi slitið kl. 9:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi. 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð á pdf.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search