Fundargerð 13. desember 2017

138. / 21. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis kl. 9:00 þann 13. desember 2017

Heilbrigðisnefndarmenn: 
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir 

Fjarverandi var Andrés Skúlason

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 838
 2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 839
 3. Staða eftirlits í lok árs 840
 4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 840
  4.1. Íslenska gámafélagið vegna jarðgerðar á Reyðarfirði 840
  4.2. Isavia Egilsstaðaflugvelli vegna æfingasvæðis fyrir slökkvilið 840
  4.3. Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka 840
  4.4. Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöllum 840
  4.5. Hringrás á Reyðarfirði 840
 5. Vinna milli funda 841
 6. Önnur mál 841
  6.1. Fundadagatal 2018 841
  6.2. Launauppgjör v. heilbrigðisnefndar 841
  6.3. Önnur mál  841

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður
a) Örvar Már Jónsson, kt. 200286-2519. Starfleyfi fyrir litla vatnsveitu að Háteigi vegna mjólkurframleiðslu. Leyfi útgefið 23.10.2017.
b) Steiney ehf., kt. 57049-0500. Starfsleyfi vegna flutnings á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á Vopnafirði til gámavallar og urðunarstaðar Vopnafjarðarhrepps. Leyfi útgefið 17.11.2017.

700-701 Fljótsdalshérað
c) Fallegt fólk ehf., kt. 520608-0520. Starfsleyfi fyrir snyrtistofu að Koltröð 13. Leyfi útgefið 16.11.2017.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
d) Atli Freyr Björnsson, kt. 111075-4339. Endurnýjun á starfleyfi fyrir aðstöðu kírópraktors að Búðareyri 15. Leyfi útgefið 23.10.2017.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
e) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu þann 11.11.2017 í tilefni opnunar Norðfjarðarganga. Ábyrgðarmaður: Hlynur Sveinsson, kt. 280583-3169. Leyfi útgefið 5.11.2017.
f) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfleyfi til að rífa mannvirki, hesthús staðsett við Norðfjarðarveg ofan hafnarsvæðis. Leyfi útgefið 16.11.2017 með gildistíma til 30.11.2017.
g) Hestmannafélagið Blær, kt. 550579-0579. Tímabundið leyfi fyrir jólamarkað með sölubásum í Dalahöllinni. Leyfi gildir 19.11.2017.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
h) Loðnuvinnslan hf., kt. 581201-2650. Tímabundið starfsleyfi þ.e. leyfi til að rífa gamalt atvinnuhús við Hafnargötu 23 og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður: Kjartan Reynisson, kt. 280161-4979. Leyfi útgefið 13.10.2017 með gildistíma til 31.12.2017.

760 Breiðdalsvík
i) Framsókn ehf., kt. 690104-2450. Starfsleyfi fyrir þvottahús, Þvottaveldið, með starfsstöð að Selnesi 17. Leyfi útgefið 24.5.2017.
j) Goðaborg ehf., kt. 630913-1280. Starfsleyfi fyrir þægindavöruverslun með sölu á matvælum og annarri nauðsynjavöru og litlu veitingahúsi fyrir allt að 25 gesti og ísvél. Starfsstöð: Kaupfjelagið, Sólvöllum 25. Leyfi útgefið 26.5. 2017.
k) Drangagil ehf., kt. 420517-1400. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu, Hamar, Þverhamri 2 a. Leyfi útgefið 6. 6. 2017.
l) Útgerðarfélagið Einbúi ehf., kt. 680202-4860. Starfsleyfi fyrir rekstri fiskvinnslu að Sæbergi 11, þ.e. flökun og önnur verkun á bolfiski. Leyfi útgefið 7.11.2017.

765 Djúpavogshreppur
m) Sjónahraun ehf., kt. 451015-1170. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í 3 frístundahúsum og fyrir einkavatnsveitu á Starmýri II a. Fastanúmer 1593521 Leyfi útgefið 25.5.2017.
n) Krákhamar ehf., kt. 660916-0400. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í þremur tveggja íbúða parhúsum og fyrir einkavatnsveitu á Blábjörgum. Leyfi útefið 25.5.2017.
o) Goðaborg NK 1 ehf., kt. 690704-2850. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í Klifi, gistiskála að Kambi 1. Leyfi gefið út 20.6.2017.
p) Havarí ehf., kt. 531207-0330. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í gistiskála fyrir allt að 34 gesti í sex herbergjum á Karlsstöðum. Leyfi útgefið 20.7.2017.
q) Héraðsverk hf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 26 starfsmen í 26 herbergjum og mötuneyti. Staðsetning stafsmannabúða er við Melshorn í Berufirði. Leyfi útgefið 13.10.2017.

780-785 Hornafjörður
r) Ferjuklettar ehf., kt. 620500-2670. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Víkurbraut 2. Leyfi útgefið 16.10.2017.
s) Hótel Höfn ehf., kt. 681290-1339. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingarekstur að Víkurbraut 20 og sölu á gistingu að Víkurbraut 11 og 13. Leyfi útgefið 12.11.2017.
t) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Starfsleyfi fyrir þurrsalerni til afnota fyrir almenning við Hrollaugshóla í Hornafirði. Leyfi útgefið 11.12.2017 með gildistíma til 31.12.2018
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

710 Seyðisfjörður
a) Bókakaffi Hlöðum ehf., kt. 530111-0240. Tóbakssöluleyfi í Dalbotnum, Hafnargötu 2. Ábyrgðarmaður: Gréta Sigurjónsdóttir, kt. 191265-5729. Leyfi útgefið 7.12.2017.
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu tóbakssöluleyfisins.

 

 

3. Staða eftirlits í lok árs

Af hálfu starfsmanna er lögð áhersla á að ljúka eftirlitsstörfum þessar seinustu vikur ársins, en skýrslur og bréfaskriftir eru látin bíða. Líkur eru á að eftirlitsáætlun gangi upp.

 

4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

4.1. Íslenska gámafélagið vegna jarðgerðar á Reyðarfirði

Sótt var um starfsleyfi til að jarðgera allt að 600 tonn af lífrænum heimilisúrgangi og samskonar úrgangi frá fyrirtækjum. Starfsleyfisdrög voru unnin og auglýst í Dagskránni og á heimasíðu HAUST. Veittur var frestur til að gera athugasemdir til 8. nóvember 2017. Athugasemdir bárust frá tveim aðilum og lutu þær m.a. að lyktarmengun og óþægindum auk skipulags o.fl.

Helga kynnir athugasemdir sem bárust og drög að svörum HAUST við þeim. Einnig einstök ákvæði í starfsleyfinu svo sem að eftirlit sé áætlað 3 sinnum árlega til að byrja með.

Nokkrar umræður urðu um málið. Fram kom að á borgarafundi sem nýlega var haldinn á Reyðarfirði hafi málið borið á góma, fulltrúar ÍGF hafi verið á fundinum. Nefndarmenn spurðu um mögulegar aðgerðir til að draga úr lyktarmengun ef af verður og lögð var áhersla á eftirlit og eftirfylgni með starfseminni eftir að hún hefst.

Heilbrigðisnefnd samþykkir útgáfu starfsleyfisins þegar tilsettum skilyrðum um hreinsun svæðisins, vélbúnað o.þ.h. hefur verið mætt og starfsmenn HAUST hafa staðfest það með úttekt.

4.2. Isavia Egilsstaðaflugvelli vegna æfingasvæðis fyrir slökkvilið

Sótt var um starfsleyfi fyrir æfingasvæði slökkviliðs við NV enda flugbrautar á Egilsstaðaflugvell. Starfsleyfisdrög voru unnin og auglýst í Dagskránni og á heimasíðu HAUST. Veittur var frestur til að gera athugasemdir til 8. nóvember 2017. Enga athugasemdir bárust.
Heilbrigðisnefnd samþykkir útgáfu starfsleyfisins þegar búið er að ganga frá tilskyldum mengunarvörnum og starfsmenn HAUST hafa staðfest það með úttekt.

4.3. Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka

Með tölvupósti hefur hótelstjóri gert grein fyrir stöðu framkvæmda í fráveitumálum hótelsins.
Heilbrigðisnefnd fagnar málalokum en felur starfsmönnum að fylgjast vel með virkni fráveituvirkja þegar starfsemi eykst á hótelinu í sumar.

4.4. Fosshótel Jökulsárlón, Hnappavöllum

Helga gerir grein fyrir stöðu mála. Fyrirtækið hefur kynnt áform um stækkun hótelsins og tilfærslu og stækkun hreinsivirkis fyrir fráveitu.
Heilbrigðisnefnd óskar eftir tímasettum áformum um framkvæmdir. Gerð er krafa um að tilfærsla hreinsivirkis verði í forgangi og að fráveita frá núverandi hóteli verið tengt nýju hreinsivirki sem fyrst. Þangað til er ætlast til að farið verði í hvívetna eftir gildandi starfsleyfi hvað varðar hreinsun fráveitu.

4.5. Hringrás á Reyðarfirði

Lítil starfsemi hefur verið í starfsstöðinni sl. ár. Spilliefnamóttakan hefur verið lokuð og einungis tekið við málmum og dekkjum í samvinnu við ÍGF. Nú er unnið að rúmmálsminnkun efnishauga enda höfðu þeir farið yfir leyfileg mörk. Stefnt er að útskipun efnis í lok janúar 2018. Einnig eru vonir bundnar við að hægt verði að opna spilliefnamóttökuna á nýju ári.

 

5. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

a. Umsögn um breytingu á deiliskipulagi við Eyvindará II á Fljótsdalshéraði.
b. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 – ferðaþjónusta og verslun og þjónusta
c. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 vegna áforma um akstursíþróttasvæði, skotæfingasvæði og enduropnun grjótnámu í Fjárhúsavík.
d. Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir skotíþróttasvæði við Grjótbrú í Hornafirði
e. Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir akstursíþróttasvæði við Friðhóla í Hornafirði
f. Umsögn um deiliskipulagstillögu á Brunnhóli, Hornafirði
g. Umsögn um deiliskipulagstillögu í Hvammi, Hornafirði
h. Umsögn um deiliskipulagstillögu fyrir Skjólshóla, Hornafirði

Til Umhverfisstofnunar

i. Umsögn um stöðuskýrslu vegna fráveitumála 2014.

Til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis

j. Umsögn vegna breytingar á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti m.s.br.(varðar breytingu á takmörkunum um hvar gæludýr mega vera)

Umsagnir um gjaldskrár sveitarfélaga

k. Umsögn um nýja gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð
l. Umsögn um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu Hornafirði.

Umsögn til Skipulagsstofnunar vegna efnistöku úr Sléttuá í Reyðarfirði.

 

6. Önnur mál

6.1. Fundadagatal 2018

Tillaga um að funda næst þann 7.2.2017 og að þá verði lagt fram fundagatal fyrir árið 2018.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða tillögu.

6.2. Launauppgjör v. heilbrigðisnefndar

Yfirlit um fundarsetur o.þ.h. á seinni hluta ársins 2017 hafa verið send nefndarmönnum. Engar aths. voru gerðar og laun verða því gerð upp skv. því yfirliti.

6.3. Önnur mál

Engin önnur mál komu fram.

Fundi slitið kl. 9:35 með óskum um gleðileg jól.

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland 
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð 138 á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search