Fundargerð 7. febrúar 2018

139. / 22. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 7. febrúar 2018 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson 
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Sandra Konráðsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi         842
  2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva      844
    2.1. Loðnuvinnslur og hrognataka    844
    2.2. VHE ehf. steypueiningaverksmiðja, Pálshöfða í Fellum    844
    2.3. Rarik Garðarsvegi 15, Seyðisfirði    844
    2.4. Aðveitustöð Rarik við Grímsárvirkjun    844
    2.5. Gámavöllur á Höfn    845
    2.6. Skeljungur hf    845
    2.7. Jöklaveröld    845
  3. Neysluvatnsmál     845
  4. Vinna milli funda    845
  5. Framsal eftirlits    845
  6. Málefni lífeyrissjóða    846
  7. Önnur mál    846
    7.1 Bílakaup    846
    7.2 Fundadagatal 2018    846
    7.3  Önnur mál    846

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Tímabundið starfleyfi fyrir áramótabrennur áranna 2017-2020. Ábyrgðarmaður: Kjartan Benediktsson, kt. 080273-5689. Leyfi útgefið 14.12.2017.
b) Nord Marina ehf., kt. 610316-0930. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 10 manns að Kaupvangi 2. Leyfi útgefið 3.1.2018.
c) Kjöt- og fiskbúð Austurlands ehf. kt. 690813-1060. Breyting á starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Kaupvangi 23b, breyttur rekstraraðili. Leyfi útgefið 9.1.2018.
d) G. Kristín veitingar ehf. kt. 520216-1030. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum á Egilsstaðaflugvelli. Leyfi útgefið 15.1.2018.
e) Sámur Bóndi ehf .kt. 641296-2369. Starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu og vatnsveitu á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Leyfi útgefið 15.1.2018.
f)  Skógræktin, kt. 590269-3449. Endurnýjun starfsleyfis fyrir samkomuhald í Trjásafninu í Hallormsstað. Leyfi útgefið 31.1.2018 og gildir til fjögurra ára.

700-701 Fljótsdalshreppur
g)  Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Endurnýjað starfleyfi fyrir almenningssalerni við Hengifossá. Leyfi útgefið 22.1.2018.

710 Seyðisfjarðarkaupstaður
h) Herðubreið Seyðisfirði sf., kt. 550517-0510. Breyting á starfsleyfi fyrir samkomuhúsið Herðubreið m.t.t. rekstaraðila. Leyfi breytt 14.12.2017.
i)  Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir skólamötuneyti í Herðubreið, Austurvegi 4. Leyfi útgefið 14.12.2017.

720 Borgarfjarðarhreppur
j)  Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Tímabundið starfleyfi fyrir áramótabrennur áranna 2017-2020. Ábyrgðarmaður: Kári Borgar Ásgrímsson, kt. 120964-7049. Leyfi útgefið 13.12.2017.
k)  Já sæll ehf., kt. 580509-1690. Starfsleyfi fyrir samkomu- og veitingastað með fullbúnu veitingahúsi í Fjarðaborg. Leyfi útgefið 30.1.2018.
l)  Borgarfjarðarhreppur. kt. 480169-6549. Endurnýjað starfsleyfi fyrir söfnun og flutning á úrgangi. Leyfi útgefið 31.1.2018.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
m)  Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Tímabundið starfsleyfi fyrir leikskóla og mötuneyti með móttökueldhúsi í Félagslundi – Leikskólinn Lyngholt. Leyfi útgefið 3.1.2018 og gildir til 3.1.2020.
n)  Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Breyting á starfsleyfi fyrir opin leiksvæði á Eskifirði. Leyfi útgefið 9.1.2017.
o) Íslenska gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Starfsleyfi vegna jarðgerðar á lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum og fyrirtækjum í starfsstöðinni á Hjallanesi 10-14. Leyfi útgefið 23.1.2018.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
p)  F Hotels ehf., kt. 630410-0290. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingasölu að Hafnarbraut 50. Leyfi útgefið 4.1.2018.
q)  F Hotels ehf., kt. 630410-0290. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu að Strandgötu 14. Leyfi útgefið 4.1.2018.
r)  Snyrtistofan Alda kt. 090382-3149. Tímabundið starfsleyfi fyrir snyrtistofu að Hafnarbraut 4. Leyfi útgefið 17.1.2018.

780-785 Hornafjörður.
s) Tröllaferðir ehf., kt. 430316-1760. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í Sandaseli, Skaftafelli 785 Öræfum. Leyfi útgefið 19.12.2017 með gildistíma til 19.12.2018.
t) Þorrablótsnefnd Suðursv/Mýra, kt. 620103-2330. Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót á Hrollaugsstöðum þann 3.2.2018.
u) Fjölnir Torfason, kt. 011052 – 2749. Breyting á starfsleyfi fyrir vatnsveitu fyrir Breiðabólstað og Hala. Leyfi útgefið 25.1.2018.
v) Vatnsveita Mýrahrepps, kt. 670301-3380. Breyting á starfsleyfi fyrir vatnsveitu Mýra. Leyfi útgefið 29.1.2018.
w) Litlahorn ehf., kt. 510872-0299: Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu gistingar fyrir allt að 10 gesti í fjórum sérútbúnum gistigámum á Litlahorni. Leyfið gildir til 20.12.2018 til samræmis við stöðuleyfi skipulagsyfirvalda. Leyfi útgefið 31.1.2018.
x) Anna María Ragnarsdóttir, kt. 090761-4129. Breyting á starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Freysnesi. Leyfi útgefið 1.2.2018.
y) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Breyting á starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Leyfi útgefið 1.2.2018.
z) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Hnappavelli í Öræfum vegna byggingar brúa við Hólá og Stígá í Öræfum. Starfleyfi útgefið 1.2.2018.
aa)  Hótel Smyrlabjörg ehf., kt. 540301-2120. Breyting á starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Smyrlabjörgum. Leyfi útgefið 1.2.2018.
bb)  Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169. Tímabundið starfsleyfi til að bora tvær rannsóknarholur, ASK-131 og ASK-132 í landi Hoffells á Mýrum. Leyfi útgefið 17.12.2017 og gildir til 28.2.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 

2.1. Loðnuvinnslur og hrognataka 

Á loðnuvertíðum undanfarin ár hafa orðið mengunaróhöpp sem rekja má til vinnu við hrognatöku og frystingu og hrognum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands. Heilbrigðisnefnd beinir þeim tilmælum til þeirra fyrirtækja sem um ræðir að þau hugi að mengunarvörnum og hagi starfssemi sinni á þann hátt að sem minnst hætta sé á því að fita eða önnur mengandi efni lendi útí umhverfið. 

2.2. VHE ehf. steypueiningaverksmiðja, Pálshöfða í Fellum. 

Fráveita frá fyrirtækinu hefur árum saman verið í ólestri og tilmælum um úrbætur hafa verið að engu hafðar sem og kröfubréf og bókun á fundi heilbrigðisnefndar um úrbætur fyrir mitt ár 2017. 

Erindi barst frá fyrirtækinu þann 24.1.2018 þar sem gert var grein fyrir úrbótum. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir að núverandi rotþró verði lokað, þannig að að hún virki sem safntankur. Þetta skal gert fyrir 1.6.2018. Samþykkt er að tankurinn verði þjónustaður skv. tillögum fyrirtækisins. Þó þarf að vakta tankinn og tryggja að ekki flæði yfir. Önnur atriði í úrbótatillögunni eru einnig samþykkt. 

2.3. Rarik Garðarsvegi 15, Seyðisfirði 

Þann 30.12.2015 var fyrirtækinu ritað bréf til að minna á kröfur í starfsleyfi. 

Fyrirtækinu var veittur frestur til lagfæringa til 27.6.2016. í nóvember 2017 var staðfest á vettvangi að engar úrbætur hafa verið gerðar. Fyrirtækinu var ritað bréf þann 3.1.2018 og gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri fyrir fund heilbrigðisnefndar. 

Heilbrigðisnefnd átelur Rarik fyrir að svara ekki erindinu og veitir lokafrest til 1.apríl n.k. til að svara erindinu. Hafi svör ekki borist fyrir þann tíma mun heilbrigðisnefnd íhuga að beita þvingunarúrræðum. 

2.4. Aðveitustöð Rarik við Grímsárvirkjun 

Starfsemi er löngu hafin, starfsleyfisumsókn hefur ekki borist þrátt fyrir ítrekanir þar um nú síðast með bréfi dags. 3.1.2018. 

Heilbrigðisnefnd átelur að ekki hafi borist starfsleyfisumsókn og hvetur fyrirtækið til að sækja um starfsleyfi eigi síðar en fyrir næsta heilbrigðisnefndarfund. 

2.5. Gámavöllur á Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður er með starfsleyfi fyrir starfsemi á gámavellinum á Höfn. Íslenska gámafélagið hefur sótt um að starfsleyfið verði flutt á kennitölu fyrirtækisins. Enn er ekki búið að girða lóð fyrirtækisins, tengja yfirfyllivörn við olíuskilju eða ganga frá lagnamálum. Vegna brota á starfsleyfinu hefur verið dregið að breyta um rekstaraðila. ÍGF hefur óskað eftir að útgáfa á starfsleyfinu verði dregin. Sveitafélagið hefur óskað eftir fresti til 1.6. n.k. til að ljúka úrbótum.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita umbeðinn frest til 1.6 n.k.

2.6. Skeljungur hf.

Fyrirtækið Skeljungur hf. hefur kynnt áform um að setja niður fituskilju við söluskála í þeirra eigu skv. eftirfarandi plani:
2018 Egilsstaðir Fagradalsbraut og Freysnes
2019 Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Fáskrúðsfjörður

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð áform fyrirtækisins.

2.7. Jöklaveröld

Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið hyggst uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 840/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar 2018. Fyrirtækið óskaði eftir fresti til loka febrúar 2018 til að skila inn úrbótaáætlun.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlengdan frest.

3. Neysluvatnsmál 

Í reglubundnu eftirliti með vatnsveitum sveitarfélaga að undanförnu hafa verið gerðar athugasemdir við skort á gögnum varðandi innra eftirlit. 

Heilbrigðisnefnd hvetur þau sveitarfélög sem um ræðir að bregðast við framkomnum athugasemdum og taka upp virkt og sýnilegt innra eftirlit sem fyrst. Starfsmönnum HAUST er falið að fylgja málinu eftir. 

4. Vinna milli funda 

Umsagnir um skipulag 

a. Umsögn um breytingu á skipulagi Hornafjarðar vegna virkjunar í Birnudal. 
b. Umsögn um kynningu á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir nýja aðveitustöð RARIK við Breiðdalsvík. 

Til skipulagsstofnunar 

c. Umsögn um matsáætlun vegna efnistöku úr sjó, allt að 600 þús. m3, við Eyri, Reyðarfirði , 19.12.2017. 

Umsagnir um gjaldskrár sveitarfélaga 

d. Umsögn um breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð. 

5. Framsal eftirlits 

Samningur milli UST og HAUST frá október 2015 hefur verið framlengdur til ársloka 2019. HAUST mun því áfram fara með eftirlit með sorpförgun, spilliefnamóttöku og fiskimjölsverksmiðjum á starfssvæðinu í umboði UST eins og verið hefur. 846

Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju sinni með þessa framlengingu og minnir jafnframt á að heilbrigðiseftirlit getur tekið að sér hin ýmsu verkefni fyrir aðrar eftirlitsstofnanir. 

6. Málefni lífeyrissjóða 

Vegna breytinga á lögum sem varða jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna hafa lífeyrissjóðirnir sent opinberum aðilum reikninga. HAUST hafa borist reikningar frá nokkrum lífeyrissjóðum samtals uppá rúma 1,8 millj. Ekki hafði verið gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2018. 

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að ganga frá ofangreindu samkomulagi um uppgjör við lífeyrissjóðina. 

7. Önnur mál 

7.1. Bílakaup 

Mitsubishi Outlander tvin bíll keyptur 2. janúar 2018. Kostnaður 4,6 milljónir sem er innan ramma í fjárhagsáætlunar. 

7.2. Fundadagatal 2018 

Lögð var fram eftirfarandi tillaga að fundadagatali 2018. 

21. mars símfundur
2. maí snertifundur Seyðisfirði
27. júní símafundur
12. september snertifundur 
Stefnt að aðalfundi eftir miðjan október 
12. desember símafundur 

7.3. Önnur mál 

Engin önnur mál. 

Fundi slitið kl. 9:35 

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi. 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson 
Gunnhildur Imsland 
Sandra Konráðsdóttir 
Kristín Ágústsdóttir 
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir 

pdfFundargerð 139 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search