Fundargerð 3. maí 2018

141. / 23. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn í Hótel Öldunni á Seyðisfirði 3. maí 2018 kl. 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason 
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson 
Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn:

Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Hrund Erla Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi 851
2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 852
3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 852
3.1  Jöklaveröld 852
3.2  RARIK ohf. Varaaflsstöð í Neskaupstað 853
3.3  RARIK ohf. Lekaþró við kyndistöð/fjarvarmaveitu á Höfn 853
3.4  RARIK ohf. Mengunarvarnir við kyndistöð/fjarvarmaveitu á Seyðisfirði 853
4.  Vinna milli funda 854
5.  Önnur mál 854
5.1  Umræða um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði HAUST. 854
5.2  Umræða um ársskýrslu HAUST. 854
5.3  Umræða um starf nefndarinnar framundan. 854

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a)  Edda Línberg Kristjánsdóttir kt. 240282-4029. Breyting á starfsleyfi fyrir snyrtistofuna Túff, Hafnargötu 1. Leyfi útgefið 28.3.2018.

700-701 Fljótsdalshérað

b) Bar smíðar ehf., kt. 620218-0730. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum (skemmtistað án matsölu) að Fagradalsbraut 25. Leyfi útgefið 27.3.2018.
c)  Tré og Te ehf., kt.541117-0320. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum að Kaupvangi 17. Leyfi útgefið 10.4.2018.
d) Höldur ehf., kt. 651174-0239. Starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð fyrir bifreiðar bíleigu að Lagarbraut 4. Leyfi útgefið 20.4.2018.
e) ALP hf., kt. 540400-2290. Starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð fyrir bifreiðar bíleigu AVIS, Budget að Kauptúni 2. Leyfi útgefið 20.4.2018.
f)  Bílaleiga Flugleiða ehf., kt. 471299-2439. Starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð fyrir bifreiðar bíleigu Hertz að Lagarbraut 7. Leyfi útgefið 20.4.2018.
g)  701 Hotels ehf., kt.540605-1490. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Fagradalsbraut 13. Starfsleyfi útgefið 20.4.2018.
h)  Stísa ehf., kt. 620218-1540. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Vínalandi. Nýr rekstraraðili. Leyfi útgefið 2.5.2018.

720 Borgarfjarðarhreppur

i) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Starfsleyfi vegna tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar 2018. Leyfið gildir frá kl 19:00, 28. júlí 2018 til kl 00:00, 28. júlí 2018.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

j) Elín Helga Kristjánsdóttir, kt. 020662-2639. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í minna gistiheimili að Stekkholti 20, Fáskrúðsfirði. Um er að ræða breytingu á starfsleyfi. Leyfi útgefið 6.3.2018.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður

k)  Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Nýtt starfsleyfi fyrir félagsheimili með móttökueldhúsi, Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar Fjarðarbraut 37. Ekki er um samfellda starfsemi að ræða.  Leyfi útgefið 8.1.2018.
l)  Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt. 610199-2839. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Heilsugæslusel að Túngötu 2. Leyfi útgefið 15.1.2018.

760-761 Breiðdalsvík

m)  Heilbrigðisstofnun Austurlands kt. 610199-2839. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Heilsugæslusel að Selnesi 44. Leyfi útgefið 15.1.2018.
n)   Goðaborg ehf, kt.  630913-1280. Nýtt starfsleyfi fyrir rekstri á fiskvinnslu að Selnesi 3–5. Leyfi útgefið 1.3.2018.
o)   Helga Svanhvít Þrastardóttir, kt. 260366-4089. Nýtt starfsleyfi fyrir gistiskála að Gljúfraborg. Leyfi útgefið 7.4.2018.

765-766 Djúpavogshreppur

p)  Baggi ehf., kt. 630802-2490. Nýtt starfsleyfi fyrir Hlöðuna á Bragðavöllum - fullbúnum veitingastað að Bragðavöllum, með sæti fyrir allt að 100 gesti. Leyfi útgefið 10.1.2018.
q)  DYS 1046 ehf., kt. 680503-3620. Nýtt starfsleyfi fyrir kaffihúsi í Löngubúð, Búð 1, með sæti fyrir allt að 60 gesti. Leyfi útgefið 1.3.2018.

780-785 Hornafjörður 

r)  Ottó Björn Ólafsson, kt. 281248-7319. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Dalsklifi 2 og 3, og lítilli vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni. Leyfi útgefið 28.3.2018.
s)  Selbakki ehf., kt. 560908-0590 Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað í Flatey á Mýrum. Leyfi útgefið 17.4.2018. 
t)  Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir fræðslustarfsemi í Vöruhúsinu, Hafnarbraut 30. Leyfi útgefið 23.4.2018. 
u)  Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega kennslustofu við leikskólann Krakkakot, Víkurbraut 24. Leyfi útgefið 2.5.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa. 

2.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 

700-701 Fljótsdalshérað

a)  Olíuverzlun Íslands hf.,kt. 500269-3249. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í Þjónustustöð Olís, Lagarfelli 2 í Fellabæ. Leyfi útgefið 16.4.2018.
b)  701 Hotels ehf., kt.540605-1490. Tóbakssöluleyfi í veitingastaðnum Skálinn Diner, Fagradalsbraut 13. Leyfi útgefið 20.4.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu ofangreindra tóbakssöluleyfa 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1. Jöklaveröld

Andrés Skúlason vék af fundi undir þessum lið.

Ekki var tekin afstaða til úrbótaáætlunar fyrirtækisins á 140. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands sem haldin var þann 19. mars sl. þar sem viðbótargögn við áætlunina sem óskað hafi verið eftir fyrir fundinn bárust ekki í tæka tíð. Umbeðin gögn hafa enn ekki borist. Í eftirlitsskýrslu vegna eftirlits heilbrigðisfulltrúa í starfsstöðina þann 25. apríl sl. koma fram 5 frávik frá starfsleyfi og frá reglugerð 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Gögn sem ítrekað hefur verið óskað eftir til þess að hægt sé að taka afstöðu til úrbótaáætlunar hafa ekki borist og því getur heilbrigðisnefnd ekki samþykkt úrbótaáætlunina. Fjöldi frávika í nýlegri eftirlitsskýrslu staðfestir að hluta af starfseminni er ekki hagað í samræmi við starfsleyfi eða þær reglugerðir sem um hana gilda. Heilbrigðisnefnd íhugar að takmarka starfsemi fyrirtækisins í samræmi við 60.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

3.2. RARIK ohf. Varaaflsstöð í Neskaupstað

Fyrirtækið fékk frest til 1. apríl sl. til þess að ganga frá olíutönkum á lóð fyrirtækisins við Stekkjargötu og fylla þá af möl eða sandi. Verkið er hafið en það hefur tekið mun lengri tíma en ráð var fyrir gert og því var enn ekki lokið að morgni 3.maí.

Heilbrigðisnefnd átelur seinagang fyrirtækisins. Samþykkt er að fyrirtækið fái lokafrest til 18. maí nk. til að ljúka úrbótum. Að þeim tíma liðnum verður starfsstöðin heimsótt, verði fullnægjandi úrbætur ekki staðfestar í þeirri ferð mun heilbrigðisnefnd beita þvingunarúrræðum í samræmi 60.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir í þeim tilgagni að knýja fram úrbætur

3.3. RARIK ohf. Lekaþró við kyndistöð/fjarvarmaveitu á Höfn

Fyrirtækið hefur með bréfi dags. 20.3. sl. sótt um undanþágu frá endurbótum á lekavarnaþró um olíugeymi við kyndistöð fyrirtækisins á Krosseyjarvegi. Áformað er að hætta rekstri fjarvarmaveitu á Höfn árið 2020 eða 2021 þegar hitaveita frá Hoffelli verður komin í gagnið.

Heilbrigðisefnd samþykkir beiðni RARIK ohf. dags. 20.3.2018 um undanþágu frá endurbótum við lekaþró um olíutank fyrirtækisins með eftirfarandi skilyrðum: 

    • gróf möl í botni lekaþróar verði fjarlægð fyrir lok júní 2018 
    • aldrei verði meira en 40 þús l af olíu á tankinum 

Undanþágan gildi til 31.12.2020

3.4.  RARIK ohf. Mengunarvarnir við kyndistöð/fjarvarmaveitu á Seyðisfirði

RARIK hefur með bréfi dags. 26.3. sl. sótt um frest fram yfir 2020 frá endurbótum á mengunarvarnabúnaði við kyndistöð fyrirtækisins við Garðarsveg á Seyðisfirði. Áformað er að hætta rekstri fjarvarmaveitunnar árið 2019 og ljúka frágangi á árinu 2020.

Beiðni RARIK ohf. dags. 26.3.2018 um frest til endurbótar á mengunarvarnabúnaði kyndistöðvarinnar er samþykktur með skilyrðum, en þó aðeins til ársloka 2020. Skilyrði fyrir frestinum eru að eðlilegu fyrirbyggjandi viðhaldi verði sinnt hér eftir sem hingað til og að í engu verði slakað á verklagi við mengunarvarnir. 

4. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

a)  Umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Myllulæk í Sveitarfélaginu Hornafirði.
b)  Umsögn um nýtt deiliskipulag við Hótel Höfn
c)  Umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir Skíðasvæðið í Oddskarði.
d)  Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps

Aðrar umsagnir 

e)  Umsögn um gjaldskrár fyrir sorphirðu og sorpeyðingu og fyrir söfnunarstöð á Höfn

5.  Önnur mál

5.1  Umræða um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði HAUST.

5.2  Umræða um ársskýrslu HAUST.

5.3  Umræða um starf nefndarinnar framundan.

Næsti fundur er áætlaður 21. júní nk. kl. 9:00, símafundur

Fundi slitið kl. 14:10

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Hrund Erla Guðmundsdóttir

pdfFundargerð 141 á pdf

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search