Fundargerð 12. september 2018

143. / 25. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn á Gistihúsinu á Egilsstöðum 12. september 2018 kl. 12:45

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir Borgþór Freysteinsson

Dagskrá:

 1. Bókuð útgefin starfsleyfi 859
 2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 861
  2.1  Skeljungur hf., Freysnesi 861
 3. Vinna milli funda 861
 4. Ársreikningur 2017 861
 5. Fjárhagsáætlun og gjaldskrá 861
 6. Önnur mál 861
  6.1 Stofnanasamningur HAUST og FíN 861
  6.2 Næstu fundir 861

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður
a) Súsanna Svansdóttir, kt. 220495-3029. Starfsleyfi fyrir fótaaðgerðarstofu að Kolbeinsgötu 8. Leyfi útgefið 4.7.2018.
b) Veiðiklúbburinn Strengur ehf., kt. 630269-6529. Breyting á starfsleyfi fyrir veiðihúsið Fossgerði. Leyfi útgefið 14.8.2018.
c)  Veiðiklúbburinn Strengur ehf., kt. 630269-6529. Breyting á starfsleyfi fyrir veiðihúsið Árhvammi. Leyfi útgefið 14.8.2018.

700-701 Fljótsdalshérað
d) Ásgeirsstaðir ehf., kt. 620915-2890. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Eiðavöllum 6 og Vallnaholti 8, Eiðum. Leyfi útgefið 17.7.2018.
e)  Austurverk ehf., kt.680214-0260. Nýtt starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu að Miðási 31. Leyfi útgefið 8.8.2018.
f) Verkstæði Svans ehf., kt. 591211-0480. Nýtt starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu að Finnsstöðum 2. Leyfi útgefið 9.8.2018.
g) Sæti hópferðir ehf., kt. 590914-1260. Starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin véla að Miðási 37, bil 3 og 4. Leyfi útgefið 29.8.2018.
h) Kranar ehf., kt. 570389-1229. Starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin véla að Miðási 37, bil 1 og 2. Leyfi útgefið 29.8.2018.
i) LMJO ehf., kt. 511115-33290. Breyting á starfsleyfi fyrir gistiheimili að Lyngási 5-7. Leyfi útgefið 31.8.2018.
j) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Tímabundið starfsleyfi fyrir leikskóla að Tjarnarbraut 39. Leyfi útgefið 3.9.2018 og gildir til 3.9.2019.
k) Stóri Bakki ehf., kt. 530709-0350. Breyting á starfsleyfi fyrir gistingu, vatnsveitu og hestaleigu að Stóra Bakka. Leyfi útgefið 5.9.2018.
l) Búi í Gerði ehf., kt. 710308-1600. Breyting á starfleyfi fyrir gistingu að Tjarnarbraut 17. Leyfi útgefið 6.9.2018.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
m) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Breyting á starfsleyfi fyrir tjaldsvæði með leiksvæði við andapollinn á Reyðarfirði. Leyfi útgefið 20.8.2018.
n)  Wieslaw Darius Stawiski, kt. 100369-2659. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúð að Heiðarvegi 2, Reyðarfirði. Leyfi útgefið 29.8.2018

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
o) Weerawan Warin, kt. 270976-2209. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu á bæjarhátíðinni Útsæðið á Eskifirði 18.8.2018. Leyfi útgefið 8.8.2018.
p) Eskja hf., kt. 630169-4299. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 18 starfsmenn í gömlu Hulduhlíð að Bleiksárhlíð 56, Eskifirði. Leyfi útgefið 2.8.2018.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
q) Bleksmiðjan ehf. kt., 571215-1600. Starfsleyfi fyrir húðflúrun að Egilsbraut 8, dagana 12.-15. Júlí í tengslum við Eistnaflug. Leyfi útgefið 12.7.2018.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
r)  Eiríkur Ólafsson, kt. 281051-3699. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Hlíðargötu 8 750 Fáskrúðsfirði. Um er að ræða útleigu á íbúð fyrir 4-5 gesti. Leyfi útgefið 1.8. 2018.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
s) Skemmtifélag Stöðvarfjarðar, kt. 620211 -2490. Tímabundið starfsleyfi fyrir dansleik á Stöðvarfirði 30.6. til 1.7. 2018 á hátíðinni Stöð í Stöð á Stöðvarfirði. Ábyrgðarmaður Einar Tómas Björnsson kt. 141291-2629.
t)  Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Íþróttahús Stöðvarfjarðar Fjarðarbraut , 755 Stöðvarfirði. Leyfi útgefið 6.4.2018.

765-766 Djúpavogshreppur
u) William Óðinn Lefever kt. 250585-2339 Nýt starfsleyfi fyrir matvælavinnslu í Havarí Karlsstöðum 788 Djúpavogi. Leyfi útgefið 6.9.2018.

780-785 Hornafjörður.
v) Karl Jóhann Guðmundsson, kt. Starfsleyfi fyrir matsöluvagni. Framleiðslunúmer Sug Bamf 20 Hca B2082. Leyfi útgefið 5.7.2018.
w) Ólöf Gísladóttir, kt. 090960-7769. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu í Álaugarey. Leyfi útgefið 9.7.2018.
x) Lón slf., kt. 510613-1120. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og lítilli vatnsveitu að Þorgeirsstöðum. Leyfi útefið 9.7.2018.
y) Kúhamar ehf., kt.570117-1810. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og morgunverði, auk vatnsveitu að Hafnarvöllum í Lóni. Leyfi útgefið 13.7.2018.
z) Vatnajökulsþjóðgarður kt. 441007-0940. Starfsleyfi fyrir almenningssalerni við Jökulsárlón. Leyfi útgefið 18.7.2018 og gildir til 1.6.2019.
aa) Félag sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum, kt. 700708-1360. Tímabundið starfsleyfi fyrir litla brennu á aurum Jökulsár í Lóni 4.8. kl. 21:00. Leyfi útgefið 26.7.2018.
bb) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir leikskóla, leiksvæði og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Leyfi útgefið 3. ágúst 2018.
cc) Suðursveit ehf., kt. 500315-1210 starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu að Reynivöllum 2. Leyfi útgefið 23.8.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2. 1 . Skeljungur hf., Freysnesi

Skeljungur hefur með bréfi dagsettu 21.8. sl. óskað eftir fresti fram á næsta sumar til að gera úrbætur á fráveitu frá söluskálanum í Freysnesi en fyrir liggur að núverandi rotró er orðin of lítil. 

Heilbrigðisnefnd samþykkir, í ljósi aðstæðna frest til 30.september 2019. Með skilyrðum um að mjög vel verði fylgst með virkni núverandi hreinsivirkis og rotþróin verði tæmd eins oft og þurfa þykir.  

3.  Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

 1. Umsögn um lýsingu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Vopnafirði 
 2. Umsögn um breytingu á deiliskipulagi, Höfn Útbær Óslands
 3. Umögn um breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps
 4. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjaraðar vegna hitaveitu í Hoffelli
 5. Umsögn um breytingu á deiliskipulagi fyrir hitaveitu í Hornafirði 

4. Ársreikningur 2017

Fyrir liggur endurskoðaður ársreikningur frá KPMG, undirritaður af skoðunarmönnum HAUST.  

Nefndarmenn staðfesta ársreikning með undirritun og samþykkja að vísa honum til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar.

5.  Fjárhagsáætlun og gjaldskrá 

Drög að fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 lögð fram, áætlunin gerir ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun og tillögu að óbreyttri gjaldskrá til afgreiðslu aðalfundar. 

6. Önnur mál

6.1.  Stofnanasamningur HAUST og FíN
í ljós hefur komið að endurnýja þarf stofnanasamning á milli HAUST og FÍN og hefur FÍN kallað eftir gögnum í tengslum við þá vinnu.

Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu í samstarfi FÍN.

6. 2.  Næstu fundir

Stefnt er að aðalfundi á Egilsstöðum 24. október.  

Fundi slitið kl. 13:45

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð á pdf

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search