Fundargerð 23. október 2018

144. / 26. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
símfundur 23. október 2018 kl 12:00 

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir

Starfsmenn:

Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Samþykktir - Fjarðabyggð 863
  2. Önnur mál 863
    2.1 Fráfarandi heilbrigðisnefnd 863
    2.2. Næstu fundir 863


1. Samþykktir - Fjarðabyggð

Formaður heilbrigðisnefndar kynnti þá vinnu sem fram hefur farið vegna endurskoðana á samþykktum vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þarf að endurskoða samþykktir fyrir sameinuð sveitarfélög. Drög að eftirfarandi endurskoðuðum samþykktum verður send hinu nýja sameinaða sveitarfélagi auk viðeigandi sveitarfélögum sem eru aðilar að sameiginlegum samþykktum í kjölfar fundarins.

  • Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
  • Samþykkt um fráveitur í Fjarðabyggð
  • Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
  • Samþykkt um hunda- og kattahald
  • Samþykkt um fiðurfé
  • Samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð.

Til máls tóku JBH, GI, ÁK, LÞ, LG og BJ.

2.  Önnur mál

2.1. Fráfarandi heilbrigðisnefnd

Ný heilbrigðisnefnd tekur til starfa á næsta heilbrigðisnefndarfundi. Fráfarandi heilbrigðisnefnd kvödd með þökkum fyrir vel unnin störf.

2.2. Næstu fundir

20. nóvember á Fáskrúðsfirði eða í Neskaupstað.

Fundi slitið kl. 12:15

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.
Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir

Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð 144 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search