Fundargerð 13. desember 2018

145. / 1. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 
13. desember 2018, kl 12:00

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:

Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Hákon Hansson
Borgþór Freysteinson 

 

Dagskrá

1.  Ný heilbrigðisnefnd 865
2.  Bókuð útgefin starfsleyfi 866
3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 866
3.1    Íslenska Gámafélagið hf. - Jarðgerð 866
4.  Vinna milli funda 866
5.  Önnur mál 867
5.1     Fyrirhugaðar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir 867
5.2.    Innri úttekt MAST varðandi skipulag eftirlits og eftirlit með neysluvatni 867
5.3.    Innra eftirlit vatnveitna 867
5.4.    Næstu fundir 867
6.  Starfsmannamál 867
6.1.    Starfsmenn 867
6.2.    Líkamsræktarstyrkur starfsmanna 867

1.   Ný heilbrigðisnefnd

Leifur Þorkelsson byrjaði fundinn á því að halda kynningu á starfi nefndarinnar 

Formaður heilbrigðisnefndar lagði fram tillögu um skipan varaformanns Heilbrigðisnefndar Austurlands og var samþykkt að Davíð Þór Sigurðsson myndi taka það hlutverk að sér. 

Breytingar á nefndinni frá aðalfundi: Aðalheiður Borgþórsdóttir hefur tekið sæti Vilhjálms Jónssonar sem fulltrúi Seyðisfjarðar.

Berglind Häsler verður í leyfi til ársloka 2019 Lovísa Rósa Bjarnadóttir tekur sæti í nefndinni á meðan.

2.  Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a)  Jurt ehf., kt. 580615-0310. Starfsleyfi vegna pökkunar á grænmeti að Valgerðarstöðum 4. Starfsleyfi útgefið 20. 9.2018.
b)  Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Tímabundið starfsleyfi vegna starfsmannabúða og malartekju vegna vegagerðar í Skriðdal. Leyfi útgefið 15.11.2018 með gildistíma til 31.11.2019.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
c) Hestamannafélagið Blær, kt. 550579-0579. Starfsleyfi fyrir jólamarkað í Dalahöllinni. Leyfi útgefið 12.11.2018 og gildir til ársins 2021.

780-781 Hornafjörður.
d)  Gísli Jónsson, kt. 150855-5949. Tímabundið starfsleyfi til að rífa fjögur mannvirki á Kvískerjum. Leyfi útgefið 17.9.2018 og gildir í eitt ár.
e)  Myllulækur ehf., kt. 601206-0210. Starfsleyfi fyrir þvottahús í Stórulág. Leyfi útgefið 17.9.2018.
f)   Lækjarhús ehf., kt. 640512-2290. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, hestaleigu og vatnsveitu að Borgarhöfn 5 og 6, Lækjarhúsum. Starfsleyfi útgefið 26.9.2018.
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3. 1   Íslenska Gámafélagið hf. - Jarðgerð

Í kjölfar reglubundins eftirlits var óskað eftir að íslenska gámafélagið sendi inn nýja framkvæmdalýsingu á framleiðsluferli fyrir jarðgerðina á Reyðarfirði. Var fyrirtækinu tilkynnt að Heilbrigðisnefnd Austurlands myndi taka afstöðu til þeirra breytinga sem orðið hafa á vinnsluferli.

Heilbrigðisnefnd hafnar innsendri framkvæmdalýsingu vegna ónægra upplýsinga. Jafnframt gerir nefndin þá kröfu að fyrirtækið hagi starfsemi sinni í einu og öllu samræmi við starfsleyfi. Nefndin ákveður að veita íslenska gámafélaginu lokafrest til og með 15. janúar 2019 til að skila inn nýrri framkvæmdalýsingu. Verði ekki brugðist við á fullnægjandi hátt fyrir þann tíma mun nefndin íhuga að beita þvingunarúrræðum í samræmi við 60.gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir í þeim tilgangi að knýja fram úrbætur. 

 

4.  Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

  1. Umsögn um umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags hafnarsvæðis á Vopnafirði
  2. Umsögn um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði
  3. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar og deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð

Aðrar umsagnir

  1. Umsögn um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð
  2. Umsögn um gjaldskrá fráveitu í Fjarðabyggð
  3. Umsögn um gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð
  4. Umsögn um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði
  5. Umsögn til Skipulagsstofnunnar vegna ákvörðunar um matskyldu vegna áforma um nýja skólphreinsistöð fyrir Egilsstaði og Fellabæ
  6. Umsögn um tilkynningu vegna framleiðsluaukningar í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

 

5.  Önnur mál

5.1  Fyrirhugaðar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

Lagt fram til kynningar, ásamt umsögum SHÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga

5.2  Innri úttekt MAST varðandi skipulag eftirlits og eftirlit með neysluvatni

Úttektin var framkvæmd í nóvember sl. drög að lokaskýrslu liggja fyrir og bíða umsagnar. Lagt fram til kynningar

5.3  Innra eftirlit vatnveitna

Um síðustu áramót var ítrekuð sú krafa á allar stærri vatnsveitur skulu hafa virkt og sýnilegt innra eftirlit. Frestur til að sýna fram á innra eftirlit vatnsveitnanna er til loka árs 2018.

Heilbrigðisnefnd minnir vatnsveitur sveitarfélagana að klára vinnu við innra eftirlit innan tilskilins frests.

5.4  Næstu fundir

Fyrirhugað er að halda stuttan símafund fyrir miðjan janúar. Næsti reglulegi fundur nefndarinnar verður 12. febrúar og verður hann haldinn símleiðis kl 10:00 á þeim fundi verður fundadagatal komandi árs lagt fyrir.

 

6.  Starfsmannamál

6.1  Starfsmenn

HAUST hefur borist umsókn um starf frá Heilbrigðisfulltrúa búsettum á svæðinu. Leifur gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdastjóra í samráði við formann og varaformann falið að ræða við viðkomandi starfsmann varðandi ráðningu í afleysingar hluta ársins 2019. Drög að ráðningarsamningi verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar ásamt greinargerð varðandi áhrif fyrirhugaðar ráðningar á fjárhagsáætlun.

Jafnframt ræddu nefndarmenn starfsmannamál stofnunarinnar og munu taka þau upp á næsta fundi hennar í janúar næstkomandi.

6.2  Líkamsræktarstyrkur starfsmanna

Heilbrigðisnefnd Austurlands samþykir að líkamsræktarstyrkur starfsmanna verði kr. 20.000 gegn framvísun kvittunar.

Fundi slitið kl. 14:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson 
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerð 145 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search