Fundargerð 12. febrúar 2019

147. / 3. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Símafundur 12. febrúar 2019 kl 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 870
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 872
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 872
    3.1. Verslun Samkaupa á Eskifirði 872
    3.2. Mjólkursamsalan á Egilsstöðum 873
    3.3. Íslenska gámafélagið v/ jarðgerðar á Reyðarfirði 873
    3.4. Sveitarfélagið Hornafjörður vegna gámavallar við Álaleiru – Sæbraut 873
    3.5. Festi hf. vegna N1 873
    3.6. Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ 874
    3.7. Hitaveita Egilsstaða/Fella ehf. Köldukvíslarveita 874
    3.8. Hitaveita Egilsstaða/Fella ehf. Vatnsveita Hallormsstað 874
  4. Innra eftirlit vatnsveitna 874
  5. Vinna milli funda 875
  6. Innri úttekt MAST í nóvember 2018. 875
  7. Starfsemi ársins 2019 875
    7.1. Eftirlitáætlun ársins 2019 875
    7.2. Sýnatökuáætlun 875
    7.3. Eftirlitskerfið Ísleyfur. 875
    7.4. Starfsmannamál 875
    7.5. Fundadagatal 2019 876

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a)  N1 ehf. 411003-3370. Starfsleyfi fyrir veitingastað að Kaupvangi 4. Leyfi útgefið 4.1.2019.
b)  Gistiheimilið Ormurinn ehf. 580412-1060. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu í fimm sumarhúsum að Skipalæk 3A. Leyfi útgefið 10.1.2019.
c) Hárhúsið ehf. 691297-3229. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir hárgreiðslustofuna Hár.is að Hlöðum í Fellabæ. Leyfi endurnýjað 7.2.2019.
d)  Öfl ehf. 420718-0710. Breyting á starfsleyfi fyrir gististað fyrir allt að 12 manns að Hrafnabjörgum 4. Leyfi útgefið 7.2.2019.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

e) Félag eldri borgara Reyðarfirði, 510902-2540. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir samkomusal að Melgerði 13. Leyfi útgefið 14.1.2019.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

f) Sigurlaug Huld Helgadóttir, kt. 040187-3089. Starfsleyfi fyrir fótaaðgerðarstofu að Strandgötu 50. Leyfi útgefið 14.12.2018.
g) Glerharður ehf., 500602-3410. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Strandgötu 31. Leyfi útgefið 10.1.2019.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

h)  Verkmenntaskóli Austurlands 520286-1369. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir framhaldskóla með iðn- og verknámi að Mýrargötu 10. Leyfi útgefið 8.2.2019.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

i) Loðnuvinnslan, kt. 581201-2650. Tímabundið starfsleyfi til að rífa gamalt atvinnuhús við Hafnargötu 23, Fáskrúðsfirði og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Leyfið gildir frá 25. 10.2018 til 31.12.2018.
j) Fjarðabyggð 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða leyfi fyrir Íþróttasal með búningsaðstöðu og Tækjasal á efri hæð. Leyfi útgefið 1.10.2018.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður

k) Álftafell ehf., kt. 510106-0590. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í tveimur íbúðum að Heiðmörk 17 og 19 e.h. Leyfi útgefið 25.1.2019. 

760-761 Fjarðabyggð – Breiðdalsvík

l)  N1, kt. 540206-2010. Tímabundið starfsleyfi til að rífa Söluskála N1 við Ásveg 18 og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Leyfið gildir frá 1.11.2018 til 31.12.2018.
m) Helga Svanhvít Þrastardóttir, kt. 260366-4089. Breytt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, Minna gistiheimili að Gljúfraborg. Leyfi útgefið 21.9.2018.
n)  Breiðdalsbiti ehf 690816-0670. Breytt starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu að Sólvöllum 23. Leyfi útgefið 15.10.2018.
o)  Goðaborg ehf, 630913-1280. Nýtt starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu að Sólvöllum 23. Leyfi útgefið 21.9.2018.
p)  Fjarðabyggð 470698-2099 Nýtt starfsleyfi fyrir grunnskóla, Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Um er að ræða starfsleyfi fyrir grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, mötuneyti og leiksvæði og leiktæki á lóð skólans. Leyfi útgefið 15.1.2019.
q)  Fjarðabyggð 470698-2099 Breyting á tímabundnu starfsleyfi fyrir áramótabrennu á Breiðdalsvík, í Þórðarhvammi við Breiðdalsvík. Leyfið nær til brennu á gamlárskvöld árin 2019-2020 að báðum meðtöldum.
r)  Fjarðabyggð 470698-2099. Breytt starfsleyfi fyrir Íþróttamiðstöð á Breiðdalsvík, Selnesi 25, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða sundlaug, íþróttahús og líkamsræktarstöð. Leyfi útgefið 28.1.2019.
s)  Fjarðabyggð 470698-2099. Breytt starfsleyfi til að starfrækja tannlæknastofu að Selnesi 25. Leyfi útgefið 17.1.2019.
t)   Fjarðabyggð 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu Breiðdalsvíkur. Leyfi útgefið 15.1.2019.
u)  Fjarðabyggð 470698-2099. Breytt starfsleyfi fyrir tjaldsvæði á Breiðdalsvík. Leyfi útgefið 15.1.2019.
v)  Fjarðabyggð 470698-2099. Breytt starfsleyfi til að starfrækja lítið mötuneyti og dagvist aldraðra að Hrauntúni 10. Leyfi útgefið 15.1.2019.

765-766 Djúpavogshreppur

w)  Eðvald Smári Ragnarsson, kt. 051251-4239. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í gistiskala fyrir allt að 16 gesti í 8 tveggja manna herbergjum, Hammersminni Guesthouse. Leyfi útgefið 22.9.2018.
x)   DYS 1046 ehf., kt. 680503-3620. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í gistiskála og íbúð að Kambi 1, Klif hostel. Leyfi útgefið 1.2.2019.

780-785 Hornafjörður

y)  N1 ehf. 411003-3370. Starfsleyfi fyrir skyndibitastað að Vesturbraut 1. Leyfi útgefið 4.1.2019.
z)  Samkaup hf 571298-3769. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun í Miðbæ Litlubrú 1. Leyfi útgefið 11.1.2019.
aa) Tannlæknastofa Héðins Sigurðssonar 210764-7399. Endurnýjað starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Vesturbraut 3. Leyfi útgefið 11.1.2018.
bb)  Heilbrigðisstofnun Suðurlands kt. 550185-0329. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir heilsugæslu, dvalarheimili og mötuneyti að Víkurbraut 29-31. Leyfi útgefið 18.1.2019.
cc)  Funaborg ehf., kt.620915-1650 starfsleyfi fyrir veitingastað að Víkurbraut 12. Skilyrt starfsleyfi til þriggja mánaða útgefið 28.1.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2.   Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a)  N1 ehf. 411003-3370. Tóbakssöluleyfi í söluskála N1 á Egilsstöðum að Kaupvangi 4. Leyfi útgefið 4.1.2019.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

b)  N1 ehf. 411003-3370. Tóbakssöluleyfi verslun N1 að Búðargötu 5. Leyfi útgefið 8.2.2019.

780-785 Hornafjörður

c)  N1 ehf. 411003-3370. Tóbakssöluleyfi í skyndibitastað N1 á Höfn að Vesturbraut 1. Leyfi útgefið 8.1.2019.
d)  Samkaup hf 571298-3769. Tóbakssöluleyfi í matvöruversluninni Nettó í Miðbæ Litlubrú 1. Leyfi útgefið 11.1.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra tóbaksöluleyfa

 

3.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1.  Verslun Samkaupa á Eskifirði

Samkaup hefur óskað eftir fresti til 1.10 2019 til að lagfæra gólfefni í Kjörbúðinni á Eskifirði.í kjölfar athugsemda sem fram komu í eftirlitskýrslu í desember sl.

Heilbrigðisnefnd samþykir að veita umbeðin frest til 1.10. 2019. Starfsmönnum HAUST falið að staðfesta úrbætur að frestinum liðnum.

3.2.  Mjólkursamsalan á Egilsstöðum

Á 135. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 24. maí 2017 samþykkti nefndin úrbótaáætlun Mjólkursamsölunnar ehf. vegna starfsstöðvar fyrirtækisins á Egilsstöðum. Áætlunin gerði ráði fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið í árslok 2018 og að árangur aðgerðanna yrði metin með sýnatöku af fráveituvatni fyrir 31.3.2019.

Í eftirlitsskýrslu sem unnin var í kjölfar eftirlitsferðar þann 15.01.2019 var staðfest að fyrirtækið hafði ekki að öllu leyti staðið við eigin úrbótaáætlun varðandi hreinsun á fráveituvatni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun sem átti samkvæmt úrbótaáætlun að vera komin á fyrir lok febrúar 2018 né laktósahreinsun sem átti að vera komin á fyrir árslok 2018. Í bréfi frá fyrirtækinu sem lagt var fram í eftirlitsferðinni kom fram að stefna og áform um hreinsun fráveitu séu óbreytt frá árinu 2017 en verkið hafi tafist af ýmsum ástæðum. Nú sé stefnt að því að próteinhreinsun verði komin á fyrir árslok 2019 en engar tímasetningar koma fram varðandi laktósahreinsun. Jafnframt kom fram að fyrirtækið áformar að láta taka sýni af fráveituvatni á næstunni.

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka. Fyrirtækið fær frest til 1. apríl nk. til að skila inn niðurstöðum sýntöku á fráveituvatni, sem heilbrigðisnefnd mun hafa til hliðsjónar þegar tekin verður afstaða til hugmynda fyrirtækisins um framlengda úrbótaáætlun.

3.3. Íslenska gámafélagið v/ jarðgerðar á Reyðarfirði

Í kjölfar bókunnar af 145. fundi heilbrigðisnefndar þann 13. desember sl. hefur fyrirtækið sent upplýsingar um viðeigandi úrbætur á starfseminni í samræmi við starfsleyfisskilyrði. Jafnframt hafa fulltrúar fyrirtækisins óskað eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa varðandi hugsanlegar breytingar á starfsleyfinu og framtíðaráform fyrirtækisins.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að funda með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins. Nefndin leggur áherslu á að ekki kemur til álita draga úr kröfum sem fram koma í gildandi starfsleyfi varðandi mengunarvarnir, innra eftirlit o.fl.

3.4. Sveitarfélagið Hornafjörður vegna gámavallar við Álaleiru – Sæbraut

Í eftirliti 11.9. 2018 voru allmörg frávik staðfest varðandi útbúnað á gámavellinum, meðferð og geymslu varasamra efna o.þ.h. Sveitarfélagið hefur í kjölfarið sent inn úrbótaáætlun sem gerir ráð fyrir að úrbótum verði lokið þann 10.3 2019.

Heilbrigðisnefnd samþykir úrbótaáætlun Sveitarfélagsins og felur starfsmönnum HAUST að staðfesta úrbætur með eftirlitsferð að frestinum liðnum.

3.5. Festi hf. vegna N1

Þann 20.12. sl. barst erindi frá Festi hf. (áður N1 hf. kt. 540206-2010) þar sem tilkynnt er að nýtt rekstarafélag, N1 ehf. muni taka við hluta af starfsemi N1 hf. frá 1.1.2019. Þar sem ekki vinnst tími til að sækja um og vinna starfsleyfi skv. reglum þar um á tilsettum tíma hefur Festi hf. lýst því yfir ábyrgð á rekstri bensínstöðvar N1 og meðfylgjandi matvælastarfsemi eftir því sem við á. Jafnframt segir í bréfinu að á næstu sex mánuðum muni N1 ehf. óska eftir útgáfu nýs starfsleyfi á nafninu N1 ehf. og kennitölu 411003-3370.

Heilbrigðisnefnd Austurlands samþykkir erindið.

3.6. Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ

Á 127. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 10.2 2016 var úrbótaáætlun fyrirtækisins vegna áfyllingarplans við starfsstöðina samþykkt. Áætlunin miðaði að því að áfyllingarplan yrði útbúið í maí það sama ár.
Í eftirlitsferð sem farin var þann 8.7.2016 kom fram að framkvæmdir við planið voru ekki hafnar. Í framhaldinu sendi fyrirtækið inn ósk um frest til okt./nóv. 2017 til að ljúka framkvæmdum. Á 135. fundi nefndarinnar þann 24.5. 2017 samþykkti nefndin lokafrest til 30.11.2017.
Í eftirlitsferð þann 20.11.18 kom í ljós að ekki hafði verið gengið frá áfyllingarplani við starfsstöðina og fyrirtækið hafði því ekki staðið við eigin úrbótaáætlun.
Þann 4. janúar sl. var fyrirtækinu gefin kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir 11. febrúar sl. jafnframt kom fram að á fundi heilbrigðisnefndar þann 12.2.2019 yrði tekin ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum í samræmi við XVII. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 verði beitt í þeim tilgangi að knýja fram úrbætur.

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið harðlega vegna endurtekinna vanefnda á eigin úrbótaáætlunum. Nefndin undrast mjög óútskýrðan seinagang fyrirtækisins varðandi nauðsynlegar á úrbætur á starfsstöðinni í Fellabæ og harmar afskipta- og metnaðarleysi fyrirtækisins í mengunarvarnarmálum.

Heilbrigðisnefnd Austurlands veitir Olíverzlun Íslands ehf. áminningu í samræmi við 60.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir vegna fráviks frá ákvæði reglugerðar nr. 884/2017 um áfyllingarplan við starfsstöð fyrirtækisins í Fellabæ. Heilbrigðisnefnd veitir fyrirtækinu frest til úrbóta til 1. maí 2019.

3.7. Hitaveita Egilsstaða/Fella ehf. Köldukvíslarveita

Fyrirtækið hefur óskað eftir fresti til úrbóta til 1.september 2019 til að koma upp merkingum vatnsverndarsvæðis þar sem þjóðvegur 1 um Fagradal liggur yfir grannsvæði vatnsbólsins.

Heilbrigðisnefnd samþykir að veita umbeðin frest til 1.9. 2019. Starfsmönnum HAUST falið að staðfesta úrbætur að frestinum liðnum.

3.8. Hitaveita Egilsstaða/Fella ehf. Vatnsveita Hallormsstað

Undanfarin tvö ár hefur neysluvatn veitunnar á Hallormsstað endurtekið reynst óneysluhæft vegna örverumengunar. HAUST óskaði eftir greinargerð fyrir 1. apríl nk. varðandi það hvernig fyrirtækið hyggst bæta öryggi neysluvatnsins til frambúðar

Með tölvupósti þann 11. febrúar var tilkynnt að vatnsveitan á Hallormsstað yrði komin lag fyrir 1. september nk.

Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að nauðsynlegum úrbótum á vatnsveitunni verði lokið svo fljótt sem verða má. Neysluvatn úr veitunni þjónar m.a. mikilvægum ferðamannastöðum á svæðinu. Heilbrigðisnefnd ítrekar óskir um greinargerð varðandi það hvernig fyrirtækið hyggst bæta öryggi neysluvatns til frambúðar. Minnt er á að frestur til að skila slíkri greinargerð rennur út 1.apríl nk.

 

4. Innra eftirlit vatnsveitna

Frestur til að skila inn gögnum varðandi innra eftirlit opinberra vatnsveitna var gefinn til ársloka 2018. Þrátt fyrir það hefur aðeins ein vatnsveita skilað inn fullnægjandi gögnum að mati HAUST. Í nokkrum tilfellum hefur HAUST gert kröfur um lítilsháttar úrbætur á framlögðum gögnum á meðan aðrar veitur hafa óskað eftir framlengdum fresti. Í einhverjum tilfellum hafa hvorki borist gögn né verið óskað eftir fresti.

Heilbrigðisnefnd ítrekar mikilvægi þess að virkt og sýnilegt innra eftirliti verði viðhaft í vatnsveitum í samræmi við ákvæði í 10. gr.laga nr. 93/1995 um matvæli. Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum HAUST að fylgja eftir kröfum um innra eftirlit og leggja mat á óskir rekstaraðila um fresti til að skila inn gögnum í hverju tilfelli fyrir sig.

 

5. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál
a) Umsögn um skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030
b) Umsögn um deiliskipulag við Dalbraut á Hornafirði
c) Umsögn um verkefnislýsingu fyrir tillögu að breyttu aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 – Ferðaþjónusta að Grund á Jökuldal

Aðrar umsagnir
d) Seinni umsögn HAUST til Skipulagstofnunar vegna fráveitu á Egilsstöðum og í Fellabæ.

 

6.  Innri úttekt MAST í nóvember 2018.

Lokaskýrsla innri úttektar sem framkvæmd var hjá Heilbrigðiseftirlit Austurlands dagana 14. – 15. nóvember s.l. var lögð fram til kynningar og umræðu. Úttektin sneri að skipulagi matvælaeftirlits og eftirfylgni þess auk úttektar á eftirliti með neysluvatni.

 

7.   Starfsemi ársins 2019

7.1. Eftirlitáætlun ársins 2019

Eftirlitsáætlun ársins 2019 lögð fram og samþykkt. Á eftirlitsskrá eru samtals 911 starfsstöðvar. Jafnframt samþykkt að stefnt skuli að ljúka eftirliti ársins fyrir 15. desember nk. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa nefndina reglulega um framvindu eftirlits.

7.2. Sýnatökuáætlun

Sýnatökuáætlun ársins lögð fram og samþykkt. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekin verði alls 310 sýni á árinu 2019. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa nefndina reglulega um framvindu sýnatöku.

7.3. Eftirlitskerfið Ísleyfur.

Leifur sagði frá því að fulltrúi Matvælastofnunnar hefði komið í tveggja daga vinnuferð til HAUST. Tíminn var m.a. notaður til uppfæra eftirlitskerfið sem nú er betur til þess fallið að halda utanum eftirlit á hollustuhátta- og mengunarvarnarsviði.

7.4. Starfsmannamál

Leifur gerir grein fyrir ráðningarsamningum við Helgu Hreindóttur og Láru Guðmunddóttur í framhaldi af bókun á 146.fundi heilbrigðisnefndar. Drög að samningi við Ólöfu Vilbergsdóttur heilbrigðisfulltrúa í 75% stöðu vegna afleysinga á tímabilinu 1. mars til ársloka lögð fram til kynningar, ásamt uppfærðri fjárhagsáætlun.

7.5. Fundadagatal 2019

Tillaga að fundum heilbrigðisnefndar á árinu
26. mars símafundur
14. maí snertifundur
25. júní símafundur
3. september snertifundur
15. október símafundur
30. október aðalfundur HAUST á Seyðisfirði
10. desember símafundur

 

Fundi slitið kl. 10:00

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Benedikt Jóhannsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

  Fundargerð 147 á pdfFundargerð 147 á pdf 

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search