Fundargerð 8. mars 2006

60. / 29. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Símfundur haldinn 8. mars 2006 kl.9:00
  1. Stjórnsýslukæra
  2. Málefni einstakra fyrirtækja
  3. Málefni vatnsveitna
  4. Bókuð útgefin starfsleyfi
  5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  6. Starfsmannamál
  7. Fjárhagur
  8. Kynnt námsstefna "North-Baltic conference on Environmental Health"
  9. Aths. vegna skiptingar á upphæð íbúaframlags sveitarfélaganna
  10. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
  11. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Árni Ragnarsson, Sigurður Ragnarsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Björn Traustason,

Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni J. Óðinsson

1. Stjórnsýslukæra
HAUST hefur borist tilkynning um að úrskurðarnefnd skv. 31. gr. 1. nr. 7/998 hafi borist stjórnsýslukæra Þórarins V. Þórarinssonar hdl. F.h. Impregilo S.p.A. vegna ákvörðunar HAUST um gjaldtöku við gjaldskylt eftirlit fyrir tímabundna starfsemi tengdri stóriðju og virkjunum. Óskað er eftir að HAUST skili greinargerð um málið. HHr gerir grein fyrir málinu og efnisatriðum í því.
Frkvstj. falið að fá lögfræðing til aðstoðar við að svara til úrskurðarnefndar.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Fosshótel Vatnajökull. Eins og fram hefur komið í eftirlitsskýrslum til fyrirtækisins og einnig í bókun heilbrigðisnefndar uppfyllir aðstaðan í hótelinu ekki fyllilega kröfur sem gera ber til veitingahúsa. Fyrirtækið hefur áður fengið frest til að ljúka málinu, en hefur nú fært rök fyrir töfum og óskað frekari tímafrests. Í kjölfarið gaf frkvstj. þann 30.1. út starfsleyfi til eins árs með kröfu um að teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum verði lagðar fram hið fyrsta til umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti og að framkvæmdum yrði lokið á starfsleyfistímanum, þannig að ekki þurfi að koma til frekari fresta.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ákvörðun frkvstj.
b) Rarik - vegna kyndistöðvar í Neskaupstað. ÁjÓ gerir grein fyrir málinu.

  • Rarik hefur með bréfi gert grein fyrir vandamálum og töfum sem orðið hafa á vinnu við að setja upp nýjar og hljóðlátari viftur. Vonast er til að vifturnar verði settar upp í apríl eða maí. Dísilvélarnar hafa ekki verið keyrðar síðan athugasemd um hávaða kom fram í nóvember.
  • Rarik telur kyndistöðina ekki falla undir skilgreiningu reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfisskylda starfsemi og hefur leita álits viðkomandi yfirvalds um úrskurð þar um.

3. Málefni vatnsveitna
Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 30.11.2005 var fjallað um vatnsveitur og eftirfarandi bókað:

Engin af stærri vatnsveitum á Austurlandi er með gilt starfsleyfi. ÁJÓ kynnir málið og gerir grein fyrir því að HAUST sé ekki heimilt að gefa út eða endurnýja starfsleyfi fyrir matvælafyrirtæki nema þau sýni fram á að hafa neysluvatn sem uppfyllir kröfur neysluvatnsreglugerðar. Í matvælareglugerð nr. 522/1994 m.s.br. er gerð eftirfarandi krafa til matvælafyrirtækja: “Ávallt skal vera nægilegt magn af vatni og skal það uppfylla skilyrði reglugerðar um neysluvatn.” Í neysluvatnsregluger nr. 536/2001 segir um vatnsveitur:
“Afla skal starfsleyfis heilbrigðisnefndar áður en eftirlitsskyld vatnsból eða vatnsveitur, sbr. 12. gr., og tilheyrandi búnaður er tekinn í notkun og við eigendaskipti, samanber ákvæði reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Skal það gert að undangenginni ákvörðun um vatnsvernd í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns og rannsókn á gæðum vatnsins í samræmi við ákvæði 13. greinar þessarar reglugerðar.” Um vatnveitur gilda auk þess ákvæði matvælareglugerðar um að viðhaft skuli innra eftirlit með vatnsveitunni.
Starfsmönnum falið að rita rekstraraðilum allra vatnsveitna sveitarfélaganna á svæðinu bréf og kynna þeim að hafi ekki borist umsóknir um starfsleyfi og nauðsynleg fylgigögn fyrir lok febrúar 2006, þá verði þeim veitt áminning. Rekstraaðilum verði veittur andmælaréttur til 15.2.2006.


Andmæli hafa ekki borist frá neinni vatnsveitu.

Frá eftirfarandi vatnsveitum í rekstri opinberra aðila hafa borist umsóknir um starfsleyfi ásamt fullnægjandi gögnum:
Vatnsveita Vopnafjarðar
Vatnsveita Borgarfjarðar eystri
Vatnsveita Stöðvarfjarðar
Vatnsveita Fáskrúðsfjarðar
Vatnsveita Djúpavogs
Vatnsveita Hafnar

Frá eftirfarandi sveitarfélögum hafa borist munnlegar upplýsingar um að verið sé að leggja lokahönd á fylgigögn vegna starfsleyfisumsókna fyrir eftirfarandi vatnsveitur:

Fjarðabyggð: Vatnsveita Norðfjarðar í Fannardal
Vatnsveita Eskifjarðar á Lambeyrardal
Vatnsveita Eskifjarðar í Eskifirði
Vatnsveita Reyðarfjarðar
Fljótsdalshéraðs: Vatnsveita Fella
Vatnsveita Egilsstaða
Vatnsveita Breiðdalsvíkur
Vatnsveita Bakkafjarðar

Ekki hafa borist umsóknir eða gögn vegna eftirfarandi vatnsveita:
Vatnsveita Seyðisfjarðar
Vatnsveita Hallormsstaðar
Vatnsveita Eiða

  • Gefin verði út starfsleyfi fyrir vatnsveitur Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Djúpavogs og Hafnar.
  • Enn verði veittur tveggja vikna frestur til vatnsveitna Bakkafjarðar, Breiðdalshrepps, Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs vegna vatnsveitna Egilsstaða og Fella. Gefin verði út starfsleyfi fyrir þeirra vatnsveitur ef fullnægjandi gögn berast innan veitts frests.
  • Öðrum ofangreindum vatnsveitum verði veitt áminning í samræmi við ákvæði hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br., enda hafa rekstaraðilum þessara vatnsveitna verið kynnt áform þess efnis og andmæli hafa ekki borist.
4. Bókuð útgefin starfsleyfi
715 Mjóafjarðarhreppur
a) Haförn SU 42 ehf., kt. 670603-4070. Starfsleyfi vegna hrognavinnslu að Borg 715 Mjóafirði. Um er að ræða litla hrognavinnslu. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir fiskvinnslur eftir því sem við á. Sömuleiðis skal fara eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, Skv. auglýsingu frá Umhverfisráðuneyti í ágúst 2000. Starfsleyfi útgefið 8.2.2006
720 Borgarfjörður
b) Skúli Sveinsson, kt. 220162-5329, Borg, 720 Borgafjörður eystri. Starfsleyfi endurnýjun fyrir sölu á gistingu að Borg, Sjávarborg og Breiðvangi, 720 Borgarfirði. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir 27 gesti í þrem aðskildum húsum. Farið skal eftir starfsleyfi fyrir gistiskála og gistingu á einkaheimilum. Starfsleyfi útgefið 7.2.2006.
700-701 Fljótsdalshérað
c) Magnús Sæmundsson, kt. 070965-3059, Brúarási 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi vegna Góugleði í Íþróttahúsinu á Brúarási þann 4.3.2006. Starfsleyfi útgefið 19.1.2006.
d) Hugi Guttormsson, kt. 271072-5389, Helgafelli 4b, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. þorrablótsnefndar vegna Þorrablóts í Fellum, 27.1.2006. Haldið í íþróttahúsi Smiðjuseli 2, Fellabæ. Starfsleyfi útgefið 23.1.2006.
e) Jökull Hlöðversson, kt. 161242-3229, Grímsárvirkjun, 701Egilsstaðir. F.h. Þorrablótsnefndar tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts á Arnhólsstöðum, Skriðdal 10.febrúar 2006. Starfsleyfi útgefið 26.1.2006.
f) Renato Gruenenfelder, kt. 280667-2189, f.h. Fosshótel ehf., kt. 530396-2239. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum í Fosshótel Hallormsstað Í Hallormsstaðaskóla, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu í allt að 35 tveggja manna hótelherbergjum og veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 90 gesti í sæti. Miðað er við samræmum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir veitingahús frá 2003 og fyrir gistihús frá 2004. Leyfið gildir frá 12.6.2006 til 12.6.2010.
g) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna félagsmiðstöðvarinnar Afrek, Smiðjuseli 2, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir ungt fólk. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfi útgefið 2.2.2006.
h) Bensínorkan ehf. kt. 600195-2129, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti, Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfið er útgefið 3.2.2006.
i) Kollur ehf. kt. 651188-1219, starfsleyfi fyrir matsölustað að Fagradalsbraut 13, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 52 gesti auk sjoppu með óvarin viðkvæm matvæli svo sem ís úr vél. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir veitingastaði og verslun með matvæli eftir því sem við á Starfsleyfið endurnýjað 8.2.2006.
j) Stefán Jónasson, kt. 040941-3989, Brekka, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. þorrablótsnefndar vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Tungubúð, Fljótsdalshéraði 18.2.2006. Starfsleyfi útgefið 14.2.2006.
k) Kvenfélag Hróarstungu, kt. 451199-2859, Mánatröð 12, 700 Egilsstaðri. Starfsleyfi fyrir félagsheimilið Tungubúð, Hróarstungu, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsheimili án samfelldrar starfsemi. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Starfsleyfi útgefið 16.2.2006.
l) Grái hundurinn ehf., kt. 540605-1490. Starfsleyfis fyrir sölu á gistingu og veitingum í húsnæði Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 28 manns ýmist í uppábúnum rúmum eða í svefnsölum. Heimild er til sölu á morgunverði og á heitum máltíðum fyrir hópa. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir veitingastaði og fyrir gististaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 20.2.2006
m) Baldvin Samúelsson, kt. 251079-5529, Skógarhlíð 13c Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfið fyrir samkomuhús í Valaskjálf 25.02.
n) Bílanaust hf., kt. 460169-2919. Starfsleyfi fyrir varahlutaverslun, Lyngási 13 Egilsstöðum. Starfsleyfi er útgefið 06.03.2006.
701 Fljótsdalshreppur
o) Grímur Halldórsson kt. 250854-4719 f.h. Keflavíkurverktakar hf. kt. 411199-2159, Lyngási 11, 210 Garðabær. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir 8 manns, Hvammseyri, Fljótsdal. Starfsleyfið er útgefið 20.02.2006 og gildir á meðan starfsemi stendur þó ekki lengur en í 4 ár.
710 Seyðisfjörður
p) HAS ehf., kt. 660299-2389. Starfsleyfi fyrir saltfiskverkun að Strandavegi 27. Um er að ræða leyfi til saltfiskverkunnar auk hrognasöltunar. Farið skal eftir starfsreglum HAUST fyrir fiskvinnslur ásmat almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, Skv. auglýsingu frá Umhverfisráðuneyti í ágúst 2000. Breytt og endurnýjað starfsleyfi útgefið 24.1 2006
730-740 Fjarðabyggð
q) KK- matvæli ehf., kt. 510800-2730. Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu að Hafnargötu 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að heimild til framleiðslu og pökkunar á síldarréttum, salötum, fiski, kjöti ofl. þ.h.. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir matvælafyrirtæki. Starfsleyfi endurnýjað 18.01.2006.
r) Fjarðaál sf. / Bechtel International Inc., útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir matstofur nr. 2-5 ásamt salernisaðstöðu og fataskiptarými á Lunch Pod 1 á álverslóð, Hrauni við Reyðarfjörð. Miðað er við starfsreglur fyrir móttökueldhús með uppþvotti. Leyfi útgefið 22.1.2006.
s) Tandraberg ehf. kt. 601201-4960 Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Hafnargötu 2 735 Eskifirði. Um er að ræða starfsmannabúðir fyrir 10 starfsmenn í 10 herbergjum. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 17.2. 2006
t) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi vegna kaffi-og menningarhúss Austurríki, Strandgötu 44, 735 Eskifjörður. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir samkomuhús. Starfsleyfi útgefið 23.1.2006.
u) Guðrún M. Jóhannsdóttir, kt. 050844-3319, Urðarteig 18, 740 Neskaupstað, f.h.sóknarnefndar. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Norðfjarðarkirkju ásamt safnaðarheimili, kt. 490269-4449,Egilsbraut 15, 740 Neskaupstað. Um er að ræða kirkju og safnaðarheimili. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfi útgefið 2.2.2006.
v) Heildverslunin Stjarna ehf., kt. 410296-2929. Starfsleyfi / endurnýjun vegna heildverslunar í nýju húsnæði fyrirtækisins að Nesbraut 10, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir heildverslun með matvöru, hreinlætisvöru og fleira. Farið skal eftir eftirfarandi starfsleyfisskilyrðum eftir því sem við á: Fyrir verslun með matvæli, hættuleg/lyktsterk efni og/eða aðrar óskyldar vörur, fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur, Fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Starfsleyfi endurnýjað 28.02.2006
w) Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019. Starfsleyfi / endurnýjun vegna matvöruverslunar að Miðgarði 4, 740 Neskaupstað. Um er að ræða leyfi til sölu á innpökkuðum matvælum auk sölu á snyrti- og efnavöru. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með matvæli sem og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi endurnýjað 7.3.2006.
780-781 Hornafjörður
x) Renato Gruenenfelder, kt. 280667-2189, f.h. Fosshótel ehf., kt. 530396-2239. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum í Fosshótel Vatnajökull, Lindarbrekku, 781 Hornafjörður. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu í allt að 27 tveggja manna hótelherbergjum og veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 80 gesti í sæti. Miðað er við samræmum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir veitingahús frá 2003 og fyrir gistihús frá 2004. Leyfið gildir frá 26.3.2006226.3.2007.

5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249. Leyfi til smásölu á tóbaki í Olís, Lagarfelli 2, 700 Fellabær. Ábyrgðarmaður: Þórhallur Þorsteinsson, kt. 161060-4029. Leyfi endurnýjað 7.2.2006.
b) Kollur ehf. kt. 651188-1219. Leyfi til smásölu á tóbaki í Shell skálanum, Fagradalsbraut 13, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Ísak J. Ólafsson, kt. 180250-2479. Leyfi endurnýjað 8.2.2006.
730-740 Fjarðabyggð
c) Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019. Leyfi til smásölu á tóbaki í verslun sinni K-Bónus að Miðgarði 4, 740 Neskaupstað. Ábyrgðarmaður: Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019. Leyfi endurnýjað 7.3.2006.

Björn Emil Traustason kemur hér inn á fundinn.

6. Starfsmannamál.
Staða heilbrigðisfulltrúa á Höfn var auglýst í samræmi við eftirfarandi bókun á heilbrigðisnefndarfundi þann 16. mars 2005:
“Heilbrigðisnefnd heldur fast við þá stefnu að leita skuli allra leiða til að fá réttindafólk til starfa á Hornafjarðarsvæðinu. Í ljósi þess hve erfitt hefur verið að manna stöðuna verði þó gengið til samninga við umsækjanda um 40% stöðu í eitt ár. Að þeim tíma liðnum verði staðan auglýst á ný.” Staðan var auglýst og frestur til umsókna veittur til 15.3.
Frkvstj. fær umboð til að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum að umsóknarfresti liðnum.

7. Fjárhagur

Bráðabirgðauppgjör 2005 - Lögð fram gögn frá bókhaldi, drög að ársreikningi 2005. Skv. fram lögðum gögnum er niðurstaða ársreiknings sú að veltan hefur farið fram úr áætlun, en tekjur einnig, þannig að heildaráætlun hefur staðist og rekstarafgangur ársins er um 600 þús. Heilbrigðisnefnd telur niðurstöðurnar mjög ásættanlegar.

8. Kynnt námsstefna “North-Baltic conference on Environmental Health” sem haldin verður í Kaupmannahöfn 24. og 25. apríl 2006.
Á námsstefnunni verður m.a. fjallað um heilsufarsáhrif af viðarbruna, heilsufarsáhrif umhverfis (úti/inni) og hávaða börn og fullorðna. Heildarkostnaður miðað við dagpeninga í 3 daga, ráðstefnugjald og flug er um 110 þús. Óskað er eftir að einn heilbrigðisfulltrúi sæki námsstefnuna enda skili hann síðan greinargerð um ferðina.
Heilbrigðisnefnd samþykkir beiðnina.

9. Aths. vegna skiptingar á upphæð íbúaframlags sveitarfélaganna
Frá Fljótsdalshreppi hefur borist aths. vegna skiptingar á upphæð íbúaframlags fyrir árið 2006. Í fjárhagsáætlun var miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu fyrir íbúafjölda í sveitarfélögum, en upplýsingar um raunfjölda bárust ekki fyrr en eftir að búið var að samþykkja fjárhagsáætlun, þar sem kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna kom fram. Oddviti Fljótsdalshrepps óskar eftir að kostnaðarskipting verði leiðrétt í samræmi við fjölda íbúa skv. endanlegum tölum. Um kostnaðarskiptingu er fjallað í 12.gr. hollustuháttalaga nr. 7/1998:
Heilbrigðisnefndir skulu fyrir 1. nóvember ár hvert gera fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár þar á eftir... ...Við kostnaðarskiptingu skal miða við að allar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi á svæðinu renni í sameiginlegan sjóð til greiðslu rekstrarkostnaðar heilbrigðiseftirlits á svæðinu. Sá kostnaður sem eftirlitsgjöld standa ekki undir greiðist af sveitarfélögunum í samræmi við íbúafjölda næstliðins árs.
Málið rætt frá ýmsum hliðum. Fkvstj. falið að vinna frekari gögn vegna málsins með það í huga að vísa því til aðalfundar.

10. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
26. apríl snertifundur - með ferðalagi
8. júní símafundur

11. Önnur mál
a) Matvælarannsóknir hf. munu væntanlega taka til starfa1.8.2006 og taka yfir rannsóknastarfsemi sem rannsóknastofa Umhverfisstofnunar, rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og matvælarannsókna á Keldnaholti. Ekki liggur fyrir gjaldskrá eða hvort afslættir verða veittir til HES eins og áður var hjá Ust. Ekki er heldur vitað hvernig tengsl Matvælarannsóknanna og Must verða hvað varðar sérverkefni o.þ.h. sem Ust hefur staðið fyrir ásamt HES.

b) SHÍ, Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. ÓHS segir frá því að hann var kosinn í stjórn samakanna á síðasta aðalfundi og er nú orðinn formaður. Í næstu viku er stefnt að fundi stjórnar SHÍ með Samtökum atvinnulífsins.

Fundi slitið kl. 10:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Björn Emil Traustason
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Árni Jóhann Óðinsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search