Fundargerð 30. nóvember 2005

58. / 27. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
F
undurinn haldinn símleiðis 30. nóvember 2005 kl. 9:00
  1. Tilkynning um fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands
  2. Málefni einstakra fyrirtækja
  3. Starfsleyfisdrög fyrir olíubirgðastöðvar á Austurlandi
  4. Bókuð útgefin starfsleyfi
  5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  6. Málefni vatnsveitna
  7. Kjarasamningar og launamál
  8. Húsaleigumál
  9. Gjaldskrá HAUST
  10. Aðalfundur Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða
  11. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
  12. Önnur mál

Viðstödd:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Björn Emil Traustason, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson og Tryggvi Harðarson sem varamaður fyrir Þorsteinn Steinsson, sem boðaði forföll.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni J. Óðinsson

1. Tilkynning um fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands
Með bréfi dags. 22.9.2005 frá bæjarskrifstofum Hornafjarðar barst tilkynning um að Björn E. Traustason hafi verið kjörinn aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Austurlands í stað Egils Jónassonar og Elín Magnúsdóttir var kjörin varamaður.
Heilbrigðisnefnd býður þau velkomin til starfa.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Sorpsamlag Mið-Austurlands. Athugasemdir hafa verið gerðar við starfsemi og verklag á gámavellinum á Reyðarfirði. Í gær barst bréf frá SMA þar sem grein var gerð fyrir áformum um úrbætur vegna bréfs dags. 1.11.2005. HAUST falið að fylgja málefninu fast eftir, enda brýnt að bæta ástandið. Afrit af bréfum til sorpsamlagsins verði sent til viðkomandi sveitarstjórna.
b) Hringrás. Tillaga að starfsleyfi fyrir móttöku, flokkun og forvinnslu málma á Reyðarfirði hefur verið auglýst. Umsagnarfrestur er til 16.12. 2005. Starfsleyfisdrögin kynnt og málið rætt. Samþ. að starfsleyfi verði útgefið að undangenginni úttekt, hafi ekki borist aths.í kjölfar auglýsingar.
c) Impregilo S.p.A. Breytingar hafa orðið á aðstöðu við hreinsun vatns frá göngum í Tungu frá því að sótt var um leyfi til að stækka þynningarsvæði í Glúmsstaðadalsánni. HHr gerir grein fyrir málinu. Heilbrigðisnefnd er ósátt við að fyrirtækið skuli ekki nýta veittan andmælarétt eða gera aths. vegna breyttra forsendna. Heilbrigðisnefnd kvikar ekki frá skilyrðum fyrir leyfi vegna stækkunar þynningarsvæðis og gerir kröfur um að fyrirtækið standi við þau.

3. Starfsleyfisdrög fyrir olíubirgðastöðvar á Austurlandi
Frá Umhverfisstofnun hafa borist drög að starfsleyfum fyrir allar olíubirgðastöðvar á Austurlandi og óskað er umsagnar HAUST. ÁJÓ kynnir málið.
Heilbrigðisnefnd felur ÁJÓ að ganga frá umsögn í samræmi við umræður fundarins. Jafnframt felur heilbrigðisnefnd frkvstj. að ítreka við Umhverfisstofnun ósk um að eftirlit með olíubirgðastöðvum verði framselt til HAUST. Þegar starfsleyfi hafa verið gefin út fyrir birgðastöðvarnar er eftirlitsramminn skýrari en áður auk þess sem ótvírætt hagræði er af því að heimaaðili, sem hvort sem er hefur eftirlit með bensínstöðvum skoði birgðastöðvar sömu olíufyrirtækja.

4. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Heiðbjört Antonsdóttir, kt. 200751-3969, Skuldahalla 1, Vopnafjörður. Starfsleyfi vegna reksturs Hárgreiðslustofu Heiðbjartar, Skuldahalla 1, Vopnafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir hárgreiðslustofu með einum hársnyrtistól og lítilsháttar sölu á snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Leyfið útgefið 12.9.2005.
b) Arthúr Pétursson, kt. 250235-3809, Syðri-Vík, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/endurnýjun vegna sölu á gistingu að Syðri-Vík, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða sölu á gistingu í þrem aðskildum húsum samtals gistirými fyrir 27 Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gistiskála og sölu á gistingu á einkaheimili eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 12.9.2005.
c) Edze Jan de Haan, kt. 110869-2159, fh. Hágangur ehf., kt. 670405-0870, Hámundarstaðir, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/breyting fyrir aðstöðu til sjúkraþjálfunar í Sundabúð, Laxdalstúni. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir nuddstorfur og sjúkranuddstofur. Starfsleyfi útgefið 20.9.2005.
d) Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159. Starfsleyfi fyrir sláturhús að Hafnarbyggð 8, 690 Vopnafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir sláturhús og kjötvinnslur eftir því sem við á. Leyfi útgefið 24.9.2005.

e) Bræður og systur ehf., kt. 470499-2579. Strandgata 49, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi/breyting fyrir veitingastað og sölu á gistingu að Hafnarbyggð 77, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða gistirými með 17 herbergjum og fullbúinn veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingastaði og gististaði. Starfsleyfi útgefið 13.10.2005
f) MS/MBF svf., kt. 460269-0599, Austurvegi 65, 800 Selfoss. Starfsleyfi fyrir MS Vopnafirði, þ.e. mjólkurstöð félagsins að Hafnarbyggð 1, 690 Vopnafirði. Starfsleyfi útgefið 6.11.2005 og gildir til 31.7.2006.
700-701 Fljótsdalshérað
g) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Eyrarteigsá í Skriðdal, Fljótsdalshéraði. Um er að ræða starfmannabúðir fyrir 29 starfsmenn í 29 herbergjum, mötuneyti fyrir íbúa starfsmannabúðanna auk vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 22.9.2005.
h) Malarvinnslan hf., kt.550280-0199. Starfsleyfi fyrir malbikunarstöð í landi Ekkjufellssels, Fellum. Um er að ræða færanlega malbikunarstöð með áætlaða ársframleiðslu 25.000 tonn. Starfsleyfið er útgefið 28.09.2005 .
i) Héraðsprent ehf., kt. 711297-3679. Starfsleyfi fyrir prentsmiðju, Miðvangi 1, Egilsstöðum. Starfsleyfið er útgefið 30.09.2005.
j) Þ.S. verktakar ehf., k.t. 410200-3250. Starfsleyfi fyrir viðgerðarverkstæði Miðási 8-10, Egilsstöðum. Um er að ræða vinnuvélaverkstæði fyrir eigin vélar. Starfsleyfið er útgefið 30.09.2005.
k) Hrafnhildur Einarsdóttir, kt. 250274-5649, og Erla Bjarnadóttir, kt. 180173-3159. Starfsleyfi fyrir Stjörnuhár ehf., kt. 690705-0520, Tjarnarbraut 21, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hársnyrtistofu með þrem hársnyrtistólum og sölu á snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfi útgefið 28.9.2005.
l) Tannlæknastofan á Egilsstöðum, kt. 540191-2399. Starfsleyfi fyrirtannlæknastofu að Miðgarði 13, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir tannlæknastofu með þrem aðgerðastólum, tannréttingaaðstöðu með tveim starfsstöðvum og tannsmíðastofu. Miða er við starfsreglur Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tannlæknastofur og samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir. Starfsleyfi útgefið 6.10.2005.
m) Sindri-KHB byggingavörur ehf., kt. 491204-2570, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir byggingavöruverslun Kaupvangi 15-17. Starfsleyfið er útgefið 07.10.2005.
n) Sólveig Þórarinsdóttir, kt. 151136-3629. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Fljótsbakka, Eiðaþinghá (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið til eins árs 13.10.2005.
o) Jónas Jónasson, kt.240267-5009. Starfsleyfi fyrir JG Bílar ehf., kt. 710101-3960, Kaupvangi 16, Egilsstöðum. Um er að ræða bifreiðaverkstæði. Starfsleyfi útgefið 17.10.2005.

p) Jón Þórðarson, kt. 140738-2989. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Grænahlíð, Hjaltastaðaþinghá (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið til eins árs 28.10.2005.

q) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýningar við aðalbúðir Impregilo á Laugarási við Kárahnjúka þann 1.11.2005 kl. 20:30 í tilefni af Indian Festival Depawali, árlegum indverskum þjóðarviðburði. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Leó Sigurðsson, kt. 200768-4429. Leyfi útgefið 31.10.2005.
r) Héraðsverk ehf., kt.680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Desjarárstíflu, Fljótsdalshéraði. Um er að ræða starfmannabúðir fyrir 14 starfsmenn í 14 herbergjum. Leyfið nær ekki til mötuneytis, vatnsveitu eða fráveitu, enda er slík þjónusta fengin frá öðrum verktaka á sama stað. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 1.11.2005.
s) Anna Hjaltadóttir, kt. 220340-7599, Skógarseli 14, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna nuddstofu að Skógarseli 14. Um er að ræða aðstöðu fyrir einn nuddbekk sturtu og salerni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir nudd og sjúkranuddstofur frá mars 2000. Starfsleyfi útgefið 1.11.2005.
t) Arnfinnur Bragason, f.h. fyrirtækisins Austfirskar veitingar ehf., kt. 580402-3560. Tímabundið starfsleyfi til veitingasölu á Bændahátíð í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir, þann 5.11.2005. Leyfi útgefið 3.11.2005.
u) Guðmundur Jóhann Guðmundsson, kt. 020766-3609. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Hjaltastað, Hjaltastaðaþinghá (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið til eins árs 7.11.2005.
v) Sæmundur Guðmundsson, kt. 271260-5989. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Gíslastöðum, Völlum (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 16.11.2005.
w) Eiðar ehf., kt. 611201-2730. Starfsleyfi fyrir fræðslustarfsemi, gistingu og mötuneyti að Eiðum, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í 48 eins til tveggja manna herb., mötuneyti fyrir allt að 110 einstakl. og aðstöðu til námskeiðahalds, bóklegs og verklegs. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir mötuneyti, starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði og fyrir skóla. Starfsleyfi útgefið 16.11.2005.
x) Arnfinnur Bragason, f.h. fyrirtækisins Austfirskar veitingar ehf., kt. 580402-3560. Tímabundið starfsleyfi til veitingasölu á fyrsta des. hátíð NME, í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir, þann 5.11.2005. Leyfi útgefið 25.11.2005.

710 Seyðisfjörður
y) Vigdís Helga Jónsdóttir, kt. 060959-2429, Botnahlíð 4, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi vegna framleiðslu á kleinum og ástarpungum á heimili sínu og leyfi til að selja framleiðsluna í markaðs- og götusölu á Austurlandi. Farið skal eftir reglum um markaðs- og götuverslun með matvæli. Leyfi útgefið 11.9.2005.
z) Tækniminjasafn Austurlands, kt. 440203-2560. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Haustroða á Seyðisfirði árin 2005-2009, útimarkaður og markaður í Angró. Farið skal eftir starfsreglum fyrir útisamkomur. Starfsleyfið útgefið 4.10.2005.
aa) Gunnar Sigmar Kristjánsson, kt. 020667-3389. Starfsleyfi fyrir dekkjaþjónustu að Austurvegi 18-20, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfið felur í sér leyfi fyrir dekkjaviðgerðir, umfelgun dekkja, geymsla dekkja o.þ.u.l. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur eftir því sem við á og almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 18.10.2005.
bb) Tannlæknastofan á Egilsstöðum, kt. 540191-2399. Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu með einum tannlæknastól að Suðurgötu 8, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða almennari tannlæknaþjónustu með einum tannlæknastól. Starfsleyfi útgefið 3.11.2005.
cc) Seyðisfjarðarkirkja, kt. 560269-4209, Bjólfsgötu 10, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun vegna kirkju og safnaðarheimilis. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá HAUST. Starfsleyfi útgefið 17.11.2005.
dd) Björgunarsveitin Ísólfur, kt. 580484-0349, Hafnargötu 15, 710 Seyðisfjörður. Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu á flugeldum fyrir áramót og þrettánda og flugeldasýningu á gamlárskvöld árin 2005-2009. Leyfi útgefið 25.11.2005.

730-740 Fjarðabyggð
ee) Björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði f.h. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið leyfi vegna flugeldasýningar við Bæjarbryggjuna á Norðfirði þann 30.9.2005.
ff) G. Skúlason vélaverkstæði ehf., kt. 621297-5389, Nesgötu 38, Fjarðabyggð. Starfsleyfi fyrir vélaverkstæði Nesgötu 38, Norðfirði. Starfsleyfið er útgefið 15.09.2005
gg) G. Skúlason vélaverkstæði ehf., kt. 621297-5389, Nesgötu 38, Fjarðabyggð. Starfsleyfi fyrir vélaverkstæði Austurvegi 20, Reyðarfirði. Starfsleyfið er útgefið 15.09.2005
hh) Hulduhlíð, kt. 660691-2199, Bleiksárhlíð 56, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir dvalar og hjúkrunarheimili að Bleiksárhlíð 56, 735 Eskifjörður. Um er að ræða hjúkrunardeild fyrir sautján einstaklinga og dvalarheimili fyrir sjö einstaklinga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir dvalarheimili. Starfsleyfi útgefið 28.9.2005.
ii) Hulduhlíð, kt. 660691-2199, Bleiksárhlíð 56, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir mötuneyti í húsnæði dvalar og hjúkrunarheimilisins. Farið skal eftir starfreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 28.9.2005
jj) Manolito P.A.van Hare, kt. 010769-2219, Hlíðargata 33, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/breyting fyrir sjúkraþjálfun í húsnæði dvalar og hjúkrunarheimilisins Hulduhlíð, Bleiksárhlíð 56, 735 Eskifjörður. Um er að ræða aðstöðu til sjúkraþjálfunar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir nuddstofur og sjúkranuddstofur. Starfsleyfið útgefið 4.10.2005.
kk) Fjarðaþrif ehf., kt. 410605-1630 starfsleyfi vegna þvottahúss að Strandgötu 46c, 735 Eskifjörður. Farið skal eftir starfsreglum HAUST fyrir þvottahús sem og almennum skilyrðum vegna mengunarvarna sbr. auglýsing nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 5.10. 2005 með fyrirvara um samþykki byggingarnefndar.
ll) Davíð Þór Sigurbjarnarson, kt. 290765-4719, f.h. Hamar ehf., kt.431298-2799, starfsleyfi fyrir vélsmiðju, Leirukrók 3, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða vélsmiðju, járnsmíði og vélaviðgerðir. Starfleyfi útgefið 6.10.2005.
mm) Sindri-KHB byggingavörur ehf., kt. 491204-2570, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir byggingavöruverslun Hafnargötu 7, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 7.10.2005.
nn) Gallerí hár ehf., kt. 700101-2150. Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu Gallerí hár ehf. Egilsbraut 21, 740 Neskaupstað. Um er að ræða starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu með fjórum stólum, förðun og sölu á snyrtivöru. Farið skal eftir starfreglum fyrir snyrtistofu. Starfsleyfi útgefið 13.10.2005.
oo) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc., útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir viðgerðaverkstæði, T-301 við Lunch Pod 2 á álverslóð að Hrauni við Reyðarfjörð. Um er að ræða verkstæði til viðgerða á bílum og tækjum vegna starfsemi á álverslóð. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur. Starfsleyfi útgefið 30.10.2005.
pp) Súlkus ehf., kt. 490805-0280. Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu með tveim tannlæknastófum að Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstaður. Leyfi útgefið 3.11.2005.

qq) Trausti Reykdal, kt. 251244-2789. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir rakarastofu að Strandgötu 29a, 735 Eskifjörður. Um er að ræða hárgreiðslustofu með einum hárgreiðslustól. Farið skal eftir starfsreglum um snyrtistofur. Starfsleyfi útgefið 9.11.2005.
rr) Trausti Reykdal, kt. 251244-2789. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir söluturn að Strandgötu 29a 735, Eskifjörður. Um er að ræða myndbandaleigu og sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum um söluturna A. Starfsleyfi útgefið 9.11.2005.
ss) Alcoa-Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir þjónustumiðstöð á Sómastöðum, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir móttökueldhúsi og heimild til að framreiða drykki og tilbúnar veitingar fengnar frá viðurkenndum matvælafyrirtækjum. Veitingasalur er ætlaður allt að 50 manns. Miðað er við starfsreglur fyrir móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu. Leyfi útgefið 13.11.2005.
tt) Konráð Eyjólfsson, kt. 280654-5909, f.h. Járn@Járn ehf., Strandgötu 1 730 Reyðarfirði. Um er að ræða klippingu og beygingu steypustyrktarjárns. Starfsleyfið gildir á meðan á starfsemi stendur en þó ekki lengur en í fjögur ár frá útgáfudegi 15.11.2005.
uu) Bryndís Steinþórsdóttir, kt. 280451-4019, f.h. Þvottabjörn ehf., kt. 691102-2540, Búðareyri 25, 730 Fjarðabyggð. Um er að ræða þvottahús og efnalaug. Starfsleyfið er útgefið 15.11.2005.
vv) Klettur-verktakar ehf., kt. 410802-2280. Breyting á starfsleyfi útgefnu 22. apríl 2005. Vegna starfsmannabústaðar að Hafnargötu 3, 730 Reyðarfirði. Núverandi leyfi er fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 16 starfsmenn í 10 herbergjum, auk eldunaraðstöðu og setustofu. Samþykki Byggingarfulltrúa á umræddu húsnæði liggur nú fyrir. Starfsleyfi breytt 17.11.2005.
ww) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjun starfsleyfis fyrir áhaldahús Búðareyrir 19, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða aðstöðu fyrir viðhald eigin tækja, efnis- og tækjalager. Starfsleyfi útgefið 24.11.2005.
xx) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjun starfsleyfis fyrir áhaldahús Strandgötu 16, 735 Eskifjörður. Um er að ræða aðstöðu fyrir viðhald eigin tækja, efnis- og tækjalager. Starfsleyfi útgefið 24.11.2005.
yy) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjun starfsleyfis fyrir áhaldahús Egilsbraut 6, 740 Norðfirði. Um er að ræða aðstöðu fyrir viðhald eigin tækja, efnis- og tækjalager. Starfsleyfi útgefið 24.11.2005.
zz) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc. útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir birgðageymslur og verkstæði, T-506 og T-510 við Lunch Pod 3 á álverslóð að Hrauni við Reyðarfjörð. Um er að ræða vörugeymslur og verkstæði sem þjóna starfsemi verktaka á álverslóð. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði, trésmíðaverkstæði og skyldan rekstur. Leyfi útgefið 26.11.2005.
aaa) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc. útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir samsetningaverkstæði, T-606 við Lunch Pod 4 á álverslóð að Hrauni við Reyðarfjörð. Um er að ræða verkstæði fyrir starfsemi verktaka á álverslóð. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur eftir því sem við á. Leyfi útgefið 26.11.2005.
bbb) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc. útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir tvö tímabundin salernishús milli kerskálabygginga á álverslóð að Hrauni við Reyðarfjörð. Um er að ræða salernisaðstöðu fyrir starfsmenn á byggingarsvæðinu. Neysluvatn og fráveita eru í lokuðum tönkum.. Leyfi útgefið 27.11.2005.
ccc) Fjarðaál sf./Bechtel International Inc. útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir þrjár matstofur og salernishús á Lunch Pod 4 á álverslóð að Hrauni við Reyðarfjörð. Um er að ræða þrjár matstofur, hver ætluð allt að 150 manns í sæti og eitt salernishús, sem þjónar öllum matstofunum. Miðað er við starfsreglur fyrir móttökueldhús eftir því sem við á. Leyfi útgefið 29.11.2005.

755 Austurbyggð-Stöðvarfjörður
ddd) Birgir Albertsson, kt. 170349-3779. Starfsleyfi fyrir gistiskála, Kirkjubæ að Fjarðarbraut 37 a, 755 Stöðvarfjörður. Um er að ræða: Gistiskála, sem áður var kirkja, en hefur nú verið innréttaður sem gistiskáli fyrir allt að 10 manns. Starfsleyfi gefið út 29.9.2005 til 4 ára.
765 Djúpivogur
eee) Drífa Ragnarsdóttir, kt.300153-3649 og Hólmfríður Haukdal, kt. 220753-7199, f.h. Við Voginn, kt. 710189-2349. Starfsleyfi vegna veitingahúss og verslunar að Vogalandi 2. Djúpavogi. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað fyrir allt að 50 gesti og almenna matvöruverslun, litla. Starfsleyfi gefið út 3.10.2005 til 4 ára.
fff) Djúpavogshreppur, kt. 630269-4749. Starfsleyfi fyrir leikskólann Bjarkatún Hammersminni 15 B, 765 Djúpivogur Um er að ræða Leikskóla með móttökueldhúsi. Starfsleyfi gefið út 21.10.2005 til 4 ára.
ggg) Alda Jónsdóttir, kt. 070743-2839. Starfsleyfi fyrir Gistiskála og tjaldstæði á Fossárdal, 765 Djúpivogur. Um er að ræða gistiskála fyrir allt að 18 gesti, með eldunaraðstöðu, setustofu og tveimur fullbúnum snyrtingum og tjaldstæði með snyrtingu, heitu og köldu vatni og sturtu. Starfsleyfi gefið út 10.11.2005 til 4 ára
780 Hornafjörður
hhh) Marteinn Lúther Gíslason, f.h. fyrirtækisins FUNI ehf., kt. 541289-1199. Endurnýjun starfsleyfis fyrir söfnun og flutning á sorpi í Hornafirði og Djúpavogshreppi. Miðað er við starfsreglur fyrir söfnun og flutning á sorpi og framleiðsluúrgangi. Leyfi útgefið 11.9.2005.
iii) Björn Ísleifur Björnsson, kt. 290568-4479. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Hestgerði, Suðursveit (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 23.9.2005.
jjj) Hólabrekka ehf., kt. 650699-3949. Starfsleyfi vegna reksturs sambýlis fyrir fatlaða að Hólabrekku, 781 Hornafirði. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri sambýlis með sólarhringsþjónustu . Miðað er við starfsreglur fyrir sambýli og mötuneyti eftir því sem við á. Leyfi útgefið 24.9.2005

5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
730-740 Fjarðabyggð
a) Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249. Tóbakssöluleyfi í söluskála Olís Búðareyri, 730 Reyðarfjörður. Ábyrgðarmaður: Lára Björnsdóttir, kt. 030767-4629. Leyfi útgefið 9.9.2005.
b) Nesbakki ehf., kt.450272-0199. Tóbakssöluleyfi í verslun fyrirtækisins að Bakkavegi 5, 740 Neskaupstað. Ábyrgðarmaður Ásvaldur Sigurðsson, kt. 220450-2959. Leyfi endurnýjað 12.9.2005
c) Trausti Reykdal Guðvarðsson, kt. 251244-2789. Tóbakssöluleyfi í söluturni sínum að Strandgötu 29, 735 Eskifirði. Ábyrgðarmaður Helga S Einarsdóttir, kt. 030150-2799. Leyfi endurnýjað 15.9. 2005.
d) B.G. Bros ehf. kt. 440497-2769. Tóbakssöluleyfi í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað. Ábyrgðarmaður Guðmundur R. Gíslason kt. 190270-2979. Leyfi útgefið 7.10. 2005 og gildir til 31.12.05
780-781 Hornafjörður
e) Veitingahúsið Víkin ehf., kt. 410404-2810. Tóbakssöluleyfi í í Veitingastaðnum Víkinni, Víkurbraut 2, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður: Kristján Hauksson, kt. 280280-4539. Leyfi útgefið 9.9.2005.

6. Málefni vatnsveitna
Engin af stærri vatnsveitum á Austurlandi er með gilt starfsleyfi. ÁJÓ kynnir málið og gerir grein fyrir því að HAUST sé ekki heimilt að gefa út eða endurnýja starfsleyfi fyrir matvælafyrirtæki nema þau sýni fram á að hafa neysluvatn sem uppfyllir kröfur neysluvatnsreglugerðar. Í matvælareglugerð nr. 522/1994 m.s.br. er gerð eftirfarandi krafa til matvælafyrirtækja: “Ávallt skal vera nægilegt magn af vatni og skal það uppfylla skilyrði reglugerðar um neysluvatn.” Í neysluvatnsregluger nr. 536/2001 segir um vatnsveitur:
“Afla skal starfsleyfis heilbrigðisnefndar áður en eftirlitsskyld vatnsból eða vatnsveitur, sbr. 12. gr., og tilheyrandi búnaður er tekinn í notkun og við eigendaskipti, samanber ákvæði reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Skal það gert að undangenginni ákvörðun um vatnsvernd í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns og rannsókn á gæðum vatnsins í samræmi við ákvæði 13. greinar þessarar reglugerðar.” Um vatnveitur gilda auk þess ákvæði matvælareglugerðar um að viðhaft skuli innra eftirlit með vatnsveitunni.
Starfsmönnum falið að rita rekstraraðilum allra vatnsveitna sveitarfélaganna á svæðinu bréf og kynna þeim að hafi ekki borist umsóknir um starfsleyfi og nauðsynleg fylgigögn fyrir lok febrúar 2006, þá verði þeim veitt áminning. Rekstraaðilum verði veittur andmælaréttur til 15.2.2006.

7. Kjarasamningar og launamál
a) Formaður og varaformaður heilbrigðisnefndar hafa ásamt frvstj. gert nýjan stofnanasamning og kjarasamning milli HAUST og FÍN í samræmi við kjarasamninga ríkis og FÍN frá 2005. Samningurinn kynntur.
Heilbrigðisnefnd staðfestir samninginn
b) Framlenging á ráðningarsamningi við Leif Þorkelsson. Frkvstj. hefur í samræmi við bókun á fundi nefndarinnar frá 27.4.2005 framlengt ráðningarsamning við Leif til 31.12.2007 með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Heilbrigðisnefnd staðfestir samninginn
c) Mistök hafa orðið í launagreiðslum til starfmanna á árunum 2003, 2004 og 2005 hvað það varðar að greiða samningsbundna orlofsuppbót. Frkvstj. hefur óskað eftir að launauppbót ársins 2005 verði greidd með desemberlaunum, þannig að sú greiðsla kæmi á rétt ár. Skv. upplýsingum frá FÍN fyrnast launakröfur á fjórum árum og starfsmenn eiga rétt að leiðréttingu fyrir árin 2003 og 2004 einnig.
Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að láta leiðrétta umræddar greiðslur á orlofsuppbót þannig að leiðréttingin falli á fjárhagsárið 2005.

8. Húsaleigumál
a) Samningur um húsaleigu að Búðareyri 7 á Reyðarfirði lagður fram. Heilbrigðisnefnd staðfestir leigusamninginn.
b) Húsnæði sem HAUST hefur á leigu í Níunni á Egilsstöðum hefur verið selt. Frkvstj. hafnaði forkaupsrétti. Ekki er vitað til að leigusamningur breytist í kjölfar eignaskipta.

9. Gjaldskrá HAUST
Á aðalfundi var samþykkt gjaldskrárbreyting. Frá Stjórnartíðindum komu ábendingar um að breyta þurfi orðalagi án þess þó að um efnislegar breytingar sé að ræða. Breytingarnar kynntar ítarlega. Heilbrigðisnefnd samþykkir orðalagsbreytingar og felur frkvstj. að koma gjaldskránni í birtingu sem fyrst.

10. Aðalfundur Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða var haldinn á Akureyri þann 21.11. sl. Formaður og frkvstj. sátu fundinn og var Ólafur Hr.Sigurðsson form Heilbrigðisnefndar Austurlands kjörinn í stjórn samtakanna.
Á fundinum hélt Sigurður Óli Kolbeinsson. Lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga framsöguerindi um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga og fjallaði þar m.a. um ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur.

11. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
Tillaga um
18. janúar 2006 símfundur. Fyrsti fundur næsta árs.
8. mars símfundur
26. apríl snertifundur - tengdur kynnisferð um athafnasvæði
8. júní símfundur

12. Önnur mál
a) Brennur. Frkvstj falið að ítreka við leyfishafa að ekki er heimilt að hefja söfnun í brennu fyrr en í fyrsta lagi 15. desember og ennfremur reglur um að hreinsa skuli upp um eftir brennu. Skv. leiðbeiningum ber að hreinsa upp fyrsta virkan dag eftir brennu. Hamli verður er krafa um að hreinsað sé upp um leið og veður leyfir. Einnig er ítrekað að nota skal hóflegt magn díselolíu við brennur. Rætt var um að brenna á Neistaflugi 2005 hafi verið til fyrirmyndar

Fundi slitið kl. 10:00
Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Björn Emil Traustason
Sigurður Ragnarsson
Tryggvi Harðarson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search