Fundargerð 8. júní 2005

55. / 24. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn haldinn miðvikudaginn 8. júní 2005
Símafundur og hófst kl. 9:00
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  4. Starfsleyfi fyrir skólphreinsistöðvar
  5. Gæludýrasamþykktir
  6. Húsnæðismál á Höfn
  7. Tilboð í bókhald fyrir HAUST
  8. Kjaramál starfsmanna
  9. Tilboð ProMat ehf
  10. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
  11. Önnur mál


Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson og Benedikt Jóhannsson.
Árni Ragnarsson boðaði forföll.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir


1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Hornabrauð ehf. á Höfn. Við skoðun hefur komið í ljós að búnaði í aðstöðunni er ábótavant. Tíð mannaskipti hjá HAUST hafa hugsanlega valdið skorti á, og mistökum, í leiðbeiningum til fyrirtækisins. Kröfur um úrbætur þarf að gera hvað varðar aðbúnað í aðstöðunni, þannig að ákvæðum matvælareglugerðar verði fullnægt.
Óskað hefur verið eftir greinargerð um stöðu mála og afstöðu rekstaraðila, sem og hans hugmyndir um úrbætur. Greinargerð hefur ekki borist.
Heilbrigðisfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
b) Skaftfell menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Beiðni um leyfi til veitingareksturs
með ýmiskonar undanþágum vegna ófullnægjandi lofthæðar og aðstöðuleysis hefur verið hafnað að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar. Forsenda fyrir starfsleyfi er fullnægjandi ræstiaðstaða og að frágangur á flötum og innréttingum í eldhúsi verði þannig að þær uppfylli skilyrði matvælareglugerðar. Að þessu fengnu getur HAUST fallist á rekstur móttökueldhúss í aðstöðunni, þ.e. sölu á kaffi og framreiðslu á einföldum veitingum framleiddum í viðurkenndum matvælafyrirtækjum. Þar sem aðrir umsagnaraðilar hafa hafnað undanþágubeiðni vegna ófullnægjandi lofthæðar í uppþvottarými gerir HAUST kröfu um að eingöngu verði notuð einnota áhöld fyrir gesti.
Heilbrigðisnefnd samþykktir ofangreinda afgreiðslu.
Í kjölfar ofangreindrar ákvörðunar barst bréf dags 31.5.2005 með ósk um heimild til að nýta hluta af innra eldhúsi sem ræstigeymslu, þar sem ekki verður um aðra notkun á aðstöðunni að ræða.
Samþykkt að heimila notkun á vaski í innri hluta eldhúss sem ræstivask að fengnu samþykki annarra umsagnaraðila enda verði uppþvottaaðstaða ekki nýtt sem slík, sbr. ákvörðun byggingarnefndar. Að fenginni jákvæðri umsögn um ræstiaðstöðuna getur Heilbrigðisnefnd fallist á að gefið verði út starfsleyfi fyrir rekstur móttökueldhúss í aðstöðunni, þ.e. sölu á kaffi og einföldum veitingum framleiddum í viðurkenndum matvælafyrirtækjum, en þar sem ekki er um að ræða uppþvottaaðstöðu verði eingöngu notuð einnota áhöld fyrir gesti.

Þorsteinn Steinsson vék af fundi undir næsta lið.

c) Sundlaugin í Selárdal í Vopnafirði. Óskað hefur verið gagna um úrbætur á
lauginni.
Frá sveitarstjóra hefur borist erindi/greinargerð um framvindu mála og ósk um framlengingu starfsleyfis til hausts:
Heilbrigðisnefnd samþykkir framlengingu starfsleyfis til 15.5.2006 með skilyrðum um ýtarlegar sýnatökur af sundlaugarvatni til að kanna streymi/hreyfingu vatns í lauginni og að HAUST verði upplýst um framvindu mála jafnóðum.
d) Gámavöllur og sorpmóttaka á Seyðisfirði.
Starfsleyfi fyrir gámavöllinn rann út í haust og með löngum fyrirvara var búið að tilkynna að ekki yrði gefið út starfsleyfi að óbreyttu, enda ýmsu ábótavant við aðstöðuna. Í bréfi dags. 24.5. kemur fram að unnið sé að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið og gert ráð fyrir að nýtt skipulag liggi fyrir í byrjun júlí. Þá verði unnt að hanna svæðið og mannvirki. Með útboði og framkvæmd er stefnt á lok frágangs á svæðinu í enda september 2005. Óskað er eftir bráðabirgðaleyfi meðan á þessu ferli stendur til u.þ.b. eins árs.
Samþykkt að verða við erindinu, en minnt á að við hönnun svæðisins verði leitað umsagnar HAUST áður en farið er í framkvæmdir.
e) Kirkjumiðstöðin á Eiðum. Sótt er um endurnýjun starfsleyfis fyrir sumarbúðir fyrir börn 7-13 ára og leyfi fyrir námskeiðahaldi og fundaaðstöðu í Kirkjumiðstöðinni. Í núverandi hollustuháttareglugerð er eftirfarandi krafa: “Í svefnsölum skal ætla hverju barni a.m.k. 4 m_”. Unnið er að endurskoðun hollustuháttareglugerðar, m.a. vegna þessa ákvæðis.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita starfseminni bráðabirgðaleyfi til tveggja ára, enda ekki um að ræða breytingu á farsælli starfsemi og ennfremur ætíð um að ræða skammtímavistun barna.
f) Eldhús ESS Support Service í starfsmannaþorpi álvers á Haga.
Við skoðun á aðstöðu í eldhúsi ESS á Haga hefur þurft að gera aths. vegna innréttinga í eldhúsi. Aths. og frestir hafa verið gefnir í tvígang sem og réttur til andmæla.
Í annarri eftirfylgniferð þann 1.6. hafði enn ekkert verið unnið með þessa þætti né heldur hafa borist gögn frá fyrirtækinu um ástand mála eða áform um úrbætur. Hins vegar komu í máli manna fram áform um að ljúka verkinu fyrir 30.6.2005.
Ákvörðun Heilbrigðisnefndar: Enn er gefinn frestur til 30.6. til að ljúka úrbótum á öllum þessum þáttum. Verði þeim ekki að fullu lokið þann dag mun Heilbrigðisnefnd íhuga að veita fyrirtækinu áminningu skv. lögum um hollustuhætti nr. 7/1998.
g) Nýr leikskóli á Egilsstöðum.
Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir nýjan leikskóla fyrir 4 deildir. Eldhúsið er skv. ósk verkkaupa hannað miðað við 180-190 manna mötuneyti. Flatarmál er 30 m2, þar af er vörumóttaka, geymsla um 10. Lágmarksstærð eldhúss miðað við starfsreglur Ust og HES er 18 m2. Í umsókn um starfsleyfið er farið fram á að auk matreiðslu fyrir börn og starfsmenn á leikskólanum verði veitt starfsleyfi fyrir veitingaþjónustu, þ.e. að framleiddar verði máltíðir fyrir allt að 150 manns til viðbótar þeim 180-190 matþegum sem eru innanhúss og sent út úr húsi á bökkum eða í stærri ílátum. Það er mat heilbrigðisfulltrúa að eldhúsið sé lítið miðað við þann fjölda sem elda þarf fyrir innan húss og er þá unnið út frá reynslu af skoðun eldhúsa í allmörg ár, og því lagt til að ekki verði veitt starfsleyfi fyrir veitingaþjónustu til viðbótar við mötuneytisreksturinn a.m.k. ekki fyrr en reynsla er komin á notkun eldhússins.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að í eldhúsi leikskólans verði veitt starfsleyfi fyrir rekstri mötuneytis fyrir allt að 190 manns, en að ekki verði veitt starfsleyfi vegna veitingaþjónustu að svo komnu máli.


2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Marinó Jónsson ehf., kt. 711296-2049, vegna harðfiskverkunnar að Steinholti 6, 685 Bakkafirði. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur auk almennra skilyrða vegna mengunarvarna sbr. auglýsingu nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 4. 5. 2005.
720 Borgarfjörður
b) Helgi M. Arngrímsson, kt. 120651-2509, f.h. Fontar ehf., kt. 531095-2869, Lagarfelli 21, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í þrem herbergjum að Réttarholti, 720 Borgarfirði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 21.5.2005.
700-701 Fljótsdalshérað
c) Vordís Svala Jónsdóttir, kt. 260375-5209, Einbúablá 29, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi breyting á kennitölu/endurnýjun vegna Hársnyrtistofan Caró, kt. 690702-2070, Einbúablá 29, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hársnyrtistofu með tveim hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfið útgefið 27.4.2005.
d) Video-fæði ehf., kt. 521000-2870. Starfsleyfi fyrir skyndibitastað að Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða skyndibitastað með veitingasal fyrir allt að 25 gesti. Veitingar eru framreiddar í einnota ílátum. Staðurinn er rekinn í tengslum við myndbandaleigu. Starfsleyfi útgefið 29.4.2005.
e) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Endurnýjun starfsleyfis vegna Fellaskóla, kt. 530169-2279, Einhleyping 2, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða grunnskóla með móttökueldhúsi, þ.e. veitingar eru fluttar að frá viðurkenndu veitingaeldhúsi. Uppþvottur fer fram á staðnum. Starfsleyfi útgefið 17.5.2005.
f) Benedikt Hrafnkelsson, kt. 120953-4949. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum í Hótel Svartaskógi, Jökulsárhlíð, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða starfsleyfi fyrir veitingahús með fullbúnu veitingaeldhúsi og matsal fyrir allt að 50 gesti, sölu á gistingu fyrir allt að 20 gesti í fullbúnum hótelherbergjum, fyrir allt að 14 gesti í fimm smáhýsum og fyrir allt að 8 manns í íbúðarhúsi á Hallgeirsstöðum. Einnig tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingahús, sölu á gistingu, gistiskála og tjald- og hjólhýsasvæði. Leyfið útgefið 21.5.2005 með fyrirvara um að bæjarstjórn samþykki starfsemina m.t.t. skipulags á jörðinni.
g) Sigfús Ingi Víkingsson, kt. 121174-3839. Starfsleyfi fyrir rekstri gistiskála, þ.e. sölu á gistingu í tveim sumarhúsum, sem hvort um sig hafa tvö tveggja manna herbergi auk setustofu að Skógargerði í Fellum, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsleyfi fyrir gistiskála. Leyfi útgefið 21.5.2005.
h) Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139. Starfsleyfi fyrir veitingahús og sjoppu í Þjónustumiðstöð á Laugarási, við Kárahnjúka, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og söluskála C. Starfsleyfi útgefið 28.5.2005.
i) Eimskipafélag Íslands ehf., kt. 461202-3220. Endurnýjun starfsleyfis vegna reksturs vöruflutningamiðstöðvar að Lyngási 10, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Starfsleyfi útgefið 1.6.2005
j) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir með mötuneyti fyrir allt að 10 manns við Ormsstaðaá Fellum. Starfsleyfið er útgefið 1.6.2005 og gildir á meðan starfseminni stendur þó ekki lengur en til fjögurra ára.
k) Sigfús Ingi Víkingsson, kt. 121174-3839, Skógargerði, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 27. 5.2005.
l) Þ.S. Verktakar ehf., kt. 410200-3250, starfsleyfi vegna starfsmannaaðstöðu að Miðási 8-10, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða svefnaðstöðu fyrir tvo starfsmenn í gámi við húsið og fyrir einn starfsmann í herbergi á efri hæð hússins. Sameiginleg starfsmanna aðstaða er á efri hæð hússins. Ekki er um að ræða heimild til reksturs á mötuneyti eða matreiðslu. Aðstaðan er tengd neysluvatns- og fráveitukerfi Egilsstaða. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabústaði. Starfsleyfi útgefið 3.6.2005
701 Fljótsdalshreppur
m) Slippstöðin ehf., kt. 430801-2440, Hjalteyrargötu 20, 600 Akureyri. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðum fyrir allt að 52 starfsmenn, Hvammseyri Fljótsdal. Starfsleyfið er útgefið 1.06.2005 og gildir meðan á starfsemi stendur, þó ekki lengur en til fjögurra ára.
710 Seyðisfjörður
n) Eimskipafélag Íslands ehf., kt. 461202-3220. Starfsleyfi vegna reksturs vöruflutningamiðstöðvar að Fjarðargötu 8, 710 Seyðisfirði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar og flutningabíla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi endurnýjað 1.6.2005.
720 Borgarfjarðarhreppur
o) Helgi M. Arngrímsson, kt. 120651-2509, f.h. Fontar ehf., kt. 531095-2869, Lagarfelli 21, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Réttarholti, 720 Borgarfirði. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í þrem herbergjum í íbúðarhúsi. Aðgangur er að fullbúinni snyrtingu og heimiliseldhúsi. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 3.5.2005.
730-740 Fjarðabyggð
p) ESS Support Services ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, kt. 670504-3520. Starfsleyfi fyrir 29 svefnskála fyrir 30 manns hvern í starfsmannaþorpi Fjarðaáls á Haga í Reyðarfirði. Um er að ræða útvíkkun á fyrra starfsleyfi vegna fjölgunar svefnskála. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir starfsmannabúðir. Leyfi útgefið 1.5.2005.
q) Bræður og systur ehf., kt. 470499-2579 starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðar í Félagslundi, Lundargötu 1, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti með möguleika á stækkun inn í samkomusal og sætum fyrir allt að 360 gesti. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 11.5. 2005.
r) Eimskipafélag Íslands ehf., kt. 461202-3220. Endurnýjun starfsleyfis vegna reksturs vöruflutningamiðstöðvar að Strandgötu 18 735, Eskifirði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Starfsleyfi útgefið 18.5.2005
s) Eimskipafélag Íslands ehf., kt. 461202-3220. Endurnýjun starfsleyfis vegna reksturs vöruflutningamiðstöðvar að Egilsbraut 6, 740 Neskaupstað. Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Starfsleyfi útgefið 18.5.2005
t) BM Vallá, kt. 530669-0179, Bíldshöfða 7, 112 Reykjavík. Endurnýjun starfsleyfis vegna framleiðslu steypu og steypueininga, Ægisgötu 6 , 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfi útgefið 24.5.2005.
u) Fjarðaál sf. / Bechtel International Inc., útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir fyrirlestra- og fundasal sem getur tekið allt að 100 manns í sæti í skrifstofuhúsi starfsmannaþorps álvers á Haga í Reyðarfirði. Miðað er við starfsreglur fyrir skóla, bóknám og fullorðinsfræðslu. Starfsleyfi útgefið 26.5.2005
v) Fjarðaál sf. / Bechtel International Inc., útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli í starfsmannaþorpi álvers, Haga í Reyðarfirði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir. Starfsleyfi útgefið 25.5.2005.
w) Fjarðaál sf. / Bechtel International Inc., útibú á Íslandi, kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir tvær matstofur fyrir allt að 300 manns samtals ásamt með fataskiptaaðstöðu og salernishús á Lunch Pod 2 á álverslóð í Reyðarfirði. Ekki er leyfi fyrir matreiðslu, heldur einungis framreiðslu á matvælum sem framleidd eru af viðurkenndu matvælafyrirtæki. Uppþvottur er á staðnum. Miðað er við starfsreglur fyrir mötuneyti og móttökueldhús fyrir súpu og brauð. Starfsleyfi útgefið 26.5.2005.
x) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna reksturs vínbúðar í Molanum, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða heildsöluverslun fyrir tóbak og smásöluverslun fyrir áfengi. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 27.05.2005
755 Austurbyggð-Stöðvarfjörður
y) Ásta S. Guðmundsdóttir ,kt. 231160-2729, og Rósmarý Sólmundsdóttir, kt. 170273-5249, f.h. Ástrós ehf, kt: 540305-0560. Starfsleyfi til að reka Brekkuna, lítið veitingahús og verslun með innpökkuð matvæli að Fjarðarbraut 44, Stöðvarfirði. Starfsleyfi útgefið 30.3.2005.
760 Breiðdalsvík
z) Ingólfur Finnsson, kt. 120767-4109, f.h. Glervík ehf, kt. 450405-0940. Starfsleyfi vegna almennrar vinnslu á húsagleri að Selnesi 28 - 30, 760 Breiðdalsvík. Um starfsemina gilda almenn skilyrði vegna mengunarvarna sbr. auglýsingu nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 1.6.2005.
aa) Ingólfur Finnsson, kt. 120767-4109. Starfsleyfi fyrir Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf., kt. 590405-1320, að Selnesi 28 - 30, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða lítið bifreiða- og vélaverkstæði. Um starfsemina gilda starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur. Starfsleyfi útgefið 1.6.2005.
780 Hornafjörður
bb) Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 160162-2609 og Magnús Guðjónsson, kt.130863-7449, Hólmi, 781 Höfn. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Hólmi II, Mýrum á Hornafirði. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu í fimm herbergjum fyrir allt að níu manns í íbúðarhúsi. Aðgangur er að fullbúnum snyrtingum og heimiliseldhúsi. Miða er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 30.4.2005.
cc) Helga Erlendsdóttir, kt. 140148-7419. Starfleyfi fyrir eftirfarandi útgefin 10.5.2005.

I. Veitingasölu að Árnanesi 3, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir veitingasölu í „Þorpinu”, þar sem er fullbúið veitingaeldhús og matsalur sem tekur allt að 35 gesti í sæti. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingastaði.
II. Sölu á gistingu að Árnanesi 3, 781 Hornafjörður. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu fyrir allt að 12 gesti í þrem smáhýsum og fyrir allt að 8 gesti í fjórum herbergjum í íbúðarhúsi rekstraraðila að Árnanesi. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála og gistingu á einkaheimili eftir því sem við á.
III. Sölu á gistingu að Hraunhóli 7 í Nesjum, 781 Hornafjörður. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir 15 manns í sex herbergjum að Hraunhóli 7 Nesjum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála.

dd) Sigurbjörn Karlsson, kt. 290757-5099, f.h. Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum ehf., kt. 540301-2120. Starfsleyfi fyrir veitingahús með fullbúnu veitingaeldhúsi og matsal fyrir allt að 100 gesti, sölu á gistingu í 32 tveggja manna hótelherbergjum með baði og í 10 tveggja manna herbergjum án baðs. Miðað er við starfsreglur fyrir gististaði, gistiskála og veitingahús. Leyfi útgefið 22.5.2005.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Video-fæði ehf., kt. 521000-2870. Tóbakssöluleyfi í skyndibitastað fyrirtækisins að Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Þórður St. Lárusson, kt. 160865-5479
b) Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139. Tóbakssöluleyfi í Þjónustumiðstöð á Laugarási, við Kárahnjúka, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður; Steindór Jónsson, kt. 270255-2569. Leyfi útgefið 28.5.2005.
755 Austurbyggð-Stöðvarfjörður
c) Ástrós ehf, kt. 540305-0560. Tóbakssöluleyfi í Brekkunni, veitingastað og verslun að Fjarðarbraut 44, 755 Stöðvarfjörður Ábyrgðarmaður: Ásta Snædís Guðmundsdóttir, kt. 231160-2729. Leyfi útgefið 31.3.2005.

4. Starfsleyfi fyrir skólphreinsistöðvar.
Umsagnafrestur skv. auglýsingu rann út þann 1.6. Aths. hafa borist frá Alcoa-Bechtel og Umhverfisstofnun. Ekki er um að ræða efnislegar aths. hvað varðar skilgreiningar á viðtökum, kröfur um hreinsun o.þ.h., heldur óskir um skilgreiningar og nákvæmara orðalag til að skýra texta. Einnig eru óskir um að taka út úr starfsleyfum almenn ákvæði um hávaða, lyktarmengun o.f.l. , sem kemur ekki við sértækri starfsemi skólphreinsivirkjanna. Að höfðu samráði við Umhverfisstofnun er talið rétt að verða við þessari ósk, en vitna þess í stað í auglýsingu umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 “Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi”.
Samþykkt að tekið verði tillit til ofangreindra aths. við útgáfu allra starfsleyfanna Frkvstj.falið að vinna málið áfram m.a. í samráði við aðra umsækjendur um starfsleyfi fyrir skólphreinsistöðvar.

5. Gæludýrasamþykktir.

Lögð fram drög að samþykktum fyrir hunda- og kattahald.
Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin og beinir því til starfsmanna að senda þau til sveitarfélaga á Austurlandi, ef þau vildu nýta sér þau.

6. Húsnæðismál á Höfn
Gerður hefur verið samningur við sveitarfélagið Hornafjörð um leigu á aðstöðu fyrir starfsmann HAUST þar. Um er að ræða samnýtingu á skrifstofuaðstöðu við störf Borgþórs sem eldvarnaeftirlitsmanns. Upphæð leigu er í samræmi við aðra samninga um húsaleigu sem gerðir hafa verið við starfsmenn. Einnig hefur verið samið við Borgþór um greiðslur vegna afnota af farsíma.
Heilbrigðisnefnd staðfestir samninginn.

Sigurður Ragnarsson vék af fundi undir næsta lið.

7. Tilboð í bókhald fyrir HAUST
Formanni og varaformanni hafa verið send gögn og þankar um samanburðarhæfni tilboðanna sem bárust. Eftirfarandi aðilar sendu tilboð/verðhugmyndir:

i) Bókhaldsstofan ehf. Hermann Hansson,
ii) KPMG, Hlynur Sigurðsson
iii) Mánatölvur ehf., Sigurður Ragnarsson
iv) Deloitte, Ína Gísladóttir
v) Á.S.Bókhald, Sigurbjörg Hjaltadóttir

Formanni og frkvstj. falið að ræða við lægstbjóðanda, sem er fyrirtækið Mánatölvur ehf.

8. Kjaramál starfsmanna
Samningar starfsmanna HAUST byggja allir á samningum FÍN við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samið var í vor, m.a. um að „Laun skv. gr. 1.1.1 hækki sem hér segir: 1. mars 2005: 4,50%”. Samningur frá 21.9.2004 milli HAUST og FÍN kveður á um að um að viðræður um gerð nýs kjarasamnings skuli hefjast tveim vikum eftir að skrifað er undir kjarasamning FÍN og ríkisins.
Laun starfsmanna verði leiðrétt frá 1.3. skv. samningi FÍN og fjármálaráðherra. Formanni heilbrigðisnefndar og varaformanni falið að ræða við FÍN um gerð nýs kjarasamnings/stofnanasamnings.

9. Tilboð ProMat ehf.
Borist hefur tilboð í rannsóknir á neysluvatni, ís úr vélum, fráveituvatni og sundlaugavatni frá rannsóknastofunni ProMat ehf. á Akureyri.
Samanburður á gjaldskrám rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og ProMat lagður fram. Gjaldskrá ProMat er ívið lægri en Ust og boðinn afsláttur miðað við lágmarksfjölda sýna af hverri gerð er einnig hærri en tilboð Ust. ProMat getur ekki tekið allar þær rannsóknir sem HAUST þarf á að halda (matvælasýni), hefur ekki fræðsluskyldu né heldur skyldur gagnvart HES ef til stórslysa kemur. Ennfremur er fyrirtækið illa staðsett m.t.t. flutnings sýna og vinnuskipulags, því póstur og/eða rútur fara norður áður en starfsdegi HAUST lýkur þegar um sýnatökur er að ræða. Af Suðurfjörðum og Hornafjarðarsvæðinu væri ekki unnt að nýta þjónustuna.
ProMat þakkað áhugavert tilboð, en því er hafnað að svo komnu máli.

10. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
Skv. bókun frá 54. fundi verður haldinn
snertifundur á Mjóafirði þann 31.8. og
aðalfundur HAUST 2005 verður haldinn þann 12.10. á Höfn.

11. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 9:50

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search