Fundargerð 27. apríl 2005

54. / 23. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Símfundur haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2005 kl. 9:00
Símafundur og hefst kl. 9:00

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Árni Ragnarsson og Svanbjörn Stefánsson sem varamaður fyrir Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

Egill varaformaður setti fund og bauð menn velkomna, en í þann mund mætti Óli formaður til fundar og tók við stjórn.

1. Málefni einstakra fyrirtækja
Gámavöllur á Seyðisfirði. Starfsleyfi gámavallarins er útrunnið og ekki hafa verið lögð fram gögn um úrbætur, sem gera kleift að gefa út nýtt starfsleyfi. Ákveðið að gefa rekstaraðila fjögurra vikna fresti tl að skila greinargerð um úrbætur og síðan árs starfsleyfi á meðan unnið er að úrbótum svo fremi að áform fullnægi skilyrðum starfsleyfis.

Malarvinnslan hf., kt. 550280-0199, Miðási 37, 700 Egilsstaðir. Malbikunarstöð hefur verið flutt tímabundið yfir á Hornafjörð vegna framleiðslu malbiks í tengslum við jarðgangnagerð Almannaskarði. Um er að ræða færanlega starfsstöð sem er með starfsleyfi HAUST til 6.11.2005.

Norðurbik ehf., kt. 410704-2260, Gleráreyrum 2, Akureyri. Fyrirtækið er með starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir færanlega malbikunarstöð. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til Fjarðabyggðar um rekstur stöðvarinnar í landi Sléttu Reyðarfirði frá 01.01.2005 til 31.12.2005. Þar sem um færanlega stöð er að ræða með starfsleyfi annars heilbrigðiseftirlits mun HAUST ekki gefa út starfsleyfi fyrir starfsemina. Stöðin mun hinsvegar vera háð eftirliti HAUST.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð gasolíu og bensíns Hafnartanga 685 Bakkafjörður. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005.
700-701 Fljótsdalshérað
b) Bílamálun Egilsstöðum ehf., kt. 430698-2739, Fagradalsbraut 21-23, 700 Egilsstöðum. Starfsleyfi fyrir bifreiðaréttingar og sprautun (ÍSAT nr. 50.20.0.7). Starfsleyfið er útgefið þann 11.03.2005.
c) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum. Starfsleyfi vegna Vilhjálmsvallar þ.e íþróttavallar og búningsaðstöðu við Skógarlönd, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús, íþróttavelli og líkamsræktarstöðvar frá HAUST eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 30.3.2005
d) Húsasmiðjan, kt. 520171-0299, Miðási 7a, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna byggingavöruverslunar að Miðási 7a, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir skilyrðum vegna mengunarvarna sbr. auglýsingu nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 1.4.2005.
e) Jóna Sigurveig Ágústsdóttir, kt. 250658-5089, Hallfreðarstaðir, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna hársnyrtistofu að Koltröð 19, 700 Egilsstaðir (Hárklipp). Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og hársnyrtistofur frá Haust. Starfsleyfi útgefið 12.4.2005.
f) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensínstöð Aðalbóli 701 Fljótsdalshérað. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005.
g) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensínstöð Hlégarði 701 Fljótsdalshérað. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005.
h) Hamborgarabúlla Tómasar Egilsstöðum (HBTE) ehf., kt. 691204-2780. Starfsleyfi vegna reksturs skyndibitastaðar að Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir skyndibitastað með veitingasal fyrir allt að 45 gesti. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir skyndibitastaði. Starfsleyfi útgefið 22.04.2005.
701 Fljótsdalshreppur
i) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399, Sjafnarnesi 2, 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir steypustöð v/gangnagerðar, Ufsarveitu við Snæfell. ÍSAT nr. 26.63.0.1. Starfsleyfi er útgefið þann 17.03.2005 og gildir á framkvæmdatíma en þó að hámarki í fjögur ár.
j) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399, Sjafnarnesi 2, 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir verkstæði v/gangnagerðar, Ufsarveitu við Snæfell. ÍSAT nr. 50.20.0.13. Starfsleyfi er útgefið þann 17.03.2005 og gildir á framkvæmdatíma en þó að hámarki í fjögur ár.
730-740 Fjarðabyggð
k) Steypustöðin ehf., kt. 620269-7439, Malarhöfði 10, 110 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir steypuframleiðslu með tveimur færanlegum steypustöðum á úthlutuðu svæði ofan Fjarðaáls. Starfsleyfið er útgefið 9.03.2005 og gildir á meðan starfsemi stendur en þó ekki lengur en til fjögurra ára frá útgáfudegi.
l) Fjarðarblikk ehf., kt. 520603-2550, Strandgötu 86, 735 Fjarðabyggð. Starfsleyfi fyrir smíði úr þunnmálmi (blikk), ÍSAT nr. 28.52.0.1. Starfsleyfið er útgefið 11.03.2005..
m) Mikael ehf., kt. 620997-3079, Norðurbraut 7, 780 Höfn. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir Reyðarfirði. Starfsleyfið er útgefið 31.03.2005.
n) ESS Support Service ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, kt. 670504-3520. Starfsleyfi fyrir sölu á innpökkuðu sælgæti, gosi drykkjum og innpökkuðum ís auk sölu á hreinlætis- og snyrtivörum í sjoppu/kiosk í starfsmannaþorpi Fjarðaáls á Haga, 730 Reyðarfjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála A frá starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Leyfi útgefið 7.4.2005.
o) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð gasolíu og bensíns Dalbraut 1, 735 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005...
p) Klettur-verktakar ehf., kt. 410802-2280. Starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaðar að Hafnargötu 3, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða starfsmannabústað fyrir allt að 8 starfsmenn í 7 herbergjum, auk eldunaraðstöðu og setustofu. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabústaði. Starfsleyfi útgefið 22.04.2005, með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa í Fjarðabyggð varðandi starfsemina
780 Hornafjörður
q) Norðlenska matborðið ehf., kt. 500599-2789. Starfsleyfi vegna reksturs sláturhúss að Heppuvegi 6, 780 Höfn. Um er að ræða sláturhús fyrir sauðfé, svín og stórgripi. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir sláturhús og kjötvinnslur eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 18.03. 2005
r) Skinney - Þinganes hf., kt. 480169-2989. Starfsleyfi vegna reksturs saltfiskvinnslu að Áslaugarvegi 6, 780 Höfn. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir fiskvinnslur ef eftir því sem við á. Sömuleiðis skal fara eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, skv. auglýsingu frá Umhverfisráðuneyti í ágúst 2000. Starfsleyfi útgefið 21.03.2005
s) Skinney - Þinganes hf., kt. 480169-2989. Starfsleyfi vegna reksturs lagmetisiðju að Krosseyjarvegi 11, 780 Höfn. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir fiskvinnslur ef eftir því sem við á. Sömuleiðis skal fara eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, Skv. auglýsingu frá Umhverfisráðuneyti í ágúst 2000. Starfsleyfi útgefið 21.03.2005
t) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensínstöð Hestgerði 781 Höfn. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005.
u) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð gasolíu og bensíns Álaugarey 780 Höfn. Starfsleyfið er útgefið 16.02.2005.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
730-740 Fjarðabyggð
a) ESS Support Service ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, kt. 670504-3520. Tóbakssöluleyfi í sjoppu/kiosk í starfsmannaþorpi Fjarðaáls á Haga, 730 Reyðarfjörður. Ábyrgðarmaður: Kristján Elís Jónsson, kt. 280555-2849. Leyfi útgefið 7.4.2005.

4. Uppsögn samnings á húsnæði og þjónustu í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð hefur leigt HAUST skrifstofu og aðstöðu að Búðareyri 7 á Reyðarfirði. Ennfremur hefur Fjarðabyggð sinnt bókhaldi og launagreiðslum fyrir HAUST. Samningurinn var gerður í apríl 1999 en var með bréfi dags. 22.3.2005 sagt upp með þriggja mánaða uppsagnafresti. Uppsögn er vegna væntanlegrar sölu á húsnæði bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar á Reyðarfirði.
Finna þarf annað húsnæði á Reyðarfirði og gerði frkvstj. grein fyrir samræðum við bæjarstjóra Fjarðabyggðar þar að lútandi. Verið er að semja við sveitarfélagið Hornafjörð um skrifstofuaðstöðu fyrir starfsmann HAUST þar. Þann 1.1.2007 rennur út samningur um núverandi húsnæði á Egilsstöðum. Rætt um húsnæðismál embættisins í nútíð og framtíð:
Kanna þarf hvort og hvaða bókhaldsfyrirtæki geta boðið HAUST þjónustu hvað varðar bókhald og launagreiðslur.

Framkvæmdanefnd, þ.e. framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni falið að vinna að þessum málum öllum og ganga frá þeim í samræmi við reglur þar um.

5. Bílamál.
Samningur um rekstraleigu fyrir RAV4 rann út í febrúar og því var bílnum skilað. Það er sameiginlegt álit starfsmanna að svo lítill bíll nýtist illa, enda mikið um fjalla- og vetrarferðir. Í kjölfar skoðunar á verðlagi vegna rekstrarleigu á nokkrum tegundum bíla miðað við akstur yfir 20 þús km á ári og samanburði við kaup á nýjum bílum var ákveðið að kaupa bíla frekar en leigja. Nýr Toyota Hilux hefur verið keyptur og sá gamli verður endurnýjaður í sumar. Heilbrigðisnefnd samþykkir ákvarðanir framkvæmdanefndar.
Rætt um tryggingamál bíla og frkvstj. falið að ræða lítilsháttar breytingar við tryggingafélagið.

6. Starfsmannamál
Borgþór Freysteinsson hefur verið ráðinn í 40% stöðu á Hornafjarðarsvæðinu til eins árs. Tómas Ísleifsson hefur verið ráðinn í sumarafleysingar í tvo mánuði, júní og júlí.
Skýringar: Ekki voru áform um að ráða sumarafleysingamann, en forsendur breyttust við að starfsmaður var ekki ráðinn á Höfn fyrr en á fjórða mánuði ársins, þ.e. þá skapast svigrúm fyrir laun í 1,5 mánuði. Þar að auki var Borgþór ráðinn í 40% en ekki 50% starf og því ætti launaliður ársins í heild að vera innan ramma áætlunar.
Ráðningartími Leifs Þorkelssonar er til ársloka 2005 (var ráðinn 1.1.2004 til tveggja ára vegna anna í tengslum við virkjanir og stóriðju) Frkvstj. óskar eftir að þegar verið tekin ákvörðun um að framlengja ráðningartíma hans um 2 ár til viðbótar, enda fyrirséð að þótt starfsleyfisvinnslu sé að verða lokið á hálendinu er mikið framundan á Reyðarfirði auk reglubundins eftirlit á báðum þessum svæðum umfram það sem var og verður eftir að framkvæmdum lýkur.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningasamninga við Borgþór og Tómas og samþykkir ennfremur að bjóða Leifi starf ársloka 2007.

7. Starfslýsingar.
Starfsmenn fóru yfir starfslýsingar sem samþykktar voru 8.4.2003. Ekki komu fram tillögur um breytingar en ábending um að tilvitnun í reglugerð var röng. Heilbrigðisnefnd samþykkir starslýsingarnar á ný með réttri tilvitnun í reglugerð um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa nr. 571/2002.

8. Fjárhagsleg staða.
Frkvstj. kynnti fjárhagslega stöðu embættisins eins og hún er nú og bar saman við fjárhagsáætlun. Ljóst er að gæta verður ítrasta hagræðis í rekstri nú sem endranær.

9. Fréttir af vinnufundi starfsmanna 20.4.2005
Stafsmenn hittust á heils dags vinnufundi á Breiðdalsvík. Minnispunktar af fundinum voru kynntir heilbrigðisnefnd.

10. Kröfur um innra eftirlit í fyrirtækjum skv. hollustuháttareglugerð

Í hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 segir eftirfarandi:

Innra eftirlit.

11. gr.

Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu í starfsleyfi um innra eftirlit í starfsemi þar sem smithætta er fyrir hendi eða sérstakra öryggisráðstafana er þörf.

Innra eftirlit skal taka mið af umfangi og stærð fyrirtækja. Í innra eftirliti felst að:
1. tilgreina áhættuþætti, fyrirbyggjandi aðgerðir og mikilvæga eftirlitsstaði, s.s. varðandi hitastig vatns og heilbrigðisvottorð starfsfólks,
2. gera skriflegar hreinlætisáætlanir sem fela í sér umgengnisreglur og áætlanir eftir því sem við á, s.s. um meindýravarnir, viðhald loftræstikerfa, þrif og gerileyðingu,
3. skilgreina viðeigandi þjálfun starfsfólks og gera grein fyrir starfsréttindum þeirra,
4. skrá óhöpp, slys og úrbætur,
5. skrá viðhald tækja og búnaðar eftir því sem við á.

Á vinnufundi starfsmanna var ákveðið að gera tillögu til heilbrigðisnefndar um að hún ákveði að héðan í frá verði gerðar kröfur um innra eftirlit eftir þörfum en að lágmarki þrifaplön og slysaskráningu


Baðstofur og gufubaðstofur
Dvalarheimili
Dýragæsla
Dýralæknastofur
Dýrasnyrtistofur
Dýraspítalar
Dýragarðar og umfangsmiklar dýrasýningar
Fótaaðgerðarstofur og fótsnyrtistofur
Heilsugæslustöðvar
Heilsuræktarstöðvar
Heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga, með 6 börn eða fleiri
Húðflúrstofur, húðgötun, húðrof og fegrunarflúr
Íþróttahús
Íþróttamiðstöðvar þar sem fram fer skipulögð starfsemi
Kírópraktorar
Leikskólar
Læknastofur
Nálastungustofur
Nuddstofur
Sambýli þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn
Sjúkrahús
Sjúkrastofnanir
Sjúkraþjálfun
Skólar og kennslustaðir fyrir börn eða 6 eða fleiri fullorðna
Snyrtistofur
Sólbaðsstofur
Sundstaðir
Tannlæknastofur
Veitingastaðir


Heilbrigðisnefnd samþykkir að ofangreindir starfsgreinaflokkar skuli viðhafa innra eftirlit í samræmi við ákvæði hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002 að lágmarki skv. liðum 2 og 4 í 11. gr.


11. Bókun um að fela megi starfsmönnum sveitarfélaga umboð til að lím á bila og bílflök.
Í vonhreinsunum á vegum sveitarfélaga, aðallega í þéttbýliskjörnum, er oft óskað liðsinnis HAUST, ef þarf að láta fjarlægja bíla og/eða bílflök af opnum svæðum eða götum. Um aðkomu HAUST gilda samþykktir sveitarfélaga auk reglugerða um meðhöndlun úrgangs. Helga kynnti málið og málsmeðferð.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að frkvstj. HAUST geti afhent nafngreindum starfsmanni eða starfsmönnum sveitarfélaga ákveðinn fjölda límmiða ásamt verklagsreglum og að viðkomandi fái þannig umboð heilbrigðisnefndar til að líma viðvörunarmiða á bíla, bílflök, kerrur o.þ.h. í samræmi við samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 263/2004 og 21. gr. hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, en þar segir: "Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum".


12. Gæludýrasamþykktir.
Í kjölfar breytingar á reglugerð um dýravernd er ástæða til að endurskoða gæludýrasamþykktir sveitarfélaga. Ný reglugerð um dýravernd er nr. 1077/2004. Fljótsdalshérað hefur óskað eftir aðstoð HAUST við endurskoðun samþykkta um kattahald og hundahald. Fram eru lögð drög að umræddum samþykktum á opnu formi, þ.e. þannig að öll sveitarfélög á Austurlandi gætu notað þau eða aðlagað sínum þörfum. Heilbrigðisnefnd samþykkir að drögin verði fullunnin og send sveitarfélögum á Austurlandi, þannig að þau geti íhugað hvort þau vilji nýta sér þau. Sveitarfélögin verða síðan að senda samþykktirnar til HAUST til umsagnar áður en þær fara í birtingu og ennfremur verða sveitarfélögin að fá umsagnir HAUST vegna gjaldskráa og færa rök fyrir upphæðum.

13. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
8. júní símafundur
31.8. tillaga um að sá verði snertifundur haldinn á Mjóafirði
12.10. verði aðalfundur HAUST 2005 haldinn á Höfn

14. Önnur mál
a) Fréttir af framsalsmálum
Óli segir frá samtali sem hann átti við Ingimar Sigurðsson í Umhverfisráðuneyti um stöðu mála varðandi ósk HAUST um yfirtöku eftirlits frá Umhverfisstofnun. Á vorfundi Ust., Urn og HES veður rætt um málið og síðan er stefnt að fundi HAUSTog ráðuneytis vegna þess.

Fundi slitið kl. 10:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Egill Jónasson
Árni Ragnarsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Svanbjörn Stefánsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir
Ólafur Hr. Sigurðsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search