Fundargerð 24. nóvember 2004

51. / 20. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn haldinn símleiðis 24.nóvember 2004 kl. 9:00
  1. Bókuð útgefin starfsleyfi
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  3. Skólphreinsivirki, starfsleyfisskylda og gjaldtaka – framhald af síðasta fundi
  4. Erindi frá forstjóra Umhverfisstofnunar
  5. Starfsmannamál á suðursvæði
  6. Framsal eftirlits
  7. Önnur mál

Mættir:
Nefndarmenn: Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

Egill, varaformaður heilbrigðisnefndar, setti fund og stjórnaði honum í fjarveru formanns, sem hafði samband inn á fundinn og boðaði forföll.

1. Bókuð útgefin starfsleyfi
a) Ístak hf., Engjateigi 7, 108 Reykjavík, kt. 540671-0959. Tímabundið starfsleyfi vegna malar-, grjótnáms og jarðvinnu vegna slóðagerðar fyrir lagningu Fljótsdalslína 3 og 4 í Fljótsdalshreppi, Austur-Héraði og Fjarðabyggð. Miðað er við starfsreglur HAUST fyrir malar-, vikur- og grjótnám og starfsleyfisskilyrði fyrir starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 27.9.2004.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna Íþróttahúss Vopnafjarðar, Lónabraut 15, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða íþróttahús, líkamsræktaraðstöðu, tvo ljósabekki og gufubað. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktaraðstöðu og starfsreglur fyrir baðstofur sem reknar eru utan sundstaða og leiðbeinandi reglur fyrir sólbaðstofur. Starfsleyfi útgefið 30.9.2004.
c) Vopnafjaðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir Vopnafjarðarskóla, Lónabraut 12 690 Vopnafjörður. Um er að ræða grunnskóla með fullbúnu eldhúsi. Starfsleyfið útgefið 30.9.2004
d) Jón Svansson, kt. 131059-4979, f.h. fyrirtækisins Meindýravarnir Austurlands ehf., Skógar II, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi til að starfa við meindýravarnir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir eyðingu meindýra. Starfsleyfi útgefið 11.11.2004.

700-701 Austur-Hérað
e) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi vegna sölu á eftirfarandi varningi í Apóteki Austurlands, Lagarási 18 , 700 Egilsstaðir. Lítilsháttar af innpökkuðum matvörum og sælgæti, snyrtivörur, fæðubótarefni og eiturefni í smásölu. Starfsleyfi útgefið 19.9.2004.
f) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Starfsleyfi vegna reksturs leikskóla Leikskólinn Skógarsel í Grunnskólanum Hallormstað Hallormsstað, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða leikskóla án eldhúss, farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfið útgefið 21.9.2004.
g) Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, kt. 601180-0309. Starfsleyfi vegna reksturs sambýlis Stekkjartröð 1, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sambýli með sólarhrings þjónustu, farið skal eftir starfsreglum fyrir sambýli. Starfsleyfi útgefið 28.9.2004.
h) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Starfsleyfi breyting vegna reksturs Íþróttamiðstöð Egilsstaða Tjarnarbraut 26, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða íþróttamiðstöð með sundlaug,tveim heitum pottum,barnalaug, rennibrautarlaug, þrektækjasal, litlum íþróttasal í kallara og íþróttasal með sameiginlegum búningsklefum og sturtum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar auk leiðbeiningarbæklingi um sund- og baðstaði frá Hollustuvernd ríkisins frá des. 1999 eftir því sem við á. Starfsleyfið útgefið 28.9.2004.
i) Haukur Hauksson, kt. 231263-4039, f.h. Austur-Héraðs, kt. 510169-6119, starfsleyfi vegna reksturs upplýsinga og menningarmiðstöðvar að Lyngási 1, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða samkomustað fyrir ungt fólk og lítilsháttar sölu á innpökkuðu sælgæti og gosi. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir samkomuhús og starfsleyfisskilyrðum HAUST fyrir söluskála A eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 1.10.2004
j) Tryggvi Sigurbjörnsson, kt. 150745-7999, Jaðri Austur-Héraði. Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8 vatnsveitur einka með matvælavinnslu). Starfsleyfið er útgefið 25.10.2004 og gildir í eitt ár.
k) Helgi Sigurðsson, kt. 110672-4039, f.h. Glerharður ehf., kt. 500602-3410. Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Lagarási 19, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hefðbundna tannlæknastofu með almennum tannlækningum. Miðað er við starfsreglur fyrir tannlæknastofur og starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu. Starfsleyfi útgefið 16.11.2004.

701 Fljótsdalshreppur

l) Arnarfell ehf., Sjafnarnesi 2-4, 603 Akureyri, kt. 441286-1399, starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti við Ufsarveitu, Fljótsdalshreppi. Um er að ræða: Starfsmannabúðir fyrir allt að 100 starfsmenn, mötuneyti fyrir íbúa starfsmannabúðanna,vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni auk starfsmannabúða sem tengdar verða inná kerfið. Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi útgefið 08.10.2004
m) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi við aðgöng 1 á Teigsbjargi í Fljótsdalshreppi

  • Starfsmannabúðir með svefnaðstöðu fyrir allt að 155 manns í sjö svefnskálum og einu húsi með fjórum einstaklingsíbúðum
  • Mötuneyti og þvottahús fyrir íbúa starfsmannabúðanna
  • Neysluvatnsveita sem þjónar aðstöðunni
  • Fráveita sem þjónar aðstöðunni

Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir við komandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 12.11.2004.

701 Norður-Hérað
n) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980. Starfsleyfi vegna starfsmannabúða með svefnaðstöðu fyrir allt að 1000 manns í fjörutíu og einum svefnskála og tuttugu og átta húsum með einni til fjórum einstaklings- eða fjölskylduíbúðum á Laugarási við Kárahnjúka í Fljótsdalshéraði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 13.11.2004.
o) Boði Stefánsson, kt. 100562-4059 Skóghlíð, 701 Norður-Hérað. Starfsleyfi til að starfa við eyðingu meindýra. Farið skal eftir starfsreglum fyrir eyðingu meindýra. Starfsleyfi útgefið 17.11.2004.

710 Seyðisfjörður
i) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi vegna sölu á eftirfarandi varningi í lyfjaútibúi Apóteks Austurlands, Austurvegi 32, 710 Seyðisfjörður. Lítilsháttar af innpökkuðum matvörum og sælgæti, snyrtivörur, fæðubótarefni og eiturefni í smásölu. Starfsleyfi útgefið 19.9.2004.
ii) Snorri Emilsson kt. 050564-2589, f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar, kt. 5602694559. Starfsleyfi vegna veitingasölu á Haustroða í gömlu skipasmíðastöðinni á Seyðisfirði. Um er að ræða sölu á grænmeti frá Vallanesi, Austur-Héraði og sveitabakstri (kleinum, pörtum, flatkökum, rúgbrauði og hliðstæðum vörum). Farið skal eftir reglum um markaðsölu. Starfsleyfi útgefið 1.10.2004 og gildir þann 2.10.2004.
iii) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna reksturs vínbúðar að Hafnargötu 2, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða heildsöluverslun fyrir tóbak og smásöluverslun fyrir áfengi. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 5.10.2004
iv) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Starfsleyfi fyrir bensínstöð, sjálfsafgreiðsla (ÍSAT nr. 50.50.0.0) að Hafnargötu 2, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi útgefið 18. október 2004.
v) Birna S. Pálsdóttir, kt. 121071-5399, fh. G B Bjartsýn ehf. kt 690304-2950. Starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðar að Hafnargötu 2, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða Sælgætisverslun og skyndibitastað með ca. 32 sætum. Farið skal eftir samræmdum starfsreglum Umhverfisstofnunnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir veitingahús, verslun með matvæli og pizzastaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 22.11.2004.

720 Borgarfjarðarhreppur
p) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi vegna sölu á eftirfarandi varningi í lyfjaútibúi Apóteks Austurlands, Heiðargerði, 720 Borgarfjörður: Lítilsháttar af innpökkuðum matvörum og sælgæti, snyrtivörur, fæðubótarefni og eiturefni í smásölu. Starfsleyfi útgefið 19.9.2004.

730-740 Fjarðabyggð
q) Einar Birgir Kristjánsson, kt. 120565-4519, fh. Tandraberg ehf., kt. 601201-4960. Starfsleyfi vegna vinnslu á ferskum fiski að Strandgötu 64, 735 Eskifirði. Um er að ræða litla fiskvinnslu, farið skal eftir starfsreglum HAUST fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 15.09.2004
r) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Um er að ræða starfsleyfi fyrir bensínstöð Strandgötu 12a, 735 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 16.09.2004.
s) Jófríður Gilsdóttir kt. 181056-0029 f.h. Rauða torgið ehf., kt. 700902-2260. Starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðar og veisluþjónustu að Egilsbraut 19, 740 Neskaupstað. Um er að ræða veitingasölu fyrir allt að 100 gesti í sal og veisluþjónustu. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 20.09.2004.
t) Trévangur ehf., kt. 480290-1439. Starfsleyfi vegna reksturs trésmiðaverkstæðis og aðstöðu fyrir verktakastarfsemi að Búðareyri 15, 730 Reyðarfjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir trésmíðaverkstæði og almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 27.9.2004.
u) Rúnar Hilmarsson, kt. 110762-4299, f.h. Kjötkaup hf., kt. 691295-2499. Starfsleyfi vegna reksturs Kjötvinnslu að Óseyri 1, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða kjötvinnslu með sögun, vinnslu, reykingu og pökkun á kjötmeti og matvælageymslu. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir kjötvinnslur og starfsreglum HAUST fyrir reykhús og reykofna. Starfsleyfi útgefið 28.9.2004
v) Suðurverk hf, Drangahrauni 7, 220 Hafnarfjörður, kt. 520885-0219. Starfsleyfi vegna malar-, grjótnáms og jarðvinnu á álverslóð í Reyðarfirði. Miðað er við almenn skilyrði vegna mengunarvarna sbr. auglýsing Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 og viðmiðunarreglur Heilbrigðiseftirlits Austurlands um malar-, vikur- og grjótnám. Starfsleyfi útgefið 28.9.2004.
w) ESS Support Service ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, kt. 670504-3520. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti, Stage 0, á Haga á Reyðarfirði. Um er að ræða: fjóra 28 manna svefnskála og eldhús og mötuneyti með sæti fyrir allt að 72 í matsal með lokuðu fráveitukerfi til bráðabirgða. Miðað er við starfsreglur fyrir mötuneyti og starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 9.10.2004
x) Olíuverslun Íslands hf. Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, kt. 500269-3249. Starfsleyfi vegna reksturs þjónustustöðvar að Hafnargötu 19, 740 Neskaupstað. Um er að ræða starfsleyfi fyrir eftirfarandi í tengslum við bensínstöð: Sölu á sælgæti, pylsum, ís, úr vél, tilbúnum samlokum frá viðurkenndum framleiðanda o.þ.h. auk annarra innpakkaðra matvæla, fullbakstur á hálfbökuðum eða hráum brauðum og kökum úr deigi sem kemur fullmótað í verslunina ýmist kælt eða frosið (bake-off). Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála C og fyrir bake-off í verslunum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi útgefið 08.10.2004
y) G.V. Gröfur ehf. kt. 500795-2479 starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabúða við strandgötu 39, 735 Eskifirði. Um er að ræða starfsmannabúðir fyrir allt að 16 starfsmenn. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 20.10.2004
z) ESS Support Service ehf.,Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, kt. 670504-3520. Starfsleyfi fyrir matstofu nr. 3 (lunchroom 3) á álverslóð, Reyðarfirði. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri matsalar fyrir allt að 60 manns. Eingöngu er heimild til framreiðslu matvæla í aðstöðunni, en ekki matreiðslu. Veitingar skulu fluttar að frá viðurkenndu eldhúsi með starfsleyfi frá Heilbrigðisnefnd. Í aðstöðunni er heimild til uppþvotta á glösum, súpuskálum og hnífapörum. Salernis- og þvottaaðstaða er í nærliggjandi húsi. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir mötuneyti með súpu og brauð eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 22.10.2004.
aa) Magni Kristjánsson, kt. 240842-3519, f.h. Trölli ehf. kt. 500398-2219. Starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðar og gististaðar að Hafnarbraut 50, 740 Neskaupstað. Um er að ræða fullbúinn veitingastað fyrir allt að 50 manns, bar og gististað fyrir allt að 16 manns í 6 tveggja manna herbergjum. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir veitingahús frá október 2003 og gististaði frá janúar 2004. Starfsleyfi útgefið 27.10.2004
bb) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson kt. 230262-3229 f.h. Staðarhraun ehf. kt. 550404-4780 Tímabundið starfsleyfi. Vegna sölu á framreiddum mat út úr húsi að Strandgötu 10, 735 Eskifirði. Um er að ræða heimild til sölu á mat út úr húsi, í einöngruðum matarbökkum. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingastaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 29.10.2004, gildir þar til leyfi verði veitt fyrir fullkominn veitingastað, þó ekki lengur en til 1. febrúar 2005.
cc) María Anna Guðmundsóttir, kt. 280970-3369 f.h. Hárgreiðslustofan Lydia kt. 280970-3369, Strandgötu 46c 735 Eskifjörður. Um er að ræða hársnyrtistofu með sex hársnyrtistólum og sölu á hárgreiðsluvörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hársnyrtistofur (snyrtistofur) Starfsleyfi breyting/flutningur útgefið 9.11.2004.
dd) B.M.Vallá ehf., kt. 530669-0179, Bíldshöfða 7 110 Reykjavík. Starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabúða við Ægisgötu 730, Reyðarfirði. Um er að ræða starfsmannabúðir fyrir allt að 7 starfsmenn. Í búðunum er svefnaðstaða fyrir 7 starfsmenn, auk sameiginlegrar setustofu og snyrtiaðstöðu. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 9.11.2004.
ee) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson kt. 230262-3229 f.h. Staðarhraun ehf. kt. 550404-4780 starfsleyfi. Vegna reksturs veitingastaðar og veitingaþjónustu að Strandgötu 10, 735 Eskifirði. Um er að ræða heimild til veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 220 gesti í sal og veitingaþjónustu, sölu á mat út úr húsi í einöngruðum matarbökkum. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 17.11.2004.
ff) Vegagerðin kt. 680269-2899 starfsleyfi vegna reksturs viðgerðaverkstæðis að Búðareyri 11-13, 735 Reyðarfirði. Miðað er við starfsreglur fyrir almenn bifreiðaverkstæði og almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 19.11.2004.
gg) Vegagerðin kt. 680269-2899 starfsleyfi vegna reksturs trésmíðaverkstæðis að Búðareyri 11-13, 735 Reyðarfirði. Miðað er við starfsreglur fyrir trésmíðaverkstæði og almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 19.11.2004.

750 Austurbyggð (Búðir)
hh) Þórarinn Óðinsson, kt. 180553-5339, og Hafþór Eide Hansson, kt. 280654-2649, f.h. Hótels Bjargs, kt. 621004-2120, fá starfsleyfi vegna reksturs veitingahúss, sjoppu og hótels að Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: fullbúið hótel með 8 herbergjum; veitingahús fyrir allt að 100 gesti; bjórkrá og sælgætissölu. Leyfið er veitt skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, m.s.br., matvælalögum nr. 93/1995 m.s.br., lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 m.s.br og reglugerðum sem á þeim byggja sem og hollustuháttareglugerð nr. 941/2002. Útgáfudagur leyfis 26.10.2004 og gildir það til 4 ára.
ii) Loðnuvinnslan hf., kt. 581201-2650. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað í Valhöll Hafnargötu 13 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða starfsmannabústað, sem eingöngu eru notaður í skamman tíma í einu af starfsmönnum og þjónustuaðilum fyrirtækisins. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Útgáfudagur leyfis 17. 9. 2004 og gildir það til 4 ára.
jj) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Hlíðargötu 56, kennitala: 681088-6369. Um er að ræða grunnskóla án mötuneytis. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir skóla og leiksskóla. Útgáfudagur leyfis 23. 9. 2004 og gildir það til 4 ára.

765 Djúpivogur
kk) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna Samkaup – Strax Búlandi 1, 765 Djúpivogur. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: lítil matvöruverslun. Leyfið er veitt skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, m.s.br., matvælalögum nr. 93/1995 m.s.br., lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 m.s.br og reglugerðum sem á þeim byggja sem og hollustuháttareglugerð nr. 941/2002. Útgáfudagur leyfis 28.10.2004 og gildir það til 4 ára.
ll) Ungmennafélagið Neisti, Djúpavogi kt. 670484-0849 fær Tímabundið starfsleyfi fyrir litla brennu vegna Uppskeruhátíðar Umf. Neista Staðsetning: Við Rakkaberg, Djúpavogi Leyfið er veitt skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, m.s.br., og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.Gildistími: Laugardagurinn 21. 8. 2004

780 Hornafjörður
mm) Hanný Heiler, kt. 230567-7929. Starfsleyfi vegna reksturs reiðskóla að Dynjanda, 781 Hornafjörður. Kt. starfseminnar: 230562-7929Um er að ræða lítinn reiðskóla rekinn í tengslum við heimili leyfishafa. Fjöldi nemenda er að jafnaði ekki yfir fimm. Miðað er við samræmdar starfsreglur Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir hestaleigur og reiðskóla. Starfsleyfi útgefið 25.9.2004.
nn) Svafa Mjöll Jónasar, kt. 150485–3479, f.h. Líkamsræktarstöð SM Jónasar ehf., kt. 510603-2810. Starfsleyfi fyrir líkamsræktarstöð, Sporthöllina, Álaugarvegi 7, 780 Höfn. Um er að ræða líkamsræktarstöð með íþróttasal, baðaðstöðu, gufubaði og ljósabekkjum auk lítilsháttar sölu á matvælum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir baðstofur sem reknar eru utan sundstaða, sólbaðsstofur og íþróttahús og líkamsræktarstöðvar sem og starfsreglur fyrir söluskála B og reglum um fæðubótarefni. Starfsleyfi útgefið 12.10.2004. oo) Sigurður Guðjónsson, kt. 250648-4219. Borg 781 Hornafjörður. Starfsleyfi til að starfa við eyðingu meindýra. Farið skal eftir starfsreglum fyrir eyðingu meindýra. Starfsleyfi útgefið 11.11.2004.


2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

730-740 Fjarðabyggð
a) Rauða torgið ehf., kt. 700902-2260 Tóbakssöluleyfi í veitingahúsi fyrirtækisins að Egilsbraut 19, 740 Neskaupstað. Ábyrgðarmaður er Jófríður Gilsdóttir kt. 181056-0029. Leyfi útgefið 20. september 2004.

750 Austurbyggð (Búðir)
b) Hótel Bjarg Skólavegi 49, kt. 621004-2120, fær leyfi til að selja tóbak í veitingahúsi fyrirtækisins Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Þórarinn Óðinsson, kt. 180553-5339. Leyfi gefið út 26. 10. 2004.

765 Djúpivogur
c) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249, fær leyfi til að selja tóbak í smásölu í versluninni Samkaup – Strax, Búlandi 1, 765 Djúpivogur. Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Stefánsdóttir kt. 201257-4849. Útgáfudagur leyfis 28. 10. 2004.


3. Skólphreinsivirki, starfsleyfisskylda og gjaldtaka – framhald af síðasta fundi.
Eftirfarandi tillaga að afgreiðslu samþykkt: Skólphreinsivirki verði tekin á eftirlitsskrá um áramót og þá eiga rekstraraðilar að hafa sótt um starfsleyfi fyrir þau.

4. Erindi frá forstjóra Umhverfisstofnunar
Erindið er ósk um að Heilbrigðisnefnd undirriti yfirlýsingu um að nefndin veiti Umhverfisstofnun aðgang að niðurstöðum rannsókna þeirra sýna sem nefndin sendir rannsóknarstofu stofnunarinnar til rannsóknar vegna eftirlits með matvælum sbr. 22. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, enda stuðli það að auknu samstarfi og samskiptum Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda við framkvæmd eftirlits með matvælum í landinu. Sama gildi um niðurstöður hollustu- og mengunarmælinga sem nefndin lætur rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar framkvæma, sbr. 18. og 19.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið og felur frkvstj. að undirrita yfirlýsinguna.


5. Starfsmannamál á suðursvæði
Helga kynnti stöðu mála. Sigrún Hallgrímsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu frá áramótum. Ákveðið að auglýsa ekki stöðuna að svo komnu máli en leysa eftirlitið á Hornafjarðarsvæðinu með starfsmönnum af norðurhluta Austurlands til að byrja með. Heilbrigðisnefnd þakkar Sigrúnu stuttan en farsælan feril hjá HAUST og óskar henni alls góðs.

6. Framsal eftirlits
Kynnt svarbréf Umhverfisstofnunar, þar sem fram kemur að eftirlit með fiskeldisstöðvum megi hugsanlega framselja til HAUST þegar meiri reynsla er komin á rekstur starfseminnar. Varðandi eftirlit með olíubirgðastöðvum kemur fram það mat Ust. að álit ráðuneytis þurfi vegna afstöðu viðeigandi eftirlitsþega. Drög að svarbréfum lögð fram og rædd lítillega. Helgu, Óla og Sigurði falið að ganga frá svarbréfinu með lítilsháttar breytingum.

7. Önnur mál.
a. Aðalfundur SHÍ þann 4.11.2004.
Óli og Helga sóttu fundinn. Rætt var um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, m.a. um framsal eftirlitsverkefna frá ríki til sveitarfélaga. Róbert Ragnarsson, starfsmaður verkefnisstjórnar um flutning verkefna flutti erindi og urðu líflegar umræður. Nýr umhverfisráðherra flutti einnig erindi á fundinum og kom inn á mörg mál heilbrigðiseftirlits, m.a. nýlega skýrslu SA um gjaldskrár heilbrigðiseftirlits. Ráðherra var skýrt frá villum og skorti á upplýsingum inn í skýrsluna og ástæðu fyrir misháum gjöldum eftir svæðum. Áhugi er á að endurskoða leiðbeiningar umhverfisráðuneyti hvað varðar gjaldskrár heilbrigðiseftirlits.
b) Ákvörðun um næsta fund: Samþykkt tillaga um næsta fund þann 12.1.2005
c) Helga greinir frá því sem hefur verið efst á baugi á undanförnum dögum, m.a. í tengslum við verktaka og mengunarslys.

Fundi slitið kl. 9:30

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Egill Jónasson
Árni Ragnarsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search