Fundargerð 30. júní 2004

48. / 17. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn haldinn á skrifstofu HAUST á Egilsstöðum
miðvikudaginn 30. júní 2004 kl. 10:00 f.h.
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbaksöluleyfi
  4. Um framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST.
  5. Ársreikningar 2003
  6. Starfsmannamál
  7. Starfsreglur vegna markaðssölu á matvælum kynntar
  8. Vinnsla starfsleyfa fyrir litlar vatnsveitur.
  9. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Ágúst Ármann Þorláksson skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar sækir um framlengingu á starfsleyfi Tónskóla Neskaupstaðar í núverandi húsnæði að Nesgötu 14 til næstu áramóta en þá færist skólinn í nýtt húsnæði á jarðhæð í Nesskóla. Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið
b) Impregilo. Helga gerir grein fyrir framvindu mála í samskiptum fyrirtækisins og HAUST, einkum í ljósi fréttaflutnings um sorpmál nýverið.

Þorsteinn Steinsson mætir til fundar

c) Brennur. Rætt um starfleyfi og upphreinsun fyrir brennur. Því miður hefur gegnið illa að fá ákveðin sveitarfélög til að hreinsa upp eftir áramótabrennur. Hbfulltr. falið að ítreka við ábyrgðarmenn að það er hluti af starfsleyfinu að upphreinsun fari fram. – Heilbrigðisnefnd íhugar að svipta ákveðna aðila brennuleyfum ef ekki verður farið í aðgerðir. Bréf þar að lútandi verði send.

 

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Skeggjastaðahreppur, kt 590269-2719. Endurnýjun starfsleyfis vegna rekstur grunnskóla og leikskóla Skeggjastaðahrepps, 685 Bakkafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir grunnskóla án mötuneytis (13 nemendur) og leikskóla (3-4 börn). Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 24.6.2004.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna rekstur í Kaupvangi, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir vegna sölu á gistingu fyrir allt að 28 manns í tveggja til fimm manna herbergjum og gistisal og sölu á drykkjum og einföldu bakkelsi frá viðurkenndum framleiðendum. Eingöngu er heimilt að nota einota áhöld fyrir gesti. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála og fyrir veitingahús eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 4.6.2004.
c) Ari G. Hallgrímsson, kt. 241138-4459, f.h. handverkshúss Nema Hvað, kt. 241138-4459. Starfsleyfi vegna sölu á einföldum kaffiveitingum í handverkshúsinu Nema Hvað, Hafnarbyggð, 690 Vopnafirði. Um er að ræða heimild til einfaldra kaffiveitinga. Vöfflur og pönnukökur má framleiða á staðnum en bakkelsi annað skal framleitt á viðurkenndum framleiðslustöðum. Starfsleyfi útgefið 4.6.2004 .
d) Cathy Ann Josephson, kt. 050251-2339. Starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Refstað II, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í fimm herbergjum á heimili leyfishafa. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 17.6.2004.

700-701 Austur-Hérað
e) Sorpstöð Héraðs bs., kt. 700492-2069-002. Starfsleyfi fyrir seyrugryfju í landi Tjarnarlands í Hjaltastaðaþinghá. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu nr. 582/2000. Leyfi útgefið 22.5.2004.
f) Sverrir Hermannsson, kt. 130355-5019. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Í efra ehf., vegna reksturs félagsheimilis, veitingastaðar og sölu á gistingu að Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir (Valaskjálf). Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði og gististaði. Starfsleyfi útgefið 28.5.2004.
g) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Breyting á starfsleyfi vegna flutnings Leikskólans Frábær að Tjarnaási 6, 700 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir leikskóla og skóla. Leyfið útgefið 1.6.2004 og gildir til eins árs 1.6.2005.
h) Davíð Helgason, kt. 270141-2429. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu á einkaheimili að Birkihlíð, Laufási 3 700 Egilsstaðir. Um er að ræða þrjú tveggja manna herbergi með aðgangi og eldhúsi. Miðað er við starfsreglur fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimilum. Leyfið útgefið 1.6.2004.
i) Café Nielsen, kt. 580387-1289. Útvíkkun á starfsleyfi því sem fyrir er fyrir veitingastaðinn að Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir. Heimild til sölu á innpökkuðum matvælum úr garðskála á sólpalli. Heildarfjöldi gesta í aðstöðunni allri miðast við færri en 100 gesti samtals. Leyfi útgefið 1.6.2004.
j) Steindór Einarsson, kt. 101039-4209. Endurnýjun starfsleyfis vegna Víðastaðir kartöflupökkun, kt. 101039-4209, Víðastaðir, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða pökkun á kartöflum og öðrum rótarávöxtum. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum varðandi meðhöndlun og pökkun á rótarávöxtum. Starfsleyfið útgefið 8.6.2004.
k) Myllan ehf. kt. 460494-2309, Miðási 12, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna efnisvinnslu í Pálshöfða Fellahreppi. Starfsemin felur í sér sprengingu, brot, flokkun og hörpun jarðefna m.a. í burðarlög, fyllingar og klæðningar. Starfsleyfi útgefið 21. júní 2004.
l) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Endurnýjun starfsleyfa fyrir Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum, kt. 681088-5209, Tjarnarlönd 700 Egilsstaðir. Starfsstöð á Eiðum grunnskóli með fullbúnu eldhúsi og starfstöð á Egilsstöðum grunnskóli án mötuneytis. Farið skal eftir starfsreglum bæði fyrir leikskóla og skóla og starfsreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 28.6.2004.
m) Hótel Hérað, kt. 621297-6949. Breyting á leyfi vegna stækkunar á hótelinu að Miðvangi 5-7, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir stóreldhús og gistingu á hótelum eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 28.6.2004.
n) Rósa Guðný Steinarsdóttir, kt. 210872-4699. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Hárhöllin sf., kt. 540297-2159, Dynskógum 4, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hársnyrtistofu með sex hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hársnyrtistofur. Starfsleyfi útgefið 29.6.2004.

701 Fellahreppur
o) Egill Guðlaugsson, kt. 060832-4639. Starfsleyfi vegna meðhöndlunar og pökkunar á rótarávöxtum í aðstöðunni á Reynihvammi 1, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir meðhöndlun rótarávaxta. Starfsleyfi útgefið 29.6.2004.

701 Fljótsdalshreppur
p) Elísabet Þorsteinsdóttir, kt. 011169-3929. Starfsleyfi vegna veitingasölu í Klausturkaffi, Skriðuklaustri í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað fyrir allt að 50 gesti í sæti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Nafn og kennitala fyrirtækis: Klausturkaffi ehf., 640500-2980. Starfleyfi útgefið 20.5.2004.
q) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli á Adit 1, Axará, Fljótsdalshreppi. Um er að ræða sjúkraskýli til að sinna starfsmönnum á virkjanasvæði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir. Starfsleyfi útgefið 3.6.2004.
r) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu á Jónsmessunótt, 24.6.2004 á Adit 1, Teigsbjargi. Leyfi gefið út þann 18.6.2004.
s) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu á Jónsmessunótt, 24.6.2004 á Adit 2, Axará. Leyfi gefið út þann 18.6.2004.

701 Norður-Hérað
t) Norður Hérað kt. 520198-2029. Endurnýjun starfsleyfis vegna Mötuneytis Brúarásskóla, Brúárási, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða lítið mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 12.5.2004.
u) Norður Hérað kt. 520198-2029. Endurnýjun starfsleyfis vegna Leikskólans Brúarási, Brúárási, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða leikskóla, farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 12.5.2004.
v) Norður Hérað kt. 520198-2029. Starfsleyfi endurnýjun vegna Íþróttahúss Brúarási, Brúárási, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða íþróttahús lítið, farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Starfsleyfi útgefið 12.5.2004.
w) Norður Hérað kt. 520198-2029. Endurnýjun starfsleyfis vegna grunnskóla Brúarásskóli, Brúárási 701 Egilsstaðir. Um er að ræða grunnskóla,farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 12.5.2004.
x) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli á Adit 3, Tungu, Norður-Héraði. Um er að ræða sjúkraskýli til að sinna starfsmönnum á virkjanasvæði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir. Starfsleyfi útgefið 3.6.2004.
y) Jón Friðrik Sigurðsson, kt. 010248-4509, f.h. Róm-veitingar ehf., kt. 550803-2750, Skjöldólfsstaðir, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna reksturs gistiskála og veitingahúss að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og HAUST fyrir gistiskála og starfsreglum HAUST fyrir veitingahús Starfsleyfið útgefið 4.6.2004.
z) Suðurverk hf., Drangahrauni 7, 220 Hafnarfjörður, kt. 520885-0219. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 110 manns, mötuneyti fyrir íbúa starfmannabúðanna, vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning: á mel sunnan Kárahnjúkavegar við Desjarárstíflu, Norður-Hérað, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir starfmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 5.6.2004.
aa) Suðurverk hf., Drangahrauni 7, 220 Hafnarfjörður, kt. 520885-0219. Starfsleyfi fyrir jarðvinnu, malar og grjótnám í Sauðárdal og Desjarárdal í tengslum við stíflugerð. Miðað er við starfsreglur fyrir malar- og grjótnám og auglýsingu Urn, um almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 5.6.2004.
bb) Jón Friðrik Sigurðsson, kt. 010248-4509 fh. Róm-veitingar ehf., kt., 550803-2750, Skjöldólfsstaðir, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sundlaug á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Farið skal eftir leiðbeiningabæklingi frá Hollustuvernd ríkisins frá des. 1999 eftir því sem við á. Starfsleyfið útgefið 8.6.2004.
cc) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu á Jónsmessunótt, 24.6.2004 á Adit 3, Tungu. Leyfi gefið út þann 18.6.2004.
dd) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir brennu á Jónsmessunótt, 24.6.2004 á Main Camp, Laugarási. Leyfi gefið út þann 18.6.2004.
ee) Imregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi vegna trésmíðaverkstæðis á Main Camp, Laugarási við Kárahnjúka. Starfsemin felur í sér nýsmíði og viðgerðir, notkun efna sem hættuleg geta verið umhverfinu er í lágmarki. Starfsleyfi útgefið 18.6.2004.

710 Seyðisfjörður
ff) Helgi Haraldsson, kt: 291278-3299, f.h. Gullþúfa ehf., kt. 430504-3630. Starfsleyfi fyrir kaffihús að Norðurgötu 3, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða kaffihús með móttökueldhúsi og sætum fyrir 40 gesti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir Kaffihús. Starfsleyfi útgefið 3.6.2004.
gg) Dýri Jónsson, kt. 220775-5939, f.h. Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Starfsleyfi fyrir gistiskála að Norðurgötu 2, 700 Seyðisfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir fullbúinn veitingastað fyrir allt að 47 gesti í veitingasal á neðri hæð í tengslum við verslun með sælkeravöru og minjagripi og gistiskála fyrir allt að 8 gesti í fimm herbergjum á efri hæð hússins. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði og gistiskála sem og verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 4.6.2004.
hh) Dýri Jónsson, kt. 220775-5939, f.h. Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Starfsleyfi fyrir gististað að Oddagötu 6, 700 Seyðisfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir gististað fyrir allt að 20 gesti í fullbúnum hótelherbergjum. Miðað er við starfsreglur fyrir gististaði. Starfsleyfi útgefið 28.6.2004.

720 Borgarfjarðarhreppur
ii) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Endurnýjun starfsleyfis vegna leikskólinn Glaumbær, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða lítinn leikskóla. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfið útgefið 29.6.2004.
jj) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Endurnýjun starfsleyfis vegna tjaldsvæðis við Álfaborg, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða tjald- og hjólhýsasvæði með aðstöðu til losunar á salernistönkum bifreiða. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tjald-og hjólhýsasvæði. Starfsleyfið útgefið 29.6.2004.

730-740 Fjarðabyggð
kk) Hlýri ehf., kt. 541200-3120. Starfsleyfi fyrir tilraunaeldi sjávarfiska að Strandgötu 77-79, 740 Neskaupstað. Um er að ræða tilraunaeldi á hlýra og þorski þ.e. hald á klakfiski, kreistingu, klaki og áframelsi (ÍSAT nr. 05.02.2.0, Land og kvíaeldi). Starfsleyfið er útgefið 11.05.2004.
ll) Tryggvi Guðmundsson, kt. 030653-2469, f.h. fyrirtækisins Flugleiðahótel hf., kt. 621297-6949. Starfsleyfi fyrir veitingastað og sölu gistinga í húsnæði heimavistar Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Um er að ræða fullbúinn veitingastað fyrir allt að 100 gesti og gistirými í 29 fullbúnum 2ja manna herbergjum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingastaði og gististaði. Leyfi útgefið 25.5.2004.
mm) Jófríður Gilsdóttir, kt. 181056-0029, f.h. fyrirtækisins Rauða torgið ehf., kt. 700902-2260, Egilsbraut 19, 740 Neskaupstað. Um er að ræða krá, með leyfi til að selja fljótandi veitingar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús eftir því sem við á. Leyfið útgefið 1.6.2004 og gildir þar til leyfi verði veitt fyrir fullkominn veitingastað en þó ekki lengur en til 1.9.2004.
nn) Einar Sverrir Björnsson, kt. 171163-4989, f.h. Kría veitingasala ehf., kt. 710502-2850. Starfsleyfi vegna reksturs skyndibitastaðar Í Shellskálanum, Búðareyri 28, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða Sælgætisverslun og skyndibitastað með ca. 20 sætum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir skyndibitastaði og verslun með matvæli. Leyfi útgefið 2.6.2004.
oo) Guðmundur R. Gíslason, kt. 190270-2979, f.h. B.G. Bros ehf., kt. 440497-2979. Starfsleyfi fyrir sölu á drykkjum og léttum veitingum í móttökueldhúsi að Egilsbraut 2, 740 Neskaupstað. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús og mötuneyti. Leyfið útgefið 1.6.2004.
pp) Amanda S. Joensen, kt. 170466-5869. Bráðabirgðastarfsleyfi til 3ja mánaða vegna reksturs mötuneytis fyrir allt að 16 manns, þ.e. fyrir afmarkaða hópa skv. sérstökum samningum þar um. Aðsetur starfseminnar er heimili starfsleyfishafa að Hæðargerði 29b, 790 Reyðarfjörður. Starfsleyfi útgefið 4.6.2004.
qq) Hringrás ehf., kt. 420589-1319. Tímabundið starfsleyfi til að taka við og pressa málma á núverandi athafnasvæði fyrirtækisins á austanverðu hafnarsvæði Reyðarfjarðar. Leyfið er bundið við þá starfsemi sem nú fer fram, þ.t. söfnun á brotamálmum, sem ekki eru mengaðir olíu eða öðrum spilliefnum, tætingu þeirra og þjöppun til brottflutnings. Starfseminni skal vera lokið að fullu og svæðið hreinsað og frágengið fyrir 17. júní 2004.
rr) Stefanía Steindórsdóttir, kt. 300452-3379. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Dekurstofu Stebbu, kt. 110152-4509, Þiljuvellir 10, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sólbaðstofu með tveim lömpum, nuddpott og nuddaðstöðu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sólbaðstofur. Starfsleyfi útgefið 8.6.2004.
ss) Sigurður Vilhelm Benediktsson, kt. 010855-7519, fh. Tærgesen ehf., kt. 490604-2350. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna reksturs gististaðar og veitingahúss að Búðargötu 4, 730 Reyðarfirði. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og HAUST fyrir gististaði sem og starfsreglum Haust fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 11.6.2004 og gildir í tvo mánuði, til 11.6. 2004.
tt) Karl Jónsson, kt. 180152-2619, f.h. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf., kt. 500189-1509. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir á Mel 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða starfsmannabúðir til að hýsa allt að 20 manns í níu rýmum. Ekki er um að ræða heimild til reksturs á mötuneyti eða matreiðslu. Aðstaðan er tengd neysluvatns- og fráveitukerfi Reyðarfjarðar. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 18.6.2004.
uu) Guðmundur Haraldsson, kt. 180741-2329, f.h. Nesprent ehf., kt. 480269-2179, Nesgötu 7a, 740 Neskaupstað. Endurnýjun starfsleyfis fyrir prentsmiðju. Farið skal eftir starfsreglum fyrir prentiðnað og almenn skilyrði vegna mengunarvarna sbr. auglýsingu 582/2000. Leyfið útgefið 28.6.2004.
vv) Þórarinn Smári, kt. 220243-3629, f.h. Smáraprent, kt. 220243-3629, Urðarteig 15, 740 Neskaupstað. Endurnýjun starfsleyfis fyrir almenna prentþjónustu, skiltagerð og silkiprentun. Farið skal eftir skilyrðum vegna mengunarvarna sbr. auglýsingu nr. 582/2000 og starfsreglu fyrir almenn prentiðnarfyrirtæki. Starfsleyfi útgefið 28.6.2004.

780 Hornafjörður
ww) Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands, kt. 071244-3779. Starfsleyfi fyrir heilsugæslustöð, legudeild fyrir allt að 30 manns og móttökueldhús að Víkurbraut 31, 780 Höfn. Starfsleyfi útgefið 22.5.2004.
xx) Flugleiðahótel hf., kt. 621297-6949. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Nesjaskóla, 781 Höfn. Leyfi útgefið 21. mái 2004 til 6 mánaða að hámarki.
yy) Tryggvi Guðmundsson, kt. 030653-2469, f.h. fyrirtækisins Flugleiðahótel hf., kt. 621297-6949. Starfsleyfi fyrir veitingastað og sölu gistinga í Nesjaskóla, Nesjum, 781 Höfn. Um er að ræða fullbúinn veitingastað fyrir allt að 90 gesti og gistirými fyrir allt að 64 gesti í 32 herbergjum og í kennslustofum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingastaði, gistiskála og gististaði. Leyfi útgefið 25.5.2004.
zz) Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kt. 550992-2489. Starfsleyfi fyrir rekstur samkomuhúss með veitingasölu í Pakkhúsinu við Óslandsveg, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir samkomuhús og mötuneyti eftir því sem við á. Starfsleyfið útgefið 3.6.2004.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
710 Seyðisfjörður
a) Gullþúfa ehf., kt: 430504-3630. Tóbakssöluleyfi í kaffihúsi fyrirtækisins að Norðurgötu 3, 710 Seyðisfirði. Ábyrgðarmaður er Helgi Haraldsson, kt. 291278-3299. Leyfi útgefið 3. júní 2004.

730-740 Fjarðabyggð
b) Kría veitingasala ehf., kt: 710502-2850. Tóbakssöluleyfi í Shellskálanum á Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður er Einar Sverrir Björnsson, kt. 171163-4989. Leyfi útgefið 2.júní 2004.

 

4. Um framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST.
Frkvstj. gerir grein fyrir stöðu mála, m.a. bréfaskriftum Umhverfisráðuneytis og Umhverfis-stofnunar vegna málsins og stöðu samningagerðar. Framvinda málsins er fremur hæg að mati nefndarinnar og frkvstj. falið að halda málinu til streitu gagnvart Umhverfistofnun.

 

5. Ársreikningur 2003.

Drög að endurskoðuðum ársreikningi lögð fram og rædd. .Heilbrigðisnefnd samþykkir að vísa ársreikningi til aðalfundar

Bréf frá endurskoðanda vegna ársreiknings 2003 til formanns kynnt og rætt.
Framkvæmdaráði, (formanni, varaformanni og frkvstj.) falið að leggja fram tillögur varðandi atriði sem fram koma í bréf endurskoðanda.

Milliuppgjör lagt fram tilkynningar. Engar aths.

 

6. Starfsmannamál.

Kynntur rammasamningur milli KÍ og HAUST vegna félagsaðildar Júlíu Siglaugsdóttur í KÍ. HHr falið að ganga frá samningnum og einnig svipuðum samningi milli HAUST og FMN vegna Sigrúnar ef til kemur

7. Starfsreglur vegna markaðssölu á matvælum kynntar og samþykktar af heilbrigðisnefnd.

8. Vinnsla starfsleyfa fyrir litlar vatnsveitur. HHr kynnti vinnuna og lagði fram tillögu að afgreiðslu umsókna eftir umbúnaði vatnsbóla og gjaldtöku vegna skoðunar og starfsleyfisvinnslu. Tillagan rædd nokkuð og samþykkt með áorðnum breytingum.

9. Önnur mál.
a) Eftirfarandi tillaga um næstu fundi nefndarinnar samþykkt:

  1. 15.9.2004 miðvikudagur, símfundur
  2. 27.10.2004 aðalfundur, verði haldinn á Seyðisfirði
  3. 24.11.2004 miðvikudagur, símfundur

b) Heilbrigðisnefnd ítrekar að formaður, varaformaður og frkvst. hafa umboð til að afgreiða erindi milli funda.

Fundi slitið kl. 12:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search