Fundargerð 26. nóvember 2003

43. / 12. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn símleiðis 26. nóvember 2003 kl. 9:15
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Starfsmannamál
  4. Húsnæðismál
  5. Samningur við Intrum Justitia
  6. Miðlæg hýsing ganga HAUST
  7. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson og Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson (Árni Ragnarsson hafði boðað forföll en ekki náðist í Benedikt Sigurjónsson, hans varamann)
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

Formaður setur fund og býður menn velkomna til fundar

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Skaftfell á Seyðisfirði. Sl. sumar voru án samráðs við HAUST og án leyfis byggingarnefndar framkvæmdar breytingar á húsnæðinu, þannig að eldhús var innréttað inn af fyrrverandi bar og aðstöðu. Bráðabirgðastarfsleyfi var gefið út til 1.2.2004 með ýmsum kröfum, þ.á.m. að “á starfsleyfistímanum verði lagðar fram fullnægjandi tímasettar áætlanir um hvernig innréttingum í eldhúsi og starfmannarými verður háttað. Til að gögn teljist fullnægjandi er krafa um að fram séu lagðar samþykktar teikningar af húsnæðinu”. Rekstaraaðili hefur spurt hvort unnt sé að fá undanþágu frá lofthæð í eldhúsi.
Heilbrigðisnefnd telur ekki verjandi frá sjónarhóli öryggis og heilnæmis að framlengja eða veita frekari undanþágur frá ákvæðum um lofthæð og fullbúið eldhús, ef vilji er til að reka veitingastað í aðstöðunni. Krafa er um að starfsemi verði löguð að aðstöðunni eða aðstöðu komið í það horf að fullnægi kröfum matvælareglugerðar nr. 522/1994 til veitingastaða ella.

Benedikt Jóhannsson mætir til fundar.

b) Húsahótel ehf. Seyðisfirði. Enn hafa ekki verið gefin út endanleg starfsleyfi fyrir Norðurgötu 2 og Oddagötu 6 á Seyðisfirði, þar sem byggingarnefnd hefur ekki lokið úttektum. Heilbrigðisfulltrúi gerir grein fyrir framvindu mála.
c) Malarvinnslan hf. malbikunarstöð, Egilsstöðum. Í kjölfar auglýsingar á starfsleyfi bárust athugasemdir. Áveðið var að gefa út starfleyfi til tveggja ára með allströngum skilmálum og kröfu um enn frekari mengunarvarnir. Þeim sem gerðu aths. hafa verið kynnt ákvörðunin.
d) Olís sjoppa í Neskaupstað. Frkvstj. skýrir frá bréfi sem sent var 17.10.2003. Svar hefur ekki borist. Frkvstj. falið að tilkynna rekstraraðila að unnið verði í málinu í vor og snemma sumars í tengslum við átaksverkefni Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits á landsvísu.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Héraðsverk ehf., Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir, kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti í landi Ratsjárstofnunar í Gunnólfsvík, Skeggjastaðahreppi. Um er að ræða leyfi fyrir starfmannabúðum fyrir allt að 20 manns ásamt mötuneyti og eldhúsi fyrir íbúa starfsmannabúðanna. Starfsleyfi útgefið 38.11.2003 og gildir til 30.9.2004.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Eldisfóður ehf., kt. 670885-0979, Háholti 7, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi vegna fóðurblöndunarstöðvar. Starfsleyfi útgefið 21.10.2003.

700-701 Austur-Hérað
c) Malarvinnslan hf., Miðási 11, 700 Egilsstaðir, kt. 550280-0199. Starfsleyfi fyrir malbikunarstöð á lóð Malarvinnslunnar hf. að Miðási 37, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til framleiðslu á malbiki á lóð Malarvinnslunnar hf. að Miðási 37. Framleiðslan miðast við allt að 40 tonn/ klst og 15.000 tonn/ ári. Miðað er við starfsleyfisskilyrði malbikunarstöðina og auglýsingu nr. 582/2000 um almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfið útgefið 6.11.2003 og gildir til tveggja ára.
d) Hársnyrtistofan Púls, kt. 150867-3479, Strandgata 37a, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu með þremur hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum. Miðað er við starfsreglur fyrir hársnyrtistofur, snyrtivörureglugerð. Starfsleyfið útgefið 25.11.2003.
e) Dekkjahöllin kt. 490790-1019, Þverklettar 1, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi breyting vegna flutnings. Um er að ræða smurstöð og hjólbarðaverkstæði. Miðað er við starfsreglur fyrir hjólbarðaverkstæði og smurstöð. Starfsleyfi útgefið 18.11.2003.

701 Fljótsdalshreppur
f) Fosskraft, Engjateigi 7, 105 Reykajvík, kt. 440903-2660. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir, þ.e. svefnskálum fyrir rúmlega 100 manns með mötuneyti fyrir allt að 170 manns í matsal sem og vatnsveitu og fráveitu fyrir starfsemina á Hvammseyri í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 22.11.2003
g) Impregilo S.p.A., Lagarási 7, 700 Egilsstaðir, kt. 530203-2980. Starfleyfi fyrir starfsmannabúðir, þ.e. svefnskála fyrir rúmlega 100 manns með mötuneyti fyrir íbúa sem og vatnsveitu og fráveitu fyrir starfsemina við Axará, Adit 2, Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 23.11.2003.

701 Norður-Hérað
h) Anna Birna Snæþórsdóttir, kt. 091048-4189. Starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu og reykhús á Möðrudal í Norður-Héraði, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir litlar matvælavinnslur, kjötvinnslur og reykhús og reykofna sem og almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi. Kennitala fyrirtækis 091048-4189. Starfsleyfi útgefið 29.10.2003.
i) Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir, þ.e. svefnskála fyrir allt að 40 manns með fullbúnu mötuneyti fyrir íbúana ásamt fráveitu fyrir starfsemina á Laugarási við Kárahnjúka, Norður-Hérað, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 22.11.2003.
j) Impregilo S.p.A., Lagarási 7, 700 Egilsstaðir, kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi í aðstöðu fyrirtækisins á Laugarási við Kárahnjúka, Norður-Héraði, 701 Egilsstaðir:

i) Mötuneyti fyrir allt að 700 manns með fullbúnu eldhúsi. Miðað er við starfsreglur fyrir mötuneyti. Gildistaka starfsleyfis: 9.11.2003.
ii) Matvælageymslu sem þjónar mötuneyti, veitingastað og verslun. Gildistaka starfsleyfis: 9.11.2003.
iii) Veitingastað með bar og pizzaeldhúsi auk sjónvarpsherbergja og afþreyingarrýma. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Starfsleyfi tekur gildi þegar tilkynnt hefur verið að aðstaðan sé úttektarhæf, úttekt hefur farið fram og aðstaðan samþykkt.
iv) Verslun með matvöru, snyrtivöru o.þ.h. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli og starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi tekur gildi þegar tilkynnt hefur verið að aðstaðan sé úttektarhæf, úttekt hefur farið fram og aðstaðan samþykkt.

k) Impregilo S.p.A., Lagarási 7, 700 Egilsstaðir, kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir skólahús á Laugarási við Kárahnjúka, Norður-Héraði, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða lítinn skóla með tveim kennslustofum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir skóla og leikskóla. Starfsleyfi útgefið 8.11.2003.

710 Seyðisfjörður
l) Húsahótel ehf., Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður, kt. 510703-2510. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna takmarkaðs veitingareksturs á neðri hæð hússins að Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður. Leyfi útgefið 17.11.2003 og gildir tl 22.12.2003.
m) Lárus Bjarnason, Miðtúni 13, 700 Seyðisfjörður, kt. 181054-2989. Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þann 24.1.2004.

730-740 Fjarðabyggð
n) Jeff Clemmensen, kt. 010466-2029. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Nesk ehf. að Hólsgötu 3, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða litla matvælavinnslu og miðað við starfsreglur fyrir matvælafyrirtæki. Kennitala fyrirtækis: 510902-2890. Starfsleyfi útgefið þann 8.11.2003

750 Búðir
o) Austurbyggð kt. 501003-2120 fær hér með tímabundið starfsleyfi vegna Áramótabrennu á Búðum. Staðsetning: Á fjörukambi í fjarðarbotni sunnan fjarðarins. Leyfið gildir á tímabilinu 15. desember til 6. janúar hvern vetur, í fjögur ár frá útgáfudegi. Tilnefna ber ábyrgðarmann fyrir brennunni og tilkynna til heilbrigðiseftirlits . Hann skal ábyrgjast að farið sé eftir reglum.

755 Stöðvarfjörður
p) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Tímabundið starfsleyfi vegna áramótabrennu á Stöðvarfirði. Staðsetning: Við utanverðan íþróttavöll á Stöðvarfirði. Leyfið gildir á tímabilinu 15. desember til 6. janúar hvern vetur, í fjögur ár frá útgáfudegi. Tilnefna ber ábyrgðarmann fyrir brennunni og tilkynna til heilbrigðiseftirlits . Hann skal ábyrgjast að farið sé eftir reglum.

765 Djúpavogshreppur
q) Grandi h.f., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík. Kt. 541185-0389. BRÁ&Ý;ABIRG&Ý;ASTARFSLEYFI til reksturs kvía fyrir tilraunaeldi á þorski í Berufirði. Staðsetning: Í Hvítárvík í Berufirði, hnit 64 44 25 N og 14 24 71 V. Fyrirvari: Umsækjandi skal afla samþykkis Salar Islandica um að þeir minnki framleiðslu á laxi á móti þorskeldinu, til að mengunarálag í Berufirði haldist óbreytt og senda til heilbrigðiseftirlits. Auk þess skal afla yfirlýsingar frá Salar Islandica um að þeir samþykki umfang og staðsetningu starfseminnar. Endanlegt starfsleyfi, verður gefið út um leið og gögn frá Salar Islandica hafa borist. Bráðabirgðaleyfi gildir til 17. 1. 2004.

780 Hornafjörður
r) Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, kt. 491087-2509. Starfsleyfi fyrir einfalda veitingasölu í Nýheimum, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála B, en einnig er heimilt að framleiða og selja heita súpu og framleiða einfaldar samlokur. Starfsleyfi útgefið 21.11.2003.

3. Starfsmannamál. Níu aðilar sóttu um stöðu heilbrigðisfulltrúa í kjölfar umsóknar. Frkvstj. og formanni falið að vinna málið áfram og kalla ákveðna umsækjendur til viðtals. Einnig ákveðið að ganga frá samningum við Júlíu Siglaugsdóttur.
Frkvst. sagði frá mistökum við greiðslur í lífeyrissjóð. Nauðsynlegt að þetta verði leiðrétt sem fyrst.

4. Húsnæðismál. Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisnefndar á síðasta fundi verður á næstunni opnuð skrifstofa HAUST á Egilsstöðum að Miðvangi 1-3.

5. Samningur við Intrum Justitia. Gögn vegna samnings um innheimtu við Intrum Justitia lögð fram. Heilbrigðisfulltrúa falið að ganga frá samningum við fyrirtækið í samræmi við fram lögð gögn.

6. Miðlæg hýsing ganga HAUST.
Að höfðu samráði við formann heilbrigðisnefndar hefur frkvstj. óskað eftir að Tölvusmiðjan taki að sér miðlæga hýsingu tölvugagna HAUST. Frkvstj. skýrir hvaða hagræði er að þessu, m.a. m.t.t. nýrra starfsmanna og aðgengis þeirra að gögnum. Heilbrigðisnefnd samþykkir að þessi leið sé farin.

7. Önnur mál.
Þetta er seinasti fundur ársins nema eitthvað komi uppá og frkvst. mun senda nefndarmönnum yfirlit yfir akstur og fundarsetu.
Nefndamönnum þakkað samstarfið á árinu og óskað gleðilegra jóla. Fundi slitið kl. 10:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search