Fundargerð 20. nóvember 2002

33. /2. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað miðvikudaginn
20. nóvember 2002 kl. 14.00

  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Erindi og bréf
  4. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra
  5. Önnur mál

Mætt:
Á Vopnafirði: Þorsteinn Steinsson
Á Egilsstöðum: Guðmundur Sveinsson Kröyer, Árni Jóhann Óðinsson, heilbrigðisfulltrúi, og Júlía Siglaugsdóttir, starfsmaður HAUST
Á Reyðarfirði: Ólafur Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi
Á Höfn: Ástríður Baldursdóttir og Egill Jónasson

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Olís-skálinn í Neskaupstað. Helga gerir gerin fyrir málinu.
b) Salar Íslandica, grútarmengun á Djúpavogi. Helga segir frá aðkomu HAUST að málinu, en það er nú í höndum HVR.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Njáll Halldórsson, kt. 021015-2619. Starfsleyfi fyrir Gullbrand ehf., kt. 670302-3180, Vík, 685 Bakkafjörður. Um er að ræða saltfiskverkun. Miðað er við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfið gefið út 10.10.2002.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Einar Þór Sigurjónsson, kt.161250-4149. Starfsleyfi fyrir Fiskmarkað Vopnafjarðar ehf., kt. 600395-2899. Hafnarbyggð 2A, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða lítinn fiskmarkað með takmarkaða vinnslu. Miðað er við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 09.10.2002.

c) Flugmálastjórn, kt. 550169-6819. Starfsleyfi fyrir Vopnafjarðarflugvöll, kt. 550169-6819. Um er að ræða flugbraut, flugstöð og tækjageymslu. Starfsleyfið er útgefið 24.10.2002.

d) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir Sundlaug í Selárdal. Um er að ræða sundlaug í C-flokki, tvær setlaugar og búningsaðstöðu. Starfsleyfið er gefið út með kröfu um sýrustigsmiðlun, inntak í laug verði sett við botn og innra eftirlit. Starfsleyfið er gefið út til tveggja ára 5.11.2002.

700-701 Austur-Hérað
e) Flugmálastjórn, kt. 550169-6819. Starfsleyfi fyrir Egilsstaðaflugvöll, kt. 550169-6819. Um er að ræða flugbraut, flugstöð og tækja- og sandgeymslu. Starfsleyfið er útgefið 7.11.2002.

f) Bónus, kt. 450199-3389. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun Bónus, að Miðvangi 1-3, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 15.11.2002.

720 Borgarfjörður
g) Karl Sveinsson, kt. 090456-5479. Starfsleyfi fyrir Fiskverkun Karls Sveinssonar ehf., kt. 510602-2340. Iðngarðar, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða saltfiskverkun, herðingu og frystingu á innanlandsmarkað. Miðað er við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfið gefið út 10.10.2002

730-740 Fjarðabyggð
h) Ólafía S. Einarsdóttir, kt. 170963-5989. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Trésmíðaverkstæði Kirkjuból, kt. 170963-5989. Kirkjubóli, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða framleiðslu á vörubrettum. Miðað er við starfsreglur fyrir trésmíðaverkstæði, minnstu gerð. Starfsleyfið gefið út 10.10.2002.

i) Guðlaugur Smári Jósefsson, kt. 230959-4989. Starfsleyfi fyrir Hótel Öskju, kt. 230959-4989, Hólsvegi 4, 735 Eskifjörður. Um er að ræða veitingastað með allt að 30 sætum og sölu á gistingu fyrir allt að 13 manns í 7 herbergjum. Miðað er við starfsreglur HAUST fyrir gististaði og veitingahús. Starfsleyfi gefið út 17.10.2002.

j) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Vatnsveitu í Fannardal, Norðfirði. Um er að ræða vatnsveitu fyrir fleiri en 1000 íbúa. Starfsleyfið er gefið út 24.10.2002 og gildir til 9.12.2004.

3. Erindi og bréf
a) Frá Hollustuvernd ríkisins dags. 8.10.2002. Tilkynning um matvælaráðstefnu sem haldin verður í upphafi næsta árs. Fjallað verður um framtíðarstefnumörkun í matvælaeftirliti. Hvatt er til að heilbrigðisnefndir sendi þátttakanda. Frkvstj. hefur tilkynnt að ekki fari aðili frá HAUST á ráðstefnuna.

b) Frá Hönnun hf. dags. 7.10.2002. Málið varðar gerð fráveitu fyrir Egilsstaði með Lagarfljótið sem viðtaka. Farið er fram á samþykki HAUST á að Lagarfljótið verði skilgreint sem síður viðkvæmur viðtaki og þar með að fallist verði á að nægjanleg hreinsun skólps sé eitt þrep. Heilbrigðiseftirlitið hefur fundað tvisvar sinnum með Hönnun hf. og fulltrúa Austur-Héraðs varðandi málið auk þess sem Gunnar Steinn frá Hollustuvernd ríkisins sat annan fundinn. HAUST hefur í bréfi dags. 29. október hafnað ósk um skilgreiningu viðtaka sem síður viðkvæmur en mælt með að unnið verði útfrá hugtaki um viðunandi hreinsun skólps í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999. Ennfremur óskaði Hönnun f.h. sveitarfélagsins eftir samþykki HAUST til að vinna áfram með útrás 1 í huga og var það samþykkt. Bent var á að Lagarfljótið er sameiginlegur viðtaki fyrir Fellabæ og Egilsstaði og því verður ekki hjá því komist að skoða viðtakann m.t.t. fráveitu frá báðum þéttbýliskjörnunum.

c) Frá Umhverfisráðuneytinu dags. 24.10.2002. Varðar flutning fráveitumála frá Félagsmálaráðuneyti til Umhverfisráðuneytis 1.1.2002 sbr. reglugerð stjórnarráðs Íslands nr. 157/2001. Efni bréfsins kynnt.

4. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra
Málinu var frestað á seinasta fundi. Fyrir fundinn var lögð bókun nefndarinnar um vinnulag frá 21. fundi og einnig kaflar úr fundargerðum annarra heilbrigðisnefnda til samanburðar. Eftirfarandi samþykkt:
Ákveðið að bóka allar áminningar undir nöfnum fyrirtækja/rekstraraðila, en bóka mjög varlega um fyrir hvað áminning er veitt. Að undangenginni áminningu sé aðilum sent bréf, þar sem tilkynnt er að fyrirhugað sé að veita áminningu, andmælaréttur veittur og tilkynnt um aukna gjaldtöku vegna verkefna umfram áætlanir sbr. Heimild í gjaldskrá HAUST.

5. Önnur mál
a) Eftirlitsgjöld og þvingunarúrræði. Kynnt afrit af bréfi HVR dags. 16.10.2002 til Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, þar sem fjallað er um eftirlitsgjöld.

b) Stjórnsýslukæra Lögmanna á Austurlandi ehf. F.h. Trölla ehf. Á hendur HAUST. Úrskurður hefur ekki borist HAUST.

c) Hugsanleg matvælastofnun og flutningur matvælaeftirlits sveitarfélaga til slíkrar stofnunarkynnt bókun sveitarstjórnar Norður-Héraðs frá 11.10. sl. varðandi málið.

d) Fundarform. Rætt um kosti og galla símafunda, funda með fjarfundabúnaði og snertifunda. Ákveðið að draga úr kostnaði og tíma við ferðalög eftir því sem unnt er með því að halda fundi Heilbrigðisnefndar sem símfundi en snertifundi inni á milli.

e) Virkjanamál og aðkoma HAUST að framkvæmdum á hálendinu við Kárahnjúka. Árni gerir grein fyrir málinu. Í tengslum við framkvæmdir á hálendinu er mikil vinna framundan vegna starfsleyfa og eftirlits fyrir vinnubúðir, vatnsveitur, fráveitur og ýmsa tímabundna starfsemi aðra, en erfitt er að gera sér grein fyrir endanlegu umfangi vinnunnar. Stefna HAUST er að reyna að koma sem fyrst að málum og geta leiðbeint verktökum um það sem fellur undir verksvið Heilbrigðisnefndar. Fundað hefur verið með Vinnueftirlitinu og brunaverði á Héraði, einnig með oddvita, formanni byggingarnefndar og byggingarfulltrúa Fljótsdalshrepps. Óskað hefur verið eftir samskonar fundi með forsvarsmönnum Norður-Héraðs. Reynt verður að funda snemma i verkinu með verktökum og öðrum þeim aðilum sem að málum koma til að einfalda ferlið.

Fundi slitið kl. 13:40.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Guðmundur Sveinsson
Egill Jónasson
Þorsteinn Steinsson
Ástríður Baldursdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Árni J. Óðinsson
Júlía Siglaugsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search