Fundargerð 31.7.2002

31. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands halding 31.7. 2002 kl. 10:00 í húsi Slysavarnarfélagsins á Breiðdalsvík.
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Trúnaðarmál
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  5. Starfsreglur um klakavélar
  6. Ársreikningar HAUST 2001
  7. Ákvörðun á tímasetningu og staðsetningu aðalfundar HAUST 2002
  8. Samningar um eftirlit á starfsemi sem HVR vinnur starfsleyfi fyrir.
  9. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra.
  10. Umræða um skilgreingar á hugtakinu veitingastaður
  11. Erindi og bréf
  12. Önnur mál
  13. Kveðjuorð

Nefndarmenn:
Guðrún Óladóttir,Jónas Bjarki Björnsson,Ólafur Sigurðsson,Ástríður Baldursdóttir og Egill Jónasson. Forföll boðaði Soffía Lárusdóttur (hennar varamaður Bergþóra Arnórsdóttir gat ekkimætt).Benedikt Jóhannsson og Þorkell Kolbeins boðuðu forföll með stuttum fyrirvara.

Starfsmenn:
Árni J.Óðinsson,Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.

1.Málefni einstakra fyrirtækja
a) Sænautasel
Ekki hefur verið sótt um starfsleyfi fyrir veitingarekstur í nýju aðstöðunni við “fjárhúsið ”,en þar hefur verið innréttað fullbúið veitingaeldhús með einni unantekningu þó:Þar sem ekki er rafmagn á staðnum hefur ekki reynst unnt að fá uppþvottavél.
Verði sótt um starfsleyfi verður veitt undanþága frá kröfu um uppþvottavél með kröfu um ákveðið vinnulag við uppþvott.

b) Sundlaug á Breiðdalsvík
Hákon gerir grein fyrir málinu.
Heilbrigðiseftirlit samþykkir að veita starfsleyfi til bráðabirgða er gildi til 1.maí 2003.
Heilbrigðisnefnd telur ámælisvert að ekki hafi verið farið að ábendingum heilbrigðisfulltrúa í bréfi til skipulagsnefndar Breiðdalshrepps frá 12.4.sl.,þar sem m.a.var bent á kröfur um menntun starfsmanna.

c) Olís söluskáli í Neskaupstað
Helga gerir grein fyrir málinu.
Heilbrigðisfulltrúum falið að nýta ákvæði VI.kafla hollustuháttalaga nr.7/1998 m.s.br.um valdsvið og þvingunarúrræði til að knýja fram nauðsynlegar úrbætur.

d) Fiskimjölsverksmiðja Tanga hf.á Vopnafirði
Helga gerði grein fyrir að ítrekað hefur verið kvartað undan lykt frá fyrirtækinu.
Lögð fram tillaga um texta í bréfi til Hollustuverndar ríkisins í tengslum við endurnýjun starfsleyfis. Heilbrigðisnefnd samþykkir textann. Fram kom í umræðum um málið að víðar hefur verið kvartað undan lyktarmengnun einkum vegna vinnslu Kolmuna.

2.Trúnaðarmál
Áminningar til fyrirtækja færðar í trúnaðarmálabók

3.Bókuð útgefin starfsleyfi
700-701 Austur-Hérað
a) Renato Gruenenfelder,kt.280667-2189,f.h.Fosshótel ehf.,kt.530396-2239.Starfsleyfi fyrir Fosshótel Hallormsstað,í Hallormsstaðaskóla,701 Egilsstaðir.Starfsleyfi fyrir hótel með 35 tveggja manna herbergjum og veitingasala fyrir allt að 90 gesti.Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði og gististaði. Starfsleyfi útgefið 11.6.2002.

b) Skógrækt ríkisins,kt.590269-4339. Starfsleyfi fyrir rekstur lítils mötuneytis í Mörkinni, Hallormsstað,701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir mötuneyti.Starfsleyfi útgefið 16.6.2002.

c) Bjarni G.Björgvinsson, kt.010251-2579, f.h. Lagarfljóstsormsins hf, kt.590398-2179. Starfsleyfi fyrir ferjuna Lagarfljótsorminn á Lagarfljóti . Um er að ræða leyfi fyrir einfaldan veitingastað, móttökueldhús án vinnslu, fyrir allt að 100 gesti um borð í ferjunni Lagarfljótsorminum og viðbótaraðstöðu vegna starfsmanna í húsi á Lagarfljótsbökkum. Einnig er heimild fyrir sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir ferjur og veitingastaði eftir því sem við á sem og leiðbeiningum m.a.vegna fráveitu-og úrgangs frá skipinu, sem fylgja leyfinu.Starfsleyfi útgefið 16.6.2002.

d) Sláturfélag Austurlands,kt.670901-2890.Starfsleyfi fyrir sláturhús á Egilsstöðum, Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sláturhús með minna en 50 tonna framleiðslugetu á dag.Aðstaða er fyrir kjötvinnslu og reykingar matvæla.Miðað er við starfsreglur fyrir sláturhús og starfsreglur fyrir reykhús og reykofna.Starfsleyfi útgefið 22.7.2002.

e) Skógrækt ríkisins,kt.590269-4339. Starfsleyfi vegna geymslugryfju fyrir seyru í landi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað.Leyfið er veitt skv.reglugerð nr.799/1999 um meðhöndlun seyru. Leyfið er veitt til fjögurra ára þann 30.7.2002.

701 Fellahreppur
f) Sigurður Gylfi Björnsson,kt.051145-5779. Starfsleyfi fyrir pökkun á rótarávöxtum að Hofi í Fellahreppi,701 Egilsstaðir. Starfsleyfi útgefið 21.6.2002.

701 Norður-Hérað
g) Sláturfélag Austurlands,kt.670901-2890. Starfsleyfi fyrir sláturhús á Fossvöllum,Norður-Héraði,701 Egilsstaðir. Um er að ræða sláturhús fyrir sauðfjárslátrun. Starfsemi er 6-8 vikur á ári að hausti og minna en 50 tonna framleiðslugeta á dag. Leyfi er fyrir urðun sláturúrgangs í landi ofan og utan sláturhússins. Miðað er við starfsreglur fyrir sláturhús. Krafa er um að fyrir 1.9.2003 verði komið í veg fyrir blóðmengun í Laxá. Starfsleyfi útgefið 22.7.2002.

710 Seyðisfjörður
h) Eyþór Þórisson,kt.171238-4719.Starfsleyfi fyrir Hótel Seyðisfjörð ehf.Austurvegi 9,710 Seyðifjörður. Um er að ræða leyfi til útleigu á gistingu og einfalda veitingasölu.Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og gististaði.Kennitala fyrirtækis:690199-2629.Starfsleyfi útgefið 18.6.2002.

i) Sævar Jónsson,kt.050265-5959 fh.Stálstjörnur ehf.kt.450700-4790. Starfsleyfi fyrir malartekju í tengslum við gerð vegslóða fyrir snjóflóðavarnir í Bjólfi ofan Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðað er við almenn skilyrði vegna mengunarvarna skb.Auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr.582/2000.Starfsleyfi útgefið 9.7.2002 og gildir fyrir framkvæmdatíma verksins,þó ekki lengur en til 31.12.2002.

j) Sævar Jónsson,kt.050265-5959 f.h.fyrirtækisins Stálstjörnur ehf .,kt.450700-4790. Starfsleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu í tengslum við gerð vegslóða fyrir snjóflóðavarnir í Bjólfi ofan Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðað er við almenn skilyrði vegna mengunarvarna skv.Auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr.582/2000.Starfsleyfi útgefið 9.7.2002 og gildir fyrir framkvæmdatíma verksins,þó ekki lengur en til 31.12.2002.

730-740 Fjarðabyggð
k) Sorpsamlag Mið-Austurlands,kt.580795-2939. Starfsleyfi fyrir gámavöll /flokkunarstöð við Hjallanes,730 Reyðarfjörður. Um er að ræða móttöku og flokkun á sorpi af Reyðarfjarðarsvæðinu, spilliefnamóttöku og móttöku og pressun á brotamálmi sem og hreinsun og undirbúning til flutnings. Miðað er við starfsreglur fyrir gámavelli og flokkunarstöðvar. Starfsleyfiútgefið 16.6.2002.

l) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson,kt.230262-3229. Starfsleyfi til bráðabirgða vegna reksturs Shellskálans á Reyðarfirði .Um er að ræða sælgætisverslun,litilsháttar sölu á matvælum og grill með leyfi fyrir hamborgunum,frönskum o.þ.h.. Sala á samlokum frá viðurkenndum framleiðendum. Nafn fyrirtækis:Bakki ehf.söluskáli.Kennitala fyrirtækis:560702-2560.Leyfið er veitt til eins mánuðar með kröfu um að innan þess tíma verði lögð fram fullnægjandi gögn um virkt innra eftirlit. Leyfið gefið út þann 5.7.2002.

m) Heilbrigðisstofnun Austurlands,kt.610199-2839. Starfsleyfi fyrir Heilsugæslustöð Reyðarfjörður,að Austurvegi 20,730 Reyðarfjörður .Um er að ræða leyfi til að reka litla heilsugæslustöð í bráðabirgðahúsnæði til ársloka 2003.Starfsleyfi útgefið 16.7.2002.

n) Skíðafélag Fjarðabyggðar,kt.680280-0379. Starfsleyfi vegna sölu á einföldum veitingum í bílskúr við Hafnarbraut 2,740 Neskaupstaður,eingöngu á Neistaflugi um verslunarmannahelgar áranna 2002-2006. Miðað er við starfsreglur fyrir pylsu-og matsöluvagna. Ábyrgðarmaður er Þorgerður Malmquist,kt.080659-2459.Verði breytingar ber að sækja um nýtt leyfi.Tilkynna skal til HAUST og lögreglu ef nýr ábyrgðarmaður tekur við.Leyfi útgefið 30.7.2002.


750 Fáskrúðfjarðarhreppur
o) Albert Eiríksson,kt.160866-5789,fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Fransmenn á Íslandi Búðavegi 8,750 Fáskrúðsfjörður. Kennitala fyrirtækis 520602-2670. Um er að ræða kaffihús með einföldum veitingum. Starfsleyfi gefið út 5.7.2002 til 4 ára.

p) Grétar Helgi Geirsson,kt.160173-4839,f.h. Franskra daga á Fáskrúðsfirði fær leyfi fyrir flugeldasýningu á Frönskum dögum 2002. Leyfið gildir fyrir sams konar flugeldasýningum á Frönskum dögum til 1.8.2004. Verði breytingar ber að sækja um nýtt leyfi. Tilkynna skal til HAUST og lögreglu ef nýr ábyrgðarmaður tekur við.

q) Kristín B.Albertsdóttir,kt.200863-7399,fær starfsleyfi til bráðabirgða vegna fyrirtækisins Sumarlína ehf, kt.611200-3580,Búðavegi 57,750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða veitingahús, sem fyrst og fremst selur kaffiveitingar og smárétti. Starfsleyfið er gefið út 22.7.2002 og gildir til 15.9.2002.Stefnt er að útgáfu endanlegs leyfis fyrir þann tíma.

760 Breiðdalshreppur
r) Unnur Björgvinsdóttir,kt.170756-3719,fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Dal-Björg ehf.
Tungufelli,760 Breiðdalsvík
. Kennitala fyrirtækis 501195-2439.Um er að ræða eldi á 5 til 10
tonnum af bleikju árlega og 50 þúsund laxaseiðum til sleppingar. Leyfi gefið út 18.6.2002 til 4 ára.

s) Sláturfélag Austurlands,kt.670901-2890,fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Sláturhúsið á Breiðdalsvík,760 Breiðdalsvík.Kennitala fyrirtækis 670901-2890-760.Um er að ræða sláturhús fyrir slátrun á sauðfé,starfsemin er í 6 til 8 vikur á ári hverju,að haustinu. Starfsleyfið er gefið út 18.7.2002 til 4 ára,enda verði kröfur sem fram koma í starfsleyfi uppfylltar innan tímatakmarkana.

765 Djúpavogshreppur
t) Jónína Ingvarsdóttir,kt.260566-3189,fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Kaffihús,Teigarhorni, Teigarhorni,765 Djúpivogur.Kennitala fyrirtækis 260566-3189. Um er að ræða kaffihús með einföldum veitingum. Starfsleyfi gefið út 5.7.2002 til 4 ára.

780 Hornafjörður
u) Bergsveinn Ólafsson,kt.240161-3629. Starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Stafafelli, Stafafelli í Lóni,781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 24 gesti í eldra íbúðarhúsi,útleigu á 2 smáhýsum og “skólahúsinu ” auk reksturs tjaldstæðis að Stafafelli. Ekki er um heimild til sölu á veitingum umfram það sem leyft er skv.reglum um gistingu á einkaheimili. Miðað er við reglur um gistingu á einkaheimili,gistiskála og tjald-og hjólhýsasvæði. Kennitala fyrirtækis:240161-3629. Starfsleyfi útgefið 16.7.2002.

v) Bergsveinn Ólafsson,kt.240161-3629. Starfsleyfi fyrir tjaldstæði í Smiðjunesi í landi Stafafells í Lóni,781 Hornafjörður. Miðað er við reglur um tjald-og hjólhýsasvæði. Kennitala fyrirtækis: 240161-3629.Starfsleyfi útgefið 16.7.2002.


4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
730-740 Fjarðabyggð
a) Tóbakssöluleyfi til bráðabirgða í Shell skálanum á Reyðarfirði. Nafn fyrirtækis:Bakki ehf. söluskáli,kennitala fyrirtækis:560702-2560. Leyfið er veitt til eins mánaðar og bundið því að innan þess tíma verði gefið út fullkomið starfsleyfi fyrir reksturinn. Leyfi gefið út þann 5.7.2002.

5.Starfsreglur um klakavélar.
Kynntar starfsreglur frá Heilbrigðiseftirliti Reykajvíkur um klakavélar. Heilbrigðisnefnd samþykkir að gera þessar reglur að sínum.

6. Ársreikningar HAUST 2001
Ársreikningar frá endurskoðendum KPMG lagðir fram og kynntir. Skoðunarmenn, Ásta Halldóra Guðmundsdóttir,Hornafirði,og Stefán Bragason,Austur-Héraði, hafa yfirfarið og staðfest reikningana með undirskriftum sínum. Heilbrigðisnefnd staðfestir ársreikninga 2001 með undirritun á þar til gerð áritunarblöð.

Kynntur skuldalisti HAUST. 20 aðilar skulda samtals um 340 þús.Þar af skuldar eitt aðildarsveitarfélaganna 147 þús. og einn rekstaraðili skuldar meira en 30 þús.kr. Aðrir skulda minna. Fimm skuldarar hafa ýmist hætt rekstri eða orðið gjaldþrota.
Frkvstj.og formanni falið að ganga frá þessum málum.

7. Ákvörðun á tímasetningu og staðsetningu aðalfundar HAUST 2002

Aðalfundir hafa verið haldnir á eftirfarandi stöðum:

Djúpavogi 1999
Freysnesi 2000
Egilsstöðum 2001

Aðalfundur 2002 verði haldinn á Reyðarfirði, miðvikudaginn 18.september.

8. Samningar um eftirlit á starfsemi sem HVR vinnur starfsleyfi fyrir.
Rætt um hvort vilji er fyrir að HAUST sæki um yfirtöku eftirlits með stórum fiskeldisstöðvum, sbr.samningar með eftirliti með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum. Heilbrigðisnefnd felur frkvstj.að rita Hollustuvernd erindi og óska eftir samningi um yfirtöku eftirlits með fiskeldisstöðvum sem HVR vinnur starfsleyfi fyrir.Fyrirmynd að samningum verði samningar sem eru um eftirlit HAUST með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun sem HVR vinnur starfsleyfi fyrir.

9. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra.
Framkvæmdastjóri kynnti málið,það rætt og vísað til nýrrar heilbrigðisnefndar.

10. Umræða um skilgreiningar á hugtakinu veitingastaður m.t.t.umsagna til sýslumanna og sveitarstjórna vegna veitinga-og vínveitingaleyfa
Heilbrigðisfulltrúar kynna vinnu sína og bréfaskriftir varðandi málið.

11.Erindi og bréf
a) Frá samtökum Atvinnulífsins,dags.9.7.2002. Tilnefning eftirfarandi aðila sem fulltrúa atvinnulífsins í Heilbrigðisnefnd Austurlandssvæðis: Aðalmaður:Benedikt Jóhannsson,Eskifirði. Varamaður:Svanbjörn Stefánsson,Neskaupstað.

b) Frá matvælasviði HVR: Ósk um fund með heilbrigðisfulltrúum í október. Matvælasvið óskar eftir fundi með heilbrigðisfulltrúum um málefni innra eftirlits matvælafyrirtækja o.fl. Ennfremur mun fulltrúi frá mengunardeild ræða fráveitumál. Fundurinn verður væntanlega seinustu vikuna í október. Frkvstj.fagnar tækifæri til að ræða bæði þessi málefni,því hér er um erfið mál að ræða og mikil vinna framundan.

12. Önnur mál
a) Eftirlitsverkefni Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga: Skýrsla um örveruástand svínakjöts 2002 lögð fram til kynningar.

b) Af vettvangi Samtaka heilbrigðiseftirltissvæða (SHÍ).
• Frkvstj.greinir frá ágreiningi sem upp hefur komið milli Hollustuverndar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um túlkun á mengunarvarnaeftirliti. Málinu hefur veriðvísað til úrskurðar umhverfisráðuneytis og SHÍ hefur óskað eftir að gerast aðili að málinu.

• Stefnt er að aðalfundi SHÍ á Selfossi þann 27.september nk.

c) Samþykkt um umgengni og þrif utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
Frkvstj.kynnir samþykktina sem er frá júní 2002. Með henni er heilbrigðisnefnd og þar með sveitarfélögum gefin sterkari staða til að taka á umgengnismálum, svo sem bílflökum o.þ.h.Frkvstj. leggur til að samþykktin verði kynnt sveitarfélögum á Austurlandi,með það í huga að hún verði samþykkt fyrir öll sveitarfélögin.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að frkvstj.staðfæri samþykktina og sendi hana til aðildarsveitarfélaga með ósk um að þau samþykki hana hvert fyrir sig,þannig að hún gildi jafnt fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi.

d) Malartekja
Helga og Hákon kynna málið. Illa gengur að fá verktaka til að sækja um leyfi vegna malartekju og starfsmannabúða eða farandsalerna í tengslum við vegagerð og ýmsa verktakastarfsemi. Umræða varð um málið og heilbrigðisfulltrúum falið að vinna það áfram.

13. Kveðjuorð.
Formaður heilbrigðisnefndar þakkar starfsmönnum og heilbrigðisnefnd sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf.
Frkvstj.f.h.starfsmanna þakkar þessari fyrstu Heilbrigðisnefnd alls Austurlands fyrir traust og gott samstarf og óskar þeim nefndarmönnum sem láta af störfum fyrir nefndina velfarnaðar á öðrum vettvangi um leið og hún fagnar að fyrir liggur að einhverjir munu halda áfram störfum í nefndinni.

Fundi slitið kl.12:30.
Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Egill Jónasson
Ólafur H.Sigurðsson
Jónas Bjarki Björnsson
Ástríður Baldursdóttir
Helga Hreinsdóttir
Árni J.Óðinsson
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search