Fundargerð 22. nóvember 2001

26. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn 22. nóvember 2001 kl. 10:30
á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík.
  1. Drög að starfsleyfi fyrir álver í Reyðarfirði
  2. Málefni frá heilbrigðisfulltrúum / erindi frá fyrirtækjum
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  5. Erindi og bréf
  6. Önnur mál

Mætt eru:
Nefndarmenn: Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Ólafur Sigurðsson, Ástríður Baldursdóttir, Jónas Bjarki Björnsson og Bergþóra Arnórsdóttir í forföllum Soffíu Lárusdóttur. Benedikt Jóhannsson boðaði forföll og einnig Svanbjörn, hans varamaður.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson, Tómas Ísleifsson og Helga Hreinsdóttir.
Gestir frá Hollustuvernd ríkisins: Þór Tómasson og Helgi Jensson.

1. Drög að starfsleyfi fyrir álver í Reyðarfirði. Þór Tómasson og Helgi Jensson, Hollustuvernd ríkisins, kynna drögin. Umræður og fyrirspurnir. Stefnt er að því að auglýsa starfsleyfið í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta mánaðar.

2. Málefni frá heilbrigðisfulltrúum / erindi frá fyrirtækjum
a) SR-Mjöl á Seyðisfirði. Til HAUST hefur borist afrit af bréfi frá SR-Mjöli á Seyðisfirði til Hollustuverndar ríkisins, dags. 13.11.2001. Erindið er tilkynning um að ekki náist að setja fituskilju niður fyrir 1.12.2001: “ljóst er að ekki tekst að koma fitugildrunni í notkun fyrr en eitthvað er liðið á desember.” Tekið er fram að yfirfall frá löndunarvökvageymum verksmiðjunnar verði strax tengt inn á fitugildruna, en lokafrágangur annarra frárennslisrása dregst fram á næsta ár. Óskað er eftir fresti til að ljúka framkvæmdinni til 1. september 2002. Ennfremur er óskað eftir sama fresti til að byggja þró um lýsisgeyma verksmiðjunnar, en fyrri frestur til þess verks rennur einnig út 1.12. nk.
Hollustuvernd ríkisins hefur munnlega óskað umsagnar/álits Heilbrigðisnefndar.
Heilbrigðisnefnd undrast þann drátt sem enn verður á úrbótum fráveitumála frá fyrirtækinu og bendir á að skv. gögnum HAUST er krafa um fituskilju sett fram í starfsleyfi árið 1992. Endurtekið hefur fyrirtækið óskað eftir og fengið fresti, en ekki staðið við þá. Heilbrigðisnefnd treystir sér ekki til að mæla með lengri frestum og hvetur Hollustuvernd til að beita heimildum Hollustuháttalaga til að þvinga fram úrbætur á fráveitumálum eins hratt og unnt er.

b) Malarvinnslan á Egilsstöðum, erindi dags. 19.10.01. Ósk um endurnýjun á starfsleyfi malbikunarstöðvar fyrirtækisins til eins árs þar sem krafa yrði um mælingu á ryki í útblásturslofti fyrir lok júli 2002. Árni gerir grein fyrir málinu. Starfsleyfi fyrirtækisins gildir til 1.1.2002, en krafa var um mælingu á ryki í útblæstri á sumarmánuðum 2001. Ekki tókst að samræma ferðir mælingamanns Iðntæknistofnunar og samfellda framleiðslu þannig að unnt væri að framkvæma þessar mælingar. Ekki hafa borist kvartanir vegna starfseminnar í sumar. Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita starfsleyfi til eins árs með sömu skilyrðum og verið hefur.

c) Seyðisfjarðarbakarí, erindi dags. 20.10.01. Ósk um 2ja mánaða framlengingu á fresti til úrbóta á húsnæði. Helga gerir grein fyrir málinu. Bráðabirgðastarfsleyfi rann út 15.10.01.
Heilbrigðisnefnd samþykkir frest til 15. des. 01. Hér er um lokafrest að ræða og ekki verða veittar frekari fyrirgreiðslur af hálfu heilbrigðisnefndar.

d) Síldarvinnslan í Neskaupstað – fráveitumál. Arni gerir grein fyrir málinu. Borið hefur á fitu og föstum efnum í fráveitu frá Síldarvinnslunni, einkum þegar unnin er síld.
Heilbrigðisfulltrúar á svæðinu eru að vinna að samræmdum viðmiðunarmörkum að fyrirmynd marka sem notuð eru í Reykjavík, verða þau kynnt viðkomandi aðila með kröfu um úrbætur innan árs.

e) GS bretti, Höfn. Tómas gerir grein fyrir málinu. Um er að ræða fyrirtæki með tvíþætta starfsemi: vörubrettasmíði og vörumóttöku, þ.m.t. móttöku matvæla. Aðstæður fyrir móttöku og meðhöndlun matvæla er óásættanlegar að mati heilbrigðisfulltrúa.
Heilbrigðisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við ákvæði Hollustuháttalaga.

f) Hótel Seyðisfjörður. Erindi ódags. Óskað er eftir framlenginu á starfsleyfi til 5. febrúar 2002. Gildandi starfsleyfi rennur út 14.12.2001. Leyfið er framlengt og frestir til lagfæringa veittir til 1. apríl 2002.

3. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Austur-Hérað
a) Sigurbjörg Alfreðsdóttir, kt. 250444-8189. Starfsleyfi fyrir sælgætis- og veitingasölu í Kaffiteríunni Egilsstaðaflugvelli. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála C. Kennitala fyrirtækis 250444-8189. Starfsleyfi útgefið 30.10.2001.

710 Seyðisfjörður
b) Jóhann Grétar Einarsson f.h. sóknarnefndar Seyðisfjarðarkirkju, kt. 560269-4209. Starfsleyfi fyrir Seyðisfjarðarkirkju, Bjólfsgötu 10, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða kirkju án safnaðarheimilis, en með reglubundna starfsemi. Starfsleyfi útgefið 25.10.2001.

730-740 Fjarðabyggð
c) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir skóladagheimili við Nesskóla. Um er að ræða skóladagheimili fyrir allt að 21 barn og súpueldhús. Skilyrði eru skv. bókun heilbrigðisnefndar frá 2.10. Kennitala fyrirtækis: 60188-5049. Starfsleyfi gefið út 30.10.2001 til loka skólaárs 2001-2002.
d) Sigrún Hulda Sæmundsdóttir, kt. 301067-5859. Starfsleyfi fyrir
Snyrtistofu Sigrúnar, Búðareyri 15, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir snyrtistofu og fótaaðgerðastofu og miðað við starfsreglur fyrir slíkar stofur. Kennitala fyrirtækis 301067-5859. Starfsleyfi útgefið 14.11.2001.
e) Bóas Bóasson, kt. 270361-2779. Starfsleyfi fyrir
B.S. Bílaverkstæði, Egilsbraut 4, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða bifreiðaréttingar og -sprautun og hjólbarðaviðgerðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir lakksprautun. Kennitala fyrirtækis 591090-2249. Starfsleyfið er gefið út 19.11.2001.

780 Hornafjörður
f) Kaupás hf., kt. 711298-2239. Bráðabirgðastarfsleyfi fyrir KÁ-verslun, Litlubrú 1, 780 Höfn. Um er að ræða stóra matvöruverslun með vinnslu. Leyfi gefið út til þriggja mánaða með fyrirvara um lokaúttekt heilbrigðisfulltrúa og kröfu um að gögn um innra eftirlit verði lögð fram innan þess tíma. Bráðabirgðaleyfi útgefið 12.11.2001.
g) Kaupfélag Austur-Skaftfellinga svf., kt. 180559-4269. Bráðabirgðastarfsleyfi fyrir
brauðgerð og bakarí með brauðbar, Litlubrú 1, 780 Höfn. Leyfi gefið út til þriggja mánaða með fyrirvara um lokaúttekt heilbrigðisfulltrúa og kröfu um að gögn um innra eftirlit verði lögð fram innan þess tíma. Kennitala fyrirtækis: 680169-3229. Bráðabirgðaleyfi útgefið 12.11.2001.

4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Sjafnarkjör, kt. 660201-3430, 685 Bakkafjörður. Leyfi til smásölu á tóbaki. Ábyrgðarmaður Sjöfn Aðalsteinsdóttir. Leyfi útgefið 22.11.2001.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Kaupfélag Vopnfirðinga, kt. 680169-1959. Leyfi til smásölu á tóbaki í Kjörbúð KVV, Hafnarbyggð 6, 690 Vopnafjörður. Ábyrgðarmaður: Guðjón Böðvarsson, kaupfélagsstjóri. Leyfi útgefið 14.11.2001.
c) Kaupfélag Vopnfirðinga, kt. 680169-1959.
Leyfi til smásölu á tóbaki í Söluskála KVV, Hafnarbyggð, 690 Vopnafjörður. Ábyrgðarmaður: Guðjón Böðvarsson, kaupfélagsstjóri. Leyfi útgefið 14.11.2001.

710 Seyðisfjörður
d) Hjörtur Þór Unnarsson, kt 040866-3619. Leyfi til smásölu á tóbaki í Félagsheimilinu Herðubreið, Austurvegi 4, 710 Seyðisfjörður. Kt. fyrirtækis: 600169-7429. Leyfi útgefið 14.11.2001.

720 Borgarfjarðarhreppur
e) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til smásölu á tóbaki í Matvöruverslun KHB, 720 Borgarfjörður. Ábyrgðarmaður: Sigurlína Kristjánsdóttir. Leyfi útgefið 22.11.2001.

750 Búðahreppur
f) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Versluninni Sparkaup, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Steinunn Bjarnadóttir. Leyfi útgefið 11.10.2001 til 4 ára.

755 Stöðvarhreppur
g) Kaupfélag Stöðfirðinga, kt. 680169-0989. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Kaupfélagi Stöðfirðinga, Fjarðarbraut 41, 755 Stöðvarfjörður. Ábyrgðarmaður: Friðrik Karlsson. Leyfi útgefið 8.11.2001 til 4 ára.

760 Breiðdalshreppur
h) Óskaup ehf, kt. 440401-3250. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Óskaupum, Sólvöllum 25, 760 Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Jóhanna Sigurðardóttir. Leyfi útgefið 20.11.2001 til 4 ára.
i) Bragi Björgvinsson, kt. 170634-2419. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Essó-Skálanum, Ásvegi, 760 Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Bragi Björgvinsson. Leyfi útgefið 20.11.2001 til 4 ára.

765 Djúpavogshreppur
j) Við Voginn, kt. 710189-2349. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Versluninni Við Voginn, Vogalandi 2, 765 Djúpivogur. Ábyrgðarmaður: Drífa Ragnarsdóttir. Leyfi útgefið 11.10.2001 til 4 ára.
k) Baldur Gunnlaugsson, kt. 030247-3299. Framlengt bráðabirgðaleyfi til smásölu á tóbaki í
Essó-Skálanum, Bakka 2, 765 Djúpivogur. Ábyrgðarmaður: Baldur Gunnlaugsson. Bráðabirgðaleyfi útgefið 31.10.2001, gildir til 31.12.2001, en söluskálinn hættir þá starfsemi.

780 Hornafjörður
l) Kaffihornið ehf., kt. 550299-2679. Leyfi til smásölu á tóbaki í veitingastaðnum að Hafnarbraut 2, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður Ingólfur Einarsson. Leyfi útgefið 21.10.2001
m) KASK-matvöruverslun, Fagurhólsmýri, 785 Hornafjörður. Kt. 680169-3229. Leyfi til smásölu á tóbaki. Ábyrgðarmaður Sigrún Sigurgeirsdóttir. Leyfi útgefið 12.11.2001.
n) Söluskáli ESSO, Vesturbraut 1, 780 Höfn. Kt. 680169-3229. Leyfi til smásölu á tóbaki. Ábyrgðarmaður Ludwig H. Gunnarsson. Leyfi útgefið 12.11.2001.
o) Söluskáli ESSO, Álaugarvegi 7, 780 Höfn. Kt. 680169-3229. Leyfi til smásölu á tóbaki. Ábyrgðarmaður Sigurður Jónsson. Leyfi útgefið 12.11.2001.

5. Erindi og bréf
a) Frá bæjarskrifstofum Hornafjarðar, dags. 7.11.2001, svohljóðandi:
Málefni: Starfsmaður HAUST á suðaustursvæðinu. Óskað er eftir viðræðum um málið hið fyrsta.
Núverandi starfsmaður sinnir sinni vinnu af kostgæfni og Heilbrigðisnefnd telur festu í starfsmannahaldi afar mikilvæga, ekki síst á Hornafjarðarsvæðinu, þar sem mannaskipti í embættinu hafa verið ör á undanförnum árum. Nefndin tekur undir að æskilegt er að starfsmenn HAUST hafi búsetu og aðstöðu sem næst starfssvæði sínu, en tekur fagmennsku og festu í starfi fram yfir þessi atriði. Frkvstj. og Þorkeli falið að verða við ósk um viðræður.

6. Önnur mál
a) Kjaramál heilbrigðisfulltrúa rædd.

Fundi slitið kl. 15.00

Fundargerðin færð í tölvu af Bergþóru Arnórsdóttur. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Þorkell Kolbeins
Bergþóra Arnórsdóttir
Ólafur Sigurðsson
Ástríður Baldursdóttir
Jónas Bjarki Björnsson
Árni J. Óðinsson
Tómas Ísleifsson

Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search