Fundargerð 12. júní 2007

70. / 6.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 12. júní 2007 kl. 9:00

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústdóttir, Benedikt Jóhannsson, Borghildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ólafsson sem varamaður fyrir Sigurð Ragnarsson sem boðaði forföll
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
1    Málefni einstakra fyrirtækja      379
2    Ársreikningur 2006     379
3    Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ     380
4    Bókuð útgefin starfsleyfi     380
5    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi      382
6    Önnur mál     382

  1. Málefni einstakra fyrirtækja
    a)  Hringrás. 
    Skv. starfsleyfi átti fyrir 1.6. að vera búið að
    •    loka yfirborði lóðar með malbiki og/eða steypu
    •    Girða alla lóðina
    •    Reisa aðstöðuhús
    Við skoðun 4.6. var fyrsta liðnum lokið, kappsamlega var unnið við girðinguna og einnig við að tæta dekk til brottflutnings.  Þann 11.6. var ástandið svipað, en þó greinilegt að áfram hafði verði unnið við girðinguna.  Efnishaugar eru einnig eitthvað yfir leyfilegum mörkum.
    Fyrirtækinu verði ritað bréf með eftirfarandi:
    •    Minnt skal á að efnishaugum skal halda innan leyfilegra hæðarmarka
    •    Fyrirtækinu verði gert að leggja fram nýja tímasetta áætlun um lok framkvæmda, þar sem fram komi hvenær svæðinu verði lokað með girðingu og hliði og hvenær aðstöðuhúsið verði reist og það tekið í notkun.
    Heilbrigðisnefnd taki nýja áætlunina til skoðunar.  Ef unnt er að samþykkja nýja tímaáætlun verði þar um að ræða lokafresti.  Ef tímaáætlunin er ekki ásættanleg mun heilbrigðisnefnd íhuga að beita dagsektum og/eða að núverandi starfsleyfi verði ekki endurnýjað þegar það rennur út.


    b)  Mjólkurstöðin á Egilsstöðum.
    Fyrir 1. júní átti MS að leggja fram tímasetta áætlun vegna frágangs lóðar og staðsetningar á sorpgám við aðstöðu.  Á vegum bæjarfélagsins hafa orðið tafir á framkvæmdum og því hefur MS ekki getað lokið sínum hluta.
    Heilbrigðisnefnd samþykkir að fyrirtækið fái lengri tíma til verskins og að haft verði samráð fyrir sveitarfélagið hvað tímasetningar varðar.

  2. Ársreikningur 2006
    Ársreikningur ársins 2006 lagður fram til samþykktar.  Áritanir frá skoðunarmönnum liggja fyrir.
    Frkvstj. falið að senda áritunarblað milli nefndarmanna til unnt sé að ganga frá ársreikningnum.  Ársreikningi þannig vísað til aðalfundar.

  3. Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
    Valdimar greindi frá þrem fundum sem hann sat á vegum SHÍ þann 8.6. sl.
    •    Stjórnarfundur SHÍ.
    •    Fundur stjórnar SHÍ með Umhverfisráðherra til að kynna nýjum ráðherra SHÍ og áherslur í starfi samtakanna.
    •    Fundur stjórnar SHÍ með ráðuneytismönnum þar sem fjallað var um skýrslu Viðars Lúðvíkssonar um einföldun eftirlits skv. hollustuháttareglugerð.

  4. Bókuð útgefin starfsleyfi
    690 Vopnafjarðarhreppur.
    a)    Mávahlíð ehf. kt. 521006-1100.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir að hámarki 16 gesti í sex herbergjum að Hafnarbyggð 26, 690 Vopnafjörður.  Gestir hafa aðgang að heimiliseldhúsi, en í öðru eldhúsi er aðstaða til að bera fram morgunverð.  Undanþága dags. 27.4.2007 er frá ráðherra vegna kröfu um handlaug i hverju herbergi. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir sölu á gistingu eftir því sem við á.  Leyfi útgefið 19.5.2007.
    b)  Hársnyrtistofa Guðrúnar Önnu,  kt.  220572-5449.  Starfsleyfi/endurnýjun vegna Hársnyrtistofu Guðrúnar Önnu, Hamrahlíð 21, 690 Vopnafjörður.  Um er að ræða hársnyrtistofu með einum hárgreiðslustól.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skylda starfssemi frá árinu 2006.  Starfsleyfi útgefið 22.5.2007.
    c)  Minjasafnið Bustarfell, kt. 621004-3010.  Starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna veitingasölu í þjónustuhúsi Bustarfelii.  Leyfið útgefið til eins árs með kröfu um endurbætur vatnsbóls á gildistíma þess.  Starfsleyfið útgefið 04.06.2007.

    700-701 Fljótsdalshérað
    d)    Egill Guðni Jónsson, kt. 160652-4389 f.h. ST ehf., kt. 690998-3009.  Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu auk samkomustaðar í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða heimild fyrir sölu á gistingu í 32 fullbúnum tveggja manna hótelherbergjum og sjö eins manns, rekstri fullbúins veitingastaðar fyrir allt að 71 gest í sæti og veislusal fyrir allt að 250 manns og samkomuhúss með tveim sölum, þ.e. veislusal með sviði og litlum sal á efri hæð.  Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006 og starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði frá 2006.  Leyfi útgefið 29.5.2007.
    e)    Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139.  Starfsleyfi vegna veitingasölu í Þjónustumiðstöð á mel austan Sandfellsvið Kárahnjúka, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir Veitingahúsi með fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti í sæti og sjoppu miðað við í söluskála C. Leyfi útgefið 4.6.2007
    f)    Jens Einarsson, kt. 170659-5039 f.h. Hestamannafélagsins Freyfaxa, kt. 470482-0449.  Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Fjórðungsmóti Austurlands, Hestamannamót á Stekkhólma 28. júní - 1. júlí 2007.  Um er að ræða útisamkomu með veitingasölu, tjaldsvæði, þurrsalernum og 2 dansleiki, reiknað er með 2000-4000 manns.  Starfsleyfi útgefið 8.06.2007.
    g)    Stefán Sveinsson, kt. 170362-3819.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna veitingasölu Útnyrðingsstöðum.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.
    h)    Halldór Sigurðsson, kt. 120457-4469.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús Hjartarstöðum.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.
    i)    Jóhann Gísli Jóhannsson, kt. 050460-3479.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús Breiðavaði.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.
    j)    Sigmundur K. Stefánsson, kt. 130760-2369. Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús Dratthalastöðum.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.
    k)    Lífsval ehf., kt. 531202-3090. Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús Skriðufelli, Jökulsárhlíð.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.

    730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
    l)    Alcoa-Fjarðaál sf.  kt. 520303-4210.  Starfsleyfi fyrir stjórnsýsluhús, bygging nr. 620, á álverslóð, Sómastöðum í Reyðarfirði.  Þ.e. leyfi vegna rekstur mötuneytis, heilsugæslustöðvar, kennslu- og fundaaðstöðu, búnings- og baðaðstöðu fyrir starfsmenn álvers fyrirtækisins. Leyfið er kaflaskipt og nær til alls hússins.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingastaði, heilbrigðisþjónustu, almenningssalerni fyrir skóla-bóknám og fullorðinsfræðslu eftir því sem við á hverju sinni.  Leyfi útgefið 20.5.2007.
    m)    Truenorth ehf.,  kt. 590603-3410.  Tímabundið starfsleyfi vegna opnunarhátíðar Alcoa á Reyðarfirði þann 9.6.2007 kl. 10-22.  Um er a ræða leyfi vegna útisamkomu, meðhöndlunar matvæla í samræmi við markaðssölu matvæla og leyfi fyrir faradslernum.  Leyfi útgefið 7.6.2007.
    n)    Icelandair Hótel Hérað, kt. 621297-6949.  Tímabundið starfsleyfi vegna veitinga í Íþróttahöllinni á Reyðarfirði.  Um er að ræða morgunverð f. 300 og léttan hádegisverð f. 1000 manns.  Ábyrgðamaður: Auður A. Ingólfsdóttir kt. 140355-5779.  Leyfi útgefið 7.6. 2007.

    730  Fjarðabyggð - Norðfjörður
    o)    Bensínorkan ehf., kt. 600195-2129.  Starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytis, Strandgötu 15.  Starfsleyfið er útgefið 25.05.2007.

    780-781 Hornafjörður
    p)    Björn Þorbergsson, kt. 108462-5629.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum í Gerði, ferðaþjónusta, Breiðabólsstað II, 781 Höfn.  Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 23 gesti í tólf fullbúnum herbergjum og veitingum m. fullbúnu eldhúsi og í fjórum fjögurra manna smáhýsum.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði frá 2006 og fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði  frá 2004 sem og viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006.  Leyfi útgefið 19.5. 2007.
    q)    Björn Þorbergsson, kt. 108462-5629.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum í Hrollaugsstaðaskóla, 781 Höfn.  Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 52 gesti í 18 herbergjum og svefnsal sem og sölu á veitingum fyrir allt að 70 gesti í matsal.  Einnig sala á gistingu í þerm fjögurra manna smáhýsum.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði frá 2006 og fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði  frá 2004 sem og viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006.  Leyfi útgefið 19.5. 2007.
    r)    Ís og ævintýri ehf., kt. 560201-2140, Bjarni Sk. Bjarnason.  Starfsleyfi fyrir sölu veitinga og lítilsháttar gistingar í Jöklaseli, 781 Hornafjörður.  Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnum veitingastað með matsal fyrir 70 gesti í sæti.  Einnig er leyfi fyrir svefnpokagistingu á efri hæð aðstöðuhússins fyrir allt að 20 gesti, þó með þeim skilyrðum að aldrei séu samtímis gestir í veitingasal og óviðkomandi næturgestir. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006 og starfsleyfisskilyrðum fyrir gistiskála frá 2006.  Leyfi útgefið 19.5.2007.
    s)    Gísli Már Vilhjálmsson f.h. Ósinn ehf., kt. 681290-1339.  Starfsleyfi fyrir Hótel Höfn, Víkurbraut 20 og 11-13, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi starfsemi: Sölu á gistingu fyrir allt að 68 gesti í 36 fullbúnum hótelherbergjum að Víkurbraut 20 og 64 gesti í 32 fullbúnum hótelherbergjum að Víkurbraut 11 og 13.  Einnig sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi með 2 veitingasölum, sæti eru fyrir allt að 120 gesti í efri sal og 40 gesti í neðri sal.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði frá 2006 og viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006 Leyfi útgefið 1.6.2007.
    t)    Jón Sigfússon, kt. 220549-3229.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna veitingasölu Brunnavöllum.  Starfsleyfið er útgefið til eins árs með kröfum um endurbætur á vatnsbóli.  Starfsleyfið er útgefið 01.06.2007.
    u)    Sigurður Gunnarsson, kt. 090556-2179.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús Hnappavöllum II, Öræfum.  Starfsleyfið er útgefið 01.06.2007.
    v)    Sigurður Magnússon, kt. 040948-3099.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir fiskeldi Hofi II í Öræfum allt að 20 tonna ársframleiðslu með fráveitu í ferskvatn.  Krafa er um að setþró eða sambærilegur búnaður verði tengdur við fráveitulagnir eldiskerja.  Starfsleyfið er útgefið 17.05.2007.

  5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
    700-701 Fljótsdalshérað
    a)   ST ehf., kt. 690998-3009.  Leyfi til að selja tóbak í smásölu í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður: Egill Guðni Jónsson, kt. 160652-4389.  Leyfi útgefið 2.6.2007.
    b)  Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139.  Leyfi til að selja tóbak í smásölu í Þjónustumiðstöð á mel austan Sandfellsvið Kárahnjúka, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður:  Steindór Jónsson kt. 270255-2569 . Leyfi útgefið 4.6.2007740 Fjarðabyggð - Norðfjörður
    c)    Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249.  Tóbakssöluleyfi í söluskála Olís, Hafnarbraut 19, 740 Neskaupstaður.  Ábyrgðarmaður:  Birgitta Sævarsdóttir, kt. 160369-4699.  Leyfi útgefið 18.5.2007.

  6. Önnur mál
    a)    Næstu fundir.  Næsti fundur ákveðinn 22.8.  Formaður, varaformaður og frkvstj. afgreiða mál milli funda eins og verið hefur en nefndin kölluð saman ef sérstök mál koma upp.
    b)    Fyrirspurn frá Andrési um sjónmengun og hvernig er hún skilgreind ásamt umræðum um umhverfismengun, ekki síst í dreifbýli.
    Ekki önnur mál.  Fundi slitið kl. 9:40

    Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur  og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

    Valdimar O. Hermannsson           
    Björn Emil Traustason
    Borghildur Sverrisdóttir
    Guðmundur Ólafsson
    Kristín Ágústsdóttir
    Benedikt Jóhannsson
    Andrés Skúlason
    Helga Hreinsdóttir     

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search