Fundargerð 16.5.2007

69. / 5.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn í Skriðuklaustri þann 16.5.2007
Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Sigurður Ragnarsson og Benedikt Jóhannsson.. 
Kristín Ágústdóttir og Borghildur Sverrisdóttir boðuðu forföll með dags fyrirvara.  Ekki tókst að fá neinn varamann með svo stuttum fyrirvara.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Árni J. Óðinsson, Júlía Siglausdóttir, Borgþór Freysteinsson og  Hákon Hansson

Dagskrá:
  1. Skoðunarferð    373
  2. Málefni einstakra fyrirtækja    374
    2.1    Hringrás, brot á starfleyfum og bréfaskriftir.    374
    2.2    Grunur um matarsýkingu á Adit 2 við Kárahnjúka    374
  3. Erindi    374
    3.1    frá Þorsteini Péturssyni varðandi bakkavarnir í Víðivallagerði.    374
    3.2    frá Guðmundi Víum f.h. veiðifélags Selár í Vopnafirði    374
    3.3    Frá Landgræðslu ríkisins dags. 30.4.2007    375
  4. Kjarasamningar starfsmanna    375
  5. Fréttir af vorfundi UST, HES og UHR    375
  6. Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ    375
  7. Bókuð útgefin starfsleyfi    375
  8. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi    378
  9. Önnur mál    378
    9.1    Reglugerð um öryggi leikvallatækja leiksvæða    378
    9.2    Bréf til rekstaraðila sundlauga á Austurlandi    378
    9.3    Framsal eftirlits frá UST til HAUST    378
    9.4    Fyrirspurnir um aðkomu HAUST að eftirliti    378
    9.5    Næsti fundur    378


  1.  Skoðunarferð
    Farið var frá Egilsstöðum kl. 13:30 og ekið í Végarð, þaðan var farið í Stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunar og Þjónustuhús Landsvirkjunar einnig heimsótt.  Síðan var ekið á Teigsbjarg og aðstaðan við Aðkomugöng 1 skoðuð.  Komið var í Skriðuklaustur um kl. 17:00.
    Sólveig Dagmar, starfsmaður Landsvirkjunar, fær bestu þakkir fyrir góða leiðsögn og einnig fyrirtækin Landsvirkjun og Impregilo fyrir að leyfa nefndinni að fara um vinnusvæðin.

  2. Málefni einstakra fyrirtækja
    2.1    Hringrás, brot á starfleyfum og bréfaskriftir.
    Kvartanir hafa borist vegna hæðar á efnishaugum hjá Hringrás.  Leyfileg hæð er 4 m en þeir hafa verið í allt að 7,5 m.  Þann 12.5. var fyrirtækinu sent bréf með eftirfarandi niðurlagi:

    “Á næsta fundi Heilbrigðisnefndar mun undirrituð leggja fram tillögu um að fyrirtækið verði áminnt formlega skv. lið 1 í 26. gr. laga um Hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.  Ennfremur mun undirrituð leggja til að fyrirtækið verði beitt dagsektum skv. 27. gr. sömu laga ef hæð hauga verður ekki færð til samræmis við ákvæði starfsleyfis fyrir tímasetningu fundarins, sem verður haldinn 16.5.2007. “

    Frkvstj. gerði grein fyrir eftirlitsheimsóknum sl. tvær vikur og framförum sem orðið hafa á athafnasvæði fyrirtækisins.  Ástandið er mun betra og unnið er að úrbótum í samræmi við ákvæði starfsleyfis. 
    Heilbrigðisnefnd fagnar framförum og því að ekki þurfi að beita áminningu eða þvingunarúrræðum öðrum.  Starfsmönnum falið að fylgjast vel með framvindu mála og upplýsa nefndina ef á ný koma fram brot á starfsleyfi.  Heilbrigðisnefnd mun gera viðeigandi ráðstafanir ef til slíks kemur.

    2.2    Grunur um matarsýkingu á Adit 2 við Kárahnjúka
    Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um hugsanlega matarsýkingu á Adit 2.  Frkvstj. gerir grein fyrir aðkomu HAUST, niðurstöðum rannsókna á vegum HAUST, þeim úrbótum sem fyrirtækið hefur gripið til þannig að svipuð atvik endurtaki sig ekki og fleira málinu viðkomandi.

  3. Erindi
    3.1    frá Þorsteini Péturssyni varðandi bakkavarnir í Víðivallagerði.
    Framhald máls frá síðasta fundi , Nýtt erindi er dags. 15.4.2007 þar sem fyrri umsókn er dregin til baka en óskað leyfis til að “mega nota svokallaða “sleepers” sem bakkavörn við tún frá merkjum við Víðivelli Fremri meðfram túninu og aðeins meðfram stekkkíl, alls u.þ.b. 1 kílómetri að lengd.  Með því móti gæti tekist að bjarga ræktarlandinu og jafnframt þeim stað þar sem landbrotið er mest.“Málið var reifað frá ýmsum hliðum og umsagnir aðila skoðaðar.  Formaður gerði einnig grein fyrir samtali sem umsækjandi átti við hann deginum áður.
    Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið, þó með eftirfarandi skilyrðum:    
    •    “Sleepers” verði raðað þannig saman til endanna að þeir bindi hver annan og myndi áferðarfallegan flöt þar sem sést á varnarefni, en um miðbik varnanna er ekki krafa um að þeim verði raðað.
    •    Ekki verði tekið við meira af “sleepers” frá framleiðanda en fyrirséð er að unnt verði að nota við það verk sem nú er sótt um leyfi fyrir. 
    •    Fylgst verði með hegðun vatns í ánni og kannað hvort áin breytir rennsli sínu og ógni hugsanlega landi annars staðar í kjölfarið.

    3.2     frá Guðmundi Víum f.h. veiðifélags Selár í Vopnafirði
    Í núverandi veiðihúsi við Selá í Vopnafirði hafa verið gerðar aths. við fyrirkomulag í eldhúsi og vatnsveitu.  Guðmundur Víum tilkynnir að til standi að byggja nýtt 600 m2 veiðihús árið 2008 – í seinasta lagi 2009.  Núverandi hús verði þá notað sem starfsmannabústaður fyrir leiðsögumenn o.þ.h.  Vegna þessa er óskað eftir heimild til að vinna með óbreytta aðstöðu í eldhúsi eldra hússins.
    Tillaga að afgreiðslu Heilbrigðisnefndar:  Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið, en þó með því skilyrði að ýtrasta hreinlætis verði gætt og innra eftirlit viðhaft í samræmi við kröfur þar um. Þar sem eldra veiðihúsið verður áfram notað sem starfsmannabústaður er krafa um að vatnsveita fyrir það verði lagfærð sem allrafyrst, þannig að hún standist ákvæði neysluvatnsreglugerðar og fái starfsleyfi.

    3.3    Frá Landgræðslu ríkisins dags. 30.4.2007
    Sveinn Runólfsson sendir erindi og kynnir áform um að nota jarðvegsbindiefni til að hefta sandfok við Hálslón.  Í sumar verða gerðar tilraunir með tvö efni við Gunnarsholt  og hugsanlega verður óskað eftir leyfum til tilrauna við Hálslón seinna í sumar. 
    Heilbrigðisnefnd er jákvæð gagnvart aðgerðum við að binda land og hindra sandfok af svæðinu.  Beðið verður eftir niðurstöðum úr tilraun í Gunnarsholti áður en endanlegt samþykki fyrir notkun efnanna er veitt.

  4. Kjarasamningar starfsmanna
    2005 voru gerðir samningar milli heilbrigðisnefndar og FÍN.  Samningarnir taka mið af samningum FÍN og ríkisins.  Í samningum var ákvæði um að ný launatafla tæki gildi í mars 2006 og önnur á vordögum 2007.  Þessi ákvæði hafa ekki komið til framkvæmdar.  Frkvstj. hefur þegar átt fund með frkvstj. FÍN og fengið drög að viðbótasamningi til að ganga frá. Formanni og varaformanni falið að ljúka málinu ásamt frkvstj.

  5. Fréttir af vorfundi UST, HES og UHR.
    Á vorfundi hittast yfirmenn Umhverfisstofnunar, framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlitssvæða og þeir yfirmenn í umhverfisráðuneyti sem fara með málefni HES/ UST.  Vorfundur að þessu sinni haldinn 8. og 9. 5. á Flúðum.  M.a. rætt um
    •    Samskipti UST og HES og aðkomu UHR
    •    Skil rannsóknaniðurstaðna frá HES til Umhverfisstofnunar
    •    Form haustfunda og áformaðar breytingar á þeim skv. ósk HES
    •    Einföldun og samræmingu á gjaldskrám HES og ÍSAT númerum, sem og fyrirhugaðar breytingar á ÍSAT númerakerfi Hagstofunnar
    •    Vangaveltur um breytingar á starfsleyfisskyldu fyrirtækja

  6. Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
    Formaður gerði grein fyrir málinu en litla fréttir eru af þessum vetvangi.  Fyrir liggur að hitta nýjan forstjóra UST og hugsanlega einnig nýjan umhverfisráðherra.

  7. Bókuð útgefin starfsleyfi
    690 Vopnafjarðarhreppur
    a)    Vegagerðin, kt. 500295-3259.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir þjónustuhúsi að Búðaröxl, 690 Vopnafjörður, þ.s. m.a. fara fram minniháttar viðgerðir á bílum og tækjum Vegagerðarinnar.  Starfsleyfi útgefið 20.4.2007.

    700-701 Fljótsdalshérað
    b)    Jón Karlsson, kt. 201146-7399.  Tímabundið starfsleyfi fyrir árshátíð Harmoníkufélags Héraðsbúa í félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal, þann 14.4.2007.  Starfsleyfi útgefið 27.3.7.
    c)    Móðir Jörð, kt. 040955-3219.  Starfsleyfi fyrir kartöflu- og grænmetispökkun, grænmetisréttaframleiðslu svo og nuddolíupökkun að Vallanesi, 701 Egilsstaðir Starfsleyfi útgefið 10.4.2007.
    d)    Sævar Sigbjarnarson, kt. 270332-2809.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu Hljómvina í Hjaltalundi þann 20.4.2007.  Leyfi útgefið 18.4.2007.
    e)    Bjarni G. Bjarnason, kt. 020660-2019.  Tímabundið starfsleyfi vegna starfsmannasamkomu á vegum HRV á Iðavöllum þann 21.4.2007.  Leyfi útgefið 18.4.2007.
    f)    Vegagerðin, kt. 680269-2899.  Starfsleyfi fyrir þjónustuhús að Smiðjuseli 1, 701 Egilsstaðir, þ.s. m.a. fara fram minniháttar viðgerðir á bílum og tækjum Vegagerðarinnar.  Starfsleyfi útgefið 20.4.2007.
    g)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Tímabundið starfsleyfi fyrir leiksýningum á efri hæð í Sláturhúsinu við Kaupvang á Egilsstöðum 28. og 29.4.2007.  Leyfi útgefið 26.4.2007.
    h)    Minjasafn Austurlands, kt. 630181-0119. Starfsleyfi vegna lítilsháttar sölu á veitingum í Minjasafni Austurlands að Laufskógum 1, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á einföldum kaffiveitingum með bakkelsi og sælgæti frá viðurkenndum framleiðslustöðum. Leyfi útgefið 14.5.2007
    i)    St. ehf., kt. 690998-3009.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomustað í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir samkomur dags, 15.5. og 20.-21.5. sem og samkomu og veitingasölu 19.5.  Leyfið útgefið 10.5.2007.
    j)    ÍAV, kt. 660169-2379.  Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs hesthúsa við Gæðingabakka á Egilsstöðum.  Leyfi útgefið 14.5.2007.

    700-701 Fljótsdalshreppur
    k)    Landsvirkjun, kt. 420269-1299.  Starfsleyfi fyrir Fljótsdalsstöð í Fljótdalshreppi.  Um er að ræða virkjun , vatnsveitu, verkstæðisaðstöðu, mötuneyti, starfsmannabústað og eldsneytisafgreiðslu fyrir eigin tæki.  Starfsleyfi útgefið 27.03.2007.

    710 Seyðisfjörður
    l)    Snarverk ehf. kt. 600905-1390.  Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði Strandarvegi 29.  Um er að ræða almennar bifreiðaviðgerðir, smurþjónustu, hjólbarðaviðgerðir sem og réttingar- og lökkun bifreiða.  Starfsleyfi útgefið 27.4.2007.730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
    m)    Olíufélagið hf., kt. 540206-2010.  Starfsleyfi vegna sölu á innpökkuðu sælgæti og drykkjum í Esso aðföng, Búðargötu á Reyðarfirði. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrirsöluskála A frá 2003.  Leyfi útgefið 2.4.2007.
    n)    Guðmundur R. Gíslason f.h. ESS Support Service, kt. 670504-3520.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu fyrir starfsmenn álvers í Fjarðabyggðarhöllinni þann 29.4.2007.  Leyfi útgefið 18.4.2007.

    735 Fjarðabyggð- Eskifjörður

    o)    Skíðamiðstöð Austurlands Oddsskarði, kt. 680280-0379. Starfsleyfi fyrir skíðaskála, Skíðamiðstöð Austurlands Oddsskarði. Um er að ræða söluskála þar sem selt er innpakkað sælgæti, drykkir, pylsur auk þess er í skálanum almenningssalerni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála B og fyrir almenningssalerni. Leyfið útgefið 29.3.2007.
    p)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Starfsleyfi fyrir gámavöll að Strandgötu 16, 735 Eskifjörður. Um er að ræða leyfi fyrir gámavelli, þar sem tekið er á móti sorpi og spilliefnum. Miðað er við starfsreglur fyrir gámastöðvar og flokkunarstöðvar sorps frá 2006 og auglýsingu Umhverfisráðuneytis yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisgerðar frá 4. ágúst 2000.Leyfi útgefið 2.4.2007.

    740 Fjarðabyggð - Norðfjörður
    q)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Starfsleyfi fyrir gámavöll við flugvöll, 735 Eskifjörður. Um er að ræða leyfi fyrir gámavelli, þar sem tekið er á móti sorpi og spilliefnum. Miðað er við starfsreglur fyrir gámastöðvar og flokkunarstöðvar sorps frá 2006 og auglýsingu Umhverfisráðuneytis yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisgerðar frá 4. ágúst 2000.Leyfi útgefið 2.4.2007.
    r)    Karl Jóhann Birgisson kt. 270950-2489.  Starfsleyfi fyrir Hempu ehf. kt. 650602-2260.  Um er að ræða litla saltfiskverkun Strandgötu 44, Norðfirði.750 Fjarðabyggð-Búðir.
    s)    Fjarðabyggð  kt. 470698-2099 fær starfsleyfi til að starfrækja Leikskóla í Skólamiðstöð að Hlíðargötu 58, 750 Fáskrúðsfjörður.  Um er að ræða deildaskiptan leikskóla án eldhúss. Farið skal eftir viðmiðunarreglum  fyrir leikskóla og skóla frá 2006  Starfsleyfi útgefið 23.4.2007.
    t)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Starfsleyfi til að starfrækja  mötuneyti í Skólamiðstöð að Hlíðargötu 58, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða fullbúið mötuneyti fyrir grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Farið skal eftir leiðbeinandi starfsreglum fyrir mötuneyti   frá 2006. Skylt er að starfrækja almenn innra eftirlit  í mötuneytinu.   Starfsleyfi útgefið: 23.4.2007.
    u)    Bautinn  ehf., kt. 540471-0379.  Tímabundið starfsleyfi vegna framreiðslu á matvælum (veisluþjónustu) í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði vegna árshátíðar Alcoa-Fjarðaáls. Ítarleg skilyrði koma fram starfsleyfi. Gildistími leyfis:  Milli kl. 20:00 og 03:00, 31.3.2007

    755 Fjarðabyggð-Stöðvarfjörður
    v)    Íslenskt sjávarfang ehf., kt. 520701-2140.  Starfsleyfi til að starfrækja matvælavinnslu að Bankastræti 1, 755 Stöðvarfirði.  Um er að ræða pökkun á fiski og vinnslu á fiskmeti fyrir innlendan markað. Farið skal eftir leiðbeinandi starfsreglum fyrir matvælavinnslu  frá 2003. Skylt er að starfrækja almenn innra eftirlit í fyrirtækinu. Starfsleyfi útgefið 4.5.2007.

    760 Breiðdalsvík
    w)    Veiðiþjónustan Strengir, kt. 581088-1169.  Starfsleyfi til að starfrækja Veiðihús Breiðdalsár í Eyjum, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða leyfi fyrir veiðihúsi með gistingu í 8 tveggja manna herbergjum og fullbúnu eldhúsi fyrir veitingahús. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði og gistihús frá 2006. Skylt er að starfrækja almenn innra eftirlit á veitingastaðnum.  Starfsleyfi útgefið 4.5.2007.

    780-781 Hornafjörður
    x)    Matfiskeldi Hnappavöllum, kt. 270461-2479. Starfsleyfi fyrir framleiðslu á bleikju til manneldis allt að 20 tonna ársframleiðslu og losunar á fráveituvatns í ferskvatn.  Um starfsemina gilda almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi og starfsreglur HAUST fyrir fiskeldi (2002).  Starfsleyfið er gefið út með kröfu um uppsetningu setþróar fyrir 16.04.2008.
    y)    Björn Gísli Arnarson, kt. 050562-3999, Júllatúni 5. 780 Hornafirði.  Starfsleyfi fyrir meindýraeyðingu og eftirlit.  Leyfi útgefið 4.4.2007.
    z)    Frost og Funi ehf., kt. 421091-1109.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu sem þjónar lögbýlum Hofi í Öræfum, grunnskóla og ferðaþjónustu þ.m.t. sölu gistingar og veitinga.  Starfsleyfi útgefið 20.4.2007.
    aa)    Fosshótel ehf., kt. 530396-2239.  Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu sem þjónar m.a. Fosshótel Vatnajökull þ.e. ferðaþjónustu þ.m.t. sölu gistingar og veitinga.  Starfsleyfi útgefið 5.3.2007.
    bb)    Renato Grünenfelder f.h. Fosshótel ehf., kt. 530396-2239.  Starfsleyfi vegna veitinga- og gististaðar Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakki, 781 Höfn.  Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu í allt að 26 tveggja manna hótelherbergjum og veitingum úr fullbúnu eldhúsi með matsal fyrir allt að 50 gesti í sæti. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði frá 2006 og viðmiðunarreglur fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006.  Leyfi útgefið 30.4.2007.
    cc)    Sigursteinn Haukur Reynisson f.h. Beint af augum ehf., kt. 420307-1600.
    i.    Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og lítilsháttar veitingum að Flatey á Mýrum.  Um er að ræða allt að 16 gesti í íbúðarhúsi rekstaraðila og Jónshúsi.   Einnig sala á morgunverði og heitum kvöldverði fyrir aðila í gistingu, enda sé heimiliseldhúsið sérbúið í samræmi við starfsreglur þar um.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili og viðmiðunarreglum fyrir veitingataði eða veitingasölu eftir því sem við á.  Leyfi útgefið 1.5.20070 og gildir til 31.8.2007.ii.    Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar ferheimilinu og ferðaþjónustunni að Flatey á Mýrum.  Starfsleyfi útgefið 1.5.2007.
    dd)    Ingibjörg Ragnarsdóttir kt. 191153-4569. Starfsleyfi fyrir niðurrif gamalla húsa að Skálafelli 2. 781 Hornafirði.  Leyfið útgefið út 7.5.2007.

  8. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
    730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
    a)    Olíufélagið hf., kt. 540206-2010.  Tóbakssöluleyfi í versluninni Esso aðföng, Búðargötu á Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður:  Sigfús Valur, kt. 040889-3290.  Leyfi útgefið 2.4.2007.

  9. Önnur mál
    9.1    Reglugerð um öryggi leikvallatækja leiksvæða
    Reglugerð nr. 942/2002 m.s.br. fjallar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Reglugerðina skal endurskoða fyrir 1. janúar 2008.
    JS gerði grein fyrir fyrirkomulagi eftirlits á leiksvæðum í dag og framförum sem hafa orðið í aðbúnaði og leiktækjum og þar með öryggi og barna á leiksvæðunum á landinu. Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til að taka virkan þátt í  endurskoðun reglugerðarinnar.

    9.2    Bréf til rekstaraðila sundlauga á Austurlandi
    Hákon gerði grein fyrir bréf sem HAUST sendi til rekstaraðila allra sundstaða á Austurlandi í apríl.  Tilgangur bréfsins var að ítreka að rekstaraðilar eru ábyrgir fyrir því að sundlaugargæsla sé til staðar sem og að þeir sem gæslu annast hafi til þess tilskilin réttindi.

    9.3    Framsal eftirlits frá UST til HAUST.
    Frkvstj.  falið að rita nýjum forstjóra UST erindi og fara fram á fund um framsal eftirlitsverkefna.

    9.4    Fyrirspurnir um aðkomu HAUST að eftirliti
    •    V. sumarreksturs í Sólbrekku í Mjóafirði.  Helga gerði grein fyrir aðkomu HAUST.
    •    V. aðbúnaðar farandverkamanna í Tærgesen á Reyðarfirði. Júlía svaraði fyrirspurninni

    9.5    Næsti fundur
    Skv. fyrri ákvörðun verður næsti fundur heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn símleiðis kl. 9:00 miðvikudaginn 13.6.2007.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

    Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og Árna J. Óðinssyni  og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

    Valdimar O. Hermannsson           
    Björn Emil Traustason
    Andrés Skúlason
    Sigurður Ragnarsson
    Benedikt Jóhannsson
    Helga Hreinsdóttir
    Árni J. Óðinsson
    Hákon Hansson               
    Borgþór Freysteinsson
    Júlía Siglaugsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search