Fundargerð 26. september 2007

72. / 8.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis  26.9.2007 kl. 9:00



Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Borghildur Sverrisdóttir og Auður Ingólfsdóttir sem varamaður fyrir Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
1    Málefni einstakra fyrirtækja 
      1.1    Landsvirkjun.  Starfsmannabúðir við Axará.
      1.2    Hringrás, starfsstöð við Hjallaleiru á Reyðarfirði
      1.3    Arnarfell við Hraunaveitur.
2    Niðurrif mannvirkja.  
3    Fjárhagsáætlun 2007, staða rekstrar, umræða um gjaldskrá

      3.1    Tillaga um breytingar á gjaldskrá:
      3.2    Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008
4    Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
5    Bókuð útgefin starfsleyfi
6    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
7    Önnur mál
     7.1    Heildarúttekt á neysluvatni.
     7.2    Húsnæðismál og starfsmannahald
     7.3    Aðalfundur 2007

Valdimar formaður heilbrigðisnefndar bauð menn velkomna og setti fundinn.

1    Málefni einstakra fyrirtækja
1.1    Landsvirkjun.  Starfsmannabúðir við Axará. 
Fyrirtækinu hafa verið veittir tveir frestir til að koma upp ræstiaðstöðu í svefnskála í samræmi við ákvæði hollustuháttareglugerðar og til að lagfæra ræstiaðstöðu í eldhúsi, þannig að uppfyllt verði ákvæði matvælareglugerðar.  Til að knýja á um framkvæmdir var fyrirtækinu tilkynnt að lögð yrði fram tillaga um dagsektir á fundinum ef fyrirtækið hefði ekki tilkynnt að verkinu væri lokið eða a.m.k. tímasett áætlun um hvenær því yrði lokið lögð fram.
Fyrirtækið hefur með tölvupósti tilkynnt að framkvæmdum verði lokið í viku 39.  
Heilbrigðisnefnd fagnar því að ekki þurfi að koma til beitingar þvingunarúrræða.

Auður Anna Ingólfsdóttir mætir á fund.

1.2    Hringrás, starfsstöð við Hjallaleiru á Reyðarfirði

Fyrirtækið sótti til Umhverfisráðherra um undanþágu frá starfsleyfi vegna starfseminnar.  HAUST hefur borist afrit af svarbréfi ráðuneytis til Hringrásar.  Þar er beiðninni  hafnað.  Í bréfinu segir m.a. “Fyrirtækið skal nú þegar hætta allri móttöku á svæðinu, hreinsa lóðina og koma efni til útskipunar án tafar.”  Einnig segir:  “Hafi fyrirtækið hug á áframhaldandi starfsemi á þessu svæði skal fyrirtækið ljúka allri steypuvinnu við lóðina, klára lokafrágang við girðingu umhverfis lóð og hefjast handa við byggingu þjónustuhúsæðis í samræmi við áður framlögð gögn og ljúka byggingu fyrir lok nóvember 2007.  Fyrirtækið skal eigi síðar en 15. október nk. sækja um nýtt starfsleyfi til Heilbrigðisnefndar Austurlands og miðað er við að búið verði að uppfylla framangreindra kröfur áður en nýtt starfsleyfi tekur gildi”
Í kjölfar svarbréfs ráðuneytis hafa borist tvö erindi frá fyrirtækinu:
a) Beiðni um bráðabirgðastarfsleyfi Heilbrigðsinefndar fram að áramótum dags. 21.9.2007
b) Umsókn um starfsleyfi með vísan í eldri gögn og greinargerð dags. 25.9.2007.
Umfjöllun um erindin:
Um a) Skv. reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.hafa heilbrigðisnefndir ekki umboð til að gefa út bráðabirgðastarfsleyfi.  Erindinu er því hafnað.
Um b)  Umræða varð um hæð efnishauga, framkvæmd eftilrits, eftirfylgni o.fl. gagnvart fyrirtækinu.  Í trausti þess að fyrirtækið hafi nú áform um að taka sig á og ljúka verkum í samræmi við fram lögð gögn og umhverfisstefnu fyrirtækisins verður ráðist í að vinna starfsleyfi.  Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að koma starfleyfisdrögum í auglýsingarferli eins fjótt og unnt er í sammvinnu við fyrirtækið.  Starfsleyfi verði ekki gefið út nema að uppfylltum öllum fyrri kröfum og tímamörkum sem sett hafa verið, einnig skv. bréfi ráðuneytis.

1.3    Arnarfell við Hraunaveitur.
Fyrirtækið hefur að undanförnu unnið ötullega að úrbótum og lagfæringum á sínu athafnsvæði á Hraunaveitum í samræmi við kröfur HAUST.  Fyrirtækið hefur bréflega fengið tímasettafresti og er unnið í samræmi við þá.  Seinustu dagsetningar renna út seint í október.  Verði vanhöld á framkvæmdum og ekki staðið við gefin tímamörk er starfsmönnum falið að beita þvingunarúrræðum skv. hollustuháttalögum nr. 7/1989 m.s.br.

 
2    Niðurrif mannvirkja.

Frkvstj. sendi Umhverfisráðuneyti erindi vegna túlkunar á ákvæðum um niðurrif og frágang mannvirkja á virkjanasvæðinu.  Svar ráðuneytis fjallar um málefnið í víðu samhengi og tekur af allan vafa um að hver sá sem rífur hús eða mannvirki skal sækja um starfsleyfi skv. reglugerð 785/199 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og einnig að skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 738/2003 ber umráðamanni lóðar eða svæðis að ganga frá svæðinu ef og þegar starfsemi lýkur, burtséð frá hvort um starfsleyfisskylda starfsemi var að ræða eða ekki.
Vegna túlkunar á því hvað telst vera niðurrif og hvers konar verklag skuli viðhaf var eftirfarandi tillaga samþykkt:
Þar sem mannvirki standa á jarðvegspúðum, en ekki á grunnum og unnt er að fjarlægja hús eða húshluta í heilu lagi sé ekki um niðurrif að ræða.  Eftir sem áður skuli tilkynna HAUST þegar áform eru um að fjarlægja eða færa slík mannvirki enda skal HAUST með úttekt ganga úr skugga um að lagnir og annað hafi verið fjarlægt af og úr jörðu.  

Lagt fram til kynningar bréf sem frkvstj. hyggst senda byggingarfulltrúum og framkvæmdaaðilum á Austurlandi til að kynna ofangreint svarbréf ráðuneytis og túlkun HAUST á því.
Einnig lögð fram drög að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum fyrir niðurrif mannvirkja.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir aðgerðir og áform starfsmanna sem og endurskoðuð starfsleyfisskilyrði.  

3    Fjárhagsáætlun 2007, staða rekstrar, umræða um gjaldskrá
3.1    Tillaga um breytingar á gjaldskrá:
a) Tímagjald í núverandi gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. kr. 6.800, en sýnatökugjald hækki úr kr. 9.000 per sýni í kr. 10.000.  
Rökstuðningur:  
Meðalkostnaður við rannsókn 130 neysluvatnssýna á árinu hefur verið kr. 11.124.  62 baðvatnssýni hafa að meðaltali kostað kr. 9.044 og 9.300 er kostnaður við rannsókn á ís úr vél.  Í þessum tölum er ekki virðisaukaskattur, enda fær HAUST hann endurgreiddan.  Sendingarkostnaður fyrir hverja sýnatökuferð er á bilinu 1500- 4500 og ekki innheimtur með sýnakostnaði.
b)  Textanum um starfsleyfisgjald fyrir tímabundna starfsemi verði breytt.
Textinn er núna þannig:
“Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi: 1/2 leyfisgjald kr. 3.920 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks, ásamt auglýsingakostnaði ef við á.“
Textinn verði þannig:
“Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi: 1/2 leyfisgjald kr. 3.920 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks eða gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs, ásamt auglýsingakostnaði ef við á.”
Rökstuðningur:  
Tímafrekt er að vinna leyfi fyrir starfsemi sem ekki er unnt að flokka í ákveðna starfsleyfisflokka, t.d. leyfi fyrir samsettar útihátíðar með flókinni samsetningu og jafnvel mismunandi staðsetningu.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar tillögur að breytingum á gjaldskrá HAUST nr. 997/2006 fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu á aðalfundi 2007.
3.2    Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008
Í fram lögðum gögnum kemur fram fjárhagsleg staða HAUST eins og hún var í lok ágúst 2007 miðað við fjárhagsáætlun 2006. Umræða varð um fjárhagsáætlunina og þá miklu breytingu sem vænta má vegna loka stórframkvæmda á Kárahnjúkasvæði, í Fljótsdal og á Reyðarfirði.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 og vísar þeim til afgreiðslu aðalfundar 2007.  Fyrirvari er á upphæðum eftirlitsgjalda ef sveitarfélög gera aths. við fyrirtækjalista.

4    Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
Valdimar greinir frá því að stefnt er að aðalfundi SHÍ þann 4.10.  Gestir fundarins verða væntanlega formaður samtaka sveitarfélaga og umhverfisráðherra.  

5    Bókuð útgefin starfsleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a)    Valkyrjurnar ehf., kt. 060592-2299.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum, á Yfir borðið/Pizza 67, Lyngás 2-5, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða veitingastað fyrir allt að 45 gesti.  Leyfi útgefið 17.8.2007.  
b)    Vaðall ehf., kt. 620606-0810.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Skjöldólfsstöðum vegna veitingasölu.  Leyfið útgefið 27.08.2007  til 2 ára með kröfu um lagfæringar á vatnsveitu.  Leyfi útgefið 27.8.2007.
715 Fjarðabyggð - Mjóifjörður
c)    Sigfús Vilhjálmsson kt. 281144-2359.  Starfsleyfi fyrir Fiskverkun Sigfúsar.  Um er að ræða saltfiskverkun, lítil.  Starfsleyfi útgefið 31.8.2007
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
d)    Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir, kt. 231266-5349.  Starfsleyfi vegna framleiðslu á hlaupi úr rifs- og hrútaberjum.  Framleiðslan fer fram í viðurkenndu veitingaeldhúsi og nær leyfið til ágúst og septembermánaða 2007 og 2008.  Leyfi útgefið 27.8.2007.
e)    Húsasmiðjan hf., kt. 520171-0299.  Starfsleyfi fyrir byggingavöruverslun, Hafnargötu 7.  Leyfið er útgefið 31.08.2007.
f)    Eymaver eignarhaldsfélag ehf., kt. 470600-3980.  Starfsleyfi fyrir rekstur skyndibitastaðar og sælgætisverslun í söluskála Shell, Búðareyri 28, 730 Reyðarfirði.  Leyfi útgefið 13.9.2007 og gildir til 31.10.2007 þar sem endanlegum innréttingum er ekki lokið.  Gert er ráð fyrir að gefið verði út nýtt leyfi þegar eldhúsið hefur verið endurbætt. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði.
780-781 Hornafjörður
g)    Fiskmarkaður Suðurnesja hf.,  kt. 530787-1769.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Fiskmarkað Suðurnesja að Krosseyjarvegi 15, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir fiskmarkaði þar sem fiskur kemur inn ísaður í körum og er fluttur annað til frekari vinnslu. Leyfi útgefið 30.8.2007.
h)    Gistiheimilið Hafnarnes ehf., kt. 470206-0550.  Starfsleyfi vegna sölu á gistingu á einkaheimili að Hafnarnesi, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að níu manns í fimm herbergjum.  Næturgestir hafa aðgang að eldhúsi, ekki er um að ræða heimild til sölu veitinga. Frá Umhverfisráðuneyti er undanþága frá kröfu um handlaug á hverju herbergi. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili.  Leyfi útgefið 1.9.2007.

6    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
a)    Eymaver eignarhaldsfélag ehf., kt. 470600-3980.  Tóbakssöluleyfi í söluskála Shell, Búðareyri 28, 730 Reyðarfirði.  Ábyrgðarmaður Bjarni Rafn Ingvason, kt. 100553-2609. Leyfi útgefið 13.9.2007.

7    Önnur mál
7.1    Heildarúttekt á neysluvatni. 
Árið 2003 var gerð heildarúttekt í öllum vatnveitum þéttbýliskjarna á Austurlandi Heildarúttekt á neysluvatni (sbr. reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn) var með >150 íbúa.  Rannsóknaniðurstöður leiddu í öllum tilfellum í ljós mæligildi innan viðmiða reglugerðar og reyndar langt innan viðmiða og eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöður annarsstaðar á landinu.  Með hliðsjón af þessu hefur ekki verið gerð heildarúttekt aftur á neysluvatni þrátt fyrir að reglugerðin kveði á um að hún skuli framkvæmd árlega í veitum sem þjóna fleiri íbúum en 500.  Þetta var gert með vitund Umhverfisstofnunar.  
Það er mat starfsmanna að rétt sé að endurtaka heildarúttekt á árinu 2008 enda verða þá liðin 5 ár frá því hún var framkvæmd.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsmenn ráðist í heildarúttekt á neysluvatnsveitum sem hafa 500 íbúa eða fleiri.  Viðkomandi sveitarfélögum og/eða vatnsveitum verði tilkynnt um þessi áform og þann kostnað sem af mun hljótast.
7.2    Húsnæðismál og starfsmannahald
Á árinu 2007 var enn leyfi fyrir einu stöðugildi vegna stórframkvæmda.  Sú staða var nánast fyllt með ráðningu í ½ stöðugildi og með sumarafleysingum.  Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fá að halda í ½ stöðugildi eitt ár ennþá.  Sumarafleysingar komi þá aðeins til ef nauðsyn krefur og ráðist af verkefnastöðu að vori.  Tillaga þessi samþykkt af heilbrigðisnefnd.
Frkvst. falið að afla frekari upplýsinga um tímasetningar varðandi byggingu Þekkingarseturs á Egilsstöðum vegna húsnæðismála.
7.3    Aðalfundur 2007
Kynnt hugmynd bæjarstjóra Fjarðabyggðar að ráðstefnu um framsal verkefna frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við aðalfundinn.  Ellý Katrín Guðmundsdóttir, núverandi forstjóri Umhverfisstofnunar er reiðubúin að reifa málefnið frá víðu sjónarhorni enda hefur hún mikla reynslu af störfum í stjórnsýslunni.  Ákveðið hefur verið að halda aðalfund þann 7. nóvember, á afmæli byltingarinnar

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur  og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Andrés Skúlason               
Sigurður Ragnarsson                
Kristín Ágústsdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir
Borghildur Sverrisdóttir           
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search