Fundargerð 12. desember 2007

73 / 9.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis  12.12.2007 kl. 9:00 Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústdóttir, Sigurður Ragnarsson, Borghildur Sverrisdóttir og Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
1    Um framsal eftirlitsverkefna frá Ust til HAUST
1.1    Fundur með  forstjóra Umhverfistofnunar 7.11.2007
1.2    Fundur í ráðuneyti 13.11.2007    
2    Bókuð útgefin starfsleyfi
3    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
4    Starfsmannamál og húsnæði    
5    Önnur mál    
5.1    Starfsreglur    
5.2    Skrifstofa HAUST á Reyðarfirði    
5.3    Af vettvangi SHÍ.    

Formaður setti fund stundvíslega og hafði á orði hve tæknin er orðin skemmtileg, því þótt flestir fundarmanna væru við hefðbundna borðsíma voru þrír við farsíma á þjóðvegum – auðvitað úti í kanti – á miðri Fljótsdalshéraði, í Berufirði og við Djúpavog.  

1    Um framsal eftirlitsverkefna frá Ust til HAUST -
1.1    Fundur með  forstjóra Umhverfistofnunar 7.11.2007
Formaður, frkvstj. og staðgengill frkvstj. funduðu með Ellý K. Guðmundsdóttur, forstjóra Ust. um mögulegt framsal eftirlitsverkefna frá Ust til HAUST.  Fundurinn var haldinn í kjölfar bréfs til nýs forstjóra Umhverfisstofnunar dags. 18.5.2007, sem ritað var í samræmi við eftirfarandi bókun á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 16.5.2007.
 “Frkvstj. falið að rita nýjum forstjóra UST erindi og fara fram á fund um framsal eftirlitsverkefna.”
Farið var yfir forsögu mála bæði af hendi HAUST og Ust málið rætt ítarlega af hendi beggja aðila.
Niðurstaða fundarins var að óska eftir sameiginlegum fundi Ust og HAUST með Umhverfisráðherra eins fljótt og hægt væri.


1.2    Fundur í ráðuneyti 13.11.2007
Fundur formanns og frkvstj. HAUST ásamt forstjóra Ust með Umhverfisráðherra og starfsmönnum í ráðuneytinu.
Niðurstaða fundarins, skv. skilningi HAUST er að:
•    vilji væri af hálfu ráðuneytis og UST til að framselja eftirlit til HAUST
•    á vegum ráðuneytis yrði skoðað hver staðan er vegna olíufélaganna – þ.e. hvaða vægi greinargerð með lögum hafi í þessu máli
•    að milli UST og ráðuneytis yrði íhugað hvernig kröfum ríkisins til UST varðandi öflun sértekna yrði breytt.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að ýta málinu áfram eftir því sem unnt er.

2    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/ endurnýjun fyrir Lyfsöluna Vopnafirði í  Heilsugæslustöðinni. Um er að ræða leyfi til sölu á innpökkuðu sælgæti og matvöru,fæðubótarefnum,snyrtivörum og eiturefnum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála af gerðinni A og reglugerðum sem við eiga. Leyfið útgefið 21.11.2007.
b)    Fláabrún ehf., kt.  501104-2480, Hafnarbyggð 1, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi breyting fyrir vörugeymslu og sölu byggingavörum, Fláabrún að Hafnarbyggð 1. Um er að ræða litla vörugeymslu og sölu á byggingavörum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningamiðstöðvar frá árinu 2003 eftir því sem við á. Leyfið útgefið 5.11.2007
700-701 Fljótsdalshérað
c)    Þorsteinn Pétursson, kt. 120353-7649.  Tímabundið starfsleyfi fyrir litla kjötvinnslu, þ.e. sögunar og pökkunar á lambakjöti að Tjarnarbraut 17, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 8.10.2007 og gildir til 30.11.2007.
d)    Handverks-og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, kt. 640169-0959. Starfsleyfi endurnýjun vegna skólans. Um er að ræða handverks-og hússtjórnarskóla,heimavist fyrir allt að 24 nemendur og mötuneyti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir skóla-bóknám og fullorðinsfræðslu sem og fyrir mötuneyti. Leyfið útgefið 22.10.2007.
e)    Fellabakarí, kt. 670798-2599.  Tóbakssöluleyfi í verslun Fellabakarís.  Leyfi útgefið 26.10.2007.
f)    Sigurlaug og Egill kartöflupökkun kt. 060832-4639. Starfsleyfi breyting (flutningur) vegna Kartöflupökkunar að Réttarkambi 16, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða pökkun á kartöflum, gulrófum og gulrótum.  Farið skal eftir starfsreglum varðandi meðhöndlun og pökkun rótarávaxta frá árinu 1998. Leyfið útgefið 1.11.2007
g)    Víkingur Gíslason, kt. 110729-2199. Starfsleyfi endurnýjun vegna kartöflupökkunar í Skógargerði, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða pökkun á kartöflum.   Farið skal eftir starfsreglum varðandi meðhöndlun og pökkun rótarávaxta frá árinu 1998. Leyfið útgefið 1.11.2007
h)    Félagsbúið Hofi II, Sigurður Gylfi Björnsson  kt. 051145-5779 . Starfsleyfi endurnýjun vegna kartöflupökkunar að Hofi II, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða pökkun á kartöflum.   Farið skal eftir starfsreglum varðandi meðhöndlun og pökkun rótarávaxta frá árinu 1998. Leyfið útgefið 8.11.2007
i)    Dagsverk ehf., kt. 701293-3989, við Vallaveg 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi fyrir flutning á heimilis- og framleiðsluúrgangi öðrum en spilliefnum.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir flutning á úrgangi öðrum en spilliefnum frá desember 2006.  Leyfi útgefið 21.11.2007.
j)    Dagsverk ehf., kt. 701293-3989, við Vallaveg 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu fyrir eigin vélar og tæki.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur frá 2003 eftir því sem við á.  Leyfi útgefið 21.11.2007.
k)    Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir, Mánagötu 19, 730 Reyðarfjörður, kt. 231266-5349.  Starfsleyfi vegna framleiðslu á hlaupi úr rifsberjum og hrútaberjum,sem tínd eru í Hallormsstaðaskógi og úr frosnum berjum aðkeyptum frá viðurkenndum framleiðanda.  Framleiðsla fer fram í viðurkenndu veitingaeldhúsi í Flugteríunni Egilsstaðaflugelli utan starfstíma hennar.  Leyfi gildir til ársloka 2008.  Leyfi útgefið 21.11.2007.
l)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi nýtt vegna gervigrasvallar og búningsaðstöðu í Fellabæ. Um er að ræða íþróttavöll með álögðu gervigrasi og aðstöðuhús, þar sem er einnig almenningssalerni.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar og starfsreglum fyrir almenningasalerni.  
Leyfið útgefið 22.11.2007.
m)    Húsasmiðjan hf. kt. 520171-0299.  Starfsleyfi fyrir byggingavöru- og blómaverslun Sólvangi 7, Egilsstöðum.  Leyfið er útgefið 22.11.2007.

701 Fljótsdalshreppur
n)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir viðgerðaverkstæði á P-5, við inntak Kelduárveitu.  Um er að ræða viðgerðarverkstæði fyrir eigin vélar.  Leyfi fært frá P-4 yfir á P-5.  
o)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir rafmagnsverkstæði á P-1, við Hafursárufs.  Um er að ræða rafmagnsverkstæði vegna starfsemi fyrirtækisins á virkjanasvæðinu norðan Jökuls.  Leyfi útgefið 8.10.2007.  
p)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir vörugeymslu á P-1, við Hafursárufs.  Um er að ræða vörugeymslu vegna starfsemi fyrirtækisins á virkjanasvæðinu norðan Jökuls.  Leyfi útgefið 8.10.2007.  
q)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir niðurrifi skemmu Laugarási  við Kárahnjúka.  Leyfi útgefið 24.10.2007 og gildir til 01.12.2007.  
r)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir viðgerðaverkstæði á P-6, við úttak Grjótárveitu í Kelduárlón.  Um er að ræða viðgerðarverkstæði fyrir eigin vélar.  Leyfi útgefið 30.10.2007.  
s)    Arnarfell ehf.  kt. 441286-1399.  Starfleyfi fyrir eldneytisafgreiðslu Hafursárufs.  Um er að ræða aðstöðu til áfyllingar á vélar fyrirtækisins.  Leyfi útgefið 21.11.2007.  
t)    Heilbrigðisstofnun Austurlands, kr. 610199-2839.  Starfsleyfi fyrir heilbrigðisstofnun á Adit 2 við Axará.  Um er að ræða litla heilsugæslu sem sinnir bráðaþjónustu og almennri heilsugæslu fyrir starfsmenn á virkjanasvæði við Axará. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá 2006 og leiðbeiningar um meðferð úrgangs frá heilbrigðisstofnunum frá 2004.  Leyfi útgefið 7.12.2007.

710 Seyðisfjörður
u)    Sigurbergur Sigurðsson, kt. 170844-7699, Sunnuholti 710 Seyðisfjörður.  Starfsleyfi fyrir framleiðslu á steypu við Neptún, Seyðisfirði.  Leyfið er útgefið 27.09.2007.
v)    Seyðisfjarðakaupstaður, kt. 560269-4559, Hafnargötu 55, 710 Seyðisfjörður.  Starfsleyfi endurnýjun vegna Seyðisfjarðarskóla, Suðurgötu 4, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða grunnskóla í þrem aðskildum húsum, einfalt mötuneyti þar sem eingöngu er boðið upp á brauð, súpu og ávexti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla sem og reglum fyrir mötuneyti. Leyfið útgefið 16.10.2007.
w)       Stjörnublástur ehf.  kt. 620197-2549.  Starfsleyfi fyrir  rekstri vélsmiðju og aðstöðu til sandblástur Fjarðargötu 1, Seyðisfirði.  Starfsleyfið er útgefið 25.10.2007 til 6 mánaða.

730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
x)    Lostæti ehf.  kt. 870697-2239.  Tímabundið starfsleyfi vegna framreiðslu máltíða frá fyrirtækinu á Akureyri og flutning í mötuneyti Alcoa-Fjarðaráls.  Um er að ræða nánast fullbúnar máltíðir eða grillmat, í nokkur skipti, á meðan eldhúsið er ekki tilbúið.  Leyfið útgefið 25.10. 07 og gildir til 01.12.07.
y)    Eymaver eignarhaldsfélag ehf., kt. 470600-3980.  Starfsleyfi fyrir sælgætisverslun og veitingastað með 25 sætum í söluskála Shell, Búðareyri 28, Reyðarfirði. Söluskálinn er rekinn í tengslum við bensínafgreiðslu.  Miðað aer við starfreglur fyrir veitingastaði og sölu matvæla. Útgáfudagur leyfi útgefið 5.11.2007    
z)    Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210.  Tímabundið starfsleyfi til niðurrifs og brottflutnings upplýsingamiðstöðvar að Sómastöðum á Reyðarfirði.  Leyfi gildir frá 1. til 31.12.2007 og er gefið út 16.11.2007.
aa)    Íslenska gámafélagið ehf., kt. 620104-2130.  Starfsleyfi fyrir sorphirðu og flutning úrgangs, einnig leyfi fyrir rekstur gámavallar, flokkunarstöðvar og meðhöndlunar úrgangs skv. nánari takmörkunum í fylgiskjali með starfsleyfi.  Starfsstöð: Hjallanes 8 og 10, 730 Reyðarfjörður.  Starfsleyfisskilyrði sem fara ber að eru fyrir flutning á úrgangi öðrum en spilliefnum, fyrir gámastöðvar og flokkunarstöðvar sorps og almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi.  Leyfi útgefið 28.11.2007.
bb)    Tannlæknastofan á Egilsstöðum, kt. 540191-2399.  Starfsleyfi fyrir tannlæknastofu að Austurvegi 20, 730 Reyðafjörður.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá 2006, starfsreglur fyrir tannlæknastofur vegna umhverfisverndar frá 2002 og eiðbeiningar um meðferð úrgangs frá heilbrigðisstofnunum frá 2004.  Leyfi útgefið 5.12.2007.
cc)    Hringrás ehf., kt. 420589-1319.  Starfsleyfi fyrir móttöku, tætingu, flokkun og þjöppun málma og dekkja til brottflutnings að Hjallaleiru 12, 730 Reyðarfjörður.  Miðað er við almenn skilyrði vegna mengunarvarna sbr. auglýsing nr. 582/2000, starfsleyfisskilyrði fyrir móttöku og vinnslu brotamálma og áþekkra endurnýtanlegra úrgangsefna, 2006 og frekari skilyrði skv. fylgibréfi.  Leyfi útgefið 6.12.2007.    

735  Fjarðabyggð - Eskifjörður
dd)    Tandraberg ehf. , kt. 601201-4960.  Starfleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 10 manns í 7 herbergjum, þó aðeins annað kynið í senn.  Einnig starfleyfi fyrri mötuneyti fyrir allt að 40 manns.  Vegna samnýtingar á salernum fyrir íbúa og gesti er ekki heimilt að hafa veitingasöluna opna eftir hefðbundinn kvöldverðartíma. Starfsstöð er að Strandgötu 10 á Eskifirði. Leyfi útgefið 7.10.2007.
ee)    Jónas A. Þ. Jónsson f.h. fyrirtækisins Eddu-Borgir ehf., kt. 610905-1610 .  Starfsleyfi  til niðurrifs atvinnuhúsnæðis sem stendur við Útkaupstaðarbraut 2, 735 Eskifjörður.  Ábyrgðarmaður á vinnustað:  Haraldur S. Árnason, kt. 120149-2539.  Æeyfið gildir frá 1.11. – 15.11.2007.  Leyfi útgefið 31.10.2007.
ff)    Kristinn Þór Jónasson, kt. 280973-5729.  Starfsleyfi fyrir rekstur veitingastaðar í Valhöll.  Strandgötu 49, 735 Eskifjörður. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 100 gesti auk samkomusalar.  Farið skal að viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði. Leyfi útgefið 16.11.2007.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
gg)    Steinhús ehf. kt. 640507-0120. Egilsbraut 8, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðstaði, fimm starfstöðvar í íbúðarhúsnæði í Neskaupstað. Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabústaði frá 2006. Leyfið útgefið til fjögurra ára frá 24.9.2007-24.9.2011.
hh)    Olíuverzlun Íslands hf. kt. 500269-3249.  Starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu Hafnarbraut 19, Neskaupstað.  Starfsleyfið er útgefið 08.10.2007.
ii)    Rauða torgið ehf., kt. 700902-2260. Starfsleyfi fyrir Rauða Torgið, veitingastað að Egilsbraut 19, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnum veitingastað með allt að 52 sæti í veitingasal.  Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði eða veitingasölu.  Leyfi útgefið 27.11.2007

750 Fjarðabyggð-Fáskrúðsfjörður:
jj)    Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður kt. 470698-2099 fær starfsleyfi til að starfrækja félagsheimili með fullbúnu eldhúsi, Félagsheimilið Skrúð, Skólavegi 39, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir samkomuhúsi með fullbúnu eldhúsi, ekki samfellda starfsemi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús. Starfsleyfi gefið út 30. 11. 2007.

765 Djúpivogur
kk)    Anna Antoníusdóttir og Ólafur Eggertsson, Berunesi, 765 Djúpivogur. Starfsleyfi til að reka Gistiheimilið Berunesi  kt. 081143-2189 Berunesi I,  765 Djúpivogur. Um er að ræða gistingu sem hér segir: Heima: eitt 4 manna, fjögur tveggja manna og tvö eins manns herbergi, ásamt tveimur snyrtingum og setustofu með eldunaraðstöðu. Gamli bær: 14 rúm í 5 herbergjum, tvær snyrtingar, eldhús og setustofa. Auk þess: Þrjú sér hús, hvert fyrir fjóra gesti. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir gistiheimili. Starfsleyfi gefið út 4. september 2007.
ll)    Jóhann Þórisson,  kt. 190246-3299 Vörðu 18, 765 Djúpivogur fær starfsleyfi til að starfrækja litla saltfiskverkun, Naustavog ehf   kt. 521098-2959  Vogalandi 3, 765 Djúpivogur. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur. Útgáfudagur starfsleyfis 11. október 2007.

780-781 Hornafjörður
mm)    Skinney-Þinganes hf., kt. 480169-2989.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir fiskvinnslu þ.s. unnin er  humar, bolfiskur, loðna og síld, Krossey Hornafirði.  Starfsleyfið er útgefið 29.10.2007.
nn)    Mat Húsið ehf., kt. 481206-1110.  Starfsleyfi fyrir veitingasölu í matsöluvagni, Víkurbraut 6. 780 Hornafirði. Matsöluvagninn er tengdur vatns- og fráveitu Hafnar.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir pylsuvagna og aðra matsöluvagna.  Starfsleyfi útgefið 31.10.2007.
oo)    Grænahraun ehf., kt. 571299-3489.  Starfsleyfi vegna pökkunar á rótarávöxtum að Grænahrauni 2, 781 Hornafjörður.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði um meðhöndlun og pökkun rótarávaxta og almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi. Leyfi útgefið 1.11.2007
pp)    Skinney-Þinganes hf., kt. 480169-2989.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lagmetisgerð Krosseyjarvegi 11, Hornafirði.  Starfsleyfið er útgefið 29.10.2007.
qq)    Ferjuklettar ehf., kt. 620500-2670.  Starfsleyfi fyrir sölu gistingar í 36 fullbúnum herbergjum í Ásgarði, gistiheimili, Ránarslóð 3, 780. Starfsleyfið nær ennfremur til framreiðslu á morgunverði til næturgesta.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði. Leyfi útgefið 16.11.2007.
rr)    Þrúðmar Þrúðmarsson kt. 141254-5109.  Starfsleyfi fyrir lítilli vatnsveitu sem þjónar m.a. gistiheimili Hoffelli.  Starfsleyfið er útgefið 11.11.2007 til eins árs.
ss)    Markaðstorg Hornafjarðar, kt. 700404-5790.  Starfsleyfi fyrir sölu matvæla á jólamarkaði í Nýheimum og Miðbæ, 780 Höfn í Hornafirði þann 1.12.2007.  Farið skal eftir reglum frá 2004 um markaðs- og götuverslun með matvæli.  Leyfi útgefið 27.11.2007.

3    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
735  Fjarðabyggð - Eskifjörður
a)    Kristinn Þór Jónasson kt. 280973-5729. Tóbakssöluleyfi í Valhöll Strandgötu 49, 735 Eskifjörður. Ábyrgðarmaður:  Kristinn Þór Jónasson, kt. 280973-5729

4    Starfsmannamál og húsnæði
a)    Óskað eftir staðfestingu heilbrigðisnefndar á framlengingu ráðningarsamnings við Freydísi Dönu í 50% stöðu út árið 2008.
b)    Óskað samþykkis heilbrigðisnefndar til að segja ekki upp húsnæði í Níunni á Egilsstöðum fyrirárslok.  Byggingarframkvæmdir við þekkingarsetur á Egilsstöðum hafa tafist og húnæðið verður í fyrsta lagi tilbúið sumarið 2009 skv. núverandi áætlun.
Heilbrigðisnefnd samþykkir báða liðina.

5    Önnur mál
5.1    Starfsreglur
Á vegum starfsmanna er unnið að því að yfirfara starfsreglur og starfsleyfisskilyrði sem gefin hafa verið út í samvinnu Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.  Í bókun heilbrigðisnefndar segir að samræmd starfsleyfisskilyrði eða leiðbeiningar o.þ.h. sem unnið er í slíku samstarfi skuli gilda á Austurlandssvæði nema annað sé ákveðið.  Í nýjum viðmiðunarreglum fyrir Veitingahús og veitingasölu segir að æskilegt sé að hafa fituskilju á fráveitu frá eldhúsi.  Í fyrri starfsreglum HAUST fyrir sömu starfssemi hefur verið krafa um slíkt, þegar ný starfsemi hefst.  Óskað er samþykkis heilbrigðisnefndar fyrir að sú krafa verið látin standa í stað orðsins “æskilegt”, þ.e. “Krafa er um að fituskilja sé á fráveitu frá eldhúsi.”
Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna.

5.2    Skrifstofa HAUST á Reyðarfirði
Tölvan á skrifstofunni er orðin allgömul og nettenging hefur ekki verið trygg.  Frkvstj. hefur dregið að kaupa nýja eða láta lagfæra þessa til að kostnaðurinn falli á árið 2008.  
Rætt um merkingar á skrifstofunni utan á húsið.  Formaður og frkvstj. skoði saman skilti sem keypt var í sumar og taki ákvörðun um framhaldið.

5.3    Af vettvangi SHÍ.
Valdimar segir frá vinnu stjórnar SHÍ. M.a. eru áform um að kynna samtökin rækilega með nýju lógói á bréfsefni, funda með landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og gera könnun á viðhorfum eftirlitsþega til heilbrigðiseftirlits.
Helga situr í vinnuhópi á vegum Umhverfisráðuneytis f.h. SHÍ þar sem unnið er að endurskoðun leiðbeinandi gjaldskrár ráðuneytisins fyrir heilbrigðiseftirlitssvæðin.

Fundi slitið kl. 9:45 með gagnkvæmum óskum um gleðilega jólahátíð.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Sigurður Ragnarsson                
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search