Fundargerð 26. nóvember 2008

80. / 16.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 26.11.2008 kl. 9:00. Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson, Benedikt Jóhannsson og Guðmundur Ólafsson sem varamaður fyrir Andrés Skúlason.  Borghildur Sverrisdóttir boðaði forföll.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi    442
  2. Málefni einstakra fyrirtækja     447
  3. Mönnun og húsnæði     447
    3.1    Húsnæði.     447
    3.2    Umsóknir um auglýsta stöðu heilbrigðisfulltrúa kynntar.    448
  4. Fjárhagsáætlun 2009 –     448
  5. Önnur mál     448
    5.1    Af vettvangi SHÍ    448
    5.2    Næsti fundur     448
1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Brekkubæ, Lónabraut 13-15, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða leikskóla, leikskólalóð og móttökueldhús. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, leiksvæði bana með eða án gæslu og viðmiðunarreglur fyrir veitingahús og veitingasölu allt frá árinu 2006. Leyfið útgefið 6.10.2008
b)    Vopnafjarðarhreppur, kt.  710269-5569.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vopnafjarðarskóla, grunnskóla með fullbúnu eldhúsi, Lónabraut 10, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða grunnskóla, leiksvæði og mötuneyti.  Matur er auk þess sendur í leikskólann.  Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006, starfsreglum fyrir leikskóla og skóla og starfsreglum fyrir leiksvæði með eða án gæslu frá 2006.  Leyfið útgefið 21.10.2008.
c)    Ari G. Hallgrímsson, kt.  241138-4459. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Nema–Hvað Handverkshús, Hafnarbyggð 7.690 Vopnafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á einföldum veitingum s.s. vöfflu, pönnukökum, kakó og kaffi. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir krár eftir því sem við á frá 2003. Leyfið útgefið 27.10. 2008.
d)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Íþróttahús Vopnafjarðar, Lónabraut 12, 690 Vopnafjörður.  Um er að ræða íþróttasal með áhorfendastúku, líkamsræktarstöð, tvo ljósabekki og gufubað.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannviki og líkamsræktarstöðvar frá 2006, fyrir sólbaðstofur 2006 og fyrir baðstofur sem reknar eru utan sundstaða 2006.  Leyfið útgefið 28.10.2008.
e)    Mælifell ehf., kt. 590195-2439, Háholti 2, 690 Vopnafjörður.  Starfsleyfi fyrir trésmíðaverkstæði með lökkun, Háholti 2.  Leyfið er útgefið 11.11.2008.
700-701 Fljótsdalshérað
f)    Fagurhóll ehf., kt, 520303-3320, Bláagerði 43, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/breyting vegna sölu á gistingu að Randabergi, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í fjórum tveggja manna herbergjum með aðgengi að tveim salernum með sturtu.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 1.10.2008.
g)    Menntaskóli Egilsstaða, kt.  430380-0369, Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Mötuneyti ME, fyrir samtals 100 gesti, Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 1.10.2008
h)    Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, kt.  601180-0309.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Sambýli Stekkjartröð, Stekkjartröð 1, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sambýli fyrir fatlaða með sólahrings vakt. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sambýlinu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 1.10.2008.
i)    Þekkingarnet Austurlands ses., kt.  490307-0360.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir fræðslustarfsemi að Tjarnarbraut 39e, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða aðstöðu fyrir fullorðinsfræðslu.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir skóla – bóknám og fullorðinsfræðslu frá árinu 2004.  Leyfið útgefið 1.10.2008.
j)    Skógrækt ríkisins, kt. 590269-4339, Mörkinni Hallormsstað, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tjaldsvæði Hallormsstað, Atlavík og Höfðavík ásamt leiksvæðum.  Um er að ræða tvö aðskilin tjaldsvæði ásamt leiksvæðum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhýsa -, smáhýsa -  og tjaldsvæði frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 2.10.2008.
k)    Möðrudalur ehf., kt. 711207-0580.  Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu með reykingu o.fl. að Möðrudal, 701 Fljótsdalshérað.  Ábyrgðarmaður: Sverrir Gunnarsson, kt. 211065-4199.  Leyfi útgefið 5.10.2008.
l)    Ylur ehf., kt. 430497-2199.  Starfsleyfi fyrir malarnámi og efnisvinnslu úr Mýnesgryfjum á Fljótsdalshéraði.  Ábyrgðarmaður: Sigþór Halldórsson, kt. 150863-3689.  Leyfi útgefið 5.10.2008.
m)    Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Möðrudal sem þjónar m.a. kjötvinnslu og veitingasölu.  Starfsleyfið er útgefið 05.10.2008 til tveggja ára með kröfu um að innan eins árs verði frágangur vatnsbóls lagaður þannig að neysluvatnsgæði séu tryggð.
n)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Egilsstöðum. Leyfið er útgefið 29.09.2008.
o)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar Fellabæ. Leyfið er útgefið 29.09.2008.
p)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Eiðum og orlofshúsum við Eiðavatn.  Leyfið er útgefið 29.09.2008.
q)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Hallormsstað. Leyfið er útgefið 29.09.2008.
r)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Brúarási sem þjónar m.a. skóla. Leyfið er útgefið 29.09.2008.
s)    Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem Sænautaseli Jökuldalsheiði. Leyfið er útgefið 29.09.2008.
t)    Steindór Einarsson, kt.  101039-4209, Víðastaðir, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir pökkun rótarávaxta að Víðastöðum. Um er að ræða pökkun á kartöflum í neytendaumbúðir.  Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir meðhöndlun og pökkun rótarávaxta frá árinu 1998.  Leyfið útgefið 21.10.2008.
u)    Lyfja hf., kt. 531095-2279, Bæjarlind 2, 201 Kópavogi. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Lyfju Egilsstöðum, Lagarási 18, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða lyfjaverslun með leyfi til sölu á matvöru og sælgæti, fæðubótarefnum og sölu á fegrunar- og snyrtiefnum sem og vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála af gerðinni A.  Leyfið útgefið 29.10.2008.
v)    Bara snilld ehf., kt. 520906-2070, Miðási 23, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hárhöllina, Dynskógum 4, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða hársnyrtistofu með fimm hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skilda starfsemi frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 30.10.2008
w)    Boði Stefánsson, kt. 100562-4059.  Endurnýjun starfsleyfis til að starfa við eyðingu meindýra.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir eyðingu meindýra frá 2003.  Leyfi útgefið 7.11.2008.
x)    Skógrækt ríkisins, Mörkinni, Hallormsstað, kt. 590269-4339.  Endurnýjun starfsleyfis vegna geymslugryfju fyrir seyru á Ormsstöðum í landi Skógræktar ríkisins í Hallormsstað.  Um er að ræða leyfi fyrir geymslugryfju fyrir seyru úr rotþróm fyrirtækisins í þeim tilgangi að nýta seyruna til áburðar.  Leyfi útgefið 8.11.2008.
y)    Malarvinnslan ehf., kt. 471108-2190, Steinahlíð 2, 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi fyrir framleiðslu á steypu, Miðási 13, 700 Egilsstaðir.  Leyfið úrgefið 18.11.2008.
z)    Sumarrós Guðjónsdóttir, kt. 261050-4049.  Starfsleyfi fyrir veitingastarfsemi, Thai Thai, Restaurant/Bar, að Kaupvangi 2, kjallara, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir litlum veitingastað með sætum fyrir allt að 35 gesti í veitingasal og sætum á útipalli, þó samtals innan við 100 gesti.  Leyfi útgefið 20.11.2008.
710 Seyðisfjörður
aa)    Kristján Jónsson, kt.  120863-3209, Botnahlíð 17, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Rafmagnsverkstæði, Botnahlíð 17, 710 Seyðisfirði.  Um er að ræða lítið verkstæði. Farið skal eftir auglýsingu um fyrir starfsemi sem getur haft  mengandi áhrif frá 4.okt. 2000. Leyfið gefið út 1.10.2008.
bb)    Stjörnublástur ehf., kt. 620197-2549, Garðarsvegi 21.  Starfsleyfi fyrir sandblæstri og háþrýstiþvotti, Fjarðargata 1, 710 Seyðisfjörður.  Þ.s. um færanlega starfsemi er að ræða er krafa um upplýsingaskyldu ef sandblástur er framkvæmdur utan starfsstöðvar.  Leyfið er útgefið 10.10.2008.
cc)    Stálstjörnur ehf., kt. 750700-4790, Fjarðargata 1.  Starfsleyfi (endurnýjun) fyrir járn- og vélsmíðaverkstæði, Fjarðargötu 1.  Leyfið er útgefið 10.10.2008.
dd)    Rafvirkinn Seyðisfirði ehf. kt.  550708-0740, Hafnargata 2, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfi/ endurnýjun fyrir Rafvirkjann Seyðisfirði Hafnargötu 2, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða almenna rafvertakastarfsemi.  Farið skal eftir auglýsingu UST varðandi mengandi starfsemi, þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisskilyrða frá 4. ágúst 2000.  Leyfið útgefið 20.10.2008.
ee)    Lyfja hf., kt. 531095-2279, Bæjarlind 2, 201 Kópavogi.  Starfsleyfi/endurnýjun vegna Lyfju Egilsstöðum-útibú Seyðisfirði, Austurvegi 32, 710 Seyðisfirði.  Um er að ræða lyfjaverslun-útibú með leyfi til sölu á matvöru og sælgæti, fæðubótarefnum og sölu á fegrunar- og snyrtiefnum sem og vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála af gerðinni A.  Leyfið útgefið 29.10.2008.
ff)    Grabar ehf., kt. 531008-1460.  Starfsleyfi fyrir veitingarekstur í Skaftfell – Bistró,  Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður.  Um er að ræða nýjan rekstaraðila og ábyrgðarmaður er Nikolas Grabar, kt. 100473-3989.  Starfsleyfi útgefið 30.10.2008.
gg)    Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir gámavöll, þ.e. gámastöð til móttöku úrgangs frá almenningi og fyrirtækjum í malarnámu ofan  við bæinn og spilliefnamóttöku í áhaldahúsi sveitarfélagsins.  Leyfi útgefið 24.11.2008 til tveggja ára.
hh)    Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir biðsal og salernisaðstöðu í ferjuhúsinu, Ferjuleiru 1, 710 Seyðisfjörður.  Leyfi útgefið 24.11.2008.
720 Borgarfjörður
ii)    Borgarfjarðarhreppur, kt.  480169-6549, 720 Borgarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tjald – og hjólhýsasvæði á Borgarfirð.  Um er að ræða tjald – og hjólhýsasvæði ásamt aðstöðu til losunar á ferðasalernum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhúsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 1.10.2008.
jj)    Borgarfjarðarhreppur, kt.  480169-6549, 720 Borgarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Glaumbæ, 720 Borgarfirð.  Um er að ræða leikskóla og leikskólalóð.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006 og reglum fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu frár árinu 2006.  Leyfið útgefið 1.10.2008
kk)    Bergrún Jóhanna Borgfjörð, kt.  270648-3399, Brekkubæ, 720 Borgarfirði. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Ásbyrgi farfuglaheimili, 720 Borgarfirði.  Um er að ræða sölu á gistingu fyrir 19 manns í fimm herbergjum, tvö salerni og tvær sturtur eru á staðnum auk eldhúss.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála frá 2006.  Leyfið útgefið 29.10.2008.
ll)    Félagsheimilið Fjarðarborg, kt. 490476-0249.  Endurnýjun starfsleyfi fyrir félagsheimili með fullbúnu eldhúsi án samfelldrar starfsemi og skólamötuneyti, sem einnig nýtist til kennslu í heimilisfræðum í Fjarðarborg, Borgarfirði.  Forsvarsmaður er    Karl Sveinsson, kt. 090456-5479.  Leyfi útgefið 1.11.2008
mm)    Bergrún Jóhanna Borgfjörð, kt.  270648-3399.  Endurnýjun starfseyfis fyrir veitingastað með fullbúnu veitingaeldhúsi og sæti fyrir allt að 100 gesti í veitingasal sem einnig er notaður sem samkomustaður í Fjarðarborg og fyrir rekstur gistiskála með tveim 5 manna herbergjum og tveim 2ja manna herbergjum í grunnskóla Borgarfjarðar, 720 Borgarfjörður.  Leyfi útgefið 1.11. 2008  en gildir eingöngu um sumarmánuðina, þ.e. þegar ekki er annar rekstur í húsnæðinu.  
nn)    Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549, 720 Borgarfjörður.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir grunnskóla Borgarfjarðar.  Leyfi útgefið 1.11.2008
730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
oo)    Heilbrigðisstofnun Austurlands kt. 610199-2839, Lagarási 22, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði, Búðareyri 8, 730 Reyðafjörður.  Um er að ræða heilsugæslustöð.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir heilbrigðisþjónustu  og meðferðarstofnarnir frá 2006.  Leyfið útgefið 22.10.2008.
pp)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Starfleyfi fyrir vörugeymslu vegna geymslu á þurru kryoliti sem fellur til við framleiðslu í skautsmiðju í álveri Alcoa-Fjarðaáls að Hrauni 5, 730 Reyðarfjörður, suðurhluti skemmu.  Leyfi útgefið 22.11.2008 og gildir til tveggja ára.
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
qq)    Rafmagnsverstæði Andrésa ehf, kt. 601202-2470, Fífubarði 10, 735 Eskifirði. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Rafmagnsverkstæðis Andrésar, Strandgötu 24a, 735 Eskifirði.  Um er að ræða rafmagnsverstæði, rafverktakastarfsemi og byggingastarfsemi. Farið skal eftir auglýsingu frá 4.8.2000 um mengandi starfsemi.  Leyfið útgefið 1.10.2008
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
rr)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Framlenging á tímabundnu starfsleyfi til að rífa íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á Neseyri í Neskaupstað og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar og/eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður: Jóhann E. Benediktsson, kt. 260474-3409.  Leyfið gefið út 2.10.2008 og gildi til 31.1.12009.
ss)    G.T. ehf., kt. 420597-3399, Egilsbraut 6, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Verslunina Vík, Egilsbraut 6, 740 Neskaupstað.  Um er að ræða byggingavöruverslun þ.m.t. sölu á efnavöru.  Farið skal eftir auglýsingu UST frá 4 október 2000 um starfssemi sem getur haft í för með sér mengun.  Leyfið útgefið 6.10.2008.
tt)    Nesprent ehf., kt. 480269-23179, Nesgata 7a, 740 Neskaupsstað.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir prentsmiðju.  Um er að ræða prentiðnað, þ.e prentun á bókum blöðum o.fl.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrði fyrir almenn prentiðnaðarfyrirtæki samþykkt árið 2008.  Leyfið útgefið 20.10.2008.
uu)    Lyfja hf., kt. 531095-2279, Bæjarlind 2, 201 Kópavogi.  Starfsleyfi/endurnýjun vegna Lyfju Neskaupstað, Miðstræti 4, 740 Neskaupstað. Um er að ræða lyfjaverslun með leyfi til sölu á matvöru og sælgæti, fæðubótarefnum og sölu á fegrunar- og snyrtiefnum sem og vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála af gerðinni A.  Leyfið útgefið 28.10.2008.
vv)    Ferðafélag Fjarðamanna, kt. 690998-2549.  Starfsleyfi til að starfrækja fjallaskálann Karlstaði í Vöðlavík, Fjarðabyggð.  GPS staðsetning: 65°01.803 13°40.354. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri fjallaskála þ.e. gistirými, eldunaraðstöðu, vatnsveitu, snyrtingu og fráveitu.  Leyfi útgefið 8.11.2008.
ww)    Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249.  Endurnýjun og breyting á starfsleyfi fyrir söluskála Olís að Hafnarbraut 19, 740 Neskaupstað.  Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað, grillskála með sætum fyrir færri en 50 gesti í matsal og útipalli, sölu á sælgæti, pylsum, ís úr vél, samlokugerð o.þ.h. einnig hamborgarar, pizzur, samlokugerð o.þ.h. úr grilli og “bake-off”.  Starfsleyfi útgefið 8.11.2008.
xx)    Ölver ehf., kt. 571108-0700.  Starfleyfi vegna veitinga- og samkomustaðar í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað með fullbúnu eldhúsi. Veitingasalur er fyrir allt að 40 gesti og veislu- eða samkomusalur fyrir allt að 400 gesti. Einnig er leyfi fyrir veisluþjónustu.  Ábyrgðarmaður er Jón Hilmar Kárason, kt. 160276-3129.  Leyfi útgefið 21.11.2008.
760 Breiðdalsvík
yy)    Örn Ingólfsson, kt. 150343-2089, Sólbakka 10, 760 Breiðdalsvík fær starfsleyfi til að starfrækja trésmíðaverkstæði að Selnesi 28-30 760 Breiðdalsvík.  Um er að ræða rekstur á litlu trésmíðaverkstæði án lökkunar. Gildir til 19.9.2020.
765 Djúpivogur
zz)    Anna Antoníusdóttir kt. 020943-3359 og Ólafur Eggertsson  kt. 081143-2189 Berunesi I, 765 Djúpavogshreppi fá starfsleyfi til að starfrækja lítinn veitingastað, Gestastofu Berunesi, 765 Djúpivogur.  Um er að ræða leyfi fyrir litlu veitingahúsi, fyrir færri en 50 gesti.  Starfsleyfi gildir  2. 10. 2020.
780-781 Hornafjörður
aaa)    Nesgarður ehf., kt. 690507-2770.  Starfsleyfi fyrir pokaþvottastöð, þ.e. þvott á stórsekkjum undan fiskimjöli, að Lambleiksstöðum, 781 Hornafjörður.  Ábyrgðarmaður er Hallgrímur Jónsson, kt. 150650-4379.  Leyfi útgefið 5.11.2008.
bbb)    Veitingahúsið Víkin ehf., kt. 410404-2810.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir veitinga- og samkomustað með fullbúnu veitingaeldhúsi og rými fyrir allt að 100 gesti í veitingasal og minni 50 manns sal til viðbótar á efri hæð hússins. Víkurbraut 2, 780 Hornafirði.  Ábyrgðarmaður er Hólmar Kristmundsson, kt. 270740-2279.  Leyfi útgefið 29.10.2008.
ccc)    Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kt. 550992-2489.  Endurnýjun og breyting á starfsleyfi fyrir Pakkhúsið, Krosseyjarvegi 3, 780 Hornafjarðar.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir samkomustað með lítilsháttar veitingasölu úr móttökueldhúsi.  Ábyrgðaraðilli er Menningarmiðstöð Hornafjarðar kt, 550992-2489.  Starfsleyfi útgefið 9.11.2008.
ddd)    Litlahorn ehf., kt. 510872-0299, Horni, 780 Höfn.  Um er að ræða starfsleyfi móttöku og klippingu málma og brottflutning á þeim til endurvinnslu sem og aðstöðu til viðgerða á tækjum tengdum rekstrinum.  Starfsstöð er á sk. austurfjörum við Horn.  Leyfið er útgefið 20.11.2008.
eee)    S.S. Sport ehf., kt. 701001-2490.  Starfsleyfi fyrir S.S. Sport, líkamsræktarstöð með íþróttasal, baðaðstöðu, ljósabekkjum og snyrtistofu að Álaugarvegi 7, 780 Hornafirði.  Leyfi útgefið 25.11.2008.
fff)    Markaðstorg Hornafjarðar, kt. 700404-5790.  Tímabundið starfsleyfi vegna sölu matvæla á jólamarkaði Nýheimum og Miðbæ á Höfn 6.12.2008. Ábyrgðarmaður: Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, kt. 080181-3379.  Leyfi útgefið 24.11.2008.


2    Málefni einstakra fyrirtækja
  • Kaffihornið, Höfn.  Aths. voru gerðar við innra eftirlit o.fl.  Frestir til úrbóta voru veittir og eftirfylgniferðir hafa verið farnar.   Úrbótum hefur að mestu verið sinnt skv. kröfum.  Þar sem svipaðar aths. hafa áður verið gerðar er starfsmönnum falið að fara í tvær eftirlitsferðir á árinu 2009 til að ganga úr skugga um að verklag skv. matvælareglugerð sé viðhaldið.  Eftirlitsgjöld hækki í samræmi við aukinn tíma í eftirlitsferðir.
  • Fiskhöllin, Fellabæ.  Starfsemi í Fiskhöllinni var hafin án þess að sótt væri um starfleyfi.  Aðbúnaði á staðnum er um margt ábótavant, en skv. kröfum HAUST hefur nú verið sótt um starfsleyfi, tímasett áætlun um lagfæringar á húsnæði og aðstöðu hefur verið afhent, drög að lagfæringum á húsnæðinu hafa verið lögð fram sem og drög að gögnum um innra eftirlit.  Heilbrigðisnefnd átelur rekstaraðila fyrir að hefja starfsemi án leyfis og í ófullbúinni aðstöðu.  Starfsmönnum er hér með heimilað að veita tímabundið starfsleyfi til eins árs og falið að ganga fast eftir að staðið verði við allar tímasetningar í fram lögðum áætlunum.  Eftirlitsferðir til að fylgja eftir framkvæmdum verði gjaldteknar skv. heimild í 5.gr. gjaldskrár HAUST.  
  • Snyrtistofa Málmfríðar, Eskifirði.  Starfsemi í snyrtistofunni var hafin án þess að sótt væri um starfleyfi.  Aðbúnaður húsnæðis uppfyllir ekki kröfur reglugerðar, m.a. um aðskilnað íbúðar og reksturs.  Sótt hefur verið um undanþágu frá umhverfisráðuneytis vegna samnýtingar salernis fyrir íbúa og viðskiptavini.  Heilbrigðisnefnd átelur rekstaraðila fyrir að hefja starfsemi án leyfis og í ófullbúinni aðstöðu.  Fáist umbeðin undanþága frá ráðherra samþykkir heilbrigðisnefnd að gefið verði út starfsleyfi til 2ja ára, að þeim tíma liðnum verði uppfyllt skilyrði reglugerðar um aðbúnað og húsnæði.
3    Mönnun og húsnæði
3.1    Húsnæði. 
Leigusamningur vegna skrifstofuaðstöðu á Reyðarfirði rennur út 31.12. 2009. “Hafi annar hvort samningsaðila ekki tilkynnt gagnaðila um lok leigutímans með a.m.k. sex mánaða fyrirvara fyrir lok leigutíma framlengist leigusamningurinn um eitt ár miðað við upphaflegan samningstíma.” 

Leigusamningur vegna skrifstofuaðstöðu á Egilsstöðum er með árs uppsagnarfresti miðað við áramót.  Fyrirsjáanlega verður frekari töf á byggingarframkvæmdum í Vísindasetri á Egilsstöðum.
Samþykkt að segja upp báðum húsaleigusamningunum og þá í desember 2008 þannig að unnt sé að endurskoða öll húsnæðismál í lok árs 2009.

3.2    Umsóknir um auglýsta stöðu heilbrigðisfulltrúa kynntar.
Umsóknarfrestur er til 1.12.2008.  Margar fyrirspurnir hafa borist um stöðuna, þótt enn hafi ekki borist margar formlegar umsóknir.  Frkvstj., formanni og varaformanni falið að vinna úr umsóknum að umsóknarfresti loknum..

4    Fjárhagsáætlun 2009 –
Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009 í samræmi við ákvörðun aðalfundar HAUST 5.11.2008, en á þeim fundi var eftirfarandi bókað: “Tillaga um að samþykkja fram lagða fjárhagsáætlun með þeim breytingum að rekstarliðir verði lækkaðir um a.m.k. eina milljón til að mælta rekstarhalla ársins 2008 var lögð fram og samþykkt samhljóða.  Heilbrigðisnefnd falið að útfæra lækkun gjaldaliðs á næsta fundi nefndarinnar.”
-    Niðurstöðutölur fram lagðrar fjárhagsáætlunar eru þessar:

 Rekstrartekjur 41.128.270
 Rekstrargjöld
 39.568.955
 Mismunur 1.559.315
   
      
          



Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt þannig og frkvstj. falið að senda gögn þar um til aðildarsveitarfélaganna.


5    Önnur mál
5.1    Af vettvangi SHÍ
Valdimar greindi frá því að stjórn SHÍ hefur setið tvo samráðsfundi í kjölfar haustfundar sem heilbrigðiseftirlitssvæðin héldu með MAST, UST og ráðuneytunum tveim.  Á fundi með forsvarsmönnum UST kom fram að samráðshópur SHÍ og UST hefur verið settur á til að fylgja eftir sameiginlegum málefnum.  Á fundi með yfirmönnum MAST sem  haldinn var sl. föstudag var rætt um verkaskipting HES og MAST, farið yfir skörunarmál, rætt um nýju matvælalöggjöfina, beint frá býli o.fl.  
5.2    Næsti fundur
Ákveðið að hafa næsta fund nálægt miðjum janúar.

Fundi slitið 9:40

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Árni Kristinsson               
Guðmundur Ólafsson
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir                

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search