Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2000

Fundur haldinn í lok aðalfundar SSA þann 1. 9. 2000 í Freysnesi

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar 1999
3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2001
4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
6. Önnur mál

Mætt voru:
Heilbrigðisnefnd:
Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Soffía Lárusdóttir, Ólafur Sigurðsson, Ástríður Baldursdóttir, Jónas Bjarki Björnsson og Benedikt Jóhannsso
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir
Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða

Nöfn fulltrúa sem fara með atkvæði sveitarfélags

Skeggjastaðahreppur

1

Steinar Hilmarsson

Vopnafjarðarhreppur

3

Helga Hreinsdóttir - umboð

Norður-Hérað

2

Jónas Jóhannson og Arnór Benediktsson

Fellahreppur

2

Eyjólfur Valgarðsson, Jens P. Jensen

Fljótsdalshreppur

1

 


Austur-Hérað

7

Soffía Lárusdóttir

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Ólafur Sigurðsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Magnús Þorsteinsson

Fjarðarbyggð

10

Guðrún Óladóttir

Mjóafjarðarhreppur

1

 

Stöðvarhreppur

2

 

Búðahreppur

3

Steinþór Pétursson

Fáskrúðsfjarðarhreppur

1

 

Breiðdalshreppur

2

Rúnar Björgvinsson

Djúpavogshreppur

2

Ástríður Baldursdóttir

Hornafjörður

8

Þorkell Kolbeinsson

Samtals:

49

 

Formaður Heilbrigðisnefndar Austurlands og stjórnar Byggðasamlags um HAUST, Guðrún Óladóttir, setur fund.
Tillaga lögð fram um að Þorkell Kolbeins verði fundarstjóri og að Soffía Lárusdóttir riti fundargerð. Samþykkt.

Gengið til dagskrár:

1. Skýrsla stjórnar
Guðrún Óladóttir las skýrslu stjórnar, sem einnig hafði verið lögð fram á aðalfundi SSA

2. Ársreikningar 1999 lagðir fram
Helga Hreinsdóttir fór yfir ársreikningana, eins og þeir voru samþykktir af Heilbrigðisnefnd á fundi hennar fyrr um daginn.

Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikningana: Til máls tóku Magnús Þorsteinsson og Steinþór Pétursson.

Ársreikningarnir bornir undir atkvæði og samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2001
Helga Hreinsdóttir fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2001 eins og hún hafði verið send sveitarfélögunum til kynningar. Til grunna eru lögð gjaldskrárdrög, sem hafa einnig verið send sveitarfélögunum til kynningar. Umsögn Hollustuháttaráðs um drögin hafa ekki borist.

Helga benti á að vegna aths. við fyrirtækjalista sveitarfélaganna geti ekki verið um hárréttar tölur að ræða í fjárhagsáætlun, en að breytingar ættu að verða tiltölulega litlar nema á Suðurfjörðum, þar sem starfandi heilbrigðisfulltrúi var í sumarleyfi þegar fyrirtækjalistarnir voru unnir og þar eru því flestar villur.

Umræður og fyrirspurnir um fjárhagsáætlun 2001, eftirtaldir tóku til máls: Arnór Benediktsson og Magnús Þorsteinsson.

Eftirfarandi bókun samþykkt:
Aðalfundur Byggðasamlags um Heilbrigðiseftirlit Austurlands haldinn í Freysnesi þann 1. 9.´00 samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 með fyrirvara um að ef leiðréttingar eða ábendingar varðandi fyrirtækjalistana berast frá sveitarfélögunum fyrir 1. des. nk., þá verði tekið tillit til þeirra. Lokatölur gætu því breyst lítillega.

4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Samþykkt að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi.

5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Austur-Héraðs. Til vara: Jónas Jóhannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs, og Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpavogs. Samþykkt.

6. Önnur mál
a) Endurskoðun stofnsamnings sbr. grein 16 í stofnsamningi frá 1998 og meðfylgjandi tillögu um breyttan samning. Guðrún Óladóttir lagði fram breytingartillögu við 15. gr. um að fella út síðustu tvær setningarnar um heimild til að taka bankalán ef kæmi til ófyrirsjáanlegra fjárútláta, s.s. vegna mengunarslysa. Allmiklar umræður urðu um breytingartillöguna og var það mat annarra fundarmanna að nauðsynlegt væri að hafa þessa heimild. Steinar Hilmarsson og Magnús Þorsteinsson lögðu fram aðra breytingartillögu um að bætt væri við greinina: þó að hámarki tvær milljónir. Við það dró Guðrún Óladóttir sína breytingartillögu til baka. Fundarstjóri bar breytingartillöguna upp til atkvæðisgreiðslu og var hún samþykkt af öllum fundarmönnum nema Guðrúnu sem sat hjá. Að svo búnu bar fundarstjórinn upp stofnsamninginn með breytingartillögunni til atkvæðagreiðslu og var hann samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:10.

f.h. Skeggjastaðahrepps:
Steinar Hilmarsson (sign)

f.h. Vopnafjarðarhrepps:

f.h. Norður-Héraðs:
Jónas Þór (sign)

f.h. Fljótsdalshrepps:

f.h. Fellahrepps: :
Eyjólfur Valgarðsson (sign)

f.h. Austur-Héraðs
Soffía Lárusdóttir (sign)

f.h. Borgarfjarðarhrepps:
Magnús Þorsteinsson (sign)

f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar
Ólafur Hr. Sigurðsson (sign)

f.h. Mjóafjarðarhrepps:

f.h. Fjarðabyggðar
Guðrún Óladóttir (sign)

f.h. Fáskrúðsfjarðarhrepps:

f.h. Búðahrepps:
Steinþór Pétusson (sign)

f.h. Stöðvarhrepps:

f.h. Breiðdalshrepps:
Rúnar Björgvinsson (sign)

f.h. Djúpavogshrepps:
Ástríður Baldursdóttir (sign)

f.h. Hornafjarðar:
Þorkell Kolbeins (sign)

Jónas Bjarki Björnsson (sign)
Benedikt Jóhannsson (sign)
Helga Hreinsdóttir (sign)

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search