Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2001

haldinn þriðjudaginn 6. nóvember 2001 á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14:00

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar 2000 lagðir fram
3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2002
Í tengslum við fjárhagsáætlun þarf að ræða:
a) launakjör heilbrigðisnefndar
b) ósk starfsmanna á norður- og miðsvæði um að flytja skrifstofuaðstöðu nær
heimilum starfsmanna
c) drög að nýrri gjaldskrá HAUST
4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
6. Önnur mál
a) Endurskoðun stofnsamnings
b) Stutt kynning á nýrri neysluvatnsreglugerð

Mætt:
Heilbrigðisnefnd: Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Soffía Lárusdóttir, Ólafur Sigurðsson, Ástríður Baldursdóttir og Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson
Aðrir: Þorvaldur Jóhannsson, frkvstj. SSA
Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag
Fjöldi atkvæða
Nöfn fulltrúa sem fara með atkvæði sveitarfélags

Skeggjastaðahreppur

1

Ólafur Sigurðsson skv. umboði

Vopnafjarðarhreppur

3

Ólafur Sigurðsson skv. umboði

Norður-Hérað

2

Bj. Hafþór skv. umboði

Fellahreppur

2

Bergþóra Arnórsdóttir

Fljótsdalshreppur

1

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Austur-Hérað

7

Soffía Lárusdóttir, 2 atkvæði
Eyþór Elíasson, 2 atkvæði
Skúli Björnsson, 2 atkvæði
Bj. Hafþór Guðmundsson, 1 atkvæði

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Ólafur Sigurðsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Karl Sveinsson

Fjarðabyggð

10

Guðmundur Bjarnason og
Guðrún Óladóttir

Mjóafjarðarhreppur

1

Bj. Hafþór skv. umboði

Stöðvarhreppur

2

Steinþór Pétursson, skv. umboði

Búðahreppur

3

Steinþór Pétursson

Fáskrúðsfjarðarhreppur

1

Friðmar Gunnarsson

Breiðdalshreppur

2

Þorbjörn R. Guðjónsson

Djúpavogshreppur

2

Ástríður Baldursdóttir

Hornafjörður

8

Þorkell Kolbeins

Samtals:

49


Guðrún Óladóttir, formaður Heilbrigðisnefndar og stjórnar byggðasamlags um rekstur HAUST bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Hún stakk upp á Þorvaldi Jóhannssyni sem fundarstjóra og Soffíu Lárusdóttur sem ritara fundarins. Þessi skipan var samþykkt og tóku þau til starfa.

1. Skýrsla stjórnar
Guðrún Óladóttir, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.
Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar. Til máls tók enginn.

2. Ársreikningar 2000 lagðir fram
Helga Hreinsdóttir kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og staðfestir á 23. fundi Heilbrigðisnefndar þann 11.7.2001. Rekstur fór lítillega fram úr áætlun, en það gerðu tekjur einnig. Rekstrarafgangur var því um 500 þús.
Fyrirspurnir og umræður um ársreikninga 2000. Til máls tók enginn.
Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2002
Í tengslum við fjárhagsáætlun þarf að ræða:
a) Launakjör heilbrigðisnefndar
Þorkell Kolbeins gerir grein fyrir tillögum heilbrigðisnefndar um launakjör heilbrigðisnefndar frá 1.1.2002.
Umræður um tillöguna. Til máls tóku Bj. Hafþór Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Þorkell Kolbeins, Helga Hreinsdóttir, Skúli Björnsson.

b) Ósk starfsmanna á norður- og miðsvæði um að flytja skrifstofuaðstöðu nær heimilum starfsmanna
Helga Hreinsdóttir gerir grein fyrir erindinu. Ítrekaði hún að erindið snýst um að vinnuaðstaða starfsmanna fylgi búsetu þeirra í framtíðinni, en sé ekki bundin ákveðnum þéttbýliskjarna eða sveitarfélagi. Auk sparnaðar í tíma og fjármunum eykur þetta líkur á að fá hæfa starfsmenn og að halda þeim lengur í starfi hjá HAUST. Hún minnir á bókun Heilbrigðisnefndar frá 25. fundi, þar sem heilbrigðisnefnd mælir með að aðalfundur samþykki erindið.
Fyrirspurnir og umræður. Til máls tóku Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Steinþór Pétursson, Bj. Hafþór Guðmundsson, Helga
Hreinsdóttir, Bergþóra Arnórsdóttir, Soffía Lárusdóttir, Guðmundur Bjarnason.
c) Drög að nýrri gjaldskrá HAUST
Helga Hreinsdóttir fylgdi drögum að nýrri gjaldskrá úr hlaði. Hækkanir á gjaldskrá eru vegna almennra verðlagshækkana, launahækkana og hækkana á gjaldskrá rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins. Að auki valda breytingar á neysluvatnsreglugerð hækkun á eftirlitsgjöldum til vatnsveitna sem þjóna 500-1000 íbúum, en þær voru áður flokkaðar með minnstu vatnsveitunum, þ.e. fyrir færri en 1000 íbúa.
Fyrirspurnir og umræður. Til máls tók enginn.
Aðalfundur samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og mælir með að sveitarstjórnir á Austurlandi samþykti þau hvert fyrir sig. Gjaldskrárdrögin verða send Hollustuháttaráði til umsagnar. Geri sveitarstjórnir ekki athugasemdir við gjaldskrárdrögin fyrir áramót skoðast þau samþykkt.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 lögð fram
Helga Hreinsdóttir fylgir fjárhagsáætluninni úr hlaði.
Fyrirspurnir og umræður. Til máls tóku Þorbjörn R. Guðjónsson, Eyþór Elíasson, Soffía Lárusdóttir, Guðmundur Bjarnason, Helga Hreinsdóttir.
Tekjuliður fjárhagsáætlunar samþykktur með fyrirvara um breytingar á upphæðum ef athugasemdir/leiðréttingar berast frá sveitarfélögum vegna fyrirtækjalista.
Velta verður skv. þessu um 23 milljónir á árinu 2002, og er hækkun milli ára um 14%.
Launakjör heilbrigðisnefnda. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Ósk starfsmanna á norður- og miðsvæði um að flytja skrifstofuaðstöðu nær heimilum starfsmanna borin undir atkvæði. 30 atkvæði voru greidd með flutningi skrifstofunnar, 16 atkvæði voru greidd á móti og 3 sátu hjá. Atkvæði voru greidd skv. eftirfarandi:

Sveitarfélag


hjáseta

nei

Skeggjastaðahreppur

1Vopnafjarðarhreppur

3Norður-Hérað

2Fellahreppur

2Fljótsdalshreppur

1Austur-Hérað

7Seyðisfjarðarkaupstaður


3


Borgarfjarðarhreppur

1Fjarðabyggð10

Mjóafjarðarhreppur

1Stöðvarhreppur2

Búðahreppur3

Fáskrúðsfjarðarhreppur1

Breiðdalshreppur

2Djúpavogshreppur

2Hornafjörður

8Samtals:

30

3

16


61,2%
6,1%
32,7%

4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Samþykkt að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST.

5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Samþykkt tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Austur-Héraðs. Til vara: Jónas Jóhannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs og Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi.

6. Önnur mál
a) Endurskoðun stofnsamnings
Soffía Lárusdóttir fylgir úr hlaði tillögum um endurskoðun stofnsamnings.
Umræður og fyrirspurnir: Til máls tóku Guðmundur Bjarnason, Helga Hreinsdóttir.
Samþykkt að fella út tillögu að breytingu á grein 2 og fyrstu tillögu af þrem að breytingu á grein 10. Að svo búnu var samningurinn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða að senda hann til afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum.

b) Stutt kynning á nýrri neysluvatnsreglugerð
Árni Jóhann Óðinsson kynnti stuttlega nýja neyslvatnsreglugerð og þau áhrif sem hún kann að hafa á kostnað lítilla fyrirtækja og sveitarfélaga. Umræður og fyrirspurnir: Til máls tóku Guðmundur Bjarnason, Helga Hreinsdóttir.

Fundargerð ritaði Soffía Lárusdóttir. Fundargerð lesin yfir og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:30.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search