Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2002

Aðalfundur haldinn miðvikudaginn 18. september 2002 á Reyðarfirði kl. 14:00

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar 2001 lagðir fram
3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2003
4. Kjörin Heilbrigðisnefnd, sem jafnframt er stjórn byggðasamlagsins til næstu fjögurra ára.
5. Kjörinn löggiltur endursskoðandi
6. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
7. Önnur mál

Mætt:
Heilbrigðisnefnd: Guðrún Óladóttir, Ástríður Baldursdóttir
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson
Aðrir: Þorvaldur Jóhannsson, frkvstj. SSA, Eiríkur Björgvinsson bstj. Austur-Héraðs.
Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag
Fjöldi atkvæða
Nöfn fulltrúa sem fara með atkvæði sveitarfélags

Skeggjastaðahreppur

1

Vopnafjarðarhreppur

3

Ásmundur Þórarinsson skv. umboði

Norður-Hérað

2

Ásmundur Þórarinsson

Fellahreppur

2

Baldur Pálsson

Fljótsdalshreppur

1

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Austur-Hérað

7

Skúli Björnsson

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Tryggvi Harðarson

Borgarfjarðarhreppur

1


Fjarðabyggð

10

Ólafur Hr. Sigurðsson

Mjóafjarðarhreppur

1


Stöðvarhreppur

2

Garðar Hjartarson

Búðahreppur

3

Steinþór Pétursson

Fáskrúðsfjarðarhreppur

1

Friðmar Gunnarsson

Breiðdalshreppur

2

Sigfríður Þorsteinsdóttir

Djúpavogshreppur

2

Ástríður Baldursdóttir

Hornafjörður

8

Egill Jónasson

Samtals:

49

 

Helga Hreinsdóttir, frkvstj. HAUST, bauð fundarmenn velkomna og bar fundinum kveðju formanns heilbrigðisnefndar, Guðrúnar Óladóttur, sem boðaði forföll með stuttum fyrirvara. Varaformaður Þorkell Kolbeins bað einnig fyrir kveðjur inn á fundinn. Aðrir nefndarmenn í heilbrigðisnefnd sem ekki eru viðstaddir eru Soffía Lárusdóttir og Jónas Bjarki. Helga stakk upp á Þorvaldi Jóhannssyni sem fundarstjóra og Árna Jóhann Óðinssyni sem ritara fundarins. Þessi skipan var samþykkt og tóku þeir til starfa.

1. Skýrsla stjórnar

Ólafur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.
Fundarstjóri leggur til að umræður um þennan lið verði teknar samhliða umræðum um liði 2 og 3. Ekki gerðar athugasemdir við þá málsmeðferð.

2. Ársreikningar 2001 lagðir fram

Helga Hreinsdóttir kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og staðfestir á 31. fundi Heilbrigðisnefndar þann 31.7.2002. Tekjur samtals urðu 21,7 millj. eða 1,2 millj. kr. umfram áætlun. Tekjur af starfsleyfavinnslu fóru fram úr áætlun sem og tekjur af tóbakssöluleyfum, sem voru ófyrirséðar. Rekstur fór einnig 0,8 milj. kr. fram úr áætlun og munar þar mestu að launahækkanir skv. kjarasamningum urðu meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða var jákvæð.

3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2003

Helga Hreinsdóttir fylgir fjárhagsáætluninni úr hlaði. Gögn vegna fjárhagsáætlunar hafa verið send sveitarstjórnum, þ.e. fyrirtækjalistar hvers sveitarfélags með ósk um að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu sveitarstjórna berist HAUST fyrir 15.11.

Fyrirspurnir og umræður um liði 1, 2 og 3. Til máls tóku Þorvaldur Jóhannsson sem framkvæmdastjóri SSA, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Garðar Hjartarson, Steinþór Pétursson, Skúli Björnsson, Egill Jónasson, Baldur Pálsson.

Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða.

Tekjuliður fjárhagsáætlunar samþykktur samhljóða með fyrirvara um breytingar á upphæðum ef athugasemdir/leiðréttingar berast frá sveitarfélögum vegna fyrirtækjalista og með fyrirvara um leiðréttingu þar sem afskriftir vegna bifreiðar vantar.

4. Kjörin Heilbrigðisnefnd, sem jafnframt er stjórn byggðasamlagsins til næstu fjögurra ára

Eftirfarandi tilnefningar höfðu borist frá sveitarfélögum á Austurlandi um skipan næstu Heilbrigðisnefndar:

Af norðursvæði:
Þorsteinn Steinsson, Vopnafirði, og Guðmundur Sveinsson Kröyer, Egilsstöðum
Til vara: Ásmundur Þórarinsson, Norður Héraði, og Tryggvi Harðarson, Seyðisfirði

Af miðsvæði:
Ólafur Hr. Sigurðsson, Fjarðabyggð
Til vara: Anna María Sveinsdóttir, Stöðvarfirði

Af suðursvæði:
Egill Jónasson, Hornafirði, og Ástríður Baldursdóttir, Djúpavogi
Til vara: Björn Traustason, Hornafirði. Kjöri annars varamanns af suðursvæði frestað.

Fulltrúi náttúruverndarnefnda:
Kjöri fulltrúa náttúruverndarnefnda frestað, bæði aðal- og varamanns.
Frá samtökum atvinnurekenda hafa eftirfarandi verið skipaðir í Heilbrigðisnefndina:
Benedikt Jóhannsson,

Fjarðabyggð
Til vara: Svanbjörn Stefánsson, Fjarðabyggð
Ofangreind skipan í Heilbrigðisnefnd Austurlands borin undir fundinn og samþykkt með lófaklappi.

5. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST. Samþykkt samhljóða.

6. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Stefán Bragason, bæjarritari Austur-Héraðs. Til vara: Jónas Jóhannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs, en að í stað Ólafs Áka Ragnarsson, sveitarstjóra á Djúpavogi, komi Björn Hafþór Guðmundsson, nýr sveitarstjóri þar. Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál
Gunnþórunn spyr um starfsreglur fyrir malartekju. Helga svarar fyrirspurn.

Helga þakkar fráfarandi heilbrigðisnefnd fyrir farsælt og gott samstarf.

Fundargerð ritaði Árni Jóhann Óðinsson.
Fundi slitið kl. 15:30.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search