Skýrsla stjórnar Byggðasamlags um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2002

Flutt á aðalfundi HAUST 18. september 2002. rá síðasta aðalfundi HAUST hefur starfið verið í nokkuð föstum skorðum.

Ekki hafa orðið breytingar á stjórn eða starfsmannahaldi. Á Hornafjarðarsvæðinu var stöðuhlutfall heilbrigðisfulltrúa lækkað á vetrarmánuðum, en hækkað í sumar, þannig að meðalvinnuframlag á að verða um 50% stöðuhlutfall á árinu, eins og fyrirhugað var. Í stað sumarafleysinga var ráðinn starfsmaður í hlutavinnu, 1 1/2 dag í viku að meðaltali, en með sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi, þannig að tíminn nýtist betur. Þessi sami starfsmaður gat svo tekið að sér afleysingar vegna barneignaleyfis staðgengils framkvæmdastjóra, sem var afar farsælt.

Eftir síðasta aðalfund var ákveðið að endurnýja bíl HAUST, en frá því um 1987 hefur embættið átt Toyota Hilux, doppelcab, og nú var sá þriðji keyptur. Til viðbótar við þetta var ákveðið að taka lítinn Toyota Rav4 á rekstrarleigu, til að nýta tíma starfsmanna betur og einnig til að þeir þyrftu ekki að nýta eigin bíla jafnmikið og orðið var.

Verkefnum heilbrigðiseftirlits fjölgar jafnt og þétt með ýmiskonar ákvörðunum stjórnvalda og þá sérstaklega löggjafans. Þannig tóku gildi reglugerðir á mengunarvarnasviði um áramótin 1999-2000, sem bættu allmikilli starfsemi á eftirlitið. Sem dæmi má nefna brennur, malar- og grjótnám og tímabundna starfsemi ýmiskonar. Síðan hefur litlum vatnsveitum verið bætt við og svo mætti lengi telja. Ljóst er að embættið hefur ekki haft undan að vinna alla þessa málaflokka þegar þeir hafa komið inn. Reyndar er það svo að starfsgreinar sem urðu eftirlits- og starfsleyfisskyldar skv. mengunarvarnareglugerðinni gömlu árið 1994 eru ekki allar komnar inn í okkar vinnu, þannig er fyrst núna verið að ljúka við starfsleyfagerð fyrir virkjanir og spennistöðvar, fiskeldisfyrirtækin eru tiltölulega nýkomin inn og verið er að taka út loðdýrabúin. Illa hefur gengið að ná samvinnu við verktaka og verkkaupa varðandi tímabundna starfsemi svo sem malartekju og vinnubúðir og fer það alveg eftir samvinnuvilja sveiarstjóra og tæknimanna sveitarfélaganna, sérstaklega byggingarfulltrúanna, hve vel hefur tekist til með að höndla þennan málaflokk, því ljóst er að ef heilbrigðisfulltrúar frétta ekki af verktakastarfsemi, sem hefst án þess að sótt sé um tilskilin leyfi, þá fer hún framhjá HAUST. Auk þess að vinna upp þann hala sem við enn drögum stendur fyrir dyrum mikil vinna við starfsleyfisgerð fyrir litlar einkavatnsveitur. A.m.k. 110 slíkar vatnsveitur, sem þjóna matvælafyrirtækjum, ferðaþjónustuaðilum, mjólkurbúum eða sumarhúsasvæðum þarf að taka út og Heilbrigðisnefnd hefur ákveðið að það skuli gert á næstu tveim árum. Heilbrigðisfulltrúar hafa nú þegar setið námskeið um gerð og eftirlit lítilla vatnsveitna og verið er að vinna leiðbeiningar og gögn til rekstraraðila. Slík leiðbeiningarvinna er af hinu góða og reynda er skortur á slíkum gögnum aðalástæðan fyrir að leyfisvinnsla t.d. fyrir loðdýrabú hefur dregist jafnlegi og raun ber vitni. Á næstu vikum eru væntanlegar allmargar reglugerðir í stað Heilbrigðisreglugerðarinnar frá 1994, sem er orðin mikið breytt. Með þeim verður t.d. ákveðið að hvers konar leikvellir og leiktæki verði starfsleyfis- og eftirlitsskyld og svona mætti lengi telja.

Starfsumhverfi Heilbrigðiseftirlits hefur breyst og þróast á undanförnum árum, þannig að æ verður mikilvægara að gæta ítrustu varkárni í starfsleyfisvinnslu, eftirliti, bréfaskriftum og athugasemdum til eftirlitsþega og almennings. Á undanförnum mánuðum hafa fjórum sinnum borist bréf frá lögfræðingum eða hótanir um kærur vegna aðgerða HAUST. Ein stjórnsýslukæra á hendur embættinu liggur nú fyrir hjá Umhverfisráðuneytinu. Sá tími sem fer í leit að gögnum og skrif greinargerða vegna slíkra mála er drjúgur og vart gert ráð fyrir honum í vinnuskipulagi. Hjá Hollustuvernd ríkisins hefur nú loks verði ráðinn lögfræðingur, sem unnt er að leita til með rammamál, sem nýtast öllum svæðum, en greiða þarf fullan taxta fyrir aðstoð hans við einstök mál. Því er afar mikilvægt að öll grunnvinna sé ítarleg með tilvitnunum í lög og reglugerðir auk þess sem skjalavörlsu þarf að vanda. Þarna er um að ræða vinnu sem er ósýnileg almenningi og mjög skiljanlegt að eftirlitsþegar og sveitarstjórnamenn sjái ofsjónum yfir kostnaði við heilbrigðiseftirlitið.

Umræða um flutning matvælaeftirlits á vegum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélga til ríkisrekinnar Matvælastofnunar hefur verið mishávær á árinu. Á Íslandi hefur higðiseftirlit sveitarfélaga verið byggt upp af miklum metnaði á undanförnum árum. Stafsmenn heilbrigðiseftirlits eru vel menntaðir og starfsaldur er allhár, t.d. í samanburði við starfsmenn í ríkisreknum eftirlitsstofnunum eins og Hollustuvernd. Hugmyndafræðin að því að tengja mengunar- og umhverfiseftirlit við heilbrigðis- og matvælaeftirlit byggir á þeirri vitneskju að öll mengun, hvort sem er efnafræðileg eða af örverum ógnar öryggi umhverfis, heilsu dýra og þar með heilnæmi matvæla. Hugmyndir um að kljúfa matvælaeftirlit sveitarfélaga frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna með slagorðinu “frá haga til maga” eru því mótsögn í sjálfu sér, auk þess sem fyrir liggur að kostnaður eftirlitsþega mun aukast. Samtök heilbrigðiseftirlittsvæða á Íslandi hafa því eindregið lagst gegn hugmyndum um þessa breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þótt ekki séu gerðar aths. við að stofnanir sem sinna matvælaeftirliti á vegum ríkisins séu sameinaðar.

Á þessum aðalfundi lýkur starfstíma fyrstu Heilbrigðisnefndar alls Austurlands, en eins og kunnugt er var með lagabreytingu árið 1998 ákeðið að fækka heilbrigðiseftirlitssvæðum niður í 10, en áður var nánast hvert sveitarfélag eitt eftirlitssvæði, þótt samningar milli sveitarfélga hafi víða fækkað heilbrigðisnefndum, þannig að fyrir 4 árum voru aðeins 7 nefndir á Austurlandi. Yfirmönnum heilbrigðiseftirlits leist fyrirfram ekki nema passlega vel á svo stóra nefnd, og margir töluðu fyrir því að hafa nefndirnar 3 á Austurlandinu. Reynslan sýnir hins vegar að ein nefnd er fyllilega starfshæf, enda líta allir nefndarmenn á sig sem fulltrúa alls Austurlands í nefndinni, og vinnan hefur verið mjög fagleg og án nokkurrar semkeppni eða togstreytu milli svæða. Það er mat okkar að mjög vel hafi til tekist með verklag milli nefndar og starfsfólks, sem og með þá tilraun, sem er einstök hér á Austurlandi, að reka Heilbrigðiseftirlitið sem Byggðasamlag. Agnúar hafa komið upp en verið sniðnir af. Eitt sem kom í ljós nú eftir sveitarstjórnarkosningar var að óöryggi virtist ríkja um hvernig standa skyldi að tilnefningu í nýja Heilbrigðisnefnd. Í stofnsamningi um Byggðasamlagið er skýrt að kosning í nefndina skuli fara fram á fyrsta aðalfundi eftir sveitarstjórnarkosningar, en ljóst er að samvinna þarf að vera milli sveitarfélaga innan svæða við tilnefningar. Því hefur nú komið upp sú spurning hvort rétt sé að íhuga breytingu á Stofnsamningnum í þá veru að í Heilbrigðisnefndina skuli tilnefna á aðalfundi SSA. Þannig fengi nefndanefnd það hlutverk að finna einstaklinga í Heilbrigðisnefnd um leið og skipað er í aðrar samstarfsnefndir á Austurlandvísu, en nefndanefndin hefur gott yfirlit yfir mannaflann á svæðinu og á þinginu aðgang að öllum sveitarstjórnarmönnum til að ná sátt um tilnefningar. Þessu er hér með varpað fram til umhugsunar og umræðu fyrir næsta aðalfund.

Núverandi stjórn og Heilbrigðisnefnd óskar nýrri nefnd velfarnaðar í starfi og þakkar fyrir sig.

18.9.2002
Guðrún Óladóttir, formaður stjórnar
Helga Hreinsdóttir, frkvstj. HAUST

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search