Skýrsla stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2003

Lögð fyrir aðalfund haldinn á Vopnafirði þann 30. október 2003

Nefndarfundir:
Á starfsárinu hafa nefndarfundir verið ellefu talsins.

Þar af voru snertifundir fimm, símafundir fimm og einn fundur um fjarfundarbúnað. Þannig hefur stjórnin kappkostað að halda snertifundum í lágmarki og þar með kostnaði niðri við fundarhöld þrátt fyrir marga fundi.

Á milli funda tekur framkvæmdastjórn minniháttar ákvarðanir ef þurfa þykir. Í framkvæmdastjórn sitja formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjórn hefur fundað tvisvar á óformlegum fundum í síma.

Formaður hefur auk þess setið tvo samstarfsfundi ásamt frkvstj. með fulltrúum frá Landsvirkjun og Impregilo.

Formaður og framkvæmdastjóri hafa setið tvo fundi samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða SHÍ á starfsárinu. Á þessum fundum snérist umræðan um hlutverk Umhverfisstofnunar og þá einkum samræmingarhlutverk hennar. Þá var rætt um samræmingu á skilgreiningum á hugtökum um veitinga- og gististaði. Nokkrar umræður voru á báðum þessum fundum um Matvælastofu, sem virðist vera öllum eftirlitsvæðunum jafnmikið áhyggjuefni. Á aðalfundi SHÍ sem haldinn var núna þessari viku var einkum fjallað um úrskurði og mættu þrír lögfræðingar frá Umhverfisráðuneytinu á fundinn. Rætt var um fordæmisgildi slíkra úrskurða og hvernig kynning á þeim færi fram.

Breytingar hafa orðið í stjórninni á starfsárinu. Ástríður Baldursdóttir flutti af Djúpavogssvæðinu og hennar stað var Björn Hafþór Guðmundsson skipaður í nefndina. Guðmundur Sveinsson Kröyer vék úr nefndinni vegna anna og í hans stað hefur Sigurður Ragnarsson verið skipaður. Fulltrúi náttúruverndarnefnda var skipaður Árni Ragnarsson. Þeim sem úr stjórn hafa gengið á tímabilinu eru þökkuð vel unnin störf og nýjir menn boðnir velkomnir.

Fyrir ársfundinum liggur tillaga um breytingu á stofnsamningi þar sem gerð er tillaga um að framvegis verði skipað í stjórn heilbrigðisnefndar á fyrsta aðalfundi SSA eftir sveitarstjórnarkosningar. Að mati stjórnar er hér um nauðsynlega breytingu að ræða í ljósi reynslunnar eftir síðustu kosningar en þá tók alltof langan tíma að fullskipa nýja nefnd. Það yrði væntanlega hlutverk nefndanefndar SSA að tilnefna í stjórnina en sú nefnd hefur gott yfirlit yfir skipan í flestar nefndir sem samstarf er um innan fjórðungs.

Starfslið og skrifstofurekstur:
Sem fyrr þjóna Helga Hreinsdóttir og Árni J. Óðinsson norðursvæðinu og Fjarðabyggð auk sérverkefna, Hákon Hansson þjónar Suðurfjörðunum og Tómas Ísleifsson þjónaði Hornafirði til 1.9. sl. en hefur nú látið af störfum. Júlía Siglaugsdóttir var ráðin í hlutastarf á árinu 2002 en hefur nú verið ráðin í 60% starf. Síðla sumars var auglýst eftir starfsmanni á Hornafjarðarsvæðið sem hafið gæti störf í sept. Einn umsækjandi var um starfið, Sigrún Hallgrímsdóttir, matvælafræðingur en hún er búsett á Djúpavogi. Sigrún getur ekki hafið störf fyrr en um næstu áramót, en í ljós þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá starfmann á þetta svæði var ákveðið að auglýsa starfið ekki aftur heldur ganga til samninga við Sigrúnu. Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt að auglýsa eftir nýjum starfsmanni í fullt starf á miðsvæðið, vegna mikilla anna á því svæði vegna stórframkvæmda. Var samþykkt að auglýsa starfið sem tveggja ára starf. Ljóst er að miklar annir verða á næstu árum á þessu svæði og þörfin fyrir viðbótarstarfskraft á þetta svæði er búin að vera til staðar í marga mánuði.

Sem fyrr er aðalskrifstofa eftirlitsins á Reyðarfirði en einstakar starfsstöðvar fylgja búsetu starfsmanna og hefur það fyrirkomulag reynst ágætlega. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður lengur hjá því komist að opna skrifstofu á Egilsstöðum enda álagið mest á því svæði. Á síðasta fundi nefndarinnar var framkvæmdastjóra falið að finna aðstöðu fyrir skrifstofu á Egilsstöðum, en jafnframt verða lagðar niður starfsaðstöður á heimilum starfsmanna á Egilsstöðum. Þrátt fyrir þetta verður áfram skrifstofa á Reyðarfirði og lögheimli og varnarþing Haust verður áfram í Fjarðabyggð.

Eftirlitsáætlun
Áætlun um eftirlit ársins 2002, þ.e. heimsóknir í fyrirtæki, sýnatökur og sérverkefni stóðst bærilega. Lögð var áhersla á að öll fyrirtæki á eftirlitsskrá væru heimsótt og að eftirlitið væri sýnilegt. Fyrirtæki sem þurfti að heimsækja endurtekið vegna vanefnda eða brota á reglugerðum fengu senda reikninga vegna aukaverka. Af hálfu matvælasviðs og rannsóknastofu Hollustuverndar voru skipulögð átaksverkefni á landsvísu til að kanna merkingar og/eða gerlamagn í matvælum og fá heildaryfirsýn yfir stöðuna. HAUST tók þátt í öllum þessum verkefnum og telur gagnlegt að fá samanburð á stöðu fyrirtækja hér á Austurlandi í samanburði við önnur svæði.

Á árinu 2003 hefur reynst örðugt að halda áætlun. Af hálfu heilbrigðisnefndar og starfsmanna er lögð áhersla á að sinna reglubundnu eftirliti með fyrirtækjum sem eru með starfsemi. Þróunarverk og nýir flokkar eftirlitsskyldrar starfsemi hafa verið látin sitja á hakanum. Þannig hefur ekki tekist að hefja starfsleyfisvinnslu fyrir litlar vatnsveitur eins og til stóð. Eftirlitsverkefni svo sem með rafvélaverkstæðum, netagerðum og malartekju hafa einnig setið á hakanum. Reynt hefur verið að taka þátt í átaksverkefnum á vegum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlitssvæða, en því miður hefur seinni part ársins þurft að gefa upp á bátinn þátttöku í nánast öllum samstarfsnefndum og vinnu við umsagnir um nýjar reglugerðir, lög og starfsleyfisskilyrði hefur verið ýtt til hliðar. Þetta er mjög bagalegt, því brýnt er að rödd landsbyggðar heyrist vel í slíkri vinnu.

Sérstök málefni í eftirlitinu
Tóbakssölulögin
Breyting á tóbakslögum hafði í för með sé allnokkra vinnu við útgáfu tóbakssöluleyfa, sem er nýtt verkefni fyrir HAUST. Eftirlit með tóbakssölu er fellt inn í eftirlitsáætlun með annarri starfsemi viðkomandi fyrirtækja til að halda kostnaði í lágmarki. Ekki eru farnar sérsakar eftirlitsferðir nema ef kvartanir berast vegna brota tóbaksvarnarlögum.

Neysluvatnsreglugerð
Ný neysluvatnsreglugerð tók gildi um mitt ár 2001. Skv. henni aukast verkefni heilbrigðiseftirlits mikið, enda eru með henni allar vatnsveitur sem þjóna 50 manns og/eða 20 heimilum (þ.m.t. sumarbústöðum) starfsleyfisskyldar, sem og minni vatnsveitur sem þjóna hvers konar matvælaframleiðslu, þ.m.t. ferðaþjónustu og mjólkurfarmleiðslu. Ennfremur er krafa um mun ítarlegri rannsóknir á neysluvatni og kostnaður við sýnatökur hækkar umtalsvert fyrir stærri vatnsveiturnar.

Heilbrigðisnefnd ákvað að kynna reglugerðina vel á árinu 2002 með bréfaskriftum og kynningarbæklingum, en hefja vinnu skv. henni 2003.

Tölvumál
Á vegum Hollustuverndar og embættis yfirdýralæknis var hannað tölvuforrit á GoPro grunni. Kerfið er hugsað sem sameiginlegt skráningarkerfi fyrir þessa aðila. HAUST keypti kerfið og byrjaði að vinna með það seint á árinu. Síðan hefur komið í ljós að kerfið var ekki fullhannað og mikið af göllum var í sérskriftum þess, þannig að eftir nokkra mánuði var kerfið lagt til hliðar. Beðið verður eftir frekari þróun þess, áður en það verður tekið upp á ný, en á meðan verður skráning öll og gagnasöfnun nokkuð frumstæð.

http://haust.is/
Heimasíða HAUST var formlega opnuð í mars 2002. Ákveðið var að hafa síðuna létta upplýsingasíðu með fundargerðum, upplýsingum um nefndarmenn og starfsfólk, umsóknareyðublöðum, tenglum inn á upplýsingasíður o.þ.h. en nýta hana annar til að beina fólki á rétta staði hvað varðar frekari upplýsingar.

Virkjanamál og stóriðja
Mikil vinna var á árinu í kringum virkjanamál og stóriðju. Mikill tími fór í lestur gagna og umsagnir vegna virkjana, gangnagerða o.þ.h., en einnig í bréfaskriftir og fundi með verktökum, til að kynna þeim aðkomu HAUST og reyna að opna og einfalda ferli við starfsleyfisvinnslu og eftirlit. Brunavarnir, vinnueftirlit o.fl. hafa komið að þessari vinnu og ekki verður annað séð en þessi vinna hafi skilað nokkru í auðveldari samskiptum aðila.

Yfirtaka eftirlits með starfsemi sem Hollustuvernd (núverandi Umhverfisstofnun) vinnur starfsleyfi fyrir. Eins og kunnugt er hefur HAUST með sérstökum samningum við Hollustuvernd með höndum eftirlit með sorpförgunarstöðum og fiskimjölsverkmiðju f.h. Hollustuverndar. Með þessu móti er eftirlitið nær vettvangi, viðbragðshraði meiri og tekjur af eftirlitinu skila sér heima. Heilbrigðisnefnd hefur sótt um að fá samskonar samning og þannig eftirlit með stórum fiskeldisstöðvum, olíubirgðastöðvum og álveri þegar þar að kemur. Þessum erindum hefur verið hafnað af hálfu Umhverfisstofnunar.

Loðdýrabú.
Í byrjun ársins heimsótti starfsmaður HAUST öll loðdýrabú á Austurlandinu. Í framhaldi af því tók HAUST virkan þátt í að vinna upp starfsleyfisskilyrði fyrir loðdýrabú, sem nú er unnið eftir á öllu landinu. Flest loðdýrabú á Austurlandinu eru nú komin með starfsleyfi.

Ný verkefni - framtíðarsýn
Framundan eru ný verkefni, sem munu enn verða til þess að starfsemi heilbrigðiseftirlits mun aukast. Sem dæmi má minna á vatnsveiturnar, sem kom af vaxandi þunga inn á næstu árum, einnig má minna á leikvelli og öryggiseftirlit með leiktækjum, sem heilbrigðiseftirliti er falið með nýrri reglugerð, malartekja, tímabundin starfsemi hvers konar sem og eftirlit með framkvæmdum á virkjanasvæði norðan Vatnajökuls. Sérstök vandamál hafa fylgt eftirliti með virkjunarsvæðinu að ekki er byggingareftirlit á virkjunarsvæðum. Þannig eru teikningar ekki í samræmi við byggingarreglur og hefur þetta skapað ómæld vandræði við eftirlitið. Ljóst er þegar um jafn viðamiklar framkvæmdir er að ræða og á Kárahjúkasvæðinu væri full þörf á byggingareftirliti og furðulegt að verða vitni að því að þarna skuli vera að rísa heilt þorp á stærð við stærri sveitarfélög á Austurlandi án slíks eftirlits. Álagið á heilbrigðiseftirlitið verður því miklu meira fyrir vikið. Þörfin á sérstökum samráðsfundum við aðila á þessu svæði er ekki síst tilkomin vegna þessa.

Matvælastofnun hefur verið í umræðunni og fram er komið frumvarp sem felur í sér sameiningu alls matvælaeftirlits í landinu í einni ríkisstofnun. Flestir eru sammála um nauðsyn þess að sameina stofnanir sem reknar eru á vegum ríksins og sinna skildum verkefnum saman. Heilbrigðiseftilritssvæðin leggjast hins vegar öll gegn því að matvælaeftirlit það sem hefur verið hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga verið færð til ríkis. Mikilvægt er að eftirlit sé sem næst vettvangi og nær að færa saman eftirlit á vegum dýralækna og fiskistofu til sveitarfélaganna en öfugt, enda er sjálfsagt að aðskilja þau stjórnsýslustig sem setja viðmið og reglur annars vegar og hins vegar þau sem fara með beint eftirlit.

Önnur verkefni
Áfram mun verða sótt á um að eftirlit með fiskeldi, álveri og olíubirgðastöðvum verði flutt til heilbrigðiseftirlitsins. Ekkert er því til fyrirstöðu að taka þessi verk að sér enda eðlilegt að þessi verkefni séu færð heim í hérað.

Fjarðabyggð 30.10 .2003

Ólafur Hr. Sigurðsson, Formaður heilbrigðisnefndar

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri

Heilbrigðisnefnd, ágúst 2003

A&Ý;ALMENN:

Ólafur Sigurðsson, formaður

 

Breiðabliki 11, 740 Neskaupsstaður
netfang: oliskoli@skolar.fjardabyggd.is

hs. 472-1698

vs. 477-1124

     

Þorsteinn Steinsson

 

Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður
netfang: steini@vopnafjordur.is

hs. 473-113

vs. 473-1300

     

Sigurður Ragnarsson

 

Mánatröð 12, 700 Egilsstaðir
netfang: manatolvur@simnet.is

hs. 471-2019
GSM 860-3519

vs. 471-2011

     

Björn Hafþór Guðmundsson

Kambi 8, 765 Djúpivogur
netfang: sveitarstjori@djupivogur.is

hs.478-8113

vs.478-8288

     
Egill Jónasson, varaformaður
 

Hagatúni 11, 780 Hornafjörður
netfang: egiljon@mi.is

hs. 478-1294

vs. 470-8134

     

Árni Ragnarsson, fulltrúi Náttúruverndarnefnda

 

Hjallvegur 3, 730 Reyðarfjörður
netfang: arnir@simnet.is

hs. 474-1191

vs. 470 1018

       

Benedikt Jóhannsson, fulltrúi Samtaka atvinnurekenda

 

Fögruhlíð 9, 735 Eskifjörður
netfang: benni@eskja.is

hs. 476-1463

vs. 470-6004

       
       
VARAMENN:
Anna María Sveinsdóttir
 

Rjóðri, 755 Stöðvarfirði
netfang: amfhbstf@simnet.is

hs. 475-8842

farsími: 851-1842

       
Ásmundur Þórarinsson
 

Vífilsstaðir, 701 Egilsstaðir
netfang: asmundur.th@vortex.is

hs. 471-1912

farsími: 853-7883

       

Tryggvi Harðarson

 

710 Seyðisfjörður
netfang: sfk@sfk.is

vs. 472-1304

fax. 472-1588

       

Björn E. Traustason

 

Kirkjubraut 59, 780 Hornafjörður
netfang: bet1@eldhorn.is

hs. 478-1397

 
       

Ástríður Baldursdóttir

 

Hæðargarði 1, 781 Hornafjörður
netfang: asta.bald@isholf.is

hs. 478-8938

 
       
Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi Náttúruverndarnefnda
 

Ekrustíg 4, 740 Neskaupsstaður
netfang: ekran@binet.is

hs. 477-1664

vs. 477-1181

       

Svanbjörn Stefánsson, fulltrúi Samtaka atvinnurekenda

 

Starmýri 9, 740 Neskaupstaður
netfang: svanbjorn@svn.is

hs. 477-1477

vs. 892-2511

       

Starfslið HAUST 2003

Svæði / aðsetur heilbirgðisfulltrúa Heilbrigðisfulltrúi Stöðugildi
Hafnarsvæðið Tómas Ísleifsson

Hætti 1.9. 2003
Nýr starfsmaður Sigrún Hallgrímsdóttir hefur störf 1.1. 2004

Að jafnaði 50%
Fáskrúðsfjörður til Djúpavogs Hákon Hansson
HIH
35% stöðugildi
Vopnafjarðarumdæmi, Hérað og Borgarfjörður, Seyðisfjörður, Mjóifjörður og Fjarðabyggð Helga Hreindsdóttir
HHr
Árni J. Óðinsson
ÁJÓ
Júlía Siglaugsdóttir
JS
100% stöðugildi Framkvæmdastjóri
100% stöðugildi
Staðgengill frkvstj.
Tímavinna, ca. 35%

Auk svæðisskiptingar eru nokkur sérhæfing meðal starfsmanna, þannig er ÁJÓ með nánast allar bensínstöðvar en HHr með megnið af eftirliti með sorpförgun og bræðslum.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search