Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2004

Aðalfundur byggðasamlags um Heilbrigðiseftirlit Austurlands
haldinn miðvikudaginn 27. október 2004 á Seyðisfirði k: 14:00

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar: Ólafur Hr. Sigurðsson, formaður heilbirgðisnefndar
2. Ársreikningar 2003 lagðir fram: Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
3. Fjárhagsáæltun fyrir komandi starfsár 2005: Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
6. Kynning á gæðamálum vatnsveitna á Austurlandi og stöðu starfsleyfavinnslu. Árni J. Óðinsson, heilbrigðisfulltrúi
7. Önnur mál

a) Tillaga að breytingu á stofnsamningi, umræða - framhald frá aðalfundi sl. árs
b) Um yfirtöku/framsal eftirlits með fyrirtækjum frá Umhverfisstofnun til HAUST
c) S
orp og sorpförgun í tengslum við framkvæmdir á Fljótsdalsheiði

Mætt:
Úr Heilbrigðisnefnd: Ólafur Hr. Sigurðsson, Egill Jónasson, Ásmundur Þórarinsson, Benedikt Jóhansson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson
Aðrir: Þorvaldur Jóhannsson, frkvstj. SSA, Smári Geirsson Fjarðabyggð, Magnús Þorsteinsson Borgarfirði, Gunnþórunn Ingólfsdóttir Fljótsdalshreppi, Cecil Haraldsson Seyðisfirði. Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag
Fjöldi atkvæða
Nöfn fulltrúa sem fara með atkvæði sveitarfélags

Skeggjastaðahreppur

1

Vopnafjarðarhreppur

3


Norður-Hérað

2

Ásmundur Þórarinsson

Fellahreppur

2

Ásmundur Þórarinsson skv. umboði

Fljótsdalshreppur

1

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Austur-Hérað

7

Ásmundur Þórarinsson skv. umboði

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Cecil Haralsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Margnús Þorsteinsson

Fjarðabyggð

10

Smári Geirsson

Mjóafjarðarhreppur

1


Austurbyggð

3

Smári Geirsson skv. umboði

Fáskrúðsfjarðarhreppur

1

Breiðdalshreppur

2


Djúpavogshreppur

2

Ólafur Hr. Sigurðsson

Hornafjörður

8

Egill Jónasson

Samtals:

47

 

Ólafur Hr. Sigurðsson, formaður stjórnar, bauð fundarmenn velkomna. Stungið var uppá Þorvaldi Jóhannssyni sem fundarstjóra og Árna Jóhann Óðinssyni sem ritara fundarins. Þessi skipan var samþykkt og tóku þeir til starfa.

1. Skýrsla stjórnar
Ólafur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni. Fundarstjóri þakkaði formanni flutning skýrslu og opnað fyrir umræður. Smári spyr um rök fyrir tregðu Umhverfisstofnunar (UST) að framselja eftirlit til HAUST, Helga svarar því að fjárhagsleg og sérfræðileg rök séu borin fram. Cecil og Ásmundur hvöttu menn í að halda áfram að ná verkefnum austur. Ólafur ítrekar að áfram verði haldið að því að ná verkefnum austur. Magnús gerir grein fyrir reynslu sinni af samskiptum við UST.

2. Ársreikningar 2003 lagðir fram
Helga kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og samþykktir á 48. fundi Heilbrigðisnefndar þann 30.6.2004. •

  • Rekstrartekjur samtals urðu 27,8 millj. eða um 3 millj. kr. umfram áætlun.
    • Mestu mundar um auknar tekjur vegna endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna rannsókna og vegna vinnuframlags umfram áætlun, bæði vegna •
  • Rekstrargjöld samtals voru 28,9 milj. kr. eða 4 millj fram úr áætlun.
    • Laun fóru um 0,5 millj. fram úr áætlun. Liðirnir rannsóknakostnaður, stofnkostnaður vegna viðbótarskrifstofu og kostnaður vegna skýrsluvéla og tölvuþjónustu fóru hver um sig um milljón fram úr áætlun. Kostnaður vegna pósts og síma sem og flutningskostnaður fóru einnig fram úr áætlun sem og dagpeningar og aksturskostnaður. Þessir liðir endurspegla aukin umsvif vegna stóraukinna verkefna í tengslum við virkjanir og stóriðju, sem ekki er séð fyrir endann á.
  • Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 817 þús kr.

Umræður um ársreikninga: Til máls tóku Þorvaldur og Cecil. Bent var á að reikningarnir endurspegla aukin umsvif og að ef kaup á tölvum og búnaði væru eignfærð og afskrifuðu í stað þess að gjaldfæra þau væru reikningar 2003 ekki neikvæðir um jafnháa tölu og raun ber vitni. Reikningar bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2005
Helga Hreinsdóttir fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði. Drög að áætluninni höfðu verið samþykkt á 50. fundi heilbrigðisnefndar þann 15.9.2004. Gögn vegna fjárhagsáætlunar höfðu verið send sveitarstjórnum, þ.e. fyrirtækjalistar hvers sveitarfélags með ósk um að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu sveitarstjórna.

  • Áætlun gerir ráð fyrir heildartekjum að upphæð 33.2 millj. og rekstrargjöldum að upphæð 33,4 millj. Bein framlög sveitarfélaga frá árinu 2004 lækka um rúma milljón, enda ekki gert ráð fyrir svokölluðum “stórum vatnssýnum” á árinu og kostnaður vegna rannsókna lækkar í samræmi við það. Sértekjur vegna eftirlits með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun standa í stað, en tekjur vegna starfsleyfisvinnslu og eftirlits með verktökum vegna stórframkvæmda aukast stöðugt, þannig að aðrar tekjur hækka þannig: Árið 2003: 6,1 millj, 2004 var áætlun 4,6, en útsendir reikningar eru nú þegar rúml. 6,5 millj og áætlun ársins 2005 7,4 millj.

Gunnþórunn spyr um hvernig gangi að innheimta kröfur. Helga svarar að það gangi almennt vel. Reikningar sem ekki eru borgaðir eru sendir í lögheimtu. Magnús spyr um kostnað við tölvukaup og innanstokksmuni. Fjárhagsáætlun borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

4. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST. Samþykkt samhljóða.

5. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Stefán Bragason, bæjarritari Austur-Héraðs. Til vara: Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi. Stungið var uppá Gunnþórunni Ingólfsdóttur oddvita Fljótsdalshrepps í stað Jónasar Jóhanssonar sveitarstjóra Norður-Héraðs, sem hverfur inn í nýtt sveitarfélag á Héraði. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

6. Kynning á gæðamálum vatnsveitna á Austurlandi og stöðu starfsleyfavinnslu.
Árni J. Óðinsson, heilbrigðisfulltrúi. Fram kom að í 20% tilfella hafa niðurstöður rannsókna á vatnssýnum í reglubundnu eftirliti ekki uppfyllt gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar. Árni gerði grein fyrir málsmeðferð HAUST þegar neysluvatn reynist ófullnægjandi og sagði frá að í sumar og haust hefði í þrem þéttbýliskjörnum þurft að biðja íbúa að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga. Starfsleyfi allra stærri vatnsveitna á Austurlandi renna út fyrir áramót. Nauðsynlegt er að sveitarfélögin sæki um ný starfsleyfi og skili með umsóknum greinargerð um innra eftirlit vatnsveitnanna og einnig gögnum sem sýna vatnsverndarskipulag.

7. Önnur mál
a) Tillaga að breytingu á stofnsamningi, umræða – framhald frá aðalfundi sl. árs Helga gerir grein fyrir málinu.
Á seinasta aðalfundi var óskað eftir að fulltrúar í stjórn HAUST (heilbrigðisnefnd) verði framvegis kjörnir á fyrsta aðalfundi SSA eftir sveitarstjórnarkosningar í stað þess að kjósa á fyrsta aðalfundi HAUST eftir kosningarnar. Forlegt svar hefur ekki borist, en frkvstj. SSA, Þorvaldur segir að ekkert mæli á móti ofangreindu þ.e. að fulltrúar verði kosnir á fyrsta aðalfundi SSA. Stofnsamningur breytist í samræmi við þetta skv. ákvörðun aðafundar 2003.

b) Um yfirtöku/framsal eftirlits með fyrirtækjum frá Umhverfisstofnun til HAUST
Helga gerir grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið og les upp eftirfarandi tillögu að samþykkt aðalfundar:

Aðalfundur HAUST haldinn á Seyðisfirði þann 27.10.2004 skorar á Umhverfisstofnun að verða við endurteknum óskum HAUST um framsal eftirlits og þvingunarúrræða með fyrirtækjum sem Umhverfisstofnun vinnur starfsleyfi fyrir og fer með eftirlit með, þar sem lög heimila slíkt framsal.
Rökstuðningur: Það er yfirlýst stefna íslenskra stjórnvalda að færa skuli verkefni frá ríki til sveitarfélaga þar sem það er unnt og einnig hefur Umhverfisráðuneyti lýst yfir þeirri stefnu að þar sem heilbrigðiseftirlitsvæði séu í stakk búin til að sinna eftirliti f.h. Umhverfisstofnunar, sé æskilegt að slíkt tilfærsla verkefna eigi sér stað.
Minnt skal á að frá árinu 1995 hefur HAUST farið með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og frá 1998 með sorpförgun f.h. Hollustuverndar nú Umhverfisstofnunar.
Frá ágústmánuði 2002 hefur verið sóst eftir frekari verkefnum frá Umhverfisstofnun, en árangur er enn sem komið er lítill sem enginn. Afrit af ályktun þessari skal send Umhverfisráðuneyti.

c) Gunnþórunn ræðir um sorp og sorpförgun í tengslum við framkvæmdir á Fljótsdalsheiði og þá ekki síst m.t.t. brennslu á úrgangi, ennfremur um flutninga á olíu og úrvinnslugjald vegna förgunar bifreiða. Helga gerir grein fyrir aðkomu HAUST í þessum málum.

Fleiri mál komu ekki upp. Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og formaður heilbrigðisnefndar þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 15:31.

Fundargerð ritaði Árni Jóhann Óðinsson.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search