Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2005

Aðalfundur byggðasamlags um Heilbrigðiseftirlit Austurlands
haldinn á Höfn miðvikudaginn 10. október 2005 kl. 14:00.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar: Ólafur Hr. Sigurðsson, formaður heilbirgðisnefndar
 2. Ársreikningar 2004 lagðir fram: Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
 3. Umræða um lið 1 og 2
 4. Fjárhagsáæltun fyrir komandi starfsár 2006: Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
 5. Drög að nýrri gjaldskrá fyrir HAUST lögð fram: Helga Hr.
 6. Umræður um liði 4 og 5
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 9. Tillaga að breytingu á stofnsamningi
 10. Önnur mál

a) Umfjöllun um fráveitumál á Austurlandi
b)
Umfjöllun um neysluvatnsmál
c)

Mætt:
Úr Heilbrigðisnefnd: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Sigurður Ragnarsson, Björn E. Traustason og Þorsteinn Steinsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson, Borgþór Freysteinsson
Aðrir: Cesil Haraldsson

Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:
Skeggjastaðahreppur
1
 
Vopnafjarðarhreppur
3
Þorsteinn Steinsson
Fljótsdalshreppur
2
Björn Hafþór
Fljótsdalshérað
11
Sigurður Ragnarsson
Seyðisfjarðarkaupstaður
3
Cecil Haraldsson
Borgarfjarðarhreppur
1
Ólafur Sigurðsson
Fjarðabyggð
10
Ólafur Sigurðsson
Mjóafjarðarhreppur
1
 
Austurbyggð
3
Ólafur Sigurðsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur
1
 
Breiðdalshreppur
2
Björn Hafþór
Djúpavogshreppur
2
Björn Hafþór
Hornafjörður
7
Björn E. Traustason
Samtals:
47
 

Fundurinn var úrskurðaður löglegur.

Ólafur Hr. Sigurðsson, formaður stjórnar, bauð fundarmenn velkomna. Stungið var upp á Borgþóri Freysteinssyni sem fundarstjóra og Árna Jóhann Óðinssyni sem ritara fundarins. Þessi skipan var samþykkt og tóku þeir til starfa.

1. Skýrsla stjórnar
Ólafur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2. Ársreikningar 2004 lagðir fram
Helga kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 56. fundi Heilbrigðisnefndar þann 7.9.2005.

 • Rekstrartekjur samtals urðu 36,7 millj. eða 4,2 millj. kr. umfram áætlun. Tekjur umfram áætlun eru aðallega vegna
  • Starfsleyfavinnslu umfram áætlun m.a. vegna tímabundinnar starfsemi í tenglum við virkjanir
  • Endurgreiddan útlagðan kostnað vegna sýnatöku, m.a. vegna sýna í tengslum við vatnsveitur og fráveitur fyrir tímabundna stafsemi og fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga
  • Mikillar vinnu vegna stóriðjuframkvæmda
 • Rekstrargjöld samtals voru 32,6 millj. kr. eða 700 þús. undir áætlun.
  • Laun voru aðeins undir áætlun þar sem ómannað var á Hornafjarðarsvæðinu í lok ársins
  • Sýnatökukostnaður vegna “stórra” vatnssýna af stærstu vatnsveitunum varð ekki greiddur á árinu, samtals kr. 800 þús. Þessi kostnaður kemur til greiðslu frá HAUST á árinu 2005.
 • Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 4,4 millj. kr..

3. Umræður um liði 1 og 2, skýrslu stjórnar og ársreikninga 2004
Umræður um skýrslu stjórnar urðu ekki.
Umræður um ársreikninga 2004: CH spyr um lífeyrisskuldbindingar v. eldri starfsmanna Engar lífeyrisskuldbindingar hvíla á haust. BH taldi ársreikning sýna fram á góða og hagsýna stjórnun.

Ársreikningar 2004 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2006
Helga Hreinsdóttir fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði. Drög að áætluninni höfðu verið lögð fram á 56. fundi heilbrigðisnefndar þann 7.10.2005 og frkvstj. ásamt formanni og varaformanni falið að gera breytingar í samræmi við ákvörðun fundarins.. Gögn vegna fjárhagsáætlunar höfðu verið send sveitarstjórnum, þ.e. fyrirtækjalistar hvers sveitarfélags með ósk um að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu sveitarstjórna.

 • Ábendingar varðandi tekjuhlið:
  • Áætlun gerir ráð fyrir heildartekjum að upphæð 38,6 millj. og rekstrargjöldum uppá nánast sömu upphæð.
  • Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir hækkun gjaldskrár HAUST um 10%
  • Bein framlög sveitarfélaga eru skv. áætluninni kr. 29,7 millj., en voru 27,3 millj. á árinu 2004. Þar af eru tekjur vegna samnings um eftirlit með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum 1,4 millj.
  • Áætlaðar tekjur af tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju eru 7,1 millj.
 • Ábendingar varðandi gjaldahlið:
  • Laun hækka mest eða úr 23,7 í 27,5 millj., enda eru kjarasamningar lausir og allmiklar hækkanir orðið hjá sambærilegum stéttum.
  • Aðrir liðir hækka nánast í samræmi við vísitöluhækkanir

5. Drög að nýrri gjaldskrá lögð fram
Helga Hreinsdóttir gerð grein fyrir nýrri gjaldskrá. Ný gjaldskrá gerir ráð fyrir 10% hækkun frá fyrri gjaldskrá sem er frá janúar 2004. Hækkanir á verði skv. eftirfarandi:

Tímagjald
  kr. 6.000 6.600 fyrir hefðbundna starfsemi
  kr. 7.800 8.580 fyrir tímabundna starfsemi tengdri stóriðju og virkjununum
     
Gjald vegna rannsóknar pr. sýni skv. eftirlitsáætlun
  kr. 8.000 8.800 fyrir hefðbundin sýni og kr 100.000 fyrir efnarannsóknasýni vatnsveitna
     
Endurnýjun starfsleyfis:
Starfsleyfisgjald kr. 5.000

5.500 og auglýsingakostnaður ef við á

     
Ný starfsleyfi:
Starfsleyfisgjald kr. 7.000

7.700 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks ásamt auglýsingakostnaði ef við á.

     
Starfsleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun og veitt eru fyrir tímabundna starfsemi í tengslum við stórframkvæmdir tengdar virkjun, álveri, gangnagerð o.þ.h.
Starfsleyfisgjald kr. 7.000 7.700 og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings,
ferðar, úttektar og frágangs - ásamt auglýsingakostnaði ef við á..
     
Önnur starfsleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun, t.d. tóbakssöluleyfi:Önnur starfsleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun, t.d. tóbakssöluleyfi:
Starfsleyfisgjald kr. 7.000 7.700 og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings,
ferðar, úttektar og frágangs - ásamt auglýsingakostnaði ef við á..
     
Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi
1/2 leyfisgjald kr. 3.500

3.850 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks ásamt auglýsingakostnaði ef við á

     


6. Umræður um liði 4 og 5, þ.e. fjárhagsáætlun 2006 og drög að nýrri gjaldskrá
Umræður um fjárhagsáætlun og gjaldskrár drög 2006:

ÞS tjáði sig um að 10% hækkun gjaldskrár væri u.þ.b. hækkun vísitölu og að ekki væri skynsamlegt að hækka hana meira.

HH minnti á að samanburður við gjaldskrár annara svæða var kynnt á næstsíðasta fundi heilbrigðisnefndar og leiðir í ljós að HAUST er á svipuðu róli og önnur svæði.
Fjárhagsáætlun 2006 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Gjaldskrárdrög borin upp og samþykkt samhljóða.

7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST.
Tillagan samþykkt samhljóða.8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.
Til vara:
Tillaga um að Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi, verði áfram varamaður en að í stað Björns Hafþórs Guðmundssonar, sem er nú varaformaður heilbrigðisnefndar var stungið uppá Sigfríði Þorsteinsdóttur, sveitarstjóra Breiðdalshrepps.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

9. Tillaga að breytingum á stofnsamningi fyrir byggðasamlag um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Tillögur um breytingar á stofnsamningi höfðu verið sendar út með fundarboði.
Helga gerir grein fyrir málinu, breytingar aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga.
Umræður.........

Eftirfarandi breytingartillögur voru ræddar og bornar upp hver fyrir sig:

Breytingatillaga vegna stofnsamnings um byggðasamlag


Í yfirsögn:
Var:
Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Norður-Hérað, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …
Verði:
Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …

Samþykkt

3. gr. 1. mgr.
Var:

Starfssvæði HAUST er Austurlandssvæði (Austurlandskjördæmi) sbr. 6. tl. 11. gr. laga nr. 7/1998.
Verði:
Starfssvæði HAUST er Austurlandssvæði sbr. 6. tl. 11. gr. laga nr. 7/1998. (fyrrum “Austurlandskjördæmi”)

Samþykkt.

3. gr. b)
Var

Miðsvæði: Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur og Breiðdalshreppur
Verði:
Miðsvæði: Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð og Breiðdalshreppur

Samþykkt.


Í 5. gr. 5. mgr.
Var:

Skal kjöri aðalmannanna fimm þannig háttað að tveir nefndarmanna koma frá hverri undirdeild, nema einn frá þeirri deild sem hefur aðalskrifstofu HAUST.
Verði:
Skal kjöri aðalmannanna fimm þannig háttað að tveir nefndarmannanna koma frá hverri undirdeild, nema einn frá þeirri deild sem hefur heimil og varnarþing HAUST.

Samþykkt.

Fram kom tillaga um breytt orðalag í 1. mgr. 5. gr. :
Var:
Til að vinna að verkefnum þeim, sem lög og reglugerðir kveða á um eða aðildarsveitarfélögin kjósa að unnið skuli að á vettvangi HAUST , skal á fyrsta aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar kosin fimm manna heilbrigðisnefnd og jafnmargir til vara.
Verði:
Til að vinna að verkefnum þeim, sem lög og reglugerðir kveða á um eða aðildarsveitarfélögin kjósa að unnið skuli að á vettvangi HAUST , skulu á fyrsta aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar kosnir fimm fulltrúar í heilbrigðisnefnd og jafnmargir til vara.

Samþykkt.

Fram kom ábending um að breyta þyrfti 8. gr. c-lið í kjölfar breytinga á 5. gr. bæði nú og á aðalfundi 2003.
Liður c var þannig: Kjörin heilbrigðisnefnd og þar með stjórn (þó aðeins fjórða hvert ár sbr. 5. og 6. gr. þessarar samþykktar). Lagt var til að liðurinn yrði felldur út og að aðrir liðir færðust upp sem því nemur. Einnig lagt til að í setningu eftir upptalningu verði breyting úr "skv. tl. 8. a) til f)" í "skv. tl. 8. a) til e)"

Samþykkt.

Fram kom tillaga um að bæta inn í 12. gr. á eftir orðunum "... löglegum hætti" eftirfarandi setningu:
"Falli atkvæði jöfn við atkvæðagreiðslu í stjórn hefur atkvæði formanns aukið vægi".

Samþykkt.

Breytingar samþykktar samhljóða.


10. Önnur mál

a) Umfjöllun um fráveitumál á Austurlandi
Helga gerir grein fyrir málinu. Nokkur umræða hefur verið um fráveitumál sveitarfélaga á Austurlandi undanfarið og einnig er framundan ráðstefna um fráveitumál sveitarfélaga á vegum fráveitunefndar og Sambands sveitarfélaga. Því þótti rétt að kynna aðalfundi stöðu mála á Austurlandi. Fram var lagt gróft yfirlit yfir stöðu mála eftir þéttbýli og dreifbýli og farið í stuttu máli yfir stöðuna. Ljóst er að mismikil vinna hefur verið lögð í þennan málaflokk eftir sveitarfélögum og einnig eru áherslur mismunandi, þ.e. hvort unnið hefur verið mest í fráveitumálum þéttbýliskjarna eða dreifbýlis. Ekkert sveitarfélag á Austurlandi uppfyllir kröfur fráveitureglugerðar um hreinsun fráveituvatns.

b) Umfjöllun um neysluvatnsmál á Austurlandi
Árni leggur fram mynd sem sýnir að á Austurlandi eru nú rúmlega 120, þar af um 90 litlar einkaveitur. Engar af stærri vatnsveitunum hafa nú starfsleyfi, en leyfi sem gefin voru út með skilyrðum um að gögn um innra eftirlit yrði unnið á leyfistímanum runnu út á árinu 2004. Ekki hefur verið unnt að endurnýja leyfin, því gögn hafa ekki verið lögð fram. Dæmi er um að ekki verði unnt að veita fyrirtæki umbeðið útflutningsleyfi nema úr verði bætt.
Af einkavatnsveitum er um þriðjungur með leyfi, þó sum með tímabundnum leyfum og frestum til útbóta. Af hálfu embættis yfirdýralæknir er nú beitt þvingunarúrræðum til að hvetja bændur úrbóta og af hálfu HAUST mun samskonar þvingunum beitt vegna lítilla vatnsveitna matvælafyrirtækja og þar sem gisting er seld.

vatnsveitur2005-500px


Fleiri mál komu ekki upp. Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og formaður heilbrigðisnefndar þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 16:27

Fundargerð ritaði Árni Jóhann Óðinsson.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search