Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2006

Aðalfundur HAUST
haldinn á Egilsstöðum miðvikudaginn 11. október 2006 kl. 14:00 Aðalfundur HAUST
haldinn á Egilsstöðum miðvikudaginn 11. október 2006 kl. 14:00

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar:
 2. Ársreikningar 2005 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2007
 5. Drög að nýrri gjaldskrá fyrir HAUST lögð fram
 6. Umræður um liði 4 og 5
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til var
 9. Kynntur samningur við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna sameiningar sveitarfélaga yfir mörk heilbrigðiseftirlitssvæða
 10. Tillaga að breytingu á stofnsamningi
 11. Erindi frá Fljótsdalshreppi - ákvörðun um tilhögun við útreikning á íbúaframlagi
 12. Önnur mál
  a) Tillaga um að boða varamenn á næsta fund nefndarinnar

Mætt:
Úr Heilbrigðisnefnd: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Sigurður Ragnarsson, Árni Ragnarsson,
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson,
Aðrir: Eygerður Margrétardóttir, Valdimar O. Hermannsson, Páll Baldursson, Jóhann Þórhallsson, Þórarinn Rögnvaldsson, Helga Jónsdóttir og Guðmundur Þorgrímsson

Farið yfir kjörbréf

Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags

Vopnafjarðarhreppur

3

Fulltrúa vantaði

Fljótsdalshreppur

2

Jóhann Þórhallsson og Þórarinn Rögnvaldsson

Fljótsdalshérað

10

Sigurður Ragnarsson
Til vara: Eygerður Margrétardóttir

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Ólafur Hr. Sigurðsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Fulltrúa vantaði

Fjarðabyggð

15

Guðmundur Þorgrímsson og Helga Jónsdóttir

Breiðdalshreppur

2

Páll Baldursson

Djúpavogshreppur

2

Bj. Hafþór Guðmundsson

Hornafjörður

7

Ólafur Hr. Sigurðsson

Samtals:

45

 


Fundarstjóri kosinn Björn Hafþór Guðmundsson og ritari Árni Jóhann Óðinsson

Fundarstjóri setti fund og bar fundinum kveðju Þorvalds Jóhannssonar frkvstj. SSA. Hann getur því miður ekki verið með á þessum fundi, en sendi í tölvupósti upplýsingar um kjör nýrrar heilbrigðisnefndar á aðalfundi SSA sl. laugardag.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (kosið til fjögurra ára )

Aðalmenn

Varamenn

Sigurður Ragnarsson, Fljótsdalshéraði
Valdimar O. Hermannsson, Fjarðabyggð
Kristín Ágústdóttir, Fjarðabyggð
Björn Emil Traustason, Sv.f. Hornafirði
Andrés Skúlason, Djúpavogi
Borghildur Sverrisdóttir, Vopnafirði
Guðmundur Ólafsson, Fljótsdalshéraði
Guðmundur R. Gíslason, Fjarðabyggð
Eiður Ragnarsson, Fjarðabyggð
Sigurlaug Gissurardóttir, Sv. f. Hornafirði
Guðrún Ingimundardóttir, Sv.f. Hornafirði
Elva Rúnarsdóttir, Seyðisfirði

Fulltrúar atvinnulífsins hafa þegar verið tilnefndir:
Benedikt Jóhannsson, Fjarðabyggð Auður Ingólfsdóttir, Fljótsdalshéraði

1. Skýrsla stjórnar
Ólafur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2. Ársreikningar 2005 lagðir fram
Helga Hr. kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 63. fundi Heilbrigðisnefndar þann 31.8.2006.

 • Rekstrartekjur samtals voru samt. 33,3 millj. 0,1 millj. kr. umfram áætlun.
 • Rekstrargjöld samtals voru 35,6 millj. kr. eða 2,2 millj. kr. umfram áætlun
 • Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 1,16 millj. kr.

Neikvæð rekstrarniðurstaða útskýrist af endurgreiðslum vegna oftekinna gjalda skv. úrskurði í stjórnsýslukæru Impregilo gegn HAUST. Samtals voru 2,3 millj. kr. endurgreiddar í kjölfar úrskurðarins.

3. Umræður um liði 1 og 2, skýrslu stjórnar og ársreikninga 2004
Umræður um skýrslu stjórnar:
Jóhann Þórhallsson og Valdimar Hermannsson spurðust fyrir um endurgreiðslur til fyrirtækja. ,Ólafur Sig. og Helga Hr. útskýrðu málið.
Ársreikningar 2005 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2007
Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði. Drög að áætluninni höfðu verið lögð fram á 64. fundi heilbrigðisnefndar þann 27.9.2006 og samþykkt til afgreiðslu aðalfundar miðað við 2% hækkun gjaldskrár.
Gögn vegna fjárhagsáætlunar höfðu verið send með fundarboði, þ.e. fyrirtækjalistar hvers sveitarfélags með ósk um að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu sveitarstjórna.
Áætlun gerir ráð fyrir rekstartekjum að upphæð 40 millj. kr. og rekstrargjöldum uppá nánast sömu upphæð.

Ábendingar varðandi tekjuhlið:

 • Þar sem Skeggjastaðahreppur hefur nú sameinast í Langanesbyggð og mun framvegis falla undir Eyþing og Heilbrigðiseftilrit Norðurlands eystra er ekki gert ráð fyrir tekjum af eftirliti vegna þess sveitarfélags.
 • Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir hækkun gjaldskrár HAUST um 2%
 • Bein framlög sveitarfélaga eru skv. áætluninni kr. 32,3 millj., en voru 29,7 millj. á árinu 2006. Þar af eru tekjur vegna samnings um eftirlit með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum 1,4 millj.
 • Íbúaframlög hækka úr 8,5 í 10,7 millj. Hækkunin stafar af breytingu á gjaldtöku af tímabundinni starfsemi.
 • Áætl. tekjur af eftirliti m. tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju eru 4,8 millj.

5. Drög að nýrri gjaldskrá lögð fram.
Helga Hr. gerði grein fyrir nýrri gjaldskrá. Ný gjaldskrá gerir ráð fyrir ca. 2% hækkun tímagjalds, leyfisgjalda og sýnatökugjalda frá fyrri gjaldskrá. Texta gjaldskrárinnar er breytt í samræmi við úrskurð í stjórnsýslukæru.

6. Umræður um liði 4 og 5, þ.e. fjárhagsáætlun 2006 og drög að nýrri gjaldskrá
Umræður um fjárhagsáætlun og gjaldskrár drög 2007:
Bj. Hafþór ræddi reglur um virðisaukaskatt v. sérfræðiþjónustu. Sigurður Ragnarsson útskýrir endurgreiðslureglur og túlkun skattayfirvalda.
Innsláttarvilla í gr. 2 leiðrétt, þ.e. 8800 breytist í 9000.
Helga Jónsd. Þakkar fyrir skýra og góða gjaldskrá og fjárhagsáætlun.
Jóhann Þórhallsson þakkar fyrir góða framsetningu gjaldskrár, bendir á að mikilvægt að tillit sé tekið til lítilla fyrirtækja með takmarkaðan fjárhag.

Fjárhagsáætlun 2007 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum, þó með fyrirvara um breytingar upphæða berist aths. frá sveitarstjórnum við útsenda fyrirtækjalista eins og hefð er fyrir.

Gjaldskrárdrög borin upp og samþykkt samhljóða.

7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST.
Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.
Til vara:
Tillaga um að Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi, verði áfram varamaður en að í stað Sigfríðar Þorsteinsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra Breiðdalshrepps er stungið uppá Páll Baldursson núverandi sveitarstjóra Breiðdalshrepps.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða

9. Kynntur samningur við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna sameiningar sveitarfélaga yfir mörk heilbrigðiseftirlitssvæða
Um er að ræða samning um Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fari með heilbrigðiseftilritlit í fyrrverandi Skeggjastaðahreppi, sem nú tilheyrir Langanesbyggð. Samningurinn hefur þegar verið samþykktur efnislega á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands og var lagður fram til kynningar á fundinum.
Nýrri heilbrigðisnefnd var falið að ganga frá málinu.

10. Tillaga að breytingum á stofnsamningi fyrir byggðasamlag um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Með fundarboði fylgdu tillögur um breytingar á stofnsamningi sem höfðu verið samþykktar á 64. fundi Heilbrigðisnefndar þann 27.9.2006 og vísað til aðalfundar.
Helga gerir grein fyrir málinu, breytingar aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga.

Eftirfarandi breytingartillögur voru ræddar og bornar upp hver fyrir sig:

Breytingatillaga vegna stofnsamnings um byggðasamlag

Í yfirsögn:
Var:
Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …
Verður:
Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …
Samþykkt samhljóða.

3. gr. liðir a og b voru:
a) Norðursvæði: Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, sveitarfélög á Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður
b) Miðsvæði: Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð og Breiðdalshreppur
Verða:
a) Norðursvæði: Vopnafjarðarhreppur, sveitarfélög á Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður
b) Miðsvæði: Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur
Samþykkt samhljóða.

5. gr. Aftast bætist við eftirfarandi setning:
Ný heilbrigðisnefnd taki til starfa á aðalfundi HAUST, eftir að fyrri nefnd hefur skilað skýrslu, ársreikningum og fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.

Breytingatillaga vegna stofnsamnings um byggðasamlag

Í yfirsögn:
Var:
Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …
Verður:
Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Djúpavogshreppur og sveitarfélagið Hornafjörður gera með sér svohljóðandi …
Samþykkt samhljóða.

3. gr. liðir a og b voru:
a) Norðursvæði: Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, sveitarfélög á Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður
b) Miðsvæði: Mjóafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð og Breiðdalshreppur
Verða:
a) Norðursvæði: Vopnafjarðarhreppur, sveitarfélög á Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður
b) Miðsvæði: Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur
Samþykkt samhljóða.

5. gr. Aftast bætist við eftirfarandi setning:
Ný heilbrigðisnefnd taki til starfa á aðalfundi HAUST, eftir að fyrri nefnd hefur skilað skýrslu, ársreikningum og fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Breytingartillagan í heild borin undir atkvæði fundarins og samþykkt samhljóða.

11. Erindi frá Fljótsdalshreppi - ákvörðun um tilhögun við útreikning á íbúaframlagi
Helga Hr. kynnti málið: Frá Fljótsdalshreppi bárust í mars aths. vegna skiptingar á upphæð íbúaframlags fyrir árið 2005. Í fjárhagsáætlun var miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu fyrir íbúafjölda í sveitarfélögum, en upplýsingar um raunfjölda bárust ekki fyrr en eftir að búið var að samþykkja fjárhagsáætlun, þar sem kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna kom fram. Oddviti Fljótsdalshrepps óskar eftir að kostnaðarskipting verði leiðrétt í samræmi við fjölda íbúa skv. endanlegum tölum.
Um kostnaðarskiptingu við rekstur heilbrigðiseftirlits er fjallað í 12.gr. hollustuháttalaga nr. 7/1998:
”Heilbrigðisnefndir skulu fyrir 1. nóvember ár hvert gera fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár þar á eftir... ...Við kostnaðarskiptingu skal miða við að allar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi á svæðinu renni í sameiginlegan sjóð til greiðslu rekstrarkostnaðar heilbrigðiseftirlits á svæðinu. Sá kostnaður sem eftirlitsgjöld standa ekki undir greiðist af sveitarfélögunum í samræmi við íbúafjölda næstliðins árs.”
Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 27.9.2006 var málið rætt og ákveðið að mæla með eftirfarandi afgreiðslu málsins á aðalfundi:
“Miðað verði áfram við íbúatölur undangengins árs við gerð fjárhagsáætlunar. Ef einungis bráðabirgðatölur liggja fyrir við gerð áætlunar verði íbúaframlög leiðrétt með því að bæta við eða draga frá of- eða vantekin gjöld við gerð næstu áætlunar um innheimtu framlaga frá sveitarfélögunum.”

Umræður: Til máls tóku Bj. Hafþór, Jóhann Þórhallsson., Guðmundur,
Tillaga heilbrigðisnefndar borin upp og samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
a) Tillaga um að boða varamenn á næsta fund nefndarinnar
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða, úrvinnslu vísað til formanns og frkvstj.
b) Fyrir hönd starfsmanna HAUST flutti Helga Hr. Ólafi Hr. Sigurðssyni fráfarandi formanni kveðjur og þakkir fyrir frábæra forystu. Nýr formaður, Valdimar O. Hermannsson, kynnti sig og kvaðst hlakka til starfans.
c) Bj. Hafþór þakkaði gott samstarf við framkvæmdastj., starfsmenn HAUST og formann nefndarinnar, sem hann gaf síðan orðið.
d) Ólafur Hr. Sigurðsson þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum fyrir mjög gott samstarf, einnig óskaði hann nýjum formanni og nefnd góðs gengis. Að lokum sleit Ólafur fundi og bauð fundarmönnum að þiggja kaffiveitingar.


Fundi slitið kl. 15:15

Fundargerð ritaði Árni Jóhann Óðinsson.

Fundargerðina staðfesta:

Bj. Hafþór Guðmundsson
fundarstjóri

Árni J. Óðinsson
fundarritari

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search