Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um HAUST 2007

Aðalfundur HAUST
haldinn á Reyðarfirðir miðvikudaginn 7. nóvember 2007 kl. 14:00.
Dagskrá skv. fundarboði:


1.    Skýrsla stjórnar
2.    Ársreikningar 2006 lagðir fram

3.    Umræða um liði 1 og 2
4.    Tillaga að breytingu á gjaldskrá HAUST
5.    Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2008
6.    Umræður um liði 4 og 5
7.    Kjörinn löggiltur endurskoðandi
8.    Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
9.    Eftirlit í héraði – forstjóri Umhverfisstofnunar
10.    Önnur mál

Mætt:
Úr Heilbrigðisnefnd: Valdimar O. Hermannsson, Sigurður Ragnarsson, Benedikt Jóhannsson, Kristín Ágúsdsdóttir
Starfsmenn:  Helga  Hreinsdóttir, Júlía Siglaugsdóttir, Hákon Hansson
Aðrir: Ólafur Hr. Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Haukur Ingi Einarsson, Albert Jensson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Þorsteinn Steinsson, Páll Baldursson,  Árni Steinar Jóhannsson
Sérstakur gestur fundarins:  Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Farið yfir kjörbréf


Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags

Vopnafjarðarhreppur

3

Þorsteinn Steinsson

Fljótsdalshreppur

2

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Fljótsdalshérað

14

Sigurður Ragnarsson

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Ólafur Hr. Sigurðsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Enginn fulltrúi

Fjarðabyggð

17

Guðmundur Þorgrímsson og Helga Jónsdóttir

Breiðdalshreppur

2

Páll Baldursson

Djúpavogshreppur

2

Aðalmaður: Albert Jensson
Varamaður: Guðmundur Valur Gunnarsson

Hornafjörður

7

Haukur Ingi Einarsson

Samtals:

51

 


Valdimar Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndarm seti fund og bauð fundarmenn velkomna, sértaklega Ellý K. Guðmundsóttur forstjóra Ust og framsögumanns á fudninum.

Fundarstjóri var kosinn, Óafur Hr. Sigurðsson og ritari Júlía Siglaugsdóttir.

Fundarstjóri kynnti dagskrá og síðan var gengið til fundarstarfa.

1.    Skýrsla stjórnar
Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2.    Ársreikningar 2006 lagðir fram
Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 70. fundi Heilbrigðisnefndar þann 12.6.2007. 
•    Rekstrartekjur samtals voru samt. 38,2 millj. eða. 100 þús. kr. undir áætlun. 
•    Rekstrargjöld samtals voru 38,0 millj. kr. eða 300 þús. kr. undir áætlun.
•    Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 643 þús. kr.

3.    Umræður um liði 1 og 2, skýrslu stjórnar og ársreikninga 2006
Ekki urðu umræður en ársreikningar 2006 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
 
4.    Tillaga að breytingu á gjaldskrá HAUST
Helga Hr. gerði grein fyrir breytingartillögum á gjaldskrá HAUST nr. 997/2006. Tillögurnar höfðu verið kynntar á fundi Heilbrigðisnefndar, samþykktar þar og vísað til aðalfundar.
a)  Tímagjald í núverandi gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. kr. 6.800, en sýnatökugjald hækki úr kr. 9.000 per sýni í kr. 10.000. 
Rökstuðningur: 
Meðalkostnaður við rannsókn 130 neysluvatnssýna á árinu hefur verið kr. 11.124.  62 baðvatnssýni hafa að meðaltali kostað kr. 9.044 og 9.300 er kostnaður við rannsókn á ís úr vél.  Í þessum tölum er ekki virðisaukaskattur, enda fær HAUST hann endurgreiddan.  Sendingarkostnaður fyrir hverja sýnatökuferð er á bilinu 1500- 4500 og ekki innheimtur með sýnakostnaði.
b)  Textanum um starfsleyfisgjald fyrir tímabundna starfsemi verði breytt.
Textinn er núna þannig:
“Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi: 1/2 leyfisgjald kr. 3.920 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks, ásamt auglýsingakostnaði ef við á.“
Textinn verði þannig:
“Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi: 1/2 leyfisgjald kr. 3.920 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks eða gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs, ásamt auglýsingakostnaði ef við á.”
Rökstuðningur: 
Tímafrekt er að vinna leyfi fyrir starfsemi sem ekki er unnt að flokka í ákveðna starfsleyfisflokka, t.d. leyfi fyrir samsettar útihátíðar með flókinni samsetningu og jafnvel mismunandi staðsetningu.

5.    Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2008
Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði. 
Drög að áætluninni höfðu verið lögð fram á 72. fundi heilbrigðisnefndar þann 26.9.2007 og samþykkt til afgreiðslu aðalfundar miðað við sömu breytingar á gjaldskrá og lagðar verða fram hér á eftir.  Gögn vegna fjárhagsáætlunar höfðu verið send með fundarboði.
Áætlun gerir ráð fyrir rekstartekjum að upphæð 39 millj. kr. og rekstrargjöldum uppá nánast sömu upphæð.  

•    Ábendingar varðandi tekjuhlið:
o    Mikil óvissa er um tekjur af stórframkvæmdum á Austurlandinu.  Nánast öllum framkvæmdum er lokið á Kárahnjúkum, í Tungu og á Teigsbjargi sem og í Fljótsdalnum og á Reyðarfirði, en við Axará og á Hraunaveitum verður enn starfsleyfisskyld starfsemi.  Þar sem starfsemi er formlega hætt er mikil vinna eftir við niðurrif mannvirkja og frágang.  Ekki er með nokkurri vissu unnt að meta nauðsynlegt vinnuframlag og tekjur af frágangsvinnunni.  Fjárhagsáætlun 2008 er því lögð fram með meiri óvissu en oftast áður hefur verið.
o    Framlög sveitarfélaganna til HAUST eru skv. áætluninni kr. 31,7 millj. króna en voru árið 2007 um 32,3 millj.  Tekjur vegna samnings um eftirlit með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum eru óbreyttar, þ.e. um 1,4 millj.
o    Íbúaframlög lækka í 9,6 millj. en voru 10,7 millj. árið 2006.  Lækkunin stafar af því að eftirlitsskyldum fyrirtækjum fækkar, þ.e. fyrirtæjum vegna stórframkvæmdanna.
o    Áætl. tekjur af eftirliti m. tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju eru 4,5 millj., en þessi tala er mjög óviss.
o    Í samræmi við fram komnar og endurteknar óskir HAUST er vonast til að eftirlitsverkefni fáist frá Umhverfisstofnun og að tekjur verði af þeirri starfsemi.
•    Ábendingar varðandi útgjaldaliði:
o    Laun hækkuðu allnokkuð snemma árs 2007, enda hafði „gleymst” að endurraða í nýja launatöflu skv. ákvæðum kjarasamnings frá 2005.   Að hluta til er hækkuninni mætt með því að fækka stöðugildum um 50%.
o    Sérfræðikostnaður vegna bókhalds og endurskoðunar og tölvumála er hækkaður í samræmi við rauntölur sl. árs.
•    Annað
o    Til sveitarfélaganna voru með fundargögnum sendir listar fyrir fyrirtæki og upplýsingar um eftirlitsgjöld sem sveitarfélögin innheimta af þeim.  Einnig fylgdi listi yfir heildarupphæð sem áætlað er að hvert sveitarfélag greiði til reksturs HAUST.  Í samræmi við ákvörðun á seinasta fundi heilbrigðisnefndar gæti komið til lítilsháttar breytinga á þessum tölum þegar leiðrétting vegna endanlegs fjölda í búa pr. sveitarfélag liggja fyrir sem og ef aths. berast við fyrirtækjalistana.  Þær breytingar hafa yfirleitt verið mjög litlar.


6.    Umræður um liði 4 og 5, þ.e.  tillögu að gjaldskrárbreytingu og fjárhagsáætlun 2008
 Valdimar fór yfir óvissuþætti varðandi niðurrif og óvissu með fyrirtækjafjölda í Fjarðabyggð, en von er um allmikla uppbyggingu á nýju hafnarsvæði við Reyðarfjörð. 
Breytingartillögurnar á gjaldskrá 997/2006  bornar undir atkvæði fundarins.
Liður a)  Samþykkt samhljóða.
Liður b)  Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2008 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum, þó með fyrirvara um breytingar upphæða berist aths. frá sveitarstjórnum við útsenda fyrirtækjalista eins og hefð er fyrir.  Einnig minnt á að að framlög sveitarfélaga verða leiðrétt skv. rauntölum um íbúafjölda fyrir undangegnið ár.

7.    Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi      HAUST. 
Tillagan samþykkt samhljóða.

8.    Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs. 
Einig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. að Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

9.    Eftirlit í héraði – Forstjóri Umhverfisstofnunar, Ellý Katrín Guðmundsdóttir flytur erindi.
Ellý flutti erindi um flutning eftirlitsverkefna frá ríki til sveitarfélaga og hvernig aukning verkefna geti styrkt undirstöður sveitarfélaga.  Erindið byggði hún á nefndarstörfum sem hún ásamt Magnúsi Gujðónssyni vann fyrir u.þ.b. 2 árum.

Líflegar umræður og fyrrispurnir urðu í lok framsögu Ellýar.

Til máls tóku: Helga Jónsdóttir, Helga Hreinsdóttir, Þorsteinn Steinsson, Valdimar O Hermannsson, Árni Steinar Jóhannsson, Bendedikt Jóhansson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Sigurður Ragnarsson

Fundarmenn voru sammála því að nauðsyn væri að fá fleiri verkefni heim í hérað.  Flestir voru sammála um að “eftirlitskerfið” í heild væri flókið og nauðsynlegt að einfalda það og samræma.
Spurt var um hver stefna UST væri varðandi flutning verkefna frá UST til HES.
Ellý svaraði því til að slík stefna hafi ekki verið mörkuð innan stofnunarinnar en jafnframt að á fundi sem Ellý átti með Valdimar og Helgu Hr. fyrr um daginn hafi verið ákveðið að þessir aðilar óski eftir sameiginlegum fundi með umhverfisráðherra sem allrafyrst, til að fá upplýsingar stefnu umhverfisráðuneytisins í þessu máli.

10.    Önnur mál
a)    Spurt var: Hvenær verður hreindýraeftirlitið flutt austur aftur.  Forstjóri Umhverfisstofnunar kvaðst ekki geta svarað því, hér og nú, enda þyrfti hún að fara betur yfir málið með hlutaðeigandi.
b)    Annað ekki gert.

Fundi slitið kl. 16.10.
Fundargerðina staðfesta:

Ólafur Hr. Sigurðsson
fundarstjóri                   

Júlía Siglaugsdóttir
fundarritari

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search