Fundargerð aðalfundar 2008

Aðalfundur HAUST 2008
haldinn á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 5. nóvember 2008 kl. 15:00.

Dagskrá skv. fundarboði:
1.    Erindi:  Kristján Kristinsson, Landvirkjun Power
       Sýn eftirlitsþega á heilbrigðiseftirlitið – áform um verklok á virkjanasvæði
2.    Skýrsla stjórnar
3.    Ársreikningar 2007 lagðir fram
4.    Umræða um liði 2 og 3
5.    Tillaga að breytingu á gjaldskrá HAUST
6.    Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2009
7.    Umræður um liði 4 og 5
8.    Kjörinn löggiltur endurskoðandi
9.    Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
10.   Önnur mál

Mætt:

Úr Heilbrigðisnefnd: Valdimar O. Hermannsson, Benedikt Jóhannsson, Krisín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson
Starfsmenn:  Helga Hreinsdóttir, Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson
Aðrir:  Ólafur Hr. Sigurðsson, Árni Steinar Jóhannson, Sigurlaug Gissurardóttir, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Bjarni Sveinsson, Páll Baldursson, Björn Hafþór Guðmundsson; Þorvaldur Jóhannsson
Sérstakur gestur fundarins:  Kristján Kristinsson

Farið var yfir kjörbréf

Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga mættu og fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2008 
Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:
Vopnafjarðarhreppur
 3Björn Hafþór Guðmundsson skv. umboði
Fljótsdalshreppur 2Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Fljótsdalshérað  13Árni Kristinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður
 3Ólafur Hr. Sigurðsson
Borgarfjarðarhreppur 1Bjarni Sveinsson
Fjarðabyggð
 16Árni Steinar Jóhannsson
Breiðdalshreppur 2
Páll Baldursson
Djúpavogshreppur
 2
Björn Hafþór Guðmundsson
Hornafjörður
 7 Sigurlaug Gissurardóttir
 Samt.: 
 49
 

  
         
    
Valdimar Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndarm setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarstjóri var kosinn Þorvaldur Jóhansson og ritari Árni Jóhann Óðinsson

Fundarstjóri kynnti dagskrá og síðan var gengið til fundarstarfa.


1.    Erindi:  Kristján Kristinsson, Landvirkjun Power
Sýn eftirlitsþega á heilbrigðiseftirlitið – áform um verklok á virkjanasvæði.

Kristján fór yfir gang mála á virkjasvæðinu frá því stórframkvæmdir hófust árið 2003 og þar til nú í haust er hyllir undir verklok.  Hann lýsti aðkomu og verklagi eftirlitsaðila og misjafnri menningu verktakafyrirtækja, sem hann sagði ekki endilega byggja á hvort fyrirtækin væru inn- eða erlend.  Hann taldi eftirlit HAUST hafa verið virkt, að jöfnuðar hafi verið gætt og að þótt eftirlitið hafi verið ákveðið hafi það einnig verið sveigjanlegt og úrræði notuð af varfærni, þannig að verktakar væru almennt sáttir við eftirlit HAUST á framkvæmdatímanum.
Kristján svaraði fyrirspurn um viðskilnað á athafnasvæðum á þann veg að hann væri vonum framar og einnig kom fram að Landsvirkjun axlar ábyrgð á lokafrágangi á öllum athafnasvæðum.  


2.    Skýrsla stjórnar
Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.
    
3.    Ársreikningar 2007 lagðir fram
Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana, sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 78. fundi Heilbrigðisnefndar þann 10.9.2008.  

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2007 eru sem hér segir: :

Rekstartekjur:
41.062 þús. kr
Rekstargjöld:
42.762 þús. kr.
Rekstarniðurstaða án fjármunatekna og gjalda-1.701 þús. kr.
Fjármunatekjur
   408 þús. kr.
Niðurstaða ársins-1.293 þús. kr.

 
Í skýringablaði sem sent var sveitarstjórnum með fundarboði fram að helstu ástæður tapreksturs voru annars vegar vanreiknuð laun, þar eð láðst hafði að gera ráð fyrir launahækkun skv. kjarasamningum og hins vegar kostnaður umfram áætlun vegna tölvuþjónustu.

4.    Umræður um liði 2 og 3, skýrslu stjórnar og ársreikninga 2007
Vegna skýrslu stjórnar tók Ólafur til máls og þakkaði Árna Jóhanni sérstaklega fyrir frábær störf í þágu HAUST.  Aðrir fundarmenn tóku undir orð Óla og auk þakklætis fyrir vel unnin störf fékk Árni óskir þeirra um gott gengi á nýjum vettvangi.  
Umræður urðu um háan kostnað vegna tölvuþjónustu.  Gögn HAUST eru hýst miðlægt, þannig að skrifstofur HAUST hafi allar jafnan aðgang að gögnum.  Einnig kom fram að starfsmenn HAUST eru ekki vel tölvufærir og þurfa því að reiða sig á aðkeypta þjónustu ef eitthvað bilar.

Ársreikningar 2007 voru bornir undir atkvæði fundarins og samþykktir samhljóða.

5.    Tillaga að breytingu á gjaldskrá HAUST
Helga Hr. gerði grein fyrir breytingartillögum á gjaldskrá HAUST nr. 997/2006 m.s.br.  Tillögurnar höfðu verið kynntar á 79. fundi Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 1.10.2008, samþykktar þar og vísað til aðalfundar.

Breytingartillagan hafði verið send sveitarfélögunum með fundarboði og felur í sér eftirfarandi hækkanir á upphæðum gjalda:

  • Tímagjald var kr. 6.800 verði 8.000
  • Rannsóknagjald var 10.000 verði 11.500
  •  Starfsleyfisgjöld:
    - Nýtt leyfi var 7.900 verði 12.000
    - Endurnýjun/breyting leyfis var 5.700 verði 8.000

6.    Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2009
Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.  
Drög að áætluninni höfðu verið lögð fram á 79. fundi Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 1.10.2008, samþykktar þar og vísað til aðalfundar

Fjáhagsáætlunin hafði verið send sveitarfélögum með fundarboði og var lögð fram óbreytt.  Helstu niðurstöðutölur eru:

  • Rekstartekjur verði:     41.075 þús
  • Rekstargjöld verði:      41.009 þús.
  • Rekstarafgangur                   67 þús.

7.    Umræður um liði 5 og 6,  þ.e.  tillögu að gjaldskrárbreytingu og fjárhagsáætlun 2008
Valdimar kynnti þá samræmingarvinnu sem hefur verið í gangi á vegum Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi og að umræddar gjaldskrárhækkanir væru mjög á sömu lund og gerist hjá öðrum eftirlitssvæðum.

Helga vakti athygli á að frá því að ný gjaldskrá og fram lögð fjárhagsáætlun voru samþykktar í heilbrigðisnefnd hafa orðið miklar sviptingar í fjármálum landsins og því hafi rækilega verið farið ofan í saumana á rekstri HAUST í þeim tilgangi að leita sparnaðarleiða. Því miður stefnir í að halli verði á rekstri ársins 2008.  Fundarmönnum var einnig gerð grein fyrir fjárhagsgrunni HAUST, afkomu embættisins, þróun á fjölda fyrirtækja, stöðugilda og gjaldskrá undanfarin ár.  Einnig fór Helga yfir upplýsingar um eftirlitsgjöld annarra heilbrigðiseftirlitssvæða, lagagrundvöll rekstar og gjaldtöku sem og ábyrgð sveitarfélaganna á rekstri heilbrigðiseftirlits.  M.a. kom fram að um lögbundin verkefni er að ræða sem lítið er hægt að skera niður og að hallarekstur fellur á sveitarfélögin og íbúa þeirra.  Einnig kom fram að sveitarfélögum er heimilt að lækka eða fella niður eftirltisgjöld.

Helga lagði fram nokkrar tillögur um sparnaðarleiðir, m.a. að ekki komi til launahækkana á árinu 2009 og að ekki verði ráðið strax um áramót í auglýsta stöðu Árna Jóhanns.

Til máls tóku einnig eftirfarandi:   Björn Hafþór, Ólafur, Gunnþórunn, Sigurlaug, Valdimar, Ólafur, Árni Steinar, Páll, Árni Kristins, Bjarni.  M.a. kom fram að það væru vissulega vond skilaboð til samfélagsins að hækka gjaldskrár á þessum tímum en að staðan væri erfið.  Hækkun á starfsleyfisgjaldi þykir ekki óeðlileg, enda er allmikil vinna að útbúa þau og sem hluti af samræmingarvinnu Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða gidla leyfin nú alla jafnan í 12 ár í stað fjögurra áður.  Spurt var um sveigjanleika í eftirlitstíðni með fyrirtækjaflokkum og kostnað við bókhald eftirlitsins.  

Fram lögð breytingartillga á gjaldskrá var borin undir fundinn og samþykkt samhljóða.

Tillaga um að samþykkja fram lagð fjárhagsáætlun með þeim breytingum að rekstarliðir verði lækkaðir um a.m.k. eina milljón til að mælta rekstarhalla ársins 2008 var lögð fram og samþykkt samhljóða.  Heilbrigðisnefnd falið að útfæra lækkun gjaldaliðs á næsta fundi nefndarinnar.

8.    Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi      HAUST samþykkt samhljóða.

9.    Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.  
Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. að Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

10.    Önnur mál

Engin önnur mál.

Þorvaldur fundarstjóri þakkaði mönnum fyrir góða þátttöku í fundinum og afhenti formanni heilbrigðisnefndar fundarstjórn.

Valdimar þakkaði Þorvaldi góða fundarstjórn, Kristjáni mjög góða og fróðlega framsögu og fundarmönnum öllum góð störf áður en hann sleit fundi.

Fundi slitið kl. 16:50
Fundargerðina staðfesta:

Þorvaldur Jóhannsson                    Árni Jóhann Óðinsson
fundarstjóri                                       fundarritari

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search