Fundargerð aðalfundar 2009

 haldinn að Skriðuklaustri í Fljótsdalshreppi miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 14:00.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningar 2008 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2010
 5. Umræður um lið 4
 6. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 7. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 8. Önnur mál
  a)
  Breyting á skipan í heilbrigðisnefnd
  b)
  Yfirlit um framkvæmdir á hálendinu og afskipti HAUST af þeim
  c) Skógarorka – skoðunarferð?

Mætt:

Úr Heilbrigðisnefnd: Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Benedikt Jóhannsson  

Aðrir:  Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Bjarni Sveinsson, Helga Jónsdóttir, Elfa Rúnarsdóttir, Katrín Dóra, Páll Baldursson.  Sigurlaug Gissurardóttir sat fundinn símleiðis.

Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir, Hákon Hansson

Farið var yfir hverjir færu með umboð sveitarfélaganna skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti.

Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga fóru með atkvæði sem hér segir:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2009

Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:

Vopnafjarðarhreppur

3

Borghildur Sverrisdóttir

Fljótsdalshreppur

1

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Fljótsdalshérað

10

Árni Kristinsson

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Elfa Rúnarsdóttir

Borgarfjarðarhreppur

1

Bjarni Sveinsson

Fjarðabyggð

14

Helga Jónsdóttir

Breiðdalshreppur

1

Páll Baldursson

Djúpavogshreppur

2

Andrés Skúlason

Hornafjörður

7

Sigurlaug Gissurardóttir

Samtals:

42

 


Valdimar Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarstjóri var kosinn Gunnþórunn Ingólfsdóttir og ritari Júlía Siglaugsdóttir

Fundarstjórinn kynnti dagskrá og síðan var gengið til fundarstarfa.

1. Skýrsla stjórnar
Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2.
Ársreikningar 2008 lagðir fram
Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 84. fundi Heilbrigðisnefndar þann 24.6.2009.

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2008 eru sem hér segir: :

Rekstartekjur:

41.064 þús. kr

Rekstargjöld:

44.077 þús. kr.

Rekstarniðurstaða án fjármunatekna og gjalda

-3.012 þús. kr.

Fjármunatekjur

267 þús. kr.

Niðurstaða ársins

-2.745 þús. kr.

3. Umræður um liði 1 og 2, skýrslu stjórnar og ársreikninga 2008
Umræður urðu talsverðar.

Fundarmenn voru samþykkir því sjónarmiði að standa þurfi vörð um verkefni á eftirlitssvæðinu.  Verjast þurfi tilhneygingu í þá veruna að sparnaður í ríkisstofnunum bitni á landsbyggðinni.

Fundarmenn höfðu áhyggjur af því að ef nýtt matvælafrumvarp verður samþykkt óbreytt verði eftirlit flóknara, einkum í litlum matvælafyrirtækjum.  í frumvarpinu er ekki tekið skýrt fram að Matvælastofnun geti framselt eftirlitsverkefni til heilbrigðiseftirlits.

Rætt var um ábyrgð sveitarfélaga og annarra rekstaraðila sund- og baðstaða varðandi merkingar og öryggi í sundlaugum m.a. vegna dóms sem fjallað var um í skýrslu stjórnar.

Rætt var um gæludýrasamþykktir og þau vandamál sem fylgja aukinni gæludýraeign íbúa.

VH. Útskýrði kostnað vegna funda á vegum Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ.  Það heilbrigðiseftirlitssvæði sem hefur átt formann hefur eitt staðið straum af kostnaði vegna ferða og funda hans.  Nú hillir undir að breytingar verði þannig að það svæði sem hefur formann mun eins og önnur svæði standa straum af kostnaði vegna tveggja reglubundinna funda SHÍ árlega en að öðrum kostnaði vegna stjórnarstarfa verði skipt á heilbrigðiseftirlitssvæðin.

Ársreikningar 2008 voru bornir undir atkvæði fundarins og samþykktir samhljóða.

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2010
Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.

Drög að fjáhagsáætlun 2010 voru til umfjöllunar á 87. fundi heilbrigðisnefndar þann 4.11.2009.  Tvær tillögur voru lagðar fram, tillaga A sem er unnin skv. leiðbeinandi gjaldskrá frá Umhverfisráðuneyti og tillaga B, þar sem íbúaframlög voru lækkuð um 5%.  Eftirfarandi niðurstaða var bókuð í heilbrigðisnefnd:

Nefndin samþykkir tillögu A til aðalfundar, en ákveðið var að báðar tillögurnar verði kynntar á aðalfundinum.

Helstu niðurstöðutölur eru:


Tillaga A

Tillaga B

Rekstartekjur alls

42.525 þús

41.974 þús

Þar af íbúaframlag

10.677 þús

10.126 þús

Rekstrargjöld

42.344 þús

42.344 þús

Mismunur

182 þús

-369 þús

 

5. Umræður um lið 4 fjárhagsáætlun 2010
Miklar umræður urðu um fjárhagsáætlun ársins 2010, nauðsynlegan sparnað í rekstri sveitarfélaga og stofnana á þeirra vegum.  Flestir fundarmanna tóku til máls.  Fram komu tvær tillögur sem voru bornar undir atkvæði.

Tillaga þess efnis að vísa fjárhagsáætlun 2010 skv. bókun heilbrigðisnefndar aftur til nefndarinnar til umfjöllunar var felld.  Atkvæði voru greidd skv. eftirfarnadi töflu:

Sveitarfélag 

Nei

hjáseta

Vopnafjarðarhreppur

 

3

 

Fljótsdalshreppur

 

1

 

Fljótsdalshérað

 

10

 

Seyðisfjarðarkaupstaður

 

3

 

Borgarfjarðarhreppur

 

1

 

Fjarðabyggð

14

 

 

Breiðdalshreppur

1

 

 

Djúpavogshreppur

 

2

 

Hornafjörður

 

 

7

Samtals:

15

20

7


Fjárhagsáætlun skv. tillögu A frá heilbrigðisnefnd var síðan borin undir atkvæði og samþykkt.  Atkvæði féllu skv. eftirfarandi:

Sveitarfélag

Nei

hjáseta

Vopnafjarðarhreppur

3

 

 

Fljótsdalshreppur

1

 

 

Fljótsdalshérað

10

 

 

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

 

 

Borgarfjarðarhreppur

1

 

 

Fjarðabyggð

 

 

14

Breiðdalshreppur

 

 

1

Djúpavogshreppur

2

 

 

Hornafjörður

7

 

 

Samt.:

27

0

15


6. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
Tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi HAUST var samþykkt samhljóða.  

7. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.

Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

8. Önnur mál
a)
Breytingar á skipan í heilbrigðisnefnd
Björn Emil Traustason, aðalmaður í heilbrigðisnefnd hefur flust búferlum frá Höfn til Fjarðabyggðar og lætur hann því af störfum sem fulltrúi Suðursvæðis.  Þetta er gert í samræmi við 7. gr. í stofnsamningi.  Birni eru þökkuð frábær störf fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Austurlands.  Björn hefur verið aðalmaður í nefndinni frá sept. 2005 og varaformaður nefndarinnar frá nóv. 2006.  Áður kom hann að störfum nefndarinnar sem varamaður.

Skv. stofnsamningi og að höfðu samráði við bæjarstjóra Hornarfjarðar tekur Sigurlaug Gissurardóttir sæti Björns Emils sem aðalmaður í stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs., sem einnig er heilbrigðisnefnd Austurlands.  Sigurlaug var boðin velkomin til starfa.

b) Yfirlit yfir stórframkvæmdir og afskipi HAUST af þeim.
Frkvstj. fór yfir fjölda fyrirtækja og eftirlitsferða, sem og mönnum í Heilbrigðiseftirlitinu á undnaförnum árum.  Glærur af þeirri yfirferð fylgja fundargerðinni.

c) Skógarorka
Þar sem mjög var liðið á daginn var ákveðið að nýta ekki gott boð Þórs Þorfinnssonar um að skoða kurlbrennsluofninn í Hallormsstað að þessu sinni.

Gunnþórunn fundarstjóri þakkaði mönnum fyrir góða þátttöku í fundinum og afhenti formanni heilbrigðisnefndar fundarstjórn.

Valdimar þakkaði góða fundarstjórn og fundarmönnum öllum góð störf áður en hann sleit fundi og bauð fundarmönnum að þiggja kaffiveitingar í Klausturkaffi.

Fundi slitið kl. 17.15
Fundargerðina staðfesta:

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fundarstjóri
Júlía Siglaugsdóttir, fundarritari

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search