Fundargerð aðalfundar 2010

 haldinn á Djúpavogi miðvikudaginn 6. október 2010 kl. 14:00.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningar 2009 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2011
 5. Umræður um lið 4
 6. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 7. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 8. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogs segir frá reynslu sinni af matvælavinnslum í Austurlöndum fjær
 9. Önnur mál

  Mætt:

  Úr Heilbrigðisnefnd: Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson, Kristín Ágústsdóttir

  Aðrir:  Gauti Jóhannesson, Bjarni Sveinsson, Haukur Ingi Einarsson, Jóhann Eðvald Benediktsson, Ólafur Hr. Sigurðsson

  Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson, Borgþór Freysteinsson

  Farið var yfir hverjir færu með umboð sveitarfélaganna skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti.

   

  Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga fóru með atkvæði sem hér segir:

  Sveitarfélag

  íbúafjöldi 2010 (skv. Hagstofu uppfært síðast 16.3.2010)

  Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2010

  Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:

  Vopnafjarðarhreppur

  683

  3

  Engin fulltrúi mættur, engin með umboð

  Fljótsdalshreppur

  89

  1

  Umboð: Árni Kristinsson

  Fljótsdalshérað

  3.468

  11

  Árni Kristinsson

  Seyðisfjarðarkaupstaður

  706

  3

  Ólafur Hr. Sigurðsson

  Borgarfjarðarhreppur

  134

  1

  Bjarni Sveinsson

  Fjarðabyggð

  4.641

  14

  Jóhann Eðvald Benediktsson

  Breiðdalshreppur

  210

  2

  Engin fulltrúi mættur, engin með umboð

  Djúpavogshreppur

  443

  3

  Andrés Skúlason

  Hornafjörður

  2086

  7

  Haukur Ingi Einarsson

  Samtals:

  12460

  44

   


  Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  Fundarstjóri var kosinn Gauti Jóhannesson og ritari Leifur Þorkelsson

   Fundarstjórinn kynnti dagskrá og síðan var gengið til fundarstarfa

  1. Skýrsla stjórnar
  Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.

  2.
  Ársreikningar 2008 lagðir fram
  Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 93. fundi Heilbrigðisnefndar þann 17.9.2010.

  Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2009 eru sem hér segir: :

  Rekstartekjur:

  42.636 þús. kr

  Rekstargjöld:

  39.956 þús. kr.

  Rekstarniðurstaða án fjármunatekna og gjalda

  2.539 þús. kr.

  Fjármunatekjur

  275 þús. kr.

  Niðurstaða ársins

  2.814 þús. kr.

  3. 3. Umræða um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2009
  Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með jákvæða niðurstöðu ársreikninga, ekki síst í ljósi ótryggs efnahagsástands. Í máli framkvæmdastjóra kom fram að markvisst hefði verið unnið að lækkun útgjalda og að náðst hefði hagræðing í flutnings- og tölvukostnaði og að veruleg hagræðing hefði náðst í húsnæðiskostnaði.

  Rætt var um eftirlitsverkefni frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.

  Því næst voru ársreikningar fyrir árið 2009 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða

  4. 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2011

  Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.

  Drög að fjárhagsáætlun 2011 voru til umfjöllunar á 93. fundi heilbrigðisnefndar þann 17.9.2010. Á þeim fundir voru drögin samþykkt og afgreidd til aðalfundar:

  Helstu niðurstöðutölur eru:


   

  Rekstartekjur alls

  41.044 þús

  Þar af íbúaframlag

  10.778 þús

  Rekstrargjöld

  41.013 þús

  Mismunur

  31 þús

   

  5. Umræður um lið 4 fjárhagsáætlun 2011
  Í fjárhagsætlun fyrir árið 2011er gert ráð fyrir lægri tekjum en gert var ráð fyrir í áætlun fyrir árið 2010. Skýrist þetta einkum af því að ekki er gert ráð fyrir neinum tekjum af tímabundinni starfsemi vegna virkjana og stóriðjuframkvæmda. Þá var tekin sú ákvörðun að gera hvorki ráð fyrir tekjum, né kostnaði af sýnatökum í tengslum við heildarúttektir vatnsveitna í fjárhagsáætlun. Hluti slíkra rannsókna fer fram erlendis og er rannsóknarkostnaður því háður gengi krónunnar. Raunkostnaður vegna sýnatökunnar mun hinsvegar verða innheimtur í kjölfar sýnatöku

  Ný heilbrigðisnefnd
  Í Stofnsamningi um Byggðasamlag HAUST bs. segir: Ný heilbrigðisnefnd taki til starfa á aðalfundi HAUST, eftir að fyrri nefnd hefur skilað skýrslu, ársreikningum og fjárhagsáætlun.

  Í samræmi við það kvaddi „gamla“ Heilbrigðisnefndin og ný heilbrigðisnefnd tók við.

  Nefndin til næstu fjögurra ára er óbreytt frá fyrra tímabili að öðru leyti en því að Ólafur Hr. Sigurðsson frá Seyðisfirði er nú annar aðalmanna á norðursvæði í stað Borghildar Sverrisdóttur frá Vopnafirði, en Seyðisfjörður og Vopnafjörður hafa skipst á um að eiga aðalmann í nefndinni. Nokkur breyting er á skipan varamanna.

  6. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
  Borin var upp tillaga um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG verði aftur kjörið endurskoðandi. Tillagan var samþykkt samhljóða.  

  7. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
  Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.

  Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

  8. Erindi Gauti Jóhannesson
  Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps flutti áhugavert og skemmtilegt erindi um reynslu sína af matvælaframleiðslu og matvælaeftirliti í Kína

  9.Önnur mál
  Engin önnur mál voru rædd.

  Fundi slitið kl. 15.30

  Fundargerðina staðfesta:

  Gauti Jóhannesson, fundarstjóri
  Leifur Þorkelsson, fundarritari

  pdf Fundargerð aðalfundar - pdf

  Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

  Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

  Search